Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ GUÐSVEINN BJÖRGVIN ÞORBJÖRNSSON + Guðsveinn Björgvin Þor- björnsson fæddist á Skrauthólum á Kjalarnesi 14. september 1915. Hann lést í Hafnar- firði 31. janúar síð- ^ astliðinn. Foreldar nans voru Þorbjörn Ásbjörnsson og Oddrún Bergþórs- dóttir. Guðsveinn átti fjögur systkini Guðrúnu, Bergþór, Sigurð og Jónu. Þau eru öll látin. Guðsveinn kvæntist Ólöfu Kristjánsdóttur frá Þingeyri í Dýrafirði 7. nóvember 1942. Foreldrar hennar voru Kristján Tómasson og Jóna Bjarnadótt- ir. Guðsveinn og Ólöf eignuðust þijú börn: 1) Gunnar Órn, f. 3.8. 1943, sem kvæntur er Helgu Guðmundsdóttur, f. 20.7. n» 1942. Gunnar á fjögur börn, Má, f. 15.2. 1963, Björk, f. 10.4. 1964, Díönu, f. 13.9. 1972, og Fídel Helga, f. 11.7. 1973. 2) Oddrún, f. 19.9. 1945, gift Gesti Guðnasyni, f. 20.4. 1944, og eiga þau þijú börn, Guðsvein Ólaf, f. 25.12. 1965, Helgu, f. 7.4. 1968, og Lóu Björgu, f. 28.3. 1974. 3) And- vana fætt barn 24.5. 1964. Guðsveinn átti fimm barna- börn. Guðsveinn starf- aði í lögreglunni í Hafnarfirði í mörg ár en síðan hjá Pósti og síma í Reykjavík. Guð- sveinn vann mikið að íþrótta- málum í Hafnarfirði. Hann gekk ungur til liðs við Knatt- spyrnufélagið Hauka og varð einn af forvígismönnum þess og var m.a. formaður þess í um 20 ár. Hann var gerður heiðursfélagi 1956. Guðsveinn og Ólöf bjuggu í Hafnarfirði til 1966 er þau fluttu til Reykja- víkur. Utför Guðsveins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er með söknuði en um leið kæru þakklæti fyrir ómetanlegt starf og hollustu sem við Haukafé- lagar kveðjum gamla foringjann okkar Guðsvein Þorbjörnsson sem nú er allur, liðlega áttræður að aldri. Hann var jafnan nefndur ' Vaðir Hauka“ í hópi eldri félaganna sem þekktu best til frumheijans og endurreisnarmannsins Guðsveins. Það var ekki að ástæðulausu, því í þau nær 66 ár sem félagið hefur starfað, var Guðsveinn Þorbjörns- son í forystu og fylkingarbijósti í nær fjóra áratugi, þar af formaður Hauka í samtals tvo áratugi, eða lengur en nokkur annar. Guðsveinn kom til liðs við Hauka aðeins örfáum mánuðum eftir að félagið var stofnað. Hann var líkt og stofnfélagarnir þrettán rétt um fermingaraldur, en þessir strákar vissu hvað þeir vildu og ætluðu sér. Þetta var alvörufélag sem var komið til að vera. Sá draumur hef- ur sannarlega ræst, því nú þegar frumheijinn kveður stendur félagið hans styrkum fótum í hópi fremstu og stærstu íþróttafélaga landsins. Þessi staðreynd gladdi gamla for- ingjann svo sannarlega, og glæstir sigrar styttu honum stundir. Hann fylgdist alla tíð vel með gengi fé- lagsins, las íþróttasíður blaðanna af miklum áhuga og lét ekkert fram hjá sér fara sem viðkom gamla góða félaginu. Þegar Guðsveinn gekk til liðs við Hauka haustið 1931 var ljóst að þar hafði góður félagi bæst í hóp- inn. Hann lét fljótt að sér kveða í forystunni, en var ekki síður liðtæk- KRISTÍN JÓNSDÓTTIR + Kristín S. Jóns- dóttir fæddist á Kletti í Geiradal, A-Barðastrandar- sýslu, 11. nóvember 1917. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 5. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Einarsson, bóndi á Kletti, og Pálína Ólafsdóttir. ’ Bróðir hennar var Einar Jónsson, bak- arameistari á Akur- eyri, f. 14. september 1909, d. 12. desember 1994. Frá'fimm ára aldri ólst Krist- ín upp hjá föðursystur sinni, Þórdísi Einarsdóttur, og manni hennar Ólafi Ófeigssyni í Kefla- vík. Uppeldissystkin hennar voru Bragi, Ásgeir, Halldóra Látin er á Akureyri kær frænka, Kristín Jónsdóttir, föðursystir mín. "^Lát hennar kom ekki á óvart þar sem hún hafði átt við mikla van- heilsu að stríða nokkur síðustu ár. Samt er það nú þannig að alltaf kemur rót á hugann þegar náinn ættingi kveður og leita þá fram minningar um liðna tíð. Fyrstu minningar mínar um Stínu frænku, _»eins og ég kallaði hana alltaf, eru þegar ég fór með foreldrum mínum í fyrsta sinn til Reykjavíkur, en og Vilborg Ólafs- börn, þau eru öll látin. Kristín giftist Sigurði Kristjáns- syni, fyrrum kaup- félagssljóra hjá Kaupfélagi verka- manna og bókara hjá vélsmiðjunni Odda síðari æviár, f. 1. maí 1900, d. 4. febrúar 1982. Krist- ín og Sigurður eign- uðust eina dóttur, Helgu, f. 15. des- ember 1951, starfar á rannsóknarstofu FSA. Barna- börn Kristínar eru tvö, Kristín, f. 17. nóvember 1981, og Hauk- ur, f. 30. nóvember 1984, Sig- urðarbörn. Utför Kristínar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þar bjó hún þá, og fannst mér mikið til um þessa frænku, sem þá var nýlega komin frá Ameríku úr námi í snyrtifræðum. Síðan höguðu örlög því þannig að hún flutti með manni sínum til Akur- eyrar og bjó þar alla tíð síðan. Þar bjó þá þegar bróðir hennar, faðir minn. Samskipti þessara tveggja litlu fjölskyldna urðu mjög mikil. Byggð voru hús með svipuðu sniði í Mýrunum, þegar ungamir voru flognir úr báðum hreiðrum minnk- MINNINGAR ur leikmaður bæði í knattspyrnu og handknattleik. Hann var einn forvígismanna þess að Haukar tóku að æfa handknattleik strax á vetr- ardögum árið 1932, fyrst íþróttafé- laga hérlendis. Leikinn höfðu þeir strákarnir lært hjá leikfimikennur- unum Valdimar Sveinbjörnssyni í Flensborgarskólanum og síðar Hall- steini Hinrikssyni. Handboltinn átti hug strákanna allan og þeir náðu fljótt góðum tök- um á leiknum. Þegar fyrsta íslands- mótið í handknattleik hófst hérlend- is á vordögum 1940, mættu Haukar að sjálfsögðu til leiks bæði í karla- og kvennaflokki, sem var þá tiltölu- lega nýstofnaður. Guðsveinn var þá nýtekinn við sem formaður fé- lagsins og leiddi starfíð af miklum krafti. Bæði liðin voru í fremstu röð og áttu eftir að fagna glæstum sigr- um á næstu árum. Guðsveinn varð íslandsmeistari ásamt félögum sín- um árið 1943 og stelpurnar urðu margfaldir meistarar og nánast ósigrandi um og uppúr miðjum fímmta áratugnum. Þetta voru gull- aldarár Hauka og það mæddi mikið á formanninum unga sem var alls staðar í fylkingarbijósti, bæði innan sem utan vallar. Þegar leið fram á sjötta áratug- inn fór að halla undan fæti hjá fé- laginu. Eldri félagar fóru að heltast úr lestinni og fáir nýir félagar komu til starfa. íþróttastarfið var í lág- marki. Guðsveinn, sem hafði stofn- að fjölskyldu og snúið sér að öðrum störfum, sá að við svo búið mátti ekki standa. Hann kom aftur til starfa fyrir félagið sitt, tók við for- ystunni að nýju ákveðinn í að byggja starfið upp frá grunni. Hann hóaði saman fjölda stráka og byij- aði að þjálfa þá í handknattleik. Þetta voru strákarnir hans Guð- sveins, löngum kallaðir, sem lögðu grunninn að endurreisn félagsins. Á aðeins örfáum árum tókst Guð- sveini og aðstoðarmönnum hans að byggja upp öfluga yngri flokka hjá félaginu og treysta allar undirstöð- ur til framtíðar. Strákarnir hans Guðsveins stofnuðu fyrstu formlegu deild félagsins, handknattleiks- deildina, í lok sjötta áratugarins og skömmu síðar var knattspyrnan einnig komin aftur á fulla ferð. Guðsveinn sagði síðar meir að þetta hefðu verið sín skemmtilegustu ár hjá Haukum, að endurnýja og end- urreisa allt íþrótta- og félagsstarfíð. Að þessu kraftmikla átaki Guð- sveins býr félagið enn í dag, því strákarnir hans Guðsveins, sem nú eru komnir á miðjan aldur, hafa verið og eru enn í dag, lykilmenn í forystu og starfsemi félagsins. Það er ekki hægt að minnast Guðsveins án þess að hún Lóa hans komi við sögu, svo samrýnd voru þau hjónin í öllu starfí og leik. Ekki síst fyrir félagið sitt. Haukar voru ekki síður félagið hennar Lóu. Ólöf Kristjáns- dóttir sá um alla keppnisbúninga Hauka í áratugi og það var eftir því tekið hvað leikmenn liðsins voru ætíð í samstæðum og snyrtilegum búningum. En það mæddi margt fleira á þeim hjónum, því um ára- tugaskeið áttu Haukar sitt höfuð- vígi á heimili þeirra heiðurshjóna. Haukar senda eftirlifandi ætt- ingjum Guðsveins og Lóu samúðar- kveðjur og þakka þeim hjónum fyr- ir ómetanlegt starf. Án þeirra fram- lags og þrautseigju væri alls óvíst hvort félagið okkar væri til í dag, hvað þá eitt af öflugustu íþróttafé- lögum landsins. Aðalstjórn Knattspyrnufé- lagsins Hauka. Það var frekar létt yfír mönnum á haustmánuðum í fyrra þegar við, nokkrir af „strákunum hans Guð- sveins“, heimsóttum hann á heimili sonar hans til að gleðjast með hon- um í tilefni áttræðisafmælis hans. Guðsveinn var þá nokkuð farinn heilsu en var að öðru leyti hress og glaður. Hann var með allt á hreinu hvað varðaði Haukana, hafði engu gleymt. í huga okkar, sem vorum 10-12 ára strákar á árunum 1955-60 og tókum þátt i endurreisn félagsins, var Guðsveinn Ieiðtoginn, faðir Haukanna. Af óþijótandi elju og áhuga tókst honum að vekja félagið af Þyrnirósarsvefni. Hann fylgdist síðan með vexti þess og viðgangi af miklum áhuga eftir að hann dró sig í hlé frá félagsstörfum. Uppgangur félagsins nú hin síðustu misseri gladdi Guðsvein mjög. í dag á kveðjustundu koma mörg minn- ingarbrot upp í hugann, t.d. frá árunum þegar við 12 ára gamlir tókum handboltaæfingar á sunnu- dögum fram yfír bíóferð og ekki nóg með það heldur var ekið í lokuð- um kassabíl frá Hafnarfírði inn á Hlíðarenda þar sem stóri bróðir Haukanna, Valur, átti íþróttahús með alvöru mörkum. Við borguðum 1 krónu og 75 aura fyrir farið. Guðsveinn var þá þjálfarinn og við uppskárum vel síðar. Já, það var gaman að vera til á þessum árum. Guðsveinn var þá potturinn og pannan í nánast öllu er snerti Haukana. Hann ræktaði með okkur trú og tryggð við félag- ið. í dag má sjá þess glögg merki í félaginu hve samkennd félags- manna er mikli. En nú er dagur að kveldi kominn og Guðsveinn far- inn, saddur lífdaga. Við stöndum í mikilli þakkar- skuld við Guðsvein og samheija hans er stóðu að stofnun og fram- gangi félagsins á sínum tíma. Farðu í friði, kæri vinur, og megi félagið okkar dafna um ókomna tíð. Bjarni Hafsteinn Geirsson. Ástkær afí okkar er látinn og í dag kveðjum við hann í hinsta sinn. Afí var mikill fjölskyldumaður og bar alla tíð hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Hann fylgdist alltaf með hvað við barnabörnin höfðum fyrir stafni og hvert leið okkar lá í líf- inu. Afi var mikill baráttumaður og benti okkur oftar en einu sinni á að maður yrði að hafa fyrir hlutun- um ef manni ætti að miða eitthvað áfram. Alltaf var gaman að fará í heimsókn til afa, í hvert skipti sem við komum inn fundum við alltaf hlýju og ánægju yfir að við værum komin til að heimsækja hann. Stutt var í stríðnina hjá afa og auðvelt var að koma honum til að hlæja. Afi fylgdist mikið með íþróttum, hann var mikill Haukamaður og vissi nánast allt um Haukana og þá sérstaklega handboltann. Afí varð líka alveg himinlifandi þegar eitt af okkur (Lóa) spilaði knatt- spymu með Haukum eitt sumar. Nú á síðustu árum afa fór hann sjaldan á fætur nema þá er rík ástæða þótti til og var það þá jafn- an þegar Haukarnir voru að keppa. Ef hann komst ekki á fætur urðum við að hringja til að segja honum hvernig leikar fóru. Afí skilur eftir sig stórt skarð