Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 21
Morgunblaðið/Golli
ÍSLENSKA hópinn skipa: Margrét Pálmadóttir, söngkona og kórsljóri, Ásdís Skúladóttir, leik-
stjóri og félagsfræðingur, Björk Jónsdóttir, söngkona og söngkennari, Guðný Helgadóttir, leik-
kona og leiklistarkennari, Guðrún Þórðardóttir, leikkona og dagskrárgerðarmaður, Helga E.
Jónsdóttir, leikkona og og leikstjóri, Hlín Gunnarsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður, Olga
Guðrún Árnadóttir, rithöfundur og lagasmiður, Rannveig Pálsdóttir, læknir og söngvari. Auk
þeirra verður Agnar Magnússon píanóleikari með í förinni.
Vestnoiræni kvennakórinn
syngur í Grænlandi
S AMKÓR kvenna frá þremur lönd-
um, Færeyjum, Grænlandi og ís-
landi mun koma fram í Grænlandi
í mars næstkomandi í tengslum við
opnun menningarmiðstöðvarinnar
í Nuuk.
Vestnorræni kvennakórinn mun af
þessu tilefni flytja þar tónlistar-
og leikdagskrá, byggða á þjóð-
menningu landanna þriggja að
fomu og nýju. Ennfremur tekur
kórinn þátt í hátíðahöldum á
kvennadaginn 8. mars, gospeltón-
leikar verða haldnir i samvinnu við
kór grænlenskra kvenna og síðast
en ekki síst munu íslensku konum-
ar standa fyrir listnámskeiði fyrir
grænlensk skólaböra í Nuuk.
Hvert land hefur æft dag-
skrána á sínum heimavelli en kon-
urnurnar munu hittast í Nuuk
nokkrum dögum fyrir hátíðina til
sameiginlegra æfinga undir tjórn
íslensku kvennanna. Kórinn mun
dvelja í Grænlandi frá fyrsta til
11. mars.
Kórinn á rætur að rekja til
kvennaráðstefnunnar 1994 í
Turku í Finnlandi. Fyrir opnun-
arhátíð ráðstefnunnar komu sam-
an tíu konur frá hveiju landi og
æfðu leikræna dagskrá sem sam-
anstóð af þjóðlögum frá viðkom-
andi löndum. Söngvarir vom fyrst
æfðir í hveijum hóp fyrir sig og
síðan komu allar konurnar saman
í Reykjavík vorið 1994 í eina viku
og í Turku nokkm fyrir hátíðina
og æfðu saman söng, leik og dans.
Stjórnandi kórsins var Margrét
Pálmadóttir, kórstjóri Kvenna-
kórs Reykjavíkur, en íslensku kon-
urnar lögðu jafnframt til leik-
stjórn, dansatriði, búningahönn-
un, útsetningar og hljóðfæraleik.
Lífvörðurinn og
forsetasonurinn
KVIKMYNPIR
Sagabíó
SONUR FORSETANS
(FIRST KID) ★ ★
Leikstjóri David Mickey Evans.
Handritshöfundur Tim Kelleher.
Kvikmyndatökustjóri Marcus Welby.
Aðalleikendur Sinbad, Brock Pierce,
Robert Guillaume, Fawn Reed. 100
mín. Bandarísk. Buena Vista 1996.
YNGISMAÐURINN Luke (Brock
Pierce) er öfundsverður af hlutskipti
sínu skyldi maður ætla; hann er son-
ur sitjandi forseta í Hvíta húsinu og
hefur allt af öllu annað en frelsið.
Meðal þeirra forréttinda sem fylgja
föðurnafninu er lífvörður og elda
þeir löngum grátt silfur. Nú er strák-
ur kominn á gelgjuskeiðið og hefur
nám í gaggó, kynnist veikara kyninu
en er illa undirbúinn að takast á við
framandi umhverfi. Þá kemur
Simms (Sinbad), nýr lífvörður, til
sögunnar sem kann sitt lítið af
hverju.
Yftr höfuð ágæt fjölskyldu-
skemmtun, einkum fyrir yngri kyn-
slóðina. Margt er prýðilega gert en
það sem veldur því að Sonur forset-
ans fær ekki nema meðaleinkunn
(sem þykir víst gott í skólakerfinu)
er gamalt vandamál handritahöf-
unda við Kyrrahafið, frumleg hugs-
un. Sonur forsetans er formúlumynd
sem við höfum oft áður séð undir
öðrum nöfnum, hét hún ekki Richie
Rich sú síðasta? Þá eru flestar hliðar-
sögurnar svona frekar ofan en upp.
Myndin lumar líka á einu trompi
- Sinbad - vel kunnum sjónvarps-
leikara sem m.a. lék á móti Arnaldi
í Jólahasar. Hann er hreint út sagt
bráðfyndinn og öruggur gamanleik-
ari sem heldur athyglinni jafnan,
með frábærri tímasetningu og fasi.
