Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_____________AÐSEMPAR GREINAR_
Álvinnsla og önnur iðja
EINS og oft þegar
viðkvæm mál eiga í
hlut sýnist mér að
jafnt andstæðingar
sem fylgismenn ál-
vers á Grundartanga
hafí farið offari í
málflutningi. Má þar
nefna að ráðherra í
stjómmálaflokki sem
ég hef talið mig eiga
samleið með brást við
málefnalegri greinar-
gerð íslensks um-
hverfísfræðings sem
búsettur er í Svíþjóð
á þann veg að maður-
inn væri ættaður úr
Kjósinni. Vonandi
voru þetta fljótfærnisorð, mælt í
hita leiksins.
Hinn brottflutti Kjósveiji, Högni
Hansson, sem veitir forstöðu holl-
ustu- og heilbrigðiseftirliti í
Landskrona, ber saman kröfur
hérlendis og í Svíþjóð, annars veg-
ar til umhverfísmats vegna meiri-
háttar framkvæmda sem valdið
geti umhverfísspjöllum og hins
vegar til mengunar frá verksmiðj-
um á borð við álver.
U mh verfismatið
í Svíþjóð og víðar, til dæmis í
Bandaríkjunum, tekur almenning-
ur þátt í matinu frá upphafí og
er með í ráðum við að athuga
hvaða þætti þurfi að meta. Hefði
svo verið hér væri ekki uppi sú
staða að hörð viðbrögð almennings
hefðu komið ráðamönnum í opna
skjöldu. Einnig hefði opin þátttaka
í skipulagi matsins
orðið til þess að það
hefði tekið til hags-
muna sem sniðgengnir
eru í mati á áhrifum
álvers á Grundar-
tanga, svo sem ferða-
þjónustu.
Umhverfísráðherra
breytti nýlega reglu-
gerð um mengunar-
varnir á þann veg að
aðilar utan kerfísins
gátu minni áhrif haft
en áður á gang mála.
Nú er að koma í ljós
að breytingin muni
ekki standast lög og
verður hún því dregin
til baka.
Umhverfisráðuneytið hefur birt
athugasemdir við skýrslu Högna
Hanssonar. Sjálfsagt eru margar
þeirra tæknilega réttar en breyta
samt ekki þeirri meginniðurstöðu
að hér á að gera minni kröfur um
mengunarvarnir á flestum sviðum
en tíðkast í Svíþjóð og raunar víð-
ar. Og óhaggað stendur að al-
menningur fékk ekki tækifæri til
að taka þátt í matinu frá upphafi
og vera með í ráðum við að at-
huga hvaða þætti þyrfti að meta.
Hreinleikakröfur
Síhækkandi hlutfall koltvíoxíðs
í lofti er ein meginorsök þeirra
gróðurhúsaáhrifa sem ógna nú
loftslagi jarðar. Gildi rammasamn-
ings SÞ um losun koltvíoxíðs felst
í því að hann tekur til heimsins
alls, ekki einstakra svæða. Ef auð-
Vanhugsuð umsvif í
stóríðju geta, að mati
Ömólfs Thorlacius,
spillt atvinnu.
ugt iðnríki eins og ísland kemst
upp með að snúa honum sér í hag
verður hann brátt haldlítið papp-
írsgagn. Þessu breyta athuga-
semdir ráðuneytisins ekki.
Kröfur um hreinsun á brenni-
steinstvíoxíði eru mun slakari hér
en í Svíþjóð (og víða annars stað-
ar). Frá álveri í Sundsvall í Svíþjóð
ijúka 0,7 kg af brennisteinstvíox-
íði fyrir hvert framleitt tonn af
áli, en í fyrirhuguðu álveri á
Grundartanga sætta menn sig við
þrítugfalt meira magn, 21 kg á
tonnið. Tilslökunin er réttlætt með
því að jarðvegur á Islandi sé bas-
ískur og ráði því betur við þá súru
mengun sem af brennisteinsoxíð-
um hlýst.
Hér er um flókið efnajafnvægi
að ræða þar sem mun fleira kem-
ur við sögu en sýrustig jarðvegs
(auk þess sem hann er ekki allur
basískur hérlendis). Þeir sem ég
hef rætt við og fróðir teljast um
þetta efni treysta sér ekki til að
fullyrða neitt um skaðsemi súrs
regns hér miðað við það sem er-
lendis gerist.
Fullyrðingar um það að vot-
hreinsun, sem minnka myndi loft-
mengun, einkum af völdum
brennisteinssambanda, auki að
sama skapi mengun í sjó, munu
ekki standast. Sá brennisteinn sem
fyrir er bundinn í sjó er það mik-
ill (um 1.000 ppm) að aukning frá
vothreinsibúnaði álvers eins og hér
er til umræðu yrði ekki mælanleg
nema rétt við útrennslið. Hins veg-
ar gæti brennisteinstvíoxíð í lofti
hugsanlega spillt skógrækt í
ákveðinni vindátt í næsta nágrenni
iðjuversins.
Stóriðja, landbúnaður
og ferðaþjónusta
Á íslandi aukast umsvif ferða-
þjónustu nú um ein 10 til 15% ár-
lega. Þjónustan dregur gjaldeyri í
þjóðarbúið og skapar atvinnu. Full-
trúar greinarinnar hafa lýst
áhyggjum vegna áformaðra um-
svifa í stóriðju. Ráðamenn viður-
kenna mikilvægi ferðaþjónustunn-
ar og lýsa margir vilja sínum til
að stuðla að framgangi hvor
tveggja. Ef takast á að koma á
sambýli útlendinganna sem vilja
bræða hér ál og þeirra sem vilja
sækja landið heim dugir ekkert
minna en ströngustu kröfur um
mengunarvamir sem þekkjast á
hveijum tíma auk þess sem taka
verður fullt tillit til hagsmuna
ferða- mennskunnar þegar staður
er valinn iðjuverum og orkuverum
og uppistöðulónum sem þeim
fýlgja.
Hér er ekki nóg að sannfæra
landsmenn um það að tilteknar
mengunarvamir séu óþarfar vegna
ímyndaðrar eða raunvemlegrar
sérstöðu íslenskrar náttúm. Ég
minni á stöðuna í hvalveiðum. Þótt
Ömólfur
Thorlacius
þeir sem gerst til þekkja telji flest-
ir að nokkrir hvalastofnar kringum
ísland þoli hóflegar veiðar draga
menn við sig að heija þær af ótta
við fjandsamlegt almenningsálit
erlendis sem gæti spillt fyrir okkur
á öðmm sviðum. Við getum ekki
heldur búist við framhaldi á vexti
og þróun ferðamennsku nema
ímynd okkar í mengunarmálum sé
óspillt og sjónmengun frá iðju- og
orkuvemm í lágmarki.
Með vaxandi iðnaðarmengun á
Vesturlöndum er að skapast vem-
legur markaður fyrir dýrar iand-
búnaðarafurðir sem tryggt er að
séu fengnar við vistvæna ræktun
og eldi. Hér bjóðast íslendingum
tækifæri sem bændur em nú fam-
ir að nýta sér. Um sambýli þessa
landbúnaðar og stóriðju gilda öll
sömu varnaðarorðin og varðandi
ferðaþjónustu.
Mér skilst á ráðhermm Fram-
sóknarflokksins að þeir telji sig
þurfa að sniðganga kosningaloforð
um samráð við heimamenn í málum
sem þessu til að hrinda í fram-
kvæmd fyrirheiti um aukna at-
vinnu. En vanhugsuð umsvif í stór-
iðju gætu spillt atvinnu í öðram
greinum, einkum ferðaþjónustu og
landbúnaði, auk þess sem flest störf
við ný iðjuver yrðu tímabundin, við
að reisa verksmiðjur og raforkuver.
Það er því fýllsta ástæða til þess
fyrir ráðamenn okkar að hafa fyrir
augunum heildarmynd af framtíð-
arhorfum í íslensku atvinnulífí þeg-
ar þeir ráðstafa þeirri ódýra og
hreinu orku sem vissulega er ein
af auðlindum þjóðarinnar.
Höfundur er fyrrverandi rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð og
sat um árabil í Náttúruverndar-
nefnd og síðan í Umhverfismála-
ráði Reykjavíkur.
