Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 37

Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 37 AÐSENDAR GREIIMAR Mikilvægnstu umhverf- isþættir ekki rannsakaðir ÉG ÞAKKA kærlega skipulags- stjóra ríkisins fyrir að svara þann 27. desember sl. bréfi mínu til umhverfisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, þó að fastlega megi gera ráð fyrir að sá síðarnefndi sé bæði læs og skrifandi. Þykir skipulagsstjóra ég vega hart að sér og sínu embætti að vonum, en ekki fæ ég séð á skrif- um hans að hann hreki á nokkum hátt gagnrýni mína varðandi mat á umhverfisþáttum í Fíflholtum og nágrenni, heldur endurtekur sömu atriðin og hann hefur áður tekið saman úr því gjörónýta plaggi sem verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen setti saman fyrir hans embætti. Mér fínnst full ástæða til að þakka skipulagsstjóra og hans embætti það sem vel er gert og er mér þar minnisstæðastur hans þáttur í að bjarga Þjórsárverum frá kaffæringu. En það sem stofn- un hans hefur vel gert áður firrir hana ekki gagnrýni síðar. Það stendur eftir sem bláköld staðreynd að mikilvægustu um- hverfísþættir voru ekki rannsak- aðir í Fíflholtum, svo sem ástand berggrunns undir væntanlegan urðunarstað. Reyndar er því haldið fram á einum stað að hann muni þéttur, því að mýrin sé sönnun þess að svo sé, en hver heilvita maður sér að það sannar einungis að lekinn niður í grunnvatn er ef til vill minni en nemur úrkomu. Einnig er veðurfar og dýralíf órannsakað eins og ég benti á í fyrri grein minni og því óþarfí að rekja það aftur. Én það er ef til vill annað sem okkur nágrönnum urðunarstaðar- ins ber að vera skipulagsstjóra þakklátir fyrir. Hann úrskurðar sem sé að þótt urðun sé leyfð megi engin mengun fara út í Norð- læk né Akraós. Nú eru engin þau sigti til sem eru fullnægjandi gagnvart þungmálmum, jafnvel gagnslítil, og er mér þvi spurn: Hvert skal veita sigvatninu? Á að aka því burt á tankbílum eða veita því tugi kílómetra í rörum yfír landareignir fjandsamlegra granna? Nú hefði ég haldið að einhveij- ir væru því sem næst komnir í djúpan skít, eins og krakkarnir segja, því að ég get ekki séð að urðun sé framkvæmanleg með þessum skilyrðum. Fæ ég ekki betur séð en þessi úrskurður skipulagsstjóra minni á frægan dóm úr heimsbókmenntunum þegar gyðingnum Shylock var heimilað að sækja sitt pund af holdi úr bijósti kaupmannsins í Feneyjum sem endurgjald fyrir sína vangoldnu dúkata, en jafn- framt fyrirmunað að úthella svo mikið sem einum dropa blóðs, því að í samningnum var ekki minnst einu orði á blóð. Mengunarfræðingurinn Lúðvík Gústafsson skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sér og Hollustuvernd til varnar. Ekki finnst mér honum sæmandi að Gott væri að fá vitneskju um hvaða stofnun fylgir eftir iyr- irheitum skipulags- stjóra, segir Magnús Tómasson, um að engin mengun renni í Akraós. ásaka þá vísindamenn, sem létu mér í té álitsgerðir og skýrslur varðandi mengunarhættu, um óvönduð vinnubrögð. Mín óvönd- uðu vinnubrögð felast hins vegar í því að birta niðurstöður af mæl- ingum hans sjálfs á PCB mengun í krækl- ingi nálægt urðunar- stöð í Álfsnesi, sem hann einhverra hluta vegna vill halda leynd- um, sbr. svar skipu- lagsstjóra og Hollustu- verndar varðandi PCB. Mig undrar reyndar ekki augljós reiði Lúð- víks. Á fundi, sem haldinn var hinn 3. desember sl. að Lyng- brekku á Mýrum til kynningar urðunará- formum þeirra aðila er kalla sig Sorpsamlag Vesturlands, komu þessar greinar- gerðir vísindamannanna mengun- arfræðingnum gjörsamlega í opna skjöldu og hann gat ekki haft uppi aðrar varnir