Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Besta myndin testa leikstjórn lesta lefkkortan ■ . aukahlutvej Besta handi Háskólabíó MEÐEIGANDINN Whoopi Goldberg Nýjasta grínmynd Whoopi Goldberg Meðeigandinn fjallar um snjalla svarta konu sem á erfitt með að vinna sig upp í fjármálaheiminum á Wall Street því þar er öllu stjórnað af körlum. Hún stofnar því eigið fyrirtæki og býrtil ímyndaðann karl meðeiganda. Sýndkl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. ATTUNDI DAGURINN Eitt fremsta meistaraverk kvikmyndasögunnar" Daniel DAGSLJOS SLEEPERS PÖRÚPÍLTAR BRIMBROT EmilyWatson ertilnefndtil Óskarsverðlauna fyrir besta . leik í aðalhlutverki. . * SYND KL. 6. * Sýnd kl Sýnd kl. 9. ,\ Ljósmynd/Andrés Þórarinsson AFTARI röð: Fjallamenn, þau Arna Dögg, Fífa, Sigurður Már, Hálfdán og Tumi. Fremri röð: Jakob og Björn, úr liði 1, sigur- vegaramir Jens og Halldór, og Böðvar og Baldvin í liði 2. Hrollur við Hafravatn ►dróttskátasveitin Fjallamenn í Skátafélaginu Mos- veijum í Mosfellsbæ hélt skáta- maraþon fyrir foringja félagsins um síðustu helgi. Maraþonið, sem heitir Hrollur í höfuðið á vetrarskála félagsins, tóks hið besta en þijú lið mættu til keppni. Gengið var neðan úr bæ á föstudegi og upp að skálanum við suðurenda Hafravatns. Viðfangsefni keppenda vom margvísleg, sigið var í kletta, farið var um með hjálp áttavita og korts og leitað var að refnum með hjálp miðunartækja. Um kvöldið voru grafin snjóhús þar sem kvöldvaka fór fram. Sigurvegarar í Hrolli voru þeir Halldór Haukur Andrésson og Jens Ingvarsson. Fish- bume hjólar á Miami ► BANDARÍSKA leikaranum Laurence Fishburne þykir gott að þeysa um á mótor- hjóli þegar sunnan- vindar blása á Miami, en þar er hann í stuttu fríi frá tökum nýjustu myndar sinnar, „Event, Horizon". Hér hefur hann stöðvað Harley Davidson vél- fák sinn til að kasta kveðju á vin sinn, sem var úti á kvöldgöngu. Skemmtanir HÓTEL SAGA Á Mímisbar er opið fimmtu- dags- og sunnudagskvöld frá kl. 19-1 og frá kl. 19-3 föstudags- og laugardagskvöld en þá koma fram þeir Stefán Jökulsson og Ragnar Bjarnason. Í Súlnasal föstudags- kvöld verður haldið Sveitasöngvabail frá kl. 19-3 þar sem kántrýhljómsveitin The Farmals og hinar ðviðjafnanlegu Snörur sem samanstendur af Evu Ásrúnu, Guðrúnu Gunnars og Ernu Þórarins. Ómar Ragn- arsson tekur „Sveitaball". Verð á mat og dansleik 1.000 kr. Á laugardagskvöld verður frumsýningin á skemmtuninni Allabaddari sem er skemmtidagskrá með frönsku sniði þar sem fram koma listamenn- imir Egill Ólafsson, Sigrún Eva Ármanns- dóttir, Rósa Ingólfs, Karl Ágúst Úlfsson, Örn Arnason ásamt dansmeyjum Helenu Jónsdóttur. Að loknum kvöldverði og skemmtun leikur hljómsveitin Aggi Slæ og Tamlasveitin ásamt Sigrúnu Evu. ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld er lokað vegna einkasamkvæmis. Á laugardags- kvöldinu verður frumsýning á Braggablús, söngbók Magnúsar Eirikssonar. Flutt verða Brunaliðslög, Mannakomslög og fleiri perlur fluttar af söngvurunum Pálma Gunn- arssyni, Ellen Kristjánsdóttur, Bjama Arasyni og fris Guðmunsdóttur. Tónlistar- stjóm er í höndum Gunnars Þórðarsonar og leikstjóri er Egill Eðvarðsson. Dansleik- ur að lokinni sýningu þar sem MiHjónamær- ingarnir og Bjarai Arason leika fyrir dansi til kl. 3. Þriréttaður kvöldverður. ■ THE DUBLINER Á fimmtudagskvöld heldur hljómsveitin Papar upp á 10 ára af- mæli sitt frá kl. 22.30. Meðlimir hljómsveitar- innar í gegnum tíðina koma fram með núver- andi hljómsveiti t.d. Hermann Ingi Her- mannsson, Helgi Hermannsson, Hermann Ingi Hermannsson jr., James Olsen o.fl. Hljómsveitina Papa skipa nú: Eysteinn Ey- steinsson, Páll Eyjólfsson, Georg og Vign- ir Ólafssynir, Ingvar Jónsson og Daniel Cassidy. A föstudag frá kl. 18 leikur T-Vert- igo og frá kl. 23.30 tekur hljómsveitin Pap- ar við en þeir leika einnig laugardagskvöld. Sunnudags-, þriðjudags- og miðvikudags- kvöld leikur írska hljómsveitin The McCor- leys. ■ FÓGETINN Á fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld leikur dúettinn Brilljant- ín, sem skipaður er þeim Ingvari Valgeirs- syni og Sigurði Má, kráartónlist. Á sunnu- dagskvöld leikur Halli Reynis frá kl. 22-1. ■ VOLT leikur föstudagskvöld á Mælifelli, Sauðárkróki og á laugardagskvöldinu i Hlöðufelli, Húsavík. Hljómsveitina skipa: Guðlaugur Falk, gftar, Birgir Haraldsson fyrrum söngvari Gildrunnar, Friðrik Hall- dórsson, bassi og Heiðar Kristinsson á trommur. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtudagskvöld leikur popp-rokk sveitin Jetz með Gunnar Bjarna úr Jet Black Joe sálugu í fylkingar- brjósti. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Zalka með nýtt prógram. Þar innanborðs eru m.a. Tómas Tómasson, Ólafur Hólm og Pétur Guðmundsson. Á sunnudags- og mánudagskvöld eru það síðan Dúndurfréttir með sitt rómaða Pink Floyd og Led Zeppelin efni. Blúsmenn Andreu leika svo þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Tríó Jóns Leifssonar leikur fimmtudags- kvöldið 20. febrúar. ■ ÓPERUKJALLARINN Á föstudags- kvöld verður haldin Havana Club dansleik- ur með hljómsveitinni Sniglabandinu. Opið til kl. 3. Á laugardagskvöldið leikur hljóm- sveit hússins, Óperubandið, ásamt Stefáni Hilmars á neðri hæðinni frá kl. 24-3 og Gulli Helga í diskótekinu. Snyrtilegur klæðnaður. ■ ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Stjórnin. Papar halda upp á 10 ára afmæli sitt fimmtu- dagskvöld á The Dubliners en spila jafnframt föstudags- og laugardagskvöld. Bjartmar Guðlaugsson skemmtir á Sir Oliver fimmtudagskvöld. Braggablús, söngbók Magnúsar Ei- ríkssonar, verður frumsýnd á Hótel íslandi laugardagskvöld. ■ HÓTEL ÖRK Á föstudögum í janúar og febrúar verður haldið „Ladys' Night“ á Hótel Örk. Boðið verður upp á þriggja rétta kvöldverð, gistingu, morgunverð af hlað- borði, smáglaðning, kántrý-kennslu og sýn- ingu. Verð 3.950 kr. á mann í tvíbýli. ■ SIR OLIVER Á fimmtudagskvöld leikur tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson en hann er nýkomin frá Danmörku og leikur hann fullt af nýju efni. Á föstudags- og laug- ardagskvöld skemmta þeir Björgvin Franz og Laddi. Ath. breyttan opnunartima. Opið frá kl. 16-1 alla virka daga auk sunnudaga og kl. 16-3 föstudags- og laugardagskvöld. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin Sunnan Tveir. Á fimmtudags- og sunnudagskvöld leika svo Garðar Karlsson og Kristbjörg Löve. ■ CATALÍNA, Hamraborg 11. Á föstu- dagskvöld leikur Guðmundur Haukur og á laugardagkvöld leikur svo Jóna Einars- dóttir. ■ KÁNTRÝKLÚBBURINN KÚREKINN Hamraborg 1-3 (norðanmegin), Kópa- vogi, er með dansæfingu föstudagskvöld kl. 21. Þess má geta að Kúrekinn er með sýning- arhóp. ■ CAFÉ ROMANCE Enski píanóleikarinn Neal Fullerton leikur og syngur fyrir gesti staðarins alla daga vikunnar í janúar nema mánudaga. Einnig mun hann leika fyrir matargesti veitingahússins Café Óperu. ■ FEITI DVERGURINN Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Sixties og á laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Tvennir tímar. Veitingahúsið er opið frá kl. 13.30 föstudag, laugardag og sunnudag. Snyrtilegur klæðn- aður. ■ NÆTURGALINN Um helgina leikur hljómsveitin Westan hafs sem skipuð er þeim Björgvini Gíslasyni, gítarleikara, Jóni Björgvinssyni, trommuleikara og Jóni Ing- ólfssyni, bassaleikara og söngvara. ■ ASTRÓ Á fimmtudagskvöld heldur He- ad, samtök áhugamanna um Prince á ís- landi kynningu á tónlistarmanninum, sem eitt sinn hét Prince, frá kl. 21. Meðal annars verður sýnt á risaskjá glænýtt sjónvarpsvið- tal sem Prince veitti Ophru Winfrey þar sem hann sýnir á sér áður óþekkta hlið. Þetta er fyrsta sjónvarpsviðtal Prince i rúman ára- tug. ■ STUNA ásamt hljómsveitinni Q4U leikur í Rósenbergkjallaranum föstudagskvöld eftir miðnætti. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtudags- kvöld leikur hljómsveitin Konfekt og á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur svo hljóm- sveitin Herramenn. Á sunnudagskvöld leik- ur Birgir Birgisson og h(jómsveit og á þriðjudags- og miðvikudagskvöld leikur Sig- rún Eva og Stefán. ■ RÚNAR ÞÓR leikur á veitingahúsinu Café Grolsh föstudagksvöld og á laugar- dagskvöldinu á Langa sandi Akranesi. ■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Á föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Þríund og á laugar- dagskvöldinu tekur við hljómsveitin Upplyft- ing ásamt söngvaranum Ara Jónssyni. Danshúsið er opið öll föstudags- og laugar- dagskvöld frá kl. 22-3. ■ BAR í STRÆTINU, Austurstræti 6. Opið fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. Lifandi tónlist föstudags- og laug- ardagskvöld. ■ HITT HÚSIÐ Á föstudag kl. 17 heldur hljómsveitin Bag of Joys úr Breiðholtshverf- inu tónleika en hljómsveitin er þekkt fyrir sérstæða og eftirminnilega tónleika sem einnig eru annálaðir fyrir skemmtanagildi sitt, segir í tilkynningu. ■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur Kiddi Rós fyrir dansi. ■ RÓSENBERGKJALLARINN Á föstu- dagskvöld verða kveðjutónleikar til heiðurs Flosa Þorgeirssyni, bassa- og gítarleikara. Fram koma hljómsveitirnar Drulla og Sakt- móðigur. Tónleikarnir hefjast kl. 23. ■ LUNDINN VESTMANNEYJUM Hljóm- sveitin Gloss leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ TODMOBILE leikur á stórdansleik laug- ardagskvöld í Stapanum, Njarðvík. Húsið opnar kl. 23 og stendur dansleikurinn til kl. 3. ■ FJÖRUKRÁIN Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur Víkingasveitin. Opið er til kl. 3 bæði kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.