Tillaga að veiðileyfagjaldi
í GREIN Davíðs
Oddssonar forsætis-
ráðherra, sem birtist í
Morgunblaðinu 31.
des. sl., segir hann að
umræða um sjávarút-
vegsmál sé í einni
bendu og einum graut
og fátt hafi verið gert
til að greiða úr þeirri
flækju. Annmarkar
sóknarkerfis í sjávar-
útvegi séu viðurkennd-
ir af flestum og settar
hafi verið fram hug-
myndir um veiðileyfa-
gjald, en framsetning-
in sé í skötulíki. Meðan
ekki komi fram tillögur um hvem-
ig hægt sé að útfæra þessar hug-
myndir, séu þær engum til gagns
og eingöngu fallnar til að ýta und-
ir óánægju, öfund og óróleika.
Ég er sammála Davíð um það
að erfítt sé að taka afstöðu til
hugmynda af þessu tagi, nema
útskýrt sé á greinargóðan hátt í
hveiju þær eigi að vera fólgnar.
Ég kem ekki með neinar hug-
myndir um sóknarkerfí, enda hef
ég ekki séð að komið hafí fram
neinar hugmyndir um annað fyrir-
komulag en kvótakerfíð, sem gæfí
alhuðatölvukerfJI^
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyr/r WIND0WS
Á annað þúsund
notendur
gn KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/thrpun
möguleika á að veiða
það magn af mismun-
andi fisktegundum,
sem ráðlegt er talið
af fiskifræðingum á
skynsamlegan og
hagkvæman hátt, en
hér á eftir er tillaga
að útfærslu á veiði-
leyfagjaldi.
Aukin tækni hefur
orðið til þess að það
hefur verið hægt að
veiða físk með minni
tilkostnaði ár frá ári
á undanförnum ára-
tugum. Sama er
hvort litið er til smá-
báta, sem nú em orðnir hrað-
skreiðir, með vélknúnum færarúll-
um og fískileitartækjum, eða
stórra fullkominna veiðiskipa.
Ofveiði á mörgum fisktegund-
um síðustu árin hefur hins vegar
valdið því að ekki hefur orðið sá
hagur að þessari tækniþróun, sem
vænta hefði mátt. Ef okkur tekst
að byggja upp helstu nytjafísk-
stofna á næstu ámm eins og von-
ir standa til verður hagnaður af
útgerð veralegur.
Jafnframt þessu hefur það gerst
að útgerðarfyrirtæki em ekki
tilbúin til að leggja hagnað af út-
gerð í fiskvinnslu, sem ekki er eins
arðbær, í sama mæli og áður var.
Þetta er vegna þess að nú eru
gerðar meiri kröfur um arðsemi
Endurvekja mætti þá
skemmtilegu hugmynd,
segir Haraldur Svein-
björnsson, að kvóta
yrði úthlutað til allra
íslendinga.
af íjármagni, en var fyrir nokkmm
árum.
10-10 leiðin
Þessi tillaga að veiðileyfagjaldi
skiptist í tvo hluta:
1. íslenska ríkið tekur til sín
10% af öllum kvóta. Þessi kvóti
verður síðan seldur á uppboði t.d.
mánaðarlega. Tilgangurinn með
þessu er eftirfarandi:
Að skapa gmndvöll fyrir veiði-
leyfagjaldi á úthlutuðum kvóta.
Að lækka kvótaverð með því
að auka framboð á leigukvóta.
Með stöðugu framboði á leigu-
kvóta yrði aðilum sem em með
lítinn eða engan kvóta auðveldað
að stunda útgerð, forsendan verð-
ur þó sú að útgerð þeirra sé svo
hagkvæm að þeir geti boðið hærra
kvótaverð en aðrir.
2. Níutíu prósentum kvótans
verður úthlutað á sama hátt og
nú er gert, en þeim sem fá kvót-
ann verður gert að greiða fyrir
hann 10% af meðalverði á þeim
kvóta sem boðinn var upp árið á
undan.
Þetta er tiltölulega lágt gjald,
en höfð er hliðsjón af því að það
valdi ekki of mikilli röskun hjá
útgerðarfyrirtækjum.
