Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 11

Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 11 FRÉTTIR Erindi sent til jaðarskattanefndar Aldraðir vilja úrbætur í lífeyrismálum AÐGERÐAHÓPUR aldraðra hefur farið fram á að svokölluð jaðar- skattanefnd fjalli um samspil skatt- heimtu og almannatrygginga sem leiði til jaðarskatta og bitni mjög á öldruðum. Formaður nefndarinnar segir að þar sé einkum verið að skoða skatthlutfall í tekjuskatti og barna- og vaxtabætur en hins vegar þurfi í framhaldinu að huga að tekjuteng- ingu í öðrum kerfum, svo sem al- mannatryggingakerfinu. „Við höfum lengi gagnrýnt það sambandsleysi sem nú er á miili launa og tryggingabóta sem aldraðir fá. Við teljum að grunnlífeyririnn hafi verið ranglega og ólöglega skertur. Þá teljum við að þessi lífeyr- ir eigi ekki að skerðast, frekar en lífeyrissjóðsgreiðslur almennt, en nú skerðist lífeyririnn af launatekjum,“ sagði Árni Brynjólfsson, sem er í aðgerðahóp aldraðra. „Okkur finnst að aldraðir njóti lít- ils skilnings hjá stjórnvöldum. Því er loksins komið að því að við erum að hugsa okkur til hreyfings. Við getum ekki farið í verkföll en menn eru famir að tala um að nú sé kom- inn tími til að fara að skoða hvaða stjómmálaflokkar séu okkur vin- veittir og við látum atkvæðin ráðast af því en ekki gamalli flokksholl- ustu,“ sagði Árni. Grunnlífeyrir hækki í bréfi sem aðgerðahópurinn hefur sent jaðarskattanefnd er meðal ann- ars lagt til að grunnlífeyrir, sem nú er 13.640 krónur hjá einstaklingi en 12.276 hjá hvom hjóna, verði miðað- ur við 21% af meðallaunum á al- mennum vinnumarkaði. Samkvæmt því hækki lífeyririnn í 27.247 krónur og verði greiddur óskertur öllum sem náð hafa 67 ára aldri án tillits til hjúskaparstöðu. En nú byijar ellilíf- eyrir að skerðast þegar náð er tæp- lega 70 þúsund króna tekjum á mán- uði og fellur niður við rúmlega 115 þúsund króna tekjur. Þetta er rökstutt í bréfinu með því að þeir sem eru 67 ára og eldri hafi í áratugi greitt í eftirlaunasjóð sem sérstaklega var auðkenndur á skattseðli fram undir 1970 en þá sameinaður öðmm gjaldaliðum. Þá hafí verið reiknað með að grunnlíf- eyrir væri kominn niður í 21% af verkamannalaunum. Um þetta leyti hafí flestir almennu lífeyrissjóðirnir orðið til, og þá hafi fyrst opnast möguleiki almennings til aðildar að lífeyrissjóði. Enn hafi margir lítið annað en grunnlífeyrinn og tekju- trygginguna. Þá leggur hópurinn til að tekju- trygging verði 20,62% af meðallaun- um á almennum vinnumarkaði eða 26.755 krónur og greiðist öllum sem náð hafa 67 ára aldri. Segir í bréfinu að tekjutryggingin eigi að tryggja öldruðum lágmarks eftiriaun en nægi ekki til að svo verði þótt grunnlífeyr- ir hækki. Því sé lagt til að greiðslur úr lífeyrissjóði skerði ekki tekju- trygginguna. Hins vegar skerðist tryggingin við launatekjur umfram 36.820 krónur, eða 70% af meðal- launum, og tryggingin falli niður við tæplega 130 þúsund króna tekur. Nú er óskert tekjutrygging 25 þúsund krónur en hún byrjar að skerðast við 18.418 króna launatekj- ur á mánuði og fellur niður við 74.189 króna tekjur. ÚTREIKNINGAR AÐGERÐAHÓPS ALDRAÐRA: I Ellilífeyrisþegi með tekjur úr lífeyrissjóði í október 1996 Ef lífeyrissjóðstekjur hækka um 10.000 kr Líleyrissjoðstekjur 30.000 kr. Lífeyrissjóðstekjur 40.000 kr. Ellilífeyrir 13.373 kr. Ellilífeyrir 13.373 kr. Tekjutrygging 23.145 kr. Tekjutrygging 18.645 kr. Heimilisuppbót 7.868 kr. Heimilisuppbót 6.338 kr. Lyf jauppbót 614 kr. Lyf jauppbót Okr. SAMTALS 75.000 kr. SAMTALS 78.356 kr. Skattur, 41,94% - 6.911 kr. Skattur, 41,94% - 8.318 kr. Frítt sjónvarpsgjald +2.000 kr. Frítt sjónvarpsgjald Okr. ALLS 70.089 kr. ALLS 70.038 kr. Dæmi um greiðslur til þriggja ellilífeyrisþega Lífeyrisgreiðslur (Feb. 1996) 0 kr. 40.000 kr. 81.000 kr. Ellilífeyrir 13.373 kr. 13.373 kr. 13.373 kr. Tekjutrygging 24.605 kr. 18.444 kr. Okr. Heimilisuppbót 8.364 kr. 6.270 kr. Okr. Sérstök heimilisuppb. 5.754 kr. Okr. Okr. Lífeyrisuppbót 35% 4.681 kr. Okr. Okr. Lifeyrisuppbót 25% Okr. 3.343 kr. Okr. SAMTALS 56.777 kr. 81.430 kr. 94.373 kr. Sjónvarpsgjald 2.000 kr. 2.000 kr. Okr. Fastagjald af síma 461 kr. Okr. Okr. Skattur, 41,94% - 0 kr. - 9.608 kr. - 15.036 kr. NETTÓ TEKJUR 59.238 kr. 73.822 kr. 79.337 kr. | Greiðslur Trygg.stotn. v. tannviðg. 75% 50% 0 | Skattl.mörk 58.522 kr. Persónufrádr. 24.544 kr. 80.986 kr = engin tekjutrygg. Einnig leggur hópurinn til að heimilisuppbót og sérstök heimilis- uppbót til einstaklinga verði greidd þeim sem hafa ekki aðrar tekjur en grunnlífeyri og tekjutryggingu. Þeir fái einnig ókeypis áskrift að einnig útvarps- og sjónvarpsstöð og frían síma. Þetta gildi einnig um hjón, sem nú fá ekki heimilisuppbót. Loks er lagt tii að skattleysismörk hækki í 79.384 krónur og er þar vitn- að til útreikninga ASI um hver skatt- leysismörk væru hefðu þau fylgt verðlagsþróun frá 1988. Hugað að tekjutengingu Ólafur Davíðsson, formaður jað- arskattanefndar, sagði að nefndin væri fyrst og fremst verið að skoða skattkerfið, þ.e. skatthlutfallið sjálft og barnabóta- og vaxtabótakerfið sem tengdist skattkerfinu beint. Hins vegar hefði borið á góma að tekju- tenging væri víða annars staðar og því væri nauðsynlegt að huga að henni, í framhaldi af því sem kynni að vera gert í hinu eiginlega skatt- kerfi. Hann nefndi í því sambandi námslánakerfið, húsaleigubætur og almannatryggingar. „Hvort að þar yrði um beina til- lögugerð að ræða er annað mál en það þarf augljóslega að beina at- hygli að þessu. Og til að skoða önn- ur kerfi en skattkerfið þurfa fleiri að koma að málum en þeir sem bein- línis taka þátt í starfi jaðarskatta- nefndar nú,“ sagði Ólafur. Útsala á flugferðum Neskaupstaður. Morgunblaðið. NORÐFIRÐINGAR og aðrir Aust- firðingar hafa verið töluvert mik- ið á faraldsfæti undanfarið, eftir að íslandsflug bauð allar ferðir á hálfvirði í febrúar. Fjöldi fólks hefur notfært sér þessi kostakjör og brugðið undir sig betri fætinum og skroppið til Reykjavíkur. Segja má að nánast fullbókað hafi verið og hefur félagið orðið að nota 46 sæta vél sína oftar en ella, en yfirleitt eru 19 sæta vélar notaðar á þessari flugleið. ísijtmsfím Héraðsdómur vegna uppboðs sýslumanns á gallabuxum Bætur vegna eftirlíkinga Levi’s-buxna HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt íslenska ríkið til að greiða manni tæpar 600 þúsund krónur í bætur, auk vaxta frá 1993. Bæturn- ar fékk maðurinn af því að hann keypti 370 gallabuxur á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík, taldi þær vera af Levi’s-gerð, en reyndist sitja uppi með eftirlíkingar. Buxurn- ar voru á uppboði eftir tilraun manna til að smygla þeim til landsins frá Tælandi, en þegar upp komst voru buxumar gerðar upptækar. Maðurinn hugðist selja buxurnar í verslun sinni, en af hálfu Levi Strauss & co. í Bandaríkjunum var lagt lögbann við sölunni, því buxum- ar væru eftirlíkingar og sala á þeim brot á vömmerkjarétti bandaríska fyrirtækisins. Umboðsmaður Levi Strauss & co. hér á landi tók 258 óseldar buxur úr vörslu mannsins. Bandaríska fyrirtækið höfðaði mál á hendur manninum og krafðist skaða- bóta, en síðar var honum boðið að ljúka málinu með greiðslu 112 þús- und króna í skaðabætur og 150 þús- und króna vegna málskostnaðar. Hann vildi sættast á það, en taldi ríkissjóð eiga að greiða. Kröfu hans um það var hafnað og dómur féli í málinu í Héraðsdómi. Þar var lög- bannið staðfest og manninum gert að greiða 40 þúsund krónur í sekt, en skaðabótakröfu vísað frá dómi. Þá taldi dómurinn rétt að maðurinn fengi buxurnar aftur, en yrði að fjar- lægja Levi’s-merki af þeim fyrir sölu. Bandaríski fataframleiðandinn kærði frávísun skaðabótakröfu til Hæstaréttar og málið fór aftur heim í hérað, þar sem maðurinn var sýkn- aður af skaðabótakröfunni, en Levi Strauss & co. gert að greiða honum málskostnað. Ekki hægt að fjarlægja Þegar hér var komið sögu var orð- ið ljóst að ekki var hægt að fjarlægja Levi’s-merkin af buxunum án þess að skemma þær. Buxumar urðu því eign Levi Strauss & co. og var þeim öllum fargað, nema tveimur sem hald- ið var eftir sem sönnunargögnum. Nú hafði maðurinn endanlega tap- að möguleikum á að selja buxurnar sem hann keypti á uppboðinu og höfðaði hann mál gegn íslenska rík- inu til að fá tjón sitt bætt. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari segir í niðurstöðum sínum að sam- kvæmt lögum geti kaupandi hlutar á uppboði ekki borið fyrir sig neinn galla á hlutnum, nema hluturinn svari ekki til þess heitis, er hann var auðkenndur með við söluna, eða selj- andi hafi haft svik í frammi. Ljóst sé að buxurnar voru seldar sem Le- vi’s, en reyndust ekki vera þeirrar gerðar. Maðurinn fékk því bæturnar. Forsætisráðherra Tékklands talar á ráðstefnu um markaðs- og einkavæðingu Einkavæðing tékknesks efnahagslífs lærdómsrík VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands, kemur ásamt eiginkonu sinni og fylgdarliði í opinbera heim- sókn hingað til lands í dag, í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Klaus mun ávarpa ráðstefnu um markaðs- og einkavæðingu sem haldin verður á vegum ríkisstjórnar- innar síðdegis. Ásamt tékkn- eska forsætisráð- herranum munu Jírí Weigl, að- alráðgjafi ríkis- stjórnar Tékk- lands, Birgitta Kantola, einn af varaforsetum Al- þjóðabankans, Jónas Haralz, fv. bankastjóri, Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpa ráðstefnuna, sem hefst kl. 16 í Perlunni. Ráðstefnustjóri verður Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu. Morgunblaðið náði tali af Jírí Weigl fyrir brottför frá Prag. Hann var fyrst beðinn að segja stuttlega frá stöðu efnahagsmála í Tékklandi og hvernig ríkisstjórninni gengi að framfylgja efnahagsstefnu sinni. „Frá því land okkar losnaði undan 40 ára oki kommúnismans árið 1989 höfum við verið að byggja upp eðli- legt markaðshagkerfi sem verkar vel í ykkar landi og öðrum vestræn- um ríkjum," segir Weigl. „Stjórn- málaástandið í landinu er stöðugt og góður árangur hefur náðst á sviði efnahagsumbóta. Einkavæðingar- áætlunin hefur verið sérstaklega árangursrík; nú skilar einkageiri efnahagskerfisins um 70% fram- leiðslunnar, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Á síðasta ári var verðbólga í Tékk- landi um 8,6%, en það er eina skil- yrðið fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) sem við uppfyllum ekki. Atvinnuleysi er lítið, um 4%, og ríkissjóður hefur verið rekinn án halla síðastliðin sjö ár. Skuldabyrði hins opinbera eru því mjög lág. Þar að auki hefur gengi tékknesku krónunnar verið stöðugt frá 1990. Þessar tölur sýna að efnahagur okkar er stöðugur." í þingkosningum, sem fram fóru í Tékklandi í fyrra, náði ríkisstjórn Vaclavs Klaus að haldast í sessi, þrátt fyrir að hún missti naumlega meirihluta sinn á þingi. Stjórnarand- staðan skiptist upp í marga misjafna hópa, svo að ríkisstjórnin hefur vandkvæðalaust komið öllum mikil- vægustu frumvörpunum í gegn. „Ég tel stjórnina því vera í allsterkri stöðu,“ segir Weigl, og segir engan vafa leika á því að stjórnin geti hald- ið einkavæðingaráætlun sinni áfram. En hvað telur Weigl að Tékkar geti kennt íslendingum, og öfugt? „Það er erfitt að segja. Ég hef heyrt að ríkisstjórn íslands hafi hrint af stað metnaðarfullri einkavæðing- aráætlun. Ég held að öll reynsla af þessu sviði geti verið lærdómsrík. Mér skilst að efnahagskerfið á ís- landi sé á háu þróunarstigi og ástandið þar almennt verulega frá- brugðið því sem er hjá okkur. Þann- ig kemur sjálfsagt sumt af okkar reynslu að gagni og annað ekki. Hjá okkur var einkavæðingin umbylting á öllu kerfinu, hjá ykkur mun hún vera umfangsminni, af sama toga og einkavæðingaraðgerð- ir í löndum eins og Bretlandi, þar sem nokkur óarðbær ríkisfyrirtæki eru seld. Nú er okkar áætlun komin svo langt að við erum farnir að fást við sams konar spurningar: hvernig eigi að einkavæða almenningssamgöng- ur, sjúkraþjónustu o.s.frv. Kerfisum- byltingunni er lokið,“ segir Jírí Weigl. Vaclav Klaus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.