Aðrir fara mun minna, sérstaklega
Pierce, sem gerir forsetasoninn held-
ur lítt spennandi og fráhrindandi
persónu. Einhvers staðar las ég að
myndin hafi upphaflega verið gerð
með Wesley Snipes í huga í lífvarðar-
hlutverkið og þar af leiðandi einnig
krydduð með ofbeldi. Þökkum fyrir
að svo fór ekki. Lítil en viðkunnan-
leg mynd.
Sæbjörn Valdimarsson
Af gömlum blöðum
TÓNUST
Gerðarsafn
PÍANÓEINLEIKUR
Óm Magnússon flutti 14 píanóverk
eftir Pál ísólfsson. Sunnudagurinn
16. febrúar, 1997.
SVIPMYNDIR nefnist safn laga
fyrir píanó eftir Pál ísólfsson, sem
Islensk tónverkamiðstöð gaf út
1994. Útgáfan er öll hin vandað-
asta og sá Öm Magnússon píanó-
leikari um útgáfuna. Á tónleikum
Myrkra músíkdaga í Gerðarsafni
sl. sunnudag, lék Örn öll verkin,
fjórtán að tölu. Verkin eru af ýms-
um gerðum, tveir sálmforleikir og
er annar byggður á sálminum Vor
Guð er borg á bjargi traust, sem
heyrist óbreyttur í bassanum.
Nokkur lög em samin af ýmsu til-
efni, t.d. Tileinkun, til Áma Krist-
jánssonar, Lítill vals, til Jórunnar
Viðar á 12 ára afmæli hennar,
Ösku-menúett, tii Níní og Saknað-
arstef, í minningu Davíðs Stefáns-
sonar. Stærri píanóverkin eru
Prelúdía, tvær Impromptur, ein
Rómansa, þá verk sem nefnist Einu
sinni var og eitt leikhúsverk, for-
leikur að leikverkinu Veislan á Sól-
haugum.
Öll eru verkin hárómantísk og
ættu að hafa svipaða stöðu í ís-
lenskri píanótónlist og smáverkin
eftir Grieg og Mendelssohn. Viða-
mesta verkið er Impromptu í f-
moll, sem leika má með töluverðum
tilþrifum og var leikur Arnar þar
hinn besti. I heild voru verkin fal-
lega leikin og hefur Öm sterka til-
finningu fyrir hinu ljóðræna, eins
og t.d. í litla valsinum og Saknaðar-
stefinu, sem er einstaklega fallegt.
Þau vinnubrögð sem helst ein-
kenna stærri verkin eru „enharm-
onísk“ hljómskipti, skemmtileg
notkun breyttra hljóma og ör tón-
tegundaskipti en einmitt þessi
hljómaleikur tengir síðrómantíkina
við atónal (ótónal) tónlistina og
reyndar impressionismann, sem
millistig upp í hina eiginlegu nú-
tímatónlist, er var að taka sér stöðu
um 1930 en verður samt ekki al-
mennt alls ráðandi fyrr en eftir
seinni heimsstyijöldina.
í listasögunni lærist það, að ný
listastefna útrýmir oftast eldri
stefnum og það er eins og að sjald-
an sé rými fyrir gamalt og nýtt
samtímis, nema þá það sem er mjög
gamalt og fjarlægt og keppir því
ekki við nýju hugmyndirnar. Þetta
einkenndi ástíðufulla andstöðu
módernismans við rómantíkina með
svo hastarlegum hætti að allri til-
fínningasemi var hafnað. Hrein-
ræktun formsins og tæknileg mark-
mið tóku við af sögu og túlkun til-
finninga.
Það sem þegar öllu er á botninn
hvolft er sérkennilegast við sögu
módemismann er að aldrei tókst að
útbyggja rómantíkinni og þar á
íjölmiðlunin og jafnvel dægurlistin
stóran hlut að máli og nú stendur
sagan svo að módemisminn verður
að gera sátt við hin eldri gildin, því
varðveisla þeirra hefur öðlast nýtt
inntak, er mannkynið stendur við
eigin endalok.
Það er því táknrænt, að á Myrkum
músíkdögun er flutt tónlist eftir Pál
ísólfsson og það sem einnig er sér-
kennilegt; tónlist hans á erindi til
okkar í dag og gefur nýja sýn á
verk þessa merka tónlistarmanns
sem, ásamt þeim mönnum er stofn-
uðu Tónlistarskólann í Reykjavík,
hrinti af stað þeirri þróun, sem er
staða tónlistar í landinu í dag.
Flutningur Amar Magnússonar
var í heild mjög góður og oft borinn
uppi af sterkri tilfinningu fyrir fín-
gerðari blæbrigðunum. Sannarlega
hefur hann bæði með útgáfu verk-
anna og flutningi þeirra, markað
ákveðin tímamót í íslenskri tónlist,
músíkelsku fólki til endurmats og
nýrrar sýnar á nýliðinn tíma.
Jón Ásgeirsson
Morgiinblaðið/Jón Svavarsson
ÖRN Magnússon á tónleíkunum í Gerðarsafni.
ALLIR SKÓR Á 1795 KR
^Toppskórinn
Toppskórinn við Ingólfstorg,
sími 552 1212
Ath.: Vörur frá Steinari Waage skóverslun