Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 61
morgunblaðið FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 61* MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYMDBOMP Barist í gaggó Steinakast (Sticks and Stones)________ Gamanmynd ★ '/j Framleiðandi: Goldbar Entertain- ment. Leikstjóri og handritshöf- undur: Neil Tolkin. Kvikmynda- taka: Avi Karpick. Tónlist: Hummie Mann. Aðalhlutverk: Justin Isfeld, Gary Busey og Kirstie Alley. 90 mín. Bandarikin. Goldbar Internati- onal/Bergvík 1997. Útgáfudagur: 11. febrúar. TILFINNINGAR unglinga og vandamál í sambandi við einelti og ofbeldi er efni þessarar mynd- ar. Eldri strákur í skólanum eltir sífellt og lumbrar á Joey, Mouth og Book. Þeir vilja bara spila hafnarbolta í friði, því hann sameinar þessa þrjá ólíku drengi. Að lokum er leik- urinn svo langt genginn að Mouth nær í byssu móður sinnar, og þeir vinirnir huga á alvöru hefndir. Það getur verið erfitt að vaxa úr grasi; vera alltaf minnstur, hallærisleg- astur og aumastur. Þessi mynd býr yfir atriðum sem sýna fram á það, oft á ansi átakanlegan hátt, og minnumst þá ekki ógrátandi á greyið hann Book. Verst er að vondi strákurinn í myndinni er alls ekkert ógnandi. Hann er vart stærri en þeir vinir, og í raun gætu þeir eflaust ráðið við hann. Ahorfandinn á því erfitt með að setja sig inn í ótta þeirra félaga. Persónusköpunin er mjög raunsæ og vel unnin í heildina, þótt þeir virðist fara eitthvað út af laginu undir lokin. Strákarnir eru smelln- ir og skila sínu með prýði. Það verður þó að segjast að Kirstie Alley er langbesti leikarinn í myndinni, þótt hlutverk hennar sé ekki stórt. Þetta er á allan hátt laglega unnin sjónvarps- mynd, að tónlistinni undanskilinni sem er í hallærislegri kantinum. Það hefði þurft frekar töff tónlist fyrir unglingana, sem myndu þá eflaust fíla þessa ágætu mynd enn betur. Hildur Loftsdóttir. MYNDBÖIMD SÍÐUSTU VIKU Lokadanslnn (LastDance) ★'A Nótt hvifllvindanna (The Night of the Twisters) ★ ★ Auga fyrir auga (EyeforanEye) -kVi Innrásardagurinn (Independence Day) ★ ★ ★ Hr. Hörmung (Mr. Wrong) ★ ★lA Enskir bananar álslandi NÆSTA sumar hefjast tökur á myndinni Sweet Bananas eftir kvikmyndaleikstjórann og hand- ritshöfundinn Einar Þór Gunn- laugsson. Hann hefur fengið til liðs við sig hina þekktu leikkonu Sadie Frost sem fer með aðalhlutverið í myndinni en Sadie þekkja sjálfsagt margir úr mynd Francis Ford Coppola, „Bram Stoker’s Dracula“. Þar átti hún góðan leik sem hin vergjarna Lucy, besta vinkona Mínu, sem Winona Rider lék.“ „Við sendum henni handritið af ,,Sweet Bananas" og fengum strax jáyrði frá henni. Ég fór síðan og hitti hana í London í fyrravor. Það verður mjög spennandi fyrir mig að vinna með henni því hún er ein- staklega fjölhæf leikkona en undanfarið hefur hún verið að vinna með bæði sérlega góðum og efnilegum leikstjórum." Einar Þór, sem upphaflega ætl- aði að gera íslenska mynd, lenti í þeirri klemmu að illa gekk að afla fjár til myndarinnar. Hann breytti því handritinu með tilliti til alþjóð- legra aðstæðna og hefur gengið mun betur síðan. SADIE Frost fer frá Coppola til Einars Þórs Gunnlaugssonar. Hann er í samstarfi við Focus Films í London við gerð myndar- innar sem verður alþjóðleg fram- leiðsla. Hin ýmsu fyrirtæki hvað- anæva að leggja peninga í púkkið og er íslenska kvikmyndasam- steypan fulltrúi íslands. „Myndin gerist ekki endilega á íslandi þótt hún verði öll tekin upp hér,“ segir Einar Þór, „leikararnir verða ensk- ir og myndin er öll á ensku. Fólk á öllum aldri ætti að hafa gaman af þessari mynd.“ Myndin er í létt- um dúr og ijallar um blinda stúlku sem verður ástfangin af bófa. Sam- an lenda þau svo í stanslausum ævintýrum á flótta undan réttví- sinni. Amerískar fléttimottur. OVÍRKA Mörkinni 3, s. 568 7477. rv-'.n AFSAKANIR Skráðu mögutegar afsakanir fyrir því að rækta ekki heilsuna. Ákveddu siðan hvernig þu ætlar að sigrast á þeim. Faxafeni • Langarima • Skipholti Safnaöu 5 hollráðúm og þú fœrö 1000 kr. afslátt af þriggja mánaöa kortum i Mætti og Gatorade brusa og duft frá Sól hf. Fjölskyldumðl (A Family Thing) ★ ★ ★ Sólarkeppnín (RacetheSun) ★‘/2 Engln undankomulelð (No Exit) Lelðin að gullna drekanum (The Quest) ★ ★ Lífhvolfið (Bio-Dome) Vi Háskalelkur (The Final Cut) ★ Loforðið (Keeping the Promise) ★ ★*/2 Ráðgátur: Tunguska (TheX-fíles: Tunguska) ★★'/2 Vopnahléið (NothingPersonal) ★★★'/2 Undur í djúpum (Magic in the Water) ★ ★ Þú vclur l'onctl Súpu eða salat -----mmam— Léttsteiktan lambavöðva eða kjúklingabringu með villisveppasósu eöa fískfang dagsins eða grænmetislasagne -----mmimm— Hnetumousse eða kaffí og sætindi Ogauðvitað hallá eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.