en reiði sína yfir því að undirritaður skyldi hafa aflað sé þessara upplýsinga. Á téðum fundi, sem boðað var til með næsta hefðbundnum hætti, sem sé í auglýsingu í blaðinu Vest- urland, þegar kærufrestur til ráð- herra var því sem næst að renna út, kom annars ýmislegt athyglis- vert fram og hefði þótt spreng- hlægilegt ef málið væri ekki graf- alvarlegt. Sorpsamlagsmenn og þeir sem í forsvari voru ætla sér að nota sigti úr vikri og möl og hefur þetta aldrei verið reynt áður. Mengunarfræðingurinn upplýsti að sýni yrðu tekin úr sigvatni ýmist á tveggja ára fresti eða fjög- urra eftir því sem við ætti. Þegar spurt var hvað gert yrði við meng- að efni úr sigtunum þegar þau væru mettuð orðin, taldj einn sorpsam- lagsmanna þjóðráð að urða það bara aft- ur, en mengunar- fræðingurinn taldi að það yrði bara flutt til útlanda! Það upplýst- ist jafnframt á fund- inum að sorphaug- arnir á Akranesi hefðu verið reknir á undanþágu undanf- arin fjögur ár, þar eð starfsleyfi þeirra hefði verið útrunnið. Þegar spurt var hvað sýni frá þeim urðun- arstað sýndu, svaraði mengunar- fræðingurinn að engin sýni hefðu verið tekin undanfarin fjögur ár vegna þess að starfsleyfið hefði verið runnið út. Traustvekjandi, ekki satt? Þegar spurt var hvaða fokvarnir væru fyrirhugaðar varð næsta lítið um svör, enda engar veðurathuganir til af svæðinu. Einn samlagsmanna (verkfræð- ingur) viðraði þó þá hugmynd að reisa fjögurra metra háa girðingu úr loðnuneti umhverfis urðunar- staðinn. Hræddur er ég um að slík girðing myndi einfaldlega láta undan þeim veðrum sem þarna eru tíð þegar verst gegnir. Gaman væri að vita hvaða stofnun eða ý embætti á að sjá um að efnt verði fyrirheit skipulagsstjóra um að Norðlækur sé ekki notaður til þynningar sigvatns né heldur að engin mengun renni í Akraós. Höfundur er myndlistarmaður. Magnús Tómasson Álver, já takk ÉG VISSI að margir væru sammála mér um byggingu álvers á Grundartanga, en svörun við grein- arkorni mínu sem birt- ist í Morgunblaðinu 5. febrúar sl. var ótrúleg. Ekki var langt liðið á dag er ég hafði fengið þakkir frá fleira fólki hér á svæðinu en sá hópur taldi sem fór á fund ráðherra til mót- mæla. í hópi mótmæl- enda hefur verið klifað á því að verið sé að flytja hingað gamla verksmiðju frá Þýska- landi. Meira að segja alþingismenn hafa talað um ruslakistur. Ég fyr- ir mitt leyti fer fram á ábyrgara tal hjá vel menntuðu fólki í ábyrgð- arstöðum. Staðreyndin er sú að nota á um 10% af búnaði þessarar þýsku verksmiðju. Að öðru leyti er um nýjan búnað að ræða. Okkur hafa verið sýndar myndir frá þessari þýsku verksmiðju. Á þeim sést að þorp liggur alveg að verksmiðjveggnum öðru megin, en kornakrar hinum megin. Það skyldi þó aldrei vera að hænur búsettar við Hvalfjörð séu þessa stundina að tína í sig kom af þessum akri? Aðeins einu sinni hafa verið mót- mæli við þessa þýsku verksmiðju. Það var þegar henni var lokað, fólk vildi að sjálfsögðu ekki missa þá atvinnu sem hún skapaði. Þessari verksmiðju var lokað vegna flutn- ingskostnaðar á hrá- efííum, en ekki vegna mengunar. Tíðrætt hefur sum- um orðið um ferða- menn og hvað þeir vilja sjá, athygli vekur að allir þeir sem stunda þjónustu við ferðamenn á hálend- inu og rætt hefur ver- ið við í fjölmiðlum eru sammála um að erlent ferðafólk vill sjá virkj- anir og önnur mannanna verk. Ferðamenn, erlendir og innlendir, skipta hundruðum ef ekki þúsund- um sem skoða járnblendiverk- smiðjuna árlega og eitthvað fara þeir hópar meira um héraðið. Þeir erlendu gestir sem ég hef hitt und- anfarin ár (þar á meðal fólk sem lætur sig náttúruvernd miklu skipta) hafa