Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 23 LISTIR Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín Stríðsminningar ber hæst í heimildamyndum Berlín. Morgunblaðið. HLUTI Árnesingakórsins í Reykjavík, sem heldur upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum I Langholtskirkju á laugardag. Amesingakórinn með tónleika í Langholtskirkju SAUTJANDAI alþjóðlega kvik- myndahátíðin „Berlinale" í Berlín hefst í dag. Meira en helmingur myndanna sem keppa til verðlauna kemur að þessu sinni frá Evrópu eða er leikstýrt af Evrópumönnum. Flestar þeirra verða heimsfrum- sýndar núna í Berlín og spanna verk óþekktra leikstjóra sem og ný verk gamalkunnugra meistara. Vert er að nefna mynd breska leikstjórans Richard Attenboroughs um Ernest Hemmirtgway „In Love and War“. Handritið er unnið eftir bók Hemmingways, Vopnin kvödd, og aðalhluverkin eru í höndum Söndru Bullock og Chris O’Donnel. Frá Bretlandi koma tvær aðrar myndir; „The Engilsh Patient" í leikstjórn Anthony Minghella og „Twin Town“ eftir Kevin Allen. Fimm af tuttugu og fimm þeirra mynda sem valdar voru til sam- keppni koma frá Frakklandi. Sigur- stranglegar teljast nýjasta mynd Raoul Ruiz „Généalogies d’un crime“ með stórstjörnunni Cathar- ine Deneuve og mynd óþekkts leik- stjóra að nafni Bernard-Henry Levy „Le jour de la nuit“ þar sem Alain Delon fer með stærsta hlutverkið. Bandarískar myndir með mest aðdráttarafl Aðeins tvær myndir koma að þessu sinni frá Austur-Evrópu og koma báðar frá Póllandi, en voru þær styrktar af þýskum kvik- myndaverum á einn eða annan hátt. Vægi bandarískra mynda er að venju mikið, alls sex myndir keppa að þessu sinni um gullna bjöminn og munu þær án efa verða mesta aðdráttarafl bíóhúsanna næstu vikur sem misseri. „Rooswood" í leikstjórn John Singletown með Jon Voight og Ving Rahmes í aðalhlutverkum flallar um blóðbað vegna kynþátta- haturs er átti sér stað í samnefndum smábæ í Flórída árið 1922. Þema nýjustu myndar Spike Lee, „Get on the Bus“ er kynþáttahatur og kúgun minnihlutahópa í Bandaríkjum dags- ins í dag. Bakgrunnurinn er rútuferð þvert í gegnum Norður-Ameríku þar sem ferðalangarnir eru á leið til mótmælafundar í Washington. Enn ein myndin fjallar um óumburðar- lyndi og hatur; „The Crucible" í leik- stjóm Nicholas Hytner sem gerð var eftir hinu þekkta leikriti Arthurs Miller Nomaveiðar, sem einnig vann handritið að myndinni. Jack Nich- olson leikur forseta Bandaríkjanna í vísindaskáldsögumynd Tim Burt- ons „Mars Attacks", sem segir frá lendingu fjandsamlegra Marsbúa á jörðinni. Unga stjaman Leonard DiCaprio fer með hlutverk Rómeós í nútímauppfærslu Baz Luhrmann á verki Shakespeares um Rómeó og Júlíu.. Byrjað með mynd Billie August Opnurtarmynd hátíðarinnar er „Smillas Sense of Snow“ í leikstjórn Billie August eftir samnefndri bók Peter Hoeg. Bille August vann í tvö ár að gerð myndarinnar og er sýn- ingin í Berlín jafnframt heimsfrum- sýning. Fyrir utan ungfrú Smillu er einungis ein dönsk mynd í úr- vali samkeppnismynda „0en i fug- legaden“ eftir Sören Kragh-Jacobs- en sem fjallar um sögu ungs pilts er flúði úr Varsjár-gettóinu og finn- ur seinna föður sinn sem hann taldi látinn. Einmitt þetta efni er gegn- umgangandi í flokki heimildar- mynda. Ungir leikstjórar leggja sitt af mörkum við að leita uppi fólk sem lifði af hörmungar síðari heims- stytjaldar og festa minningar þeirra á filmu meðan enn gefst tími til. Gyðingar segja okkur sögu lífs sins sem í raun er aldrei hægt að segja til enda. í flokki bíómynda ungra leik- stjóra segja tíu myndir frá hlut- verkaskiptingu kynjanna hjá ungl- ingum nútímans í Bandaríkjunum og enn fleiri fjalla um vandamál ungs fólks í dag, um leit hinnar svokölluðu X-kynslóðar að hlutverki sínu í heimi sem fátt hefur upp á að bjóða. Friðrik Þór í Berlín Friðrik Þór Friðriksson er vænt- anlegur til Berlínar til að vera við- staddur sýningu Djöflaeyjunnar komandi föstudag. Myndin var valin í hóp mynda ungra evrópskra kvik- myndagerðarmanna sem virðast í auknum mæli fást við spurningar fortíðarinnar.fást við spurningar fortíðarinnar. ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í Langholtskirkju, laugardaginn 15. febrúar kl._16. Sljórnandi Árnesingakórsins er Sigurður Bragason, ein- söngvarar Signý Sæmundsdótt- ir sópran og Þorgeir Andrésson tenór og undirleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Auk Árnesinga- kórsins koma fram; Karlakór- inn Fóstbræður stjórnandi Árni Harðarson, Selkórinn undir sljórn Jóns Karls Einarssonar, Skólakór Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir stjórnar og Kór Kvennaskólans i Reykjavík und- ir sljórn Sigurðar Bragasonar. Kórarnir munu syngja hver í sínu lagi og síðan sameiginlega. Árnesingakórinn í Reykjavík var stofnaður 14. febrúar 1967 og var fyrsti stjómandi kórsins Jónas Ingimundarson. Kórinn hefur farið í nokkrar söngferð- ir út fyrir landsteinana og gefið út tvær hljómplötur og einn geisladisk. Nokkrir stjórnendur hafa komið við sögu kórsins, þeir sem lengst hafa starfað era; Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Ómar Óskarsson, Hlín Torfa- dóttir og Sigurður Bragason sem er núverandi söngstjóri og hefur hann stjórnað kóraum frá 1988. Vegna breytinga á lagerhúsnæði seljum við þessa vikuna takmarkað magn af ýmsum Siemens heimilistækjum á sérstöku afsláttarverði. Hláturtauqakitlandi oq skotsilfursparandi tilboö á ýmsum eldunartækjum, kæliskápum, frystiskápum, frystikistum, uppþvottavélum, þvottavélum, þurrkurum, litlum raftækjum, sjónvarpstækjum, myndbandstækjum, hljómtækjum, útvarpstækjum og símtækjum. Nú geturðu gert veruleqa qóð kaup. Gríptu gæslna meðan hún gefst. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 511 3000 Láttu sjá þig. Við tökum vel á móti þér. Sprenqhlæqileqt verð á frvstikistum og kaffivél fylgir með í kaupbæti. Allir þeir sem kaupa fyrir meira en 50.000 kr. lenda í potti. Mánudaginn 17. febrúar verður dreginn út einn heppinn vinninashafi og eignast hann alæsileaan Siemens þurrkara (WT 61000FG) að andvirði 63.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.