Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 25 LISTIR ímyndanir MYNPLIST Nýlistasafnið GRYFJA OGGANGUR - HUGMYNDALIST Joris Rademaker. Opið alla daga frá 14-18. Til 16. febrúar. Aðgangur ókeypis. JORIS Jóhannes Rademaker er Hollendingur sem hefur verið bú- settur á Akureyri frá árinu 1991. Myndkennaranám, Tilburg, og nám við Akademie voor Kunst en Ind- ustrie, Enschede, málaradeild og grafík. Starfar sem myndmennta- kennari við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Var gestakennari við Mynd- listaskólann í þijá mánuði 1993 og hefur einnig verið stundakennari við Verkmenntaskólann 1995-’96. Rademaker rekur nýlistahúsið Gallerí + á Akureyri ásamt Pálínu Guðmundsdóttur. Hefur haldið ýmsar minni einkasýningar, þar af tvær í Hollandi 1987 og 1988 og mun sýningin í Forsal og Gryfju Nýlistasafnsins vera veigamesta framlag hans á vettvanginum, framdi einnig gjörning á staðnum opnunardaginn, en af honum hef ég litlar spurnir. Rýnirinn sá sýnishorn af athöfn- um Rademakers á listavettvangi í Glugganum á göngugötunni á Ak- ureyri sumarið 1995, en þar voru á ferð þessar undarlegu og bernsku þrykk og skapalónsfígúrur, sem eru einnig uppistaða sýningarinnar í báðum sölunum. Hér er víst komið dæmi um mann sem fær einhveija ákveðna og af- markaða flugu í höfuðið sem hann heldur fram og fjölfaldar í síbylju og verður að viðvarandi áráttu, jafnframt skjalfestu kennimarki. Þannig hefur hann veggfóðrað allan endavegg Gryíjunnar með sautján þúsund tvö hundruð og áttatíu fíg- úrum. Ferlið leiðir hugann rétt að- eins að ameríska málaranum Keit Haring, en er mun einhæfara og að auki einungis í svarthvítu og mjög í ætt við iðnaðargrafík. Þá er meira um hreina hugmyndafræði að ræða, einhveija tegund hug- myndafræðilegra endurtekninga og naktrar rýmishyggju. Joris bregður út af hinu stranga ferli í myndaröðinni „Án titils“, sem samanstendur af 36 myndum fijálsrar óformlegrar tjáningar. Þar er svörtu litadufti og vatni blásið á pappír svo að úr verða ýmis konar tilbrigði á fletinum. Þetta eru mun lífmeiri myndir og gefa til kynna að Joris er gæddur ágætri fagur- fræðilegri kennd og auðsæ er mark- viss þjalfun að baki vinnubragð- anna. Á stundum minna myndirnar á óravíddir himingeimsins með stjörnuþyrpingum, sprengingum og svartholum, en mestu varðar að formin loða við myndflötinn, lifa sínu eigin lífi. Pallur og Súm-salur ÍMYNDAÐIR VINIR Guillermo Gelín, Hans Höfer, Leon Faucher, Lou Salóme, Paul H. Ew- erlöf, Teodóra Midjörd, Tricia Mcmillan. ÞAÐ er skrítinn gjörningur, sem fram fer á Palli, þótt hann sé mjög í anda þess sem maður rekst hvar- vetna á í listhúsum nýlista erlendis, og er mjög vinsæll í Fjöltæknideild- um listaskóla. Guillermo Gelín sýnir litljósmyndir frá Kúbu og spyr gest- inn: „Finnur þú fimm villur?“ Tekið er fram, að hann ber sama nafn og kúbversk byltingarhetja, hvað svo sem það viðkemur list hans eða nýlistum yfirhöfuð. Hans Höfer,1965 í Bandaríkjun- um, er með blikkkassa og býður skoð- anda að kíkja ofan í sjóngler á honum miðjum, en ekkert sá rýnirinn svo sennilega var útbúnaðurinn óvirkur eða kannski heldur rýnirinn, nefnist þetta „málverk" 400x400 sm. Léon Faucher, 1965 í París, er með eitt lítið málverk með svörtum og brúnum punktum, gráum og fjólubláum línum. Tekið er fram að hann er litblindur. Lou Salomé, 1967 í Sviss, sýnir k XsX'JI 'k % FÍGÚRUMYNSTUR Joris Jóhannesar Rademakers. heilan og hálfan sirkil á vegg sem frambera heilan og hálfan hring. Skírð eftir rússneskri aðalskonu sem Friedrich Nietzche vildi sem eiginkonu. Paul H. Ewerlöf, 1965 í Noregi, hefur formað