Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 51

Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Smáþjóðaleikar og íþróttaforystan Frá Birgi Guðjónsson: SEM GESTI án atkvæðisréttar á aðalfundi Ólympíunefndar íslands þótti mér atburðarásin miður. Samskipti mín við Júlíus Hafstein við undirbúning frjálsíþrótta-, lyfja- og iæknaþátt- ar leikanna höfðu verið snurðulaus. Atburðir sem þessir eiga sér skýringar sem sjaldnast koma allar fram en óneitanlega er það ank- annalegt að vegna hefðbundinnar dagsskrár aðalfundar þessara lýðræðissamtaka er hægt að fella formann áður en hann gerir grein fýrir störfum sínum. Æskilegt hefði venð að taka á ágreiningi um framtíðarskipan ÓI og ISÍ eftir Smáþjóðaleikana, en það breytir því hinsvegar ekki að leikamir eru fyrir íþrótta- æsþuna en ekki stórlynda íþróttaleiðtoga. íþróttaiðkun er mikilvægur þáttur menn- ingarlífs hverrar þjóðar eins og listir almennt og vísindi. íþróttakeppni er sjálfsagður þáttur íþrótta og án þeirra yrði lítið um iðkun æsk- unnar á íþróttum. Draumur flesta ungmenna er síðan að þreyta keppni við íþróttamenn annarra þjóða. Þátttaka í keppni erlendis þýð- ir einnig skyldu um gagnkvæmi, þ.e. að bjóða til keppni hér á landi. íþróttakeppni er eitt- hvert tíðasta form samskipta þjóða í milli. Framkvæmd alþjóðlegs íþróttamóts eins og annarra menningarhátíða reynir á skipulags- hæfni, áreiðanleika og samvinnueiginleika þjóðar og gerir henni kleift að sýna menningu sína og atvinnulíf. Margar þjóðir eins og t.d. Finnar leggja metnað sinn í að halda sem flest alþjóðleg mót. Bislet-leikarnir em órjúf- anlega tengdir nafni Óslóborgar. Væntingar til Spánveija vora blendnar fyrir Ólympíuleik- ana í Barcelona 1992 en framkvæmd þeirra tókst með ágætum og hlutu þeir mikinn sóma af. Bandaríkjamönnum urðu á mistök við fólksflutninga og tölvuvinnslu í upphafi Ólympíuleikanna í Atlanta sem að mínu mati voru ekki stórvægileg en vora blásin upp í alþjóðlegum fjölmiðlum. Orðstír Bandaríkja- manna sem miklir skipuleggjendur og tölvu- snillingar hrundi í einu vetfangi og skyggði það á frábæra vinnu tugþúsunda sjálfboðaliða. Smáþjóðaleikarnir hófust fyrir 14 áram fyrir tilstuðlan Alþjóðaólympíunefndarinnar. Leikarnir sem á að halda hér í Reykjavík í júní nk. eru þeir sjöundu. Með því að þiggja þátttöku í upphafí var það sjálfgert að það kæmi að okkur að halda leikana og ákvörðun var því í raun tekin fyrir 14 árum. Unnið hefur verið að undirbúningi í mörg ár og margir tekið þátt í honum. Búist er við um 900 gestum frá 8 þjóðum á Smáþjóðaleikana til að keppa í 10 mismunandi íþróttagreinum. Auk íþróttamanna, þjálfara og fararstjóra koma einnig æðstu forystumenn Alþjóða- ólympíunefndarinnar og alþjóðasérsambanda. ísland verður í sviðsljósi erlendra fjölmiðla meðan á leikunum stendur. Dómar munu ekki eingöngu verða kveðnir vegna íþrótta- keppni heldur ekki síður um alla frammistöðu okkar, skipulagshæfni og áreiðanleika. Góðir leikar geta skipt sköpum fyrir framtíðarmögu- Ieika æskunnar á íþróttamótum á alþjóðavett- vangi. Viðbrögð Júlíusar Hafstein við að ná ekki kjöri í Olympíunefndina eru að sínu leyti mannleg en má vonandi endurskoða. Ef brott- hvarf hans úr stjórn leikanna er endanlegt verður allur viðskilnaður að vera samkvæmt lýðræðislegum félagsvenjum. Hér era engin einkamál. Brotthvarf annarra frá undirbún- ingi leikana vegna þessara atburða er óíþróttamannslegt og ekkert annað en tilræði við íþróttaæskuna, borgar- og þjóðarorðstír. Þeir sem eftir standa verða að snúa bökum saman. Leikana verður að halda. BIRGIR GUÐJÓNSSON, formaður Laga- og tækninefndar FRÍ, Læknar- áðs ÓI og Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ. Hugsaðu