Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 9 FRÉTTIR Tillaga Marðar Árnasonar varaþmgmanns Stephansstofa verði sett á stofn LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tiliaga til þingsályktunar um stofnun sérstakrar skrifstofu til _ að sinna samskiptum við Vestur-íslendinga, íslenska ríkisborgara og annað fólk af íslenskum ættum sem býr erlend- is. Flutningsmaðurinn, sem er Mörð- ur Árnason, varaþingmaður í þing- flokki jafnaðarmanna, leggur til að skrifstofan verði kennd við skáldið Stephan G. Stephansson og kölluð Stephansstofa. í greinargerð með tillögunni segir að áhugi á samskiptum milli Vestur- íslendinga og íslendinga í heima- landinu hafi aukist að undanförnu. Flutningsmaður telur að það megi meðal annars rekja til kynslóðaskipta meðal Vestur-íslendinga enda sé það alkunna að áhugi á upprunanum sveiflist reglulega eftir kynslóðum. Hann segir þeir Vestur-íslendingar sem nú séu í blóma lífsins séu fullir forvitni og sjálftrausts gagnvart upp- runalandinu og megi sjá merki þess meðal annars í því að hugtakið Vest- ur-íslendingar sé á undanhaldi en við taki hugtakið „íslenskir Kanada- menn“ eða „Ice- landic Canadians“ og samvarandi orðalag í Banda- ríkjunum. Eitt höfuðverk- efni Stephans- stofu yrði að efla skráningu Vest- ur-Islendinga, en það starf er nú þegar hafið. Einnig myndi hún sinna upplýs- ingamiðlun milli íslendinga og fólks af íslenskum ættum um allan heim, til dæmis á Norðurlöndum, annars staðar í Evrópu og í Eyjaálfu, og hafa samskipti við ýmis félög og fyrirtæki. Stephan G. Stephansson var fædd- ur á Islandi 1853. Hann flutti með foreldrum sínum til Vesturheims árið 1873. Hann var að mestu sjálfmennt- aður. Engu að síður var hann í hópi stórvirkustu ljóðskálda þjóðarinnar, eins og segir í Islenzku skáldatali. Hann var jafnan nefndur Kletta- flallaskáldið. Stephan G. Stephansson. Yorvörur frá TISKUVERSLUN Kringlunni Sími: 55S 3300 12% fjölgun í VR í fyrra FÉLAGSMÖNNUM í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur fjölgaði umtalsvert á seinasta ári eða um 12% og er heildarfjöldi VR-félaga, sem greiða árlega iðgjöld til félags- ins kominn í 19.882. Fjölgunin á seinasta ári er mun meiri en á árunum þar á undan en á árinu 1995 fjölagði VR-félögum um 4,2% og árið 1994 um 1,7%. Ekkert verkalýðsfélag innan ASÍ hefur fleiri félagsmenn en VR og eru fullgildir félagar í VR nú orðnir nokkuð fleiri en allir félagar innan BSRB, sem eru um 17.000 talsins. Tvær meginskýringar virðast vera á mikilli fjölgun félagsmanna á seinasta ári, að sögn Gunnars Páls Pálssonar, forstöðumanns hagdeildar VR. Annars vegar átti sér stað mikil fjölgun í þjónustu- og skrifstofugeiranum þó svo störf- um í verslun hafi ekki fjölgað að ráði. Hins vegar virtust ýmsir laun- þegar sem voru utan félaga hafa sóst sérstaklega eftir aðild að VR, að sögn Gunnars. — Heimsferðir kynna glæsilega ferðaáætlun í sumar og bjóða þér hagstæðustu tilboð sumarsins til Benidorm um leið og við kynnum nýja og glæsilega gististaðí í sumar. Undirtektirnar eru ótrúlegar, nú þegar er uppselt í 2 ferðir og ef þú bókar snemma getur þú tryggt þér afmælisafsláttinn til Benidorm í sumar, 6.000 kr. afslátt í valdar ferðir, allt að 24.000 kr. 1 \ afsláttfyrirfjögurra manna fjölskyldu. Á $ Bókaðu strax og tryggðu þér bestu { “ gististaðina á Benidorm. ’'-yl Verðdæmi miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára, 6. mai í 15 nætur á Century Vistamar hótelinu með 6.000 kr. aflsætti á mann Austurstræti 17 Reykjavík Sími 562 4600 Fax 562 4601 Með endurskipulagningu allra flokka spariskírteina og breytingu þeirra í markflokka, hefur lokagjalddaga spariskírteinanna í töflunni verið flýtt. Kannaðu hvort þú eigir þessi skírteini og hafðu þá samband við Lánasýslu ríkisins sem fyrst og fáðu alla aðstoð við að tryggja þér ný spariskírteini í markflokkum. Vertu áfram í örygginu! LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæb, sími 562 6040 UTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.