Morgunblaðið

Date
  • previous monthFebruary 1997next month
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 14

Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ _______________________________VIÐSKIPTI Áríð 1996 varð hið besta í sögu Iðnlánasjóðs Hagnaðurinn nær þrefaldaðist á árinu IÐNLÁNASJÓÐUR skilaði alls um 427 milljóna króna hagnaði á síðasta ári borið sam- an við 159 milljóna hagnað árið 1995. Þessi stórbætta af- koma skýrist einkum af mikilli aukningu á allri starfsemi án þess að aukning hafi orðið á rekstrarkostnaði, auk þess sem dregið hefur úr þörf framlags í afskriftareikning út- lána. Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, segir að árið 1996 hafi verið hið besta í sögu sjóðsins, hvernig sem á það sé litið. „Iðnlána- sjóður hefur á undanfömum árum verið að vinna mikið í sínum skipu- lagsmálum, markaðsmálum, stefnumótun og gæðastjórnun. Þennan árangur má að hluta til rekja til þessara aðgerða, auk þess sem ég þakka hann mjög góðu og áhugasömu starfsfólki." Þá benti Bragi á að mikil gróska hefði ver- ið í vöruþróunar- og markaðsdeildinni, því fyrirtækin hefðu unnið af krafti við að hanna vömr og markaðssetja þær. Hreinar rekstrar- tekjur jukust um 179 milljónir milli ára, eða um 28%. Rekstrar- kostnaður að frátöld- um rekstrarkostnaði fullnustu eigna var alls 115 milljónir á árinu, sem er í fullu samræmi við áætlun frá því í ársbyijun. Hlutfall rekstrarkostnaðar af heildarfjár- magni var 0,66% á árinu, en var 0,7% árið áður. Stöðugildi í sjóðn- um em 21 talsins. Framlag í afskriftareikning út- lána var alls um 114 milljónir á árinu 1996, en árið áður var það 231 milljón. Stendur afskriftareikn- ingurinn í 766 milljónum sem er um 4,6% af útlánum og ábyrgðum. Eigið fé sjóðsins nam alls um 3.574 milljónum og hefur vaxið um 16% á árinu. Þá var eiginQárhlut- fall samkvæmt BlS-reglum 26,1%. Arðsemi eiginQár var 13,7% á ár- inu, en 5,5% á árinu áður. Nánari upplýsingar um afkomu og stöðu sjóðsins er að finna á meðfylgjandi korti. Vaxtamunur lækkar Vaxtamunur sjóðsins minnkaði verulega á síðasta ári og er nú 1,88%, en var 2,37% árið 1995. Er útlit fyrir að vaxtamunurinn muni enn lækka á þessu ári og segir Bragi að miðað við núverandi forsendur bendi allt til þess að hægt sé að ná 10% ávöxtun á eig- ið fé með 1,5% vaxtamun. Iðnlánasjóður tók langtímalán á árinu 1996 að fjárhæð 2.168 millj- ónir, en þar af voru lán í erlendum myntum að fjárhæð 1.741 milljón, en á innlendum markaði að fjárhæð 427 milljónir. Hafa ekki fengist hagstæðari kjör í annan tíma. A árinu voru veitt ný lán að fjár- Bragi Hannesson (Q) IÐNLÁNASJÓÐUR Rekstrarafkoma 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Vaxtatekjur 1.449 4.152 0% Vaxtaqjöld 950 977 -3% Hreinar vaxtatekjur 499 475 5% Aðrar rekstrartekiur 312 157 99% Hreinar rekstrartekjur 811 632 28% Önnur rekstrargjöld 227 205 11% Framlag í afskriftareikning 114 231 -51% Skattar 43 37 16% Hagnaður tímabilsins 427 159 169% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '96 1 Eianir: \ Sjóður og bankainnstæður 152 Útlán 15.909 Markaðsverðbráf og eingnarhluti í fál. 1.316 Aörar eignir 130 Samtals eignir 17.507 1 Skuldir oq eiqid fé: 1 Lántaka 13.867 Aðrar skuldir 66 Eigið fé 3.574 Skuldir og eigið fé samtals 17.507 hæð 3.184 milljónir. Mikil aukning varð í veitingu vöruþróunarlána og voru ný lán veitt að fjárhæð 246 milljónir, en 30 milljónir árið áður. Samtals námu ný útlán sjóðsins að meðtöldum vöruþróunarlánum því 3.430 milljónum á árinu. Iðnlánasjóður veitti alls 66 millj- ónir í styrki á árinu og fóru þeir að meginhluta til „Átaks til atvinnu- sköpunar" og samstarfsverkefni á borð við „Frumkvæði og fram- kvæmd“, Vöruþróun ’96 og Snjall- ræði. FROSTI Bergsson, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, og Þorgeir B. Hlöðversson, kaupfélagsstjóri KÞ, undirrituðu samninginn. Með þeim á myndinni eru Hans Pétur Jónsson, OP, Jóhann G. Ásgrímsson, ráðgjafi, og Jón Arnar Baldurs, KÞ. Velta Vaka - fískeldiskerfa hf. jókst um 13% í fyrra Hagnaðurinn 11 milljónir VAKI - fiskeldiskerfi hf. skilaði rúmlega 11 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 23% á milli ára. Velta fyrirtæk- isins jókst um 13%, úr 77,5 milljónum 1995 í 87,8 á síðastliðnu ári. Hagnað- ur af reglulegri starfsemi fyrir fjár- magnsliði og skatta var rúmlega 18 milljónir króna eða 20,6% af rekstr- artekjum miðað við 13 milljónir árið 1996. Tekjur vegna útflutnings á framleiðsluvörum fyrirtækisins voru um 94% af heildartekjum þess. Vaki - fiskeldiskerfi hf. sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hátækni- búnaði fyrir fiskeldi og umhverfís- markað, m.a. til að telja og stærðar- mæla lifandi fiska fyrir fískeldis- stöðvar. Helstu framleiðsluvörur fyr- irtækisins hafa fram til þessa verið fiskiteljarinn Bioscanner og lífmassa- mælirinn Biomass Counter. Með Bioscanner er fiskurinn talinn þegar honum er sleppt í kvíar en Biomass Counter gerir mönnum kleift að telja fískinn í kvíunum. Þá er sala hafín á nýrri framleiðslu, tæki sem telur fískinn þegar honum er dælt upp úr kvíunum. Loks framleiðir Vaki og selur hugbúnað, sem heldur utan um þær upplýsingar er fást með notkun fyrrgreindra tækja. Fyrirtækið hefur þannig náð þeim árangri að það býð- ur fiskeldisfyrirtækjunum heild- arlausn á þessu sviði rekstrarins. Sölustarfsemi Vaka erlendis geng- ur vel að sögn Snorra Þorkelssonar, fjármálastjóra fyrirtækisins. Fyrir- tækið stefnir markvisst að því að færa söluna nær markaðnum og mun m.a. á næstunni opna markaðsskrif- stofu í Noregi í því skyni. Þá hefur fyrirtækið ráðið sérstakan mann í Chile, sem mun sjá um uppsetningu búnaðar og aðra tæknivinnu á þeim slóðum. Eigið fé Vaka hf. nam í lok ársins 1996 um 46 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall 60,9%. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum frá því um mitt síðasta ár og hafa á því tímabili hækkað í verði um 165%, úr 2,30 í 6,10. KÞ endur- skipulegg- ur upplýs- ingakerfí KAUPFÉLAG Þingeyinga undir- ritaði fyrir skemmstu samning við Opin kerfi hf. um netvæðingu fé- lagsins. Um er að ræða umfangs- mikla fjárfestingu í HP-Vectra einkatölvum ásamt viðamiklum samskipta- og nethugbúnaði. Net- væðing KÞ er fyrri áfangi í end- umýjun og útvíkkun á upplýsinga- kerfum kaupfélagsins, en í síðari áfanganum verður lögð áhersla á uppfærslu viðskiptahugbúnaðar. Vinna við þann hluta er þegar hafin, segir í frétt. Þar kemur einnig fram að unn- ið er að því að nettengja allar starfstöðvar fyrirtækisins og upp- færa vélbúnaðinn. Innan vébanda félagsins er mjólkursamlag, slát- urhús, brauðgerð, byggingarvöm- verslun og fimm matvöruverslan- ir, þar af tvær á Húsavík og þijár í sveitunum í kring. Allar upplýs- ingar sem halda þarf utan um í rekstrinum verða nú á samtengdu netkerfi sem allar starfsstöðvar hafa aðgang að. Tengingar munu verða við veraldarvefinn og áhersla lögð á að nýta tölvupóst bæði innan og utan kaupfélagsins. Framkvæmdastjórí Sameinaða lífeyríssjóðsins um málsmeðferð fjármálaráðuneytisins Ber að fara að lögum JÓHANNES Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, segir að fjármálaráðu- neytinu beri í stjómsýslu sinni að fara eftir gildandi lögum, en ekki eftir hugmyndum einstakra starfs- manna um það hvernig lög ættu að vera. Meðferð ráðuneytisins á umsókn lífeyrissjóðsins um stofn- un séreignadeildar sé ekkert ann- að en valdníðsla, en sjóðurinn hef- ur kært málsmeðferðina til um- boðsmanns Alþingis. Rætt var við Steingrím Ara Arason, aðstoðar- mann fjármálaráðherra, af því til- efni í Morgunblaðinu í gær. Jóhannes sagði að ráðuneytinu bæri að afgreiða erindi sem því bærist í þessum efnum, hvort sem um væri að ræða stofnun lífeyris- sjóða eða breytingu á reglugerðum þeirra, á grundvelli laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda. „Ráðuneytinu ber ekki að afgreiða erindi á grundvelli laga- frumvarpa sem eru samin eða ósamin og það hvemig ráðuneytið afgreiðir erindi á ekki að fara eft- ir því hver rekstraraðilinn er. Það skiptir engu máli hvort rekstrarað- Við stofnun lífeyrissjóða ber að gæta almennra hagsmuna sjóðsfélaga ilinn er lífeyrissjóðurinn sjálfur, löggiltur endurskoðandi eða banki. Ráðuneytinu ber fyrst og fremst að huga að því við stofnun lífeyris- sjóða eða við breytingar á reglu- gerðum þeirra að gætt sé al- mennra hagsmuna sjóðsfélaganna mg að reglugerðin brjóti ekki í bága við lög eða reglugerðir ann- arra lífeyrissjóða," sagði Jóhann- es. Séreignalífeyrissjóðir reknir um áratugaskeið Hann sagði að það væri einnig rangt sem kæmi fram í frétt Morgunblaðsins að verðbréfafyr- irtæki hafi um árabil rekið sér- eignalífeyrissjóði. Fijálsi lífeyris- sjóðurinn sem Fjárfestingarfélag íslands hefði rekið hefði lengi verið eini séreignalífeyrissjóður- inn á vegum verðbréfafyrirtækis. Það hefði síðan verið árið 1990 sem VÍB hefði hafið rekstur sér- eignalífeyrissjóðs með samþykki ráðuneytisins og eftir það hefði einnig verið samþykktur lífeyris- sjóður hjá Landsbréfum. Eftir að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefði sett inn umsókn sína um séreigna- deild hefðu bæði Kaupþing og Búnaðarbankinn fengið staðfest- ingu ráðuneytisins á stofnun sér- eignarlífeyrissjóða. Jóhannes bætti því við að verð- bréfafyrirtæki hefðu ekki fundið upp séreignalífeyrissjóði. Þeir hefðu verið reknir um áratuga- skeið hér á landi með fullu sam- þykki fjármálaráðuneytisins og löngu áður en verðbréfafyrirtæki hefðu hafið starfsemi. Framkoma ráðuneytisins er valdníðsla „Það er því raunar ekkert hægt að segja annað en að framkoma ráðuneytisins sé valdníðsla og byggist ekki á lögum. Ráðuneyti eins og fjármálaráðuneytið er framkvæmdavald. Ráðuneyti fer ekki með löggjafarvald og það er algjör valdníðsla af þess hendi að vísa til þess að það ætli að af- greiða einhver erindi á grundvelli ósettra laga, hvað þá hugmynda um lög sem eru í kollinum á starfsmönnum ráðuneytisins. Fjármálaráðuneytið fer ekki að gildandi reglum og við efumst um hæfi starfsmanna ráðuneytisins til þess að gegna sínum störfum. Þeim ber sem starfsmönnum ráðuneytisins að fara eftir gild- andi lögum á hveijum tíma en ekki eftir þeim hugmyndum sem einstakir starfsmenn ráðuneytis- ins hafa um það hvernig lög ættu að líta út,“ sagði Jóhannes enn- fremur. Hann benti á að til viðbótar væru starfsmenn ráðuneytisins ekki einu sinni sjálfum sér sam- kvæmir í þessari hugmyndafræði sinni. Til vitnis um það væri að þeir hefðu staðfest reglugerðir séreignalífeyrissjóða tveggja verð- bréfafyrirtækja eftir að umsókn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefði verið lögð inn og einnig hefðu þeir staðfest breytingu á reglu- gerðum séreignalífeyrissjóða tæknifræðinga og tannlækna síð- astliðið sumar. I I I [ > í l ! I i 1 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 41. tölublað (19.02.1997)
https://timarit.is/issue/129273

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

41. tölublað (19.02.1997)

Actions: