Morgunblaðið - 19.02.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 23
LISTIR
Tveir bræður
og hin eina rétta
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
SÚ EINA RÉTTA
„She’s the One“ ★ ★ ★
Leikstjóm og handrit: Edward
Bums. Aðalhlutverk: Bums, Mike
McGlone, John Mahoney, Cameron
Diaz, Jennifer Aniston og Maxine
Bahns. 20th Century Fox. 1996.
EDWARD Burns vakti óskipta
athygli með fyrstu mynd sinni,
McMullenbræðrunum, sem fjallaði
af einskærri ljúfmennsku um þrjá
kaþólska bræður, ástarmál þeirra
og innbyrðis tengsl og átök. Næsta
mynd hans, Sú eina rétta sem
sýnd er í Regnboganum, lítur ekki
eins fátæklega út því nú hefur
Burns heilt kvikmyndaver á bak
við sig en yrkisefnið er það sama,
bræður, kærustur, eiginkonur,
kaþólskan, fjölskyldan, feður,
mæður, uppáferðir og ástarlíf.
Maður freistast til að halda að
Burns sé einhverskonar arftaki
Woody Allens. Hann hefur sannar-
lega vald á snaggaralegum og oft
skemmtilegum samtölum og hann
nær mjög ágætum leik út úr leik-
hópnum sínum og fjallar á kíminn
hátt um svipuð efni og meistarinn
eins og trúmál og samskipti kynj-
anna. Það sem vantar þó er hin
séralleníska angist og taugaveikl-
un sem gerir Allenmyndirnar grát-
broslegar.
Sú eina rétta gæti sem best
heitið McMullenbræður 2. Hún
rennur fjarska ljúflega niður sem
saga af tveimur einstaklega ólík-
um bræðrum er keppt hafa hvor
við annan allt sitt líf. Annar er
efnishyggjumaður, verðbréfasali á
Wall Street, maður sem heldur
framhjá eiginkonu sinni og neitar
að sofa hjá henni af því hann vill
ekki vera ótrúr viðhaldinu. Hinn
er meira fyrir heiðarleika og sann-
leika í samskiptum við konur og
tekur ekki þátt í lífsgæðakapp-
hlaupinu sem eini hvíti leigubíl-
stjórinn í New York.
Uppúr þessu sýður Burns ilm-
góða súpu sem kannski er ekki
mjög bragðsterk en í það minnsta
seðjandi. Burns og mótleikari hans
úr McMullenbræðrunum, Mike
McGlone, hafa greinilega mikla
þjálfun í að leika hvor á móti öðr-
um og sýna að þrátt fyrir allt sem
gengur á í þeirra lífi og þrátt fyr-
ir að þeir eru alls ekki ánægðir
hvor með annan, eru bræðrabönd-
in sterk. John Maloney („Frasier")
leikur föður þeirra og hjónabands-
ráðgjafa eða sálusorgara eftir því
hvernig liggur í bólið hjá þeim
bræðrum og er hinn skemmtileg-
asti eins og alltaf. Hin eina rétta
er nefnilega fyrst og fremst
strákamynd um hvað strákar
hugsa og segja og vilja. En Burns
hefur líka merkilega gott innsæi
í heim kvenna og þankagang og
gerir annað og meira úr þeim en
litlausar og skaplausar persónur
eins og oft vill henda í stráka-
myndum af þessu tagi. Cameron
Diaz leikur afbragðsvel konu sem
tengist þeim bræðrum báðum og
Jennifer Aniston (,,Friends“) fer á
kostum sem eiginkona verðbréfa-
salans sem þráir kynlíf en fær
ekki neitt.
Fyrst og síðast er Edward
Burns raunsær húmanisti og róm-
antísku gamanmyndirnar hans
tvær sem náð hafa hingað bera
ríkulegan vott um það. Hann er
ekki sérlega átakamikill kvik-
myndahöfundur en gæddur góðri
kímnigáfu og er skemmtilega séð-
ur á mannlegan breyskleika.
Arnaldur Indriðason
alla undirstrika tónlistin, lýsingin og
prýðilegir búningar sem sníða verk-
inu ákveðinn tímaramma. Þarna
hefur Viðari leikstjóra tekist mjög
vel upp og ásamt þeim sem að sýn-
ingunni koma skapað leikræna heild
sem myndi sóma sér vel á hvaða
leiksviði landsins sem er.
En náttúran er alls staðar söm
við sig, og tilfinningar mannskepn-
unnar líka, og þær fjarfrænkur viija
út og upp á dekk hvað sem það
kostar, ekki síst þegar búið er að
örva þær með veisluveigum. Við
þetta kúvendir verkið og norðan-
gúlpur raunveruleikans gustar um
sviðið. Hér er öllum sem setja þetta
verk á svið nokkur vandi á höndum,
og sennilega væri skjótvirkasta leið-
in sú að setja vatnsúðara leikhússins
í gang til að áhorfendur átti sig strax
á umskiptunumn. Sumir leikaranna,
t.d. þeir Ólafur Jens Sigurðsson sem
brúðguminn og Guðmundur Karl
Sigurdórsson sem vinur hans, báðir
skopleikarar af guðs náð, eiga í
fyrstu erfitt með að fóta sig í um-
skiptunum á meðan sjóaðri leikarar
eins og Sigurgeir Hilmar Friðþjófs-
son sem faðir brúðarinnar og Ester
Halldórsdóttir sem móðir brúðgum-
ans sigla vel milli sketja. Tania íris
Melero stendur sig mjög vel sem
brúðurin, og reