Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 9
FRÉTTIR
Tillaga Marðar Árnasonar varaþmgmanns
Stephansstofa
verði sett á stofn
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
tiliaga til þingsályktunar um stofnun
sérstakrar skrifstofu til _ að sinna
samskiptum við Vestur-íslendinga,
íslenska ríkisborgara og annað fólk
af íslenskum ættum sem býr erlend-
is. Flutningsmaðurinn, sem er Mörð-
ur Árnason, varaþingmaður í þing-
flokki jafnaðarmanna, leggur til að
skrifstofan verði kennd við skáldið
Stephan G. Stephansson og kölluð
Stephansstofa.
í greinargerð með tillögunni segir
að áhugi á samskiptum milli Vestur-
íslendinga og íslendinga í heima-
landinu hafi aukist að undanförnu.
Flutningsmaður telur að það megi
meðal annars rekja til kynslóðaskipta
meðal Vestur-íslendinga enda sé það
alkunna að áhugi á upprunanum
sveiflist reglulega eftir kynslóðum.
Hann segir þeir Vestur-íslendingar
sem nú séu í blóma lífsins séu fullir
forvitni og sjálftrausts gagnvart upp-
runalandinu og megi sjá merki þess
meðal annars í því að hugtakið Vest-
ur-íslendingar sé á undanhaldi en
við taki hugtakið „íslenskir Kanada-
menn“ eða „Ice-
landic Canadians“
og samvarandi
orðalag í Banda-
ríkjunum.
Eitt höfuðverk-
efni Stephans-
stofu yrði að efla
skráningu Vest-
ur-Islendinga, en
það starf er nú
þegar hafið.
Einnig myndi hún sinna upplýs-
ingamiðlun milli íslendinga og fólks
af íslenskum ættum um allan heim,
til dæmis á Norðurlöndum, annars
staðar í Evrópu og í Eyjaálfu, og
hafa samskipti við ýmis félög og
fyrirtæki.
Stephan G. Stephansson var fædd-
ur á Islandi 1853. Hann flutti með
foreldrum sínum til Vesturheims árið
1873. Hann var að mestu sjálfmennt-
aður. Engu að síður var hann í hópi
stórvirkustu ljóðskálda þjóðarinnar,
eins og segir í Islenzku skáldatali.
Hann var jafnan nefndur Kletta-
flallaskáldið.
Stephan G.
Stephansson.
Yorvörur frá
TISKUVERSLUN
Kringlunni Sími: 55S 3300
12% fjölgun í VR í fyrra
FÉLAGSMÖNNUM í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur fjölgaði
umtalsvert á seinasta ári eða um
12% og er heildarfjöldi VR-félaga,
sem greiða árlega iðgjöld til félags-
ins kominn í 19.882.
Fjölgunin á seinasta ári er mun
meiri en á árunum þar á undan en
á árinu 1995 fjölagði VR-félögum
um 4,2% og árið 1994 um 1,7%.
Ekkert verkalýðsfélag innan ASÍ
hefur fleiri félagsmenn en VR og
eru fullgildir félagar í VR nú orðnir
nokkuð fleiri en allir félagar innan
BSRB, sem eru um 17.000 talsins.
Tvær meginskýringar virðast
vera á mikilli fjölgun félagsmanna
á seinasta ári, að sögn Gunnars
Páls Pálssonar, forstöðumanns
hagdeildar VR. Annars vegar átti
sér stað mikil fjölgun í þjónustu-
og skrifstofugeiranum þó svo störf-
um í verslun hafi ekki fjölgað að
ráði. Hins vegar virtust ýmsir laun-
þegar sem voru utan félaga hafa
sóst sérstaklega eftir aðild að VR,
að sögn Gunnars.
—
Heimsferðir kynna glæsilega ferðaáætlun í sumar og bjóða þér
hagstæðustu tilboð sumarsins til Benidorm um leið og við kynnum
nýja og glæsilega gististaðí í sumar. Undirtektirnar eru ótrúlegar, nú
þegar er uppselt í 2 ferðir og ef þú bókar snemma getur þú tryggt þér
afmælisafsláttinn til Benidorm í sumar, 6.000
kr. afslátt í valdar ferðir, allt að 24.000 kr. 1 \
afsláttfyrirfjögurra manna fjölskyldu. Á $
Bókaðu strax og tryggðu þér bestu { “
gististaðina á Benidorm. ’'-yl
Verðdæmi miðað við hjón með 2 börn, 2-11
ára, 6. mai í 15 nætur á Century Vistamar
hótelinu með 6.000 kr. aflsætti á mann
Austurstræti 17 Reykjavík
Sími 562 4600 Fax 562 4601
Með endurskipulagningu allra flokka spariskírteina og breytingu þeirra í markflokka,
hefur lokagjalddaga spariskírteinanna í töflunni verið flýtt.
Kannaðu hvort þú eigir þessi skírteini
og hafðu þá samband við Lánasýslu ríkisins
sem fyrst og fáðu alla aðstoð við að
tryggja þér ný spariskírteini í markflokkum.
Vertu áfram í örygginu!
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæb, sími 562 6040
UTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT