Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 21

Morgunblaðið - 13.02.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 21 ERLENT NORÐHVALUR, eða grænlandssléttbakur, getur orðið 70-80 tonn að þyngd og upp undir 20 metra langur. Bandaríkjamenn mótmæla hvalveiðum Kanadamanna Inúítar veiddu hval í útrýmingarhættu Stoyanov boðar til kosninga 19. apríl PETAR Stoyanov, forseti Búlgaríu, tilnefndi í gær ráð- herra í bráðabirgðastjórn og boðaði til þingkosninga 19. apríl. Forsetinn gaf út tilskip- un um að þingið yrði leyst upp 19. febrúar og skipaði Stefan Sofianski, borgarstjóra Sofíu, sem forsætisráðherra. I stjórn- inni verða einnig nokkrir af andstæðingum Sósíalista- flokksins, sem hafði hætt til- raunum til að mynda nýja stjórn og fallist á að efnt yrði til kosninga tæpum tveimur árum en kjörtímabilinu lyki eftir 30 daga fjöldamótmæli á götunum. Yáhi hyggst segja af sér TIIT Váhi, forsætisráðherra Eistlands, kvaðst í gær ætla að segja af sér um leið og samkomulag næðist um mynd- un meirihlutastjórnar og nýr forsætisráðherra yrði tilnefnd- ur. Tillaga um vantraust á minnihlutastjórn Váhis var felld naumlega á þinginu á mánudag og Váhi kvaðst ekki njóta nægilegs stuðnings til að geta stjórnað landinu. Stjórn hans er sú sjötta í Eist- landi frá því Eystrasaltslandið endurheimti sjálfstæði sitt árið 1991. Alarcon kjörinn for- seti aftur FABIAN Alarcon, forseti þingsins í Ekvador, var kjörinn forseti landsins í annað sinn á fimm dögum í atkvæða- greiðslu á þinginu í gær. Rosalia Arteaga varð þá aftur varaforseti eftir að hafa gegnt þjóð- höfðingja- embættinu til bráðabirgða vegna brottvikningar Abdala Bucarams, sem þingið vék frá á fimmtudag vegna „andlegr- ar vanhæfni". Fyrra forseta- kjörið á þinginu var ógilt og þingið þurfti að setja ný lög til að geta kosið Alarcon í embættið. Handtaka vegna óeirða í Kína KÍNVERSKA lögreglan hefur handtekið 29 ára gamlan mann, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir óeirðum í borginni Yining í Xinjiang-hér- aði, sem kostuðu að minnsta kosti tíu manns lífið í siðustu viku. Múslimar eru í meirihluta í héraðinu og vilja stofna sjálf- stætt ríki. Kínverska stjórnin hefur fyrirskipað embættis- mönnum að berjast gegn að- skilnaðarsinnunum og hótaði þeim sem stóðu fyrir uppþot- unum hörðum refsingum. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfír á þriðjudag að sú ákvörðun kanadísku stjómarinnar að veita inúítum leyfí til að veiða tvo norð- hvali á síðasta ári, væri „óviðun- andi“. Tók hann aftur fyrri ákvörðun bandarískra stjómvalda að ganga til viðræðna við Kanadamenn um að taka upp að nýju viðskipti með sel og selaafurðir. Hins vegar lýsti Clinton ekki yfir banni á kanadískar sjávarafurðir eins og bandarísk stjómvöld íhuguðu. Norðhvalur er skíðishvalur af sléttbaksætt, verður allt að 70-80 tonn að þyngd og getur náð 19 metra lengd. Að sögn Gísla Víkings- sonar, dýrafræðings á Hafrann- sóknastofnun, eru tveir stofnar norð- hvals; í Norður-Kyrrahafí og Norð- vestur-Atlantshafí. Er fyrmefndi stofninn þokkalega á sig kominn en aðeins em nokkur hundruð dýr í þeim síðamefnda og er hann því flokkaður sem stofn í útrýmingar- hættu. Norðhvalur hefur ekki sést við ísland á þessari öld en_ hann heldur sig aðallega í Norður-íshafí. Bandarískir inúítar veiða úr stofninum Bandarísk stjórnvöld hafa veitt inúítum í Alaska leyfí til að veiða úr Kyrrahafsstofninum, t.d. veiddu þeir 52 dýr árið 1993. David John- son, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mótmæli Bandaríkjamanna væm vegna þess að annað dýranna sem Kanadamenn veiddu, hefði ver- ið úr Atlantshafsstofninum, og því óleyfílegt að veiða það samkvæmt reglum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Það væri ástæða þess að Banda- ríkjastjórn hefði ákveðið að grípa til aðgerða gegn Kanadamönnum. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort til greina kæmi að beita þá við- skiptaþvingunum en neitaði því að ástæða þess að það hefði ekki verið gert væri sú að það bryti í bága við alþjóðlega viðskiptasamninga. Johnson sagði stefnu Bandaríkja- stjómar í hvalveiðimálum vera þá að fmmbyggjar mættu veiða úr stofnum sem væru ekki í útrýming- arhættu, eins og kvæði á um í regl- um Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ein- hliða ákvörðun Kánadamanna væri brot á þessu. Kafbáta- vélar til orkufram- leiðslu RÚSSAR kanna nú möguleika á því að nota kjarnakljúfa úr kafbát- um til raforkuframleiðslu í landi, að því er segir í frétt í norska blað- inu Nordlys. Rússar telja sig með þessu slá þijár flugur í einu höggi. Skipa- smíðastöð flotans í Njerpa gæti ein- beitt sér að skipasmíði en í þeim efnum hefði hún ekki undan, ekki þurfi að útbúa ömgga geymslustaði fyrir kjarnakljúfana og raforku- framleiðsla verði jafnari og örugg- ari. Samkvæmt afvopnunarsamning- um era Rússar skuldbundnir til að taka kafbáta úr notkun og höggva kjamakljúfa þeirra niður. Sérfræð- ingar kjarnorkumálaráðuneytisins í Moskvu telja að komast megi hjá því að útbúa þeim varanlegan og geislaheldan legstað með því að taka þá í notkun í kjamorkuveram. Muni það koma sér vel því raforku- framleiðsla sé það ótrygg í norður- héraðum landsins og rafmagnsleysi algengt. Telur sérfræðingur kjarnorku- ráðuneytisins, að hver kljúfur dugi til að framleiða rafmagn er svari þörf 100 þúsund manna byggðar. Talsmaður norsku umhverfissam- takanna Bellona segir engan vist- fræðilegan ávinning af þessum áformum Rússa. Yrðu þau orkuver, sem ætlunin væri að reisa, mun ótryggari en þau sem fyrir eru. Miklu betra væri ef þeir byggðu vindmyllur til raforkuframleiðslu. . Mjög vindasamt væri í norðvestur- hlutum Rússlands og smíði vind- mylla, viðhald og eftirlit myndi veita Qölda manns atvinnu. IBALENO WAGON 4WD 1 x, SUZUKI AFL OG ÖRYGGl Prufukeyrðu Suzuki í dag. Taktu nokkrar beygjur, finndu þcegilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Fabian Alarcon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.