aflangt kassaform með skúffu úr pappa. Tekið er fram að hann afplánar nú 16 ára dóm. Teodóra Midjörd, 1968 í Færeyj- um, býr í Danmörku, á verk sem hún nefnir „Vinir“ og er gert úr tveimur handsápum, tilraunaglasi, vatni, byijun á keltneskum út- skurði. Er fjarskyld William Heine- sen. Tricie McMillan, 1960-1994 á Englandi bjó í New York. Hún er með nokkur spakleg skilaboð til gesta á uppfestum hvítum blöðum. Things are rough. People are worried... Ekki getið hvort hún sé skyld Harold McMillan. í SÚM-sal er svo sértækur gjörningur. Upp við súl- una á palli er ónýt baðvog á gólfi og hér geta menn fengið upplýsta ranga þyngd á sér, til hliðar á súl- unni er svo hæðarmælir og þar geta menn mælt sína réttu hæð fari þeir úr skónum og sokkunum. Hvorum megin ganga svo fimm ferhyrnd borð út úr veggjunum þijú fyrir miðjum endavegg. Undir gleri á þeim eru svo númeruð fingraför í yfirstærð. Engar nánari útskýringar eru á gjörningunum en í sýningarskrá eru hugleiðingar á ensku enda munu menn tvítyngdir þar í bæ og út- lenskir vindar kveina þar í kring. Bragi Ásgeirsson Köttur á heitu blikkþaki NÆSTA frumsýning í Þjóðleik- húsinu verður á Stóra sviðinu og er það leikrit Tennesse Williams Köttur á heitu blikkþaki. Leik- myndin er nú komin í hús og æfingar vel á veg komnar. Frum- sýning er fyrirhuguð um mánaða- mótin. Leikendur í Ketti á heitu blikk- þaki eru Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Erling- ur Gíslason, Helga Bachmann. Halldóra Björnsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Sigurður Skúla- son og Randver Þorláksson. Nokkur börn koma fram í sýn- ingunni og skiptast átta börn á um þau hlutverk. Einnig leikur Deborah Dagbjört Blyden. Ljósahönnuður er Björn B. Guðmundsson, höfundur leik- myndar og búninga er Axel Hall- kell. Guðlaug María Bjarnadóttir er aðstoðarmaður leikstjóra en sýningarstjóri er Jóhanna Norð- fjörð. Birgir Sigurðsson þýddi verkið, Guðmundur Pétursson semur tónlist. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. AÐSTANDENDUR leikritsins Köttur á heitu blikkþaki. Gamanleikur eða dramatík? LEIKLIST Leyndir draumar GLÆPUR OG GLÆPUR eftir August Strindberg. Islensk þýð- ing: Einar Bragi. Leiksljóri: Inga Bjarnason. Leikarar: Alfreð Hall- dórsson, Gísli Heimisson, Guðjón Oskarsson, Guðrún Ágústsdóttir, Ingibjörg Helga Amþórsdóttir, Júlia Hannam, Kristján E. Engilbertsson, Lise Tarkiainen, Reynir Sigurðsson, Sighvatur Sigfússon, Sigrún Tryggvadóttir, Þóra Sigurðardóttir og Orn Ágúst Guðmundsson. Sviðs- mynd og búningar: Áslaug Leifsdótt- ir. Ljósahönnun: Geir Magnússon. Ljósamaður: Gústav Hannesson. Tæknimaðm-: Þórarinn Leifsson. Smiður: Sigurður Gunnarsson. Leik- munir: Lisa Tarkiainen. Aðstoð: Hrafnhildur Hafberg og Ingibjörg Sigurðardóttir. Hvislari: Margrét Guðbergsdóttir. Höfðaborgin 8. febrúar. LEYNDIR DRAUMAR er nafn á leikfélagi áhugamanna sem á rætur sínar að rekja til ársins 1992 en hefur starfað undir þessu nafni síðastliðin tvö ár og sett upp tvær ágætar leiksýningar. Sérstaklega var eftirminnileg fyrsta uppfærsla leikfélagsins á leiksmiðjuverkinu Magdalenu sem hópurinn setti upp vorið 1994. Um vorið og á haust- mánuðum 1995 sýndi hópurinn leikritið „Mitt bælda líf“ sem leik- ararnir skrifuðu sjálfir ásamt Hlín Agnarsdóttur og tókst þeim einnig ágætlega upp þar. Segja má að hópurinn færist núna meira í fang en áður þegar þau setja upp leikverk Augusts Strindbergs, Glæpur og glæpur. Verkið kallast gamanleikur en fjallar engu að síður um háalvarleg og dramatísk málefni. Þau málefni sem liggja verkinu til grundvallar snerta siðferðislega ábyrgð