Samkvæmt þessum reglum yrði
veiðileyfagjald 5 kr/kg fyrir fisk-
tegund sem borgað væri fyrir á
uppboði 50 kr/kg.
Áhrif veiðileyfagjalds
Til þess að rekja áhrifin í stuttu
máli em notaðar eftirfarandi for-
sendur:
Gjaldið yrði notað til að lækka
virðisaukaskatt.
Jafnframt er reiknað með því
að samið yrði um það við launþega
að sú kjarabót komi að hluta til í
stað launahækkana þannig að laun
hækkuðu minna en annars hefði
orðið.
Tekið skal fram að hér er ekki
um stórfelldar breytingar að ræða
þar sem gjaldinu er í hóf stillt.
Áhrifín á rekstrarafkomu fram-
leiðslufyrirtækja gætu orðið 1-2%
af veltu. Ekki ber þó að vanmeta
áhrifín því að hagnaður eða tap
fyrirtækja er yfírleitt aðeins örfá
prósent af veltu. Þetta gæti því
aukið atvinnuframboð vemlega.
Almenningur: Þetta bætti kjörin
vegna lægra verðlags og minna
atvinnuleysis.
Fiskvinnsla: Rekstrarafkoman
myndi batna vegna minni launa-
kostnaðar.
Útflutningsiðnaður: Hér gildir
það sama og um fískvinnslu.
Samkeppnisiðnaður: Afkoman
myndi batna vegna minni launa-
kostnaðar.
Útgerð: Til þess að skýra þetta
nánar er litið á nokkra þætti út-
gerðar.
Sala á aflaheimildum til ann-
arra útgerðaraðila: Hagnaðurinn
Brúðhjón
Allm borðbúnaður Glæsilcg gjdíavard Briiðaihjóna lislai
VERSLUNIN
Lnugdvegi 52, s. 562 4244.
Haraldur
Sveinbjömsson
af þessu minnkaði vemlega bæði
vegna veiðileyfagjaldsins og
lækkunar á verði kvóta vegna
aukins framboðs.
Veiðar á verðmætum fiskteg-
undum: Afraksturinn myndi
minnka verulega bæði vegna 10%
minni kvóta en annars hefði orðið
og vegna veiðileyfagjalds. Á móti
kemur að aukin tækni og vaxandi
fiskgengd gerir meira en að vega
þetta upp ef vel er að málum stað-
ið.
Veiðar á verðlitlum fisktegund-
um: Afkoman myndi ekki versna
þar sem veiðileyfagjald yrði lágt.
Veiðar á fisktegundum utan
kvóta: Afkoma þeirra myndi
batna vegna lækkunar á virðis-
aukaskatti, auk þess fengju þeir
öflugan bandamann til að beijast
á móti þátttöku sjómanna í kvóta-
kaupum, þar sem væri forysta
útgerðarmanna því að með því
myndu þeir halda veiðileyfagjaldi
niðri.
Hér að framan hefur verið
reiknað með að veiðileyfagjaldið
yrði notað til þess að lækka virðis-
aukaskatt, en einnig mætti hugsa
sér að endurvekja þá skemmtilegu
hugmynd, að kvóta yrði úthlutað
til allra íslendinga, í svolítið
breyttri mynd. Þetta yrði gert á
þann hátt að í lok fiskveiðiárs
yrði öllum íslendingum send
greiðsla sem næmi þeirra hlut í
því sem innheimt væri fyrir veiði-
leyfi og kvótasölu. Ef launþegar
féllust á að hluti af þessum
greiðslum kæmi í stað launa-
hækkunar yrðu áhrifin svipuð og
áður er lýst, en að auki myndi
þetta leiða til jafnari lífskjara í
landinu.
Að lokum vil ég hvetja alla sem
eru fylgjandi veiðileyfagjaldi til
þess að skoða þessa tillögu vel.
Eflaust eru margir fylgjandi
hærra gjaldi en hér er lagt til,
en þeim skal bent á að ekki er
vænlegt að fara út í neinar koll-
steypur í þessum málum fremur
en öðrum.
Höfundur er verkfræðingur.