í lífi okkar og munum við sakna hans mikið en afi var hvíldinni feginn eftir mikla baráttu við veikindi og vitum við að amma hefur tekið vel á móti honum í Guðs ríki. Guðsveinn (ÓIi), Helga og Lóa Björg. MARÍA JÓNSDÓTTIR uðu báðar fjölskyldur við sig hús- næðið og fluttu þá systkinin bæði með maka sína í Lundahverfið, þannig að enn var stutt að hlaupa á milli húsa. Og mikinn stuðning höfðu þær hver af annarri móðir mín og hún þegar báðar voru orðn- ar ekkjur. Margs er að minnast frá æskuárunum á Akureyri og sam- skiptum mínum við Stínu frænku og fjölskyldu hennar. Alltaf var gaman að koma í Engimýri 14 og spennandi að fá að kíkja í kjallar- ann þar sem Sigurður maður hennar hafði sína „smíðakompu". Ófá trémyndaspil og fleiri skemmtilega hluti með máluðum myndum, fengum við systur í jóla- gjafir og við ýmis önnur tæki- færi. Eða hvað það var skemmti- legt þegar hún kom í heimsókn í Kringlumýrina, því hún hafði ein- stakt lag á að segja skemmtilega frá mönnum og málefnum. Ekki gleymast heldur boðin á „gener- alprufumar“ í samkomuhúsinu þar sem við systur sátum skjálf- andi af spennu undir kynngimögn- uðum krafti Skugga Sveins og fleiri þjóðkunnra persóna ís- lenskra leikrita, þar nutum við skyldleikans við hana. Nú, gaml- árskvöldin góðu þegar fjölskyld- urnar gengu upp á klappir til að sjá nýja ártalið birtast í Vaðlaheið- inni. Svona mætti lengi telja. Fyr- ir það allt og þann hlýhug sem hún sýndi mér og mínu fólki alla tíð vil ég nú fyrir hönd fjölskyld- unnar þakka af alhug. Helgu Kristínu og Hauki vottum við dýpstu samúð. Hvíl í friði. Þórdís Einarsdóttir. + María Halla Jónsdóttir fæddist á Akureyri 20. ágúst 1941. Hún lést í Fjórðungs- sjúkahúsinu á Ak- ureyri 2. febrúar 1997. Foreldar Mariu voru Gefn Geirdal og Jón Ingi- marsson. Þau eru bæði látin. Systkini Maríu eru Hekla, Hreiðar, Hólmfríð- ur, Ingimar og Saga. Eftirlifandi eiginmaður Maríu er Árni Veigar Stein- grímsson, bóndi á Ingvörum í Svarfaðardal. Börn: Edda Björk Valgeirsdóttir, Jón Hreinn Svavarsson, Jón Víking- ur Árnason, Saga Árnadóttir, Birkir Árnason, Börkur Árna- son og Sigrún Árnadóttir. Útförin fór fram frá Dalvík- urkirkju 11. febrúar síðastlið- inn. Sunnudagskvöldið 2. febrúar barst hingað suður sú fregn að vinkona okkar, María Jónsdóttir, væri dáin. Dauðinn er grimmur þegar hann hrifsar svo til fyrir- varalaust vini á brott. Ráðleysi og reiði voru fyrstu viðbrögð. I sorg okkar töluðum við um Maju, þessa fallegu, greindu og skemmtilegu konu sem við þekktum sem margra barna móður og bóndakonu á Ing- vörum í Svarfaðardal. Okkur finnst við vera staddar í eldhús- inu á Ingvörum. Árni snýst í kringum okkur og býður stöðugt mat og drykk — ekkert er of gott fyrir gesti. Maja stendur við kaffi- könnuna, kát og glöð. Þvotturinn og brauð- baksturinn mega bíða, nóg er nóttin. Umræð- urnar eru fjörugar; frá pólitík og verkalýðsbaráttu yfir í bókmenntir. Inn á milli sögur og skrítlur af sjálfum okkur og öðrum sveitungum. Maja veit mest. Ein- hvern veginn er hún búin að lesa flestar jólabækurnar, fylgjast með öllum markverðum útvarpserind- um og engar fréttir úr dagblöðun- um hafa farið fram hjá henni. Húmor og innilegur hlátur ein- kenna samræðurnar. Úti lemur febrúarhríðin bæina í Svarfaðardal en við erum heimspekingar, lista- menn og bóhemar á frönsku veit- ingahúsi. Á Ingvörum er alltaf veisla. Allar minningar okkar um Maju eru fullar af ljósi og það ljós mun þegar lengra frá líður verða skugga dauðans yfírsterkara. Elsku Árni og börn. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Júlíana Lárusdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.