manns- ins gagnvart náunga sínum, tog- streita skyldu og langana er í brennidepli svo og spurningar um eðli ástarinnar. Verkið er að mörgu leyti sjálfsævisögulegt og hefur mikla dramatíska spennuvídd. Það verður að segjast eins og er að hópurinn á bak við Leynda drauma réð illa við þetta verk. Sérstaklega vantaði heilstæðan stíl á sýninguna. Ef áherslan átti að vera á hið gamansama mistókst sú ætlun, að undanskildum fáein- um atriðum, og ef dramatíkin átti að vera í fyrirrúmi tókst leikurum ekki heldur að ná þeim þunga sem slík áhersla krefst. Nú verður að sjálfsögðu að taka tillit til þess að hér er um áhugafólk að ræða og því ekki hægt að gera sömu kröfur til leiks og hjá atvinnumönnum. Engu að síður verður ekki hjá því komist að benda á ýmsar misfellur sem ekki er hægt að skrifa alfarið á áhugamennskuna. Til að mynda var langt í frá að leikarar kynnu textann sinn og hafði hvíslarinn nóg að gera stóran hluta sýningar- innar. Þetta á að sjálfsögðu ekki við alla leikarana, sumir kunnu sína rullu vel. Þar má nefna Reyni Sigurðsson, sem leikur aðalhlut- verkið, Maurice leikritaskáld. Hann hikstaði ekki á textanum og skemmtilegt var hvernig gervi hans minnti á Strindberg ungan. Reynir átti hins vegar í nokkrum vandræðum með það sem ég tiltók hér að ofan; sjaldnast var ljóst hvort túlkun hans miðaði að hinu dramatíska eða hinu gamansama. Júlía Hannam var í hlutverki Henriette, ástkonu hans, og stóð hún sig yfirleitt með ágætum. Þóra Sigurðardóttir var afslöppuð í hlut- verki frú Cathérine og virtist hag- vön á sviðinu. Hún var sannfær- andi í hlutverkinu þótt hún ætti í nokkrum vandræðum með textann þegar líða tók á sýninguna. Örn Ágúst Guðmundsson leikur Ad- olphe listmálara, vin Maurice, og þrátt fyrir sterka nærveru á sviði var hann langt í frá tilbúinn á frumsýningu. Hlutverk Adolphes er nokkuð stórt og mikilvægt og Örn Ágúst hafði ekki nema brot af texta hans á hreinu. Guðrún Ágústsdóttir lék lítið hlutverk barnsmóður Maurice og gerði hún vel í byijun en náði kannski ekki vel að túlka harm móðurinnar eftir lát barnsins. Ingi- björg Helga, sem lék litlu stúlk- una, dóttur Maurice, stóð sig með prýði. Guðjón Óskarsson, í hlutverki prests, Gísli Heimisson, í hlutverki verkamanns, Kristján Engilberts- son, í hlutverki yfirþjóns, og Alfreð Halldórsson, í hlutverki lögreglu- manns lögðu allir kómíska áherslu í leik sínum og tókst þeim ágæt- lega upp hveijum og einum, en þó var túlkun þeirra stundum eins og á skjön við þá dramatísku fram- vindu sem átti sér stað á sviðinu. Enn og aftur er hér um óvissan stíl sýningarinnar að sakast, sem hlýtur að skrifast annars vegar á hlut leikstjórans og hins vegar á reynsluleysi leikaranna í heild. Sviðsrými Höfðaborgarinnar var ágætlega nýtt og búningar Áslaug- ar Leifsdóttur voru fallegir. Lýsing Geirs Magnússonar og Gústavs Hannessonar var einnig vel unnin. Að mörgu leyti er hér metnaðar- full sýning á ferðinni en kannski hefur hópurinn tekist of mikið í fang með þessu verkefnavali. Eða þurft a.m.k. dálítið lengri æfinga- tíma. Soffía Auður Birgisdóttir Barnaskóútsala Inniskór frá 490 c m o V A r* ' biéu hÚSi kuldaskór frá 1990 P*UCtOJS.UL v/Fákaten ) HUGFÉIAO AKUREYRAR 1937 1997 FLUGLEIDIR Sl Traustur íslenskur ferðafélagi í tilefni 60 ára flugafmælis bjóða Flugleiðir 6.000 kr. afslátt af verði allra pakkaferða* ÚT í HEIM'97 í 6 daga til laugardagsins 15. febrúar. Söluskrifstofur Flugleiða eru opnar laugardaginn 15. febrúar tilkl. 16. ‘Afslátturinn bætist cklti við afsláttartilboð í ferðabæklingum Fluglciða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.