ekkert athugavert séð við járnblendiverksmiðjuna eða það að við þurfum að vinna fyrir okk- ur. Sjálfsagt munu margir koma að skoða álverksmiðjuna þegar hún verður komin upp og þeir aðilar Jón Sigurðsson sem gera út á ferðamenn munu njóta góðs af. Þá er komið að því dapurleg- asta. Á meira en helmingi jarða í hreppunum hér að norðanverðu er hætt hinum hefðbundna búskap með fé og kýr. Búseta er á flest- um, en um búskap er ekki að ræða ef frá er talin heysala á nokkrum. Mér er tjáð að í Kjósar- hreppi hafi mjólkurframleiðsla dregist saman um 48% á 3 til 4 Kjósverjar fá ný tæki- færi með opnun Hval- fjarðarganga, segir Jón Sigurðsson. Þá verður stutt fyrir þá að sækja vinnu að Grundartanga. árum. Ég held að orðið „blómlegt" sé ekki það rétta, því miður. En einhveija atvinnu verður fólk að hafa og nú bætist við ný verk- smiðja með fullkomnum meng- unarvörnum og mörgum atvinnu- tækifærum. Ný tækifæri fyrir Kjósverja opnast þegar Hval- fjarðargöngin komast í gagnið. Þá verður stutt fyrir þá að sækja vinnu að Grundartanga. Vonandi þurrkast atvinnuleysisskráning út og fólki hættir að fækka á svæð- inu. Eitt hefur lítið verið í umræð- unni, en það er hagur sveitarfélag- anna. Með fækkandi fólki og ekki síður tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga verður sífellt erf- iðara að reka þau. Með tilkomu nýrra fyrirtækja (álverksmiðju) aukast tekjur fljótlega með aukn- um tekjum einstaklinga, fast- eignagjöldum og fleiru. Eg hef trú á að fólk kjósi þá leið frekar en aukna skattbyrði. Ef ekki kemur til aukin atvinna og fólki heldur áfram að fækka er fyrirsjáanlegt að erfitt verður að reka skóla og aðra þjónustu í hreppunum. Vill fólk hugsa það til enda ef Heiðar- skóli yrði lagður niður? Þá færu mörg störf og fólki fækkaði. Öll mál hafa fleiri en eina hlið og að mínum dómi er það fullkomið ábyrgðarleysi að hafna fyrirtæki vegna tilfinningalegra og órök- studdra ástæðna. I fyrri grein minni benti ég á að við mengum öll eitthvað. Lítið dags daglega hvert og eitt, en safnast þegar saman kemur. Við skulum ímynda okkur að við söfnuðumst öll sam- an, allir íbúarnir í hreppunum fjór- um með allt okkar mengandi góss. Bíla, 3 til 4 traktora frá hveijum bæ og þar fram eftir götunum. Síðan leiddum við alla mengunina í eitt rör. Fróðlegt væri að vita hvor hefði vinninginn í mengun við eða álverksmiðja upp á hundr- að þúsund tonn. Við getum brennt sinu á svo sem einni jörð og hrært upp í nokkrum haughúsum líka. Mengun er slæm hvort sem hún kemur frá álveri eða einstaklingi, bjástrandi heima hjá sér. Við eig- um öll að sameinast um að halda henni í lámarki, líta í okkar eigin barm og standa vörð um að allar mengunarreglur í stóriðju séu virtar. Þegar náttúruvænni tæki- færi bjóðast fögnum við því að sjálfsögðu og grípum. Við skulum standa vörð um að verksmiðjan á Grundartanga skapi sem mesta atvinnu, búi vel að sínu fólki, greiði sem hæst laun og hagnist sem mest. Ég vil ekki horfa upp á 12 til 15% atvinnuleysi og fólk á fertugsaldri sem aldrei hefur fengið atvinnu. Það er ástand sem er orðið algengt í Evrópu. Að öllum flötum skoðuðum segi ég: Álver, já takk. Höfundur er verkamaður við norðanverðan Hvalfjörð (fyrrverandi bóndi). BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyr/rWINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: g] KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að greiða fyrir öll flugfargjöld og pakkaferðir með raðgreiðslum til allt að 24mánaða. Leiðin út í heim Flugleiða FLUGLEIÐIR Traustur islenskur ferðafélagi A.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.