Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
Föngunum
fagnað í Ramallah
Aukín spenna
og ofbeldis-
verk í Mostar
Mostar. Reuter.
Portúgal
Víðtækar
breytingar
á stjóm-
arskránni
Málaga. Morgunblaðið.
STJÓRN sósíalista í Portúgal og
helsta stjórnarandstöðuaflið í
landinu, flokkur Sósíaldemókrata
(PSD), hafa náð samkomulagi um
víðtækar breytingar á stjórnarskrá
landsins. Kosningalögum landsins
verður breytt, þjóðaratkvæða-
greiðslum fjölgað og þingmönnum
fækkað.
Kjördæmum í Portúgal verður
breytt í því skyni að fækka þing-
mönnum. Þeir eru nú 230 en verða
ekki fleiri en 200 og ekki færri
en 180. Ekki er gert ráð fyrir að
völd forsetans verði skert. eins og
sósíaldemókratar kröfðust í upp-
hafí en á hinn bóginn hefur ríkis-
stjórnin orðið við þeirri kröfu að
brottfluttum Portúgölum verði
heimilað að taka þátt í kosningum
á landsvísu.
Ákvæði um framkvæmd þjöðar-
atkvæðagreiðslna verður bætt við
stjórnarskrá Portúgal og mun það
kveða á um að öll stærri mál sem
varða ríkið verði borin beint og
milliliðalaust undir fólkið í landinu.
Þetta á t.a.m. við endurskoðun á
Maastricht-sáttmála aðildarríkja
Evrópusambandsins (ESB). Að
öðru leyti munu stjóm og stjórnar-
andstaða þurfa að koma sér tíman-
lega saman um hvaða málefni
skuli bera undir þjóðaratkvæði og
við hvaða aðstæður.
Þá er gert ráð fyrir að her-
skylda verði aflögð í Portúgal að
afloknu ákveðnu aðlögunartíma-
bili auk þess sem lögum sem varða
stjóm herafla landsins verður
breytt.
Þessi endurskoðun stjómar-
skrárinnar er gerð í nafni vald-
dreifíngar. Þing Azoreyja og Ma-
deira munu fá aukin völd en völd
portúgalskra ráðherra munu
minnka.
Þess er vænst að forsætisráð-
herra Portúgal, Antonio Guterres,
og leiðtogi PSD, Marcelo Rebelo
de Sousa, staðfesti samkomulagið
í dag, fímmtudag.
ÍSRAELAR slepptu 30 palest-
ínskum konum úr ísraelskum
fangelsum í fyrrakvöld í sam-
ræmi við friðarsamningana við
Palestínumenn. Yasser Arafat,
leiðtogi palestínsku sjálfstjórn-
arsvæðanna, tók á móti flest-
um þeirra í Ramaliah en ein
þeirra, sem er brasilískur rík-
isborgari, var flutt til Brasilíu.
Ein til viðbótar var látin laus
í gær.
Flestum kvennanna var
fagnað sem hetjum þegar þær
hittu fjölskyldur sínar en
nokkrar þeirra kviðu heim-
komunni. Þær óttuðust að
ihaldssamir ættingjar þeirra
myndu líta á fangelsisvist
þeirra sem smán fyrir fjöl-
skylduna. Á myndinni er
einni kvennanna, Rula Abu
Dahu, félaga í Þjóðfrelsisfylk-
ingu Palestínumanna, fagnað
við skrifstofur Arafats í Ra-
mallah.
SPENNA hefur aukist mjög S Mostar
í Bösníu í vikunni og hefur fjölþjóða-
her Atlantshafsbandalagsins aukið
mjög viðbúnað sinn í borginni. Bryn-
vörðum bílum er ekið um götur til
að koma í veg fyrir að átök brjótist
út og herþyrlur sveima yfír, en of-
beldið hefur ekki verið eins mikið frá
árinu 1995. Þá hefur símasamband
rofnað á milli borgarhluta Króata og
múslima.
Hatur og tortryggni hefur ríkt á
milli Króata og múslima frá því að
þjóðirnar börðust í upphafi stríðsins
í Bosníu. Þrátt fyrir að þær hafi síð-
ar snúið bökum saman, fer því fjarri
að gróið hafí um heilt á milli þeirra
og það hefur kristallast í Mostar, þar
sem Króatar og múslimar búa hveij-
ir í sínum borgarhlutanum. Sá hluti
sem Króatar byggja er stærri og
mun betur farinn en múslimahlutinn
og hafa nokkrir múslimar búið í
hverfi Króata. Þeim hefur hins vegar
vart verið, vært þar, æ fleiri hafa
verið reknir frá heimilum sínum og
yfír i múslimahlutann.
