Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 64
<Q> * AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi <Q> NÝHERJi MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sameiginlegar kröfur ASI kynntar á morgun SAMKOMULAG hefur náðst í öll- um meginatriðum á milli landssam- banda innan Alþýðusambandsins um sameiginlega launastefnu í við- ræðunum við atvinnurekendur og um kröfur á hendur stjómvöldum í tengslum við gerð kjarasamninga. „Við ljúkum þessari vinnu á föstudaginn og munum þá koma niðurstöðunni á framfæri. Um er að ræða mál, sem snúa að stjórn- völdum, og væntanlega samræmda .*js>ýn á kröfugerðina að öðm leyti,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins. Forystumenn landssamband- anna komu saman með sérfræðing- um ASÍ síðdegis í gær til að ræða sameiginlegar áherslur í kjaramál- um. Landssambönd iðnaðarmanna féllust á fundum í gær og fyrra- kvöld á að taka upp sambærilegar áherslur í launamálum og Verka- mannasambandið og iðnverkafólk hafa lagt til, þar sem krafist verði hækkunar lægstu launa í 70 "þús. kr. og að færa taxta að veru- legu leyti að greiddu kaupi, sam- kvæmt heimildum blaðsins. í kröfugerð á hendur ríkinu er megináhersla m.a. lögð á þriggja þrepa tekjuskatt, lækkun tekju- tenginga ýmissa bótagreiðslna og jöfnun lífeyrisréttinda. Einnig verð- ur farið fram á að skattur af ið- * VMSI vill færa þriðjung bónus- greiðslna inn í taxtana Morgunblaðið/Kristinn FORYSTUMENN landssambanda ASÍ komu saman síðdegis í gær til að fara yfir sameiginlegar áherslur í kjaramálum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Landssambands iðnverkafólks, og Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, bera saman bækur sinar. gjöldum til stéttarfélaga verði af- numinn, átak verði gert í starfs- og endurmenntunarmálum, lækkun gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og lækkun lyfjakostnaðar. 60 kr. af bónus verði færðar inn í taxta Fulltrúar VMSÍ kynntu vinnu- veitendum í gær útfærðar hug- myndir um launabreytingar í fisk- vinnslunni, þar sem lagt er til að um þriðjungur bónusgreiðslna, eða um 60 krónur á tímann, verði færð- ur yfir í dagvinnutaxta en það myndi jafnframt leiða til umtals- verðrar hækkunar á yfirvinnukaupi og hugsanlega á öðrum álags- greiðslum fiskvinnslufólks, sem reiknaðar eru út frá dagvinnukaupi. Atvinnurekendur hafa þessar til- lögur nú til skoðunar en leggja áherslu á að þessi breyting leiði ekki til kostnaðarauka fyrir fisk- vinnsluna, skv. heimildum Morgun- blaðsins. Reiknað er með að vinnu- veitendur svari tillögum VMSÍ á fundi sem haldinn verður í dag en niðurstaða þessara viðræðna er talin skipta mjög miklu máli um hvort tekst að koma kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðinum í full- an gang. ■ VMSÍ vill/33 Skriðufall úr Pétursey Mann- hæðarhá björg 100 metra frá húsinu MIKIL skriða féll úr fjallinu Pétursey í Mýrdal í gær og stöðvuðust mannhæðarhá björg aðeins um 100 metra frá íbúðarhúsinu á bænum Eystri- Pétursey, sem stendur undir fjallinu. „Mér fannst ég heyra þrumu, leit út um gluggann og sá þá björgin koma veltandi niður hlíðina," segir Siguijón Eyjólfs- son, bóndi á Eystri-Pétursey. Hann segir að hrunið hafi úr klettabelti ofarlega í fjallinu, sem er úr móbergi, um 275 metra hátt. „Það er grasi gróin hlíð alveg upp að hömrunum, en björgin hafa rifið grasþekj- una upp á 30-40 metra breiðum kafla og sums staðar stungizt djúpt niður í jörðina," segir Siguijón. Að hans sögn kom minni skriða úr fjallinu fyrir tveimur árum, en hún féll vestar og gijótið var ekki í líkingu við björgin, sem nú komu niður. Skriðan skemmdi ekki tún fyrir Siguijóni og bæði fólk og fén- aður sluppu með skrekkinn. Niðurstaða erlendrar úttektar fyrir fyrirtæki á smásölumarkaði - Stofnun korta- fyrirtækis fýsi- legur kostur STOFNUN nýs greiðslukortafyrir- tækis er mjög fýsilegur kostur, samkvæmt niðurstöðu erlendrar úttektar á möguleikanum á þvi, en úttektin er unnin fyrir nokkur stærstu fyrirtæki á smásölumarkaði i_/iér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var niðurstaðan, sem unnið hefur verið að undan- farna mánuði, kynnt fulltrúum fyr- irtækjanna á fundi í vikunni og kom fram að þetta er fýsilegur kostur hvort heldur sem um er að ræða séríslenskt kort eða alþjóðlegt kort, sem gefið yrði út í samstarfi við einhveija erlentjg keðju sem þegar er starfandi. Á næstu vikum mun ráðast með hvaða hætti verður stað- ið að framhaldinu. Forsaga málsins er sú að á und- ^ráömum misserum hafa nokkur stærstu fyrirtæki á smásölumarkaði hér á landi, þar með talin öll olíufé- lögin, matvörumarkaðir og bygg- ingavörufyrirtæki, kannað mögu- leika á því að stofna nýtt greiðslu- kortafyrirtæki. Ástæðan er óánægja með þjónustukostnað sem fyrirtækin þurfa að greiða greiðslu- jjjkortafyrirtækjunum hér, sem eru alfarið í eigu bankanna. Ákveðið var fyrir nokkrum mán- uðum að fá erlenda ráðgjafa til þess að yfirfara möguleikana á því að þessi fyrirtæki stofni og reki eigið sameiginlegt greiðslukorta- fyrirtæki. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er niðurstaða út- tektar erlendu sérfræðinganna sú að ekkert sé til fyrirstöðu stofnun slíks greiðslukortafyrirtækis, enda ætti það að geta náð til verulegs hluta þeirrar veltu sem er á smá- sölumarkaði. Ekkert er tæknilega því til fyrirstöðu og raunar kemur fram að tækninni í þessum efnum hefur fleygt fram á undanförnum mánuðum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom margt á óvart í þeim efnum í skýrslu erlendu ráð- gjafanna. Segja banka ónauðsynlegan Jafnframt kemur fram að banka- stofnun er ónauðsynleg til reksturs slíks fyrirtækis og hægt yrði að notast við banka erlendis, ef vilji væri til þess að banki tengdist fyrir- tækinu. Þá má benda á að olíufélögin eru með 20-30 þúsund eigin greiðslu- kort í gangi hjá viðskiptavinum sín- um, sem hægt er að nota á stöðvum þeirra hvers um sig. Morgunblaðið/RAX Snjónum sópað af vængjunum BANDARÍSK herflugvél af gerðinni C-130 Hercules kom við á Reykjavíkurflugvelli í fyrra- dag til að taka eldsneyti á leið sinni frá Italíu til Bandaríkj- anna. Áður en hún hélt för sinni áfram vestur um haf í gærdag þurfti bandarískur hermaður að sópa snjó af vængjunum eins og sést á þessari mynd. Miklum snjó kyngdi niður á höfuðborg- arsvæðinu aðfaranótt miðviku- dags, en það fór ekki framhjá borgarbúum þegar þeir lögðu af stað til vinnu sinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.