málið, landi góður Frá Karólínu Huldu Guðmunds- dóttur: UNDANFARNAR vikur hefur um- ræða um umhverfísmál aukist í sumum íjölmiðlum og er það vel. Kveikjan að þessari vakningu er fyrst og fremst fyr- irhuguð álverk- smiðja CVC í Hval- firði og mótmæli Kjósveija við henni, sem og um- ræður um framtíð- arskipulag miðhá- lendisins sem nú er unnið að og kemur Guðmundsdóttir væntanlega fyrir almenningssjónir nú á vordögum. Stór vettvangur þessara skoðana hefur verið hér í aðsendum greinum Morgunblaðsins og stendur blaðið sig vel í að birta ólíkar stefnur. Ríkisfjölmiðlarnir hafa fjallað talsvert um þessi mál í fréttum og fréttatengdum þáttum, en svo undarlega ber við að þessum málaflokki er vart sinnt á Stöð 2. Dugmiklir einstaklingar hafa vakið marga af Þymirósarsvefni undangenginna áratuga þar sem fólk trúði því vart að erlendir aðilar kæmu til með að fjárfesta í orku- frekum iðnaði á íslandi. Nú virðast hins vegar teikn á lofti þess efnis að Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar (MIL) hafi tekist að vinna heimavinnuna sína með þeim hætti að Island sé að verða fýsilegasti kostur stóriðju- stjóra. Höfum við e.t.v. stefnt hér að stöðugleika í efnahagslífi fyrst og fremst til að verða eina landið í Evrópu með samkeppnishæft orku- verð og ódýrasta vinnuaflið? Iðnaðarráðherra er með glýju í augunum vegna allra þeirra tæki- færa sem nú virðist rigna ofan í hattinn hans. Hans framtíðarsýn er eflaust bundin þeirri von að ráðherra- tíðar hans verði minnst með þeim hætti að þá hafi hagur þjóðarinnar nú fyrst tekið að vænkast. En hvem- ig munum við líta til fortíðarinnar að nokkrum áratugum liðnum? Verð- ur þá búið að nýta alla þá virkjunar- kosti sem nú þykja „hagkvæmastir" til stækkunar jámblendiverksmiðj- unnar, uppbyggingar fleiri álvera, sinkverksmiðju og magnesíumverk- smiðju að ógleymdum þeim kosti að flytja út raforku um sæstreng? Verð- ur hér þá mikil hagsæld og ánægja, sem sanna mun „að hrakspár svart- sýnismanna hafa aldrei rætzt“ (tilv. í Reykjavíkurbréf Mbl. 25.1. 1997). Hefur okkur þá tekist að hamla gegn gífurlegum þensluáhrifum slíkra stórframkvæmda á þjóðfélagið? Hveijar sem spurningamar eru og hver sem svörin kunna að verða þá er mikilvægt að við íslendingar, hvert og eitt okkar, mótum nú okk- ar framtíðarsýn í umhverfismálum og náttúruvernd og látum skoðanir okkar í ljós. Það eram við, almenningur þessa lands, sem á Landsvirkjun. Er það okkar framtíðarsýn sem það fyrir- tæki boðar og hvernig eyðir MIL fjármunum okkar? Viljum við veija milljónatugum í að bjóða fram okk- ar „hreinu orku“ til stóriðju og út- flutnings með öllum þeim virkjunar- framkvæmdum sem því fylgja, svo draga megi úr brennslu kola, olíu og kjarnorku í öðrum löndum? Þar með myndum við tvöfalda losun gróðurhúsalofttegunda hér. Er það þannig sem við uppfyllum tilmæli alþjóðlegra samþykkta um meng- unarvamir; með því að flyta meng- unina hingað? Mun þá ekki ávinn- ingurinn af hinni „hreinu orku“ hafa snúist upp í andhverfu sína? Hugsaðu málið, landi góður. Við getum ekki treyst á stórgölluð lög um mat á umhverfisáhrifum og ófullnægjandi ákvæði ýmissa laga og reglugerða er varða mengunar- varnir iðnfyrirtækja. Við erum „al- menningur". Við þurfum að vinna betur heimavinnuna okkar og taka afstöðu til mikilvægustu mála fram- tíðarinnar. Látum í okkur heyra! KARÓLÍNA H. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Fitjum í Skorradal úr „almenn- ingnum“. Karólína Hulda BOMULLAR, FLAUELS, CHINOS OG ALLAR GALLABUXUR ÁCUR ALLT AC 3490,- nú 1980s- SKYRTUR ÁÐUR 1980,- NÚ KOFLOTTAR VESTISPEYSUR AOUR 4980,- NU STAKIR JAKKAR | ACUR 7980,- NU LAUGAVEGI 1 8 B - REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.