. Ástandið í Mostar versnaði til muna
RÚSSNESK stjórnvöld sökuðu Atl-
antshafsbandalagið (NATO) og
framkvæmdastjóra þess, Javier Sol-
ana, um að fylgja fjandsamlegri
stefnu gagnvart Rússlandi með því
að vingast við stjórnvöld í Moldovu,
Georgíu, Armeníu og Azerbajdz-
han.
Sergej Yastrzjembskí, blaðafull-
trúi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta,
sakaði Solana um „baktjaldamakk“
með för sinni til framangreindra
ríkja. Ferðin er farin á sama tíma
og Rússar reyna að efla tengsl við
þessi fjögur fyrrverandi Sovétlýð-
veldi.
„Vesturlönd í heild og þó einkum
á mánudag, er Króati hóf skothríð á
hóp múslima, sem fór í kirkjugarð í
hverfí Króata til að votta látnum ást-
vinum virðingu sína. Einn maður lét
lífíð og um fímmtíu manns særðust
í árásinni og stuttu síðar ráku Króat-
ar 26 múslima frá heimilum sínum í
króatíska borgarhlutanum.
Standa ekki við gefin loforð
Fulltrúar fjölþjóðaliðsins, sem
fylgist með því að friðarsamningnum
sé framfylgt, sögðu að fleiri múslim-
ar hefðu verið reknir á brott á þriðju-
dag og í gær. Króatísk yfirvöld hafa
heitið því að múslimamir fái að snúa
aftur en hafa ekki sýnt nein merki
þess að þeir hyggist standa við það.
Engin skýring hefur verið gefín á
því hvers vegna símasamband rofn-
aði á milli borgarhlutanna en yfír-
borgarstjórinn í Mostar, músliminn
Safet Orucevic, kennir Króötum um.
Króatar hafa neitað þessu og saka
lögreglu og almenning í borgarhluta
múslima um að hafa gert bifreiðar
Króata upptækar, grýtt þær og ráð-
ist á bílstjórana.
og sér í lagi leiðtogar NATO eru
mótfallnir hvers konar stjómmála-
eða varnarsamvinnu nýju ríkjanna
við Moskvustjómina, ekki síst þegar
um það er að ræða að rússnesk
stjómvöld eiga fmmkvæðið að
auknu samstarfi," sagði Yastrzj-
embskí við /nterfax-fréttastofuna.
Embættismenn í höfuðstöðvum
NATO vísuðu á bug ásökunum
Rússa um að Solana hygðist grafa
undan samskiptum Moldovu, Ge-
orgíu, Armeníu og Azerbajdzhan
við Rússland. „Samskipti NATO við
ríkin fjögur útiloka ekki Rússa frá
samstarfi við þau eða öfugt,“ sagði
ónafngreindur embættismaður.
Framkvæmdastjóri NATO til Sovétlýðvelda
Rússar saka Solana
um baktjaldamakk
Moskvu. Reuter.
ESB bregst við gagnrýni vegna kúariðu
Efasemdir um að Þýzkaland uppfylli skilyrði fyrir þátttöku í EMU
Bonino yfirmaður
matvælaheilbrigðis
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins tilkynnti í gær að hún
myndi setja á fót starfshóp fram-
kvæmdastjómarmanna, sem hefði
það hlutverk að fylgjast með heil-
brigði matvæla. Gert er ráð fyrir að
Emma Bonino, sem fer m.a. með
neytendamá! í framkvæmdastjóm-
inni, muni gegna lykilhlutverki við
að koma þessum málum í betra horf,
en framkvæmdastjómin hefur verið
gagnrýnd fyrir að gæta hagsmuna
neytenda ekki nægilega í kúariðu-
málinu svokallaða.
Sjö vísindanefndir ESB, þar á
meðal dýralæknanefndin, munu
heyra undir starfshóp framkvæmda-
stjómarinnar. í honum munu sitja,
auk Bonino, Jacques Santer forseti
framkvæmdastjómarinnar og fram-
kvæmdastjórar landbúnaðar-, iðnað-
ar-, heilbrigðis- og vísindamála.
Sérstök stofnun, sem á að fylgjast
með heilbrigði dýra, verður undir
stjóm Bonino. Hún mun einnig hafa
yfírumsjón með deild innan fram-
kvæmdastjómar, sem á að meta hætt-
ur, er geta ógnað heilsu almennings.
Innan tveggja mánaða verður nán-
ari útfærsla umbótanna innan fram-
kvæmdastjómarinnar gerð opinber.
Evrópuþingið gagnrýnir
Evrópuþingið gagnrýndi fram-
kvæmdastjómina og Bretland harð-
lega í nýlegri skýrslu um kúariðumál-
ið. Því er haldið þar fram að brezk
stjómvöld hafí gert alvarleg mistök
eftir að vísbendingar komu fram um
að kúariða gæti borizt í menn og að
framkvæmdastjómin hafi ekki sinnt
hlutverki sínu sem skyldi.
Skýrslan verður rædd á þinginu
19. febrúar næstkomandi og er hugs-
anlegt að fram komi tillaga um van-
traust á framkvæmdastjómina.
Þingið getur vikið framkvæmda-
stjóminni frá.
Ákvörðun framkvæmdastjórnar-
innar þykir áfall fyrir landbúnaðar-
deild hennar, en hún hafði það hlut-
verk með höndum að gefa út reglur
um aðgerðir, sem áttu að hindra
útbreiðslu kúariðu, og fylgjast með
framkvæmd þeirra. Deildin hefur
verið gagnrýnd fyrir að einbeita sér
að því að aðstoða kúabændur en
horfa framhjá hagsmunum neytenda.
Fjárlagahalli sagður
stefna í 3,5% af VLF
Bonn, Frankfurt, Brussel. Reuter.
VANGAVELTUR um að Þýzkaland
muni ekki uppfylla skilyrði Ma-
astricht-sáttmálans fyrir þátttöku í
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu (EMU) hafa fengið byr undir
báða vængi að undanförnu. Þýzka
fjármálaráðuneytið vísar þó á bug
fréttum brezka ríkisútvarpsins,
BBC, um að fjárlagahalli ársins
stefni í 3,5% af vergri landsfram-
leiðslu. Samkvæmt Maastricht má
hallinn ekki vera meiri en 3%.
Þýzkt efnahagslíf hefur orðið
fyrir áföllum að undanförnu. í jan-
úar voru atvinnulausir 4,66 milljón-
ir, en ríkisstjórnin hefur gert ráð
fyrir 4,2 milljónum atvinnulausra
er hún spáir því að fjárlagahallinn
verði 2,9% af VLF.
Bókhaldsbrellum beitt?
*
Hagfræðingar segja að fyrir
hveija 100.000, sem bætast á at-
vinnuleysisskrá, geti fjárlagahallinn
aukizt um 0,1 til 0,16% af lands-
framleiðslu. Hagfræðingar, sem
rætt er við, spá því flestir að fjár-
lagahallinn verði á bilinu 3,3% til
3,5%.
Sumir bæta því þó við að senni-
lega muni þýzk stjórnvöld, líkt og
franska ríkisstjórnin, beita bók-
haldsbrellum til að halda hallanum
innan tilskilinna marka.
Dagblaðið Frankfurter Rund-
schau greindi frá því í gær að lífeyr-
isskuldbindingar vegna fyrrverandi
ríkisstarfsmanna, sem störfuðu hjá
póst- og símafyrirtækjum sem
ákveðið hefur verið að einkavæða,
kynnu að auka mjög á fjárlagahall-
ann á næstu árum, en stjórnvöld
hefðu á pijónunum áætlun um að
fela hallann með því að láta lífeyris-
sjóð starfsmannanna fá að láni fé,
sem ríkissjóður yrði síðar að greiða.
Waigel á móti því að
vatna út skilyrðin
Sérfræðingar benda á að taki
ráðherraráð Evrópusambandsins
ákvörðun um að leyfa þátttöku
Þýzkalands í EMU þrátt fyrir að
það uppfylli ekki Maastricht-skil-
yrðin, leiði það af sér að ekki sé
hægt að leggjast gegn þátttöku
Suður-Evrópuríkja, sem ekki hafa
verið þekkt fyrir efnahagslegan
stöðugleika. Afleiðingin geti orðið
sú að hinn sameiginlegi gjaldmiðill
ESB, evróið, verði veikur og njóti
lítils trausts á fjármálamörkuðum.
Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýzkalands, ítrekaði í gær að ekki
ætti að hnika Maastricht-skilyrðun-
um til um þumlung: „Aðeins þau
ríki, sem uppfylla skilyrðin, munu
taka þátt í evróinu. Ég mun ekki
stuðla að því að stöðugleikaskilyrð-
in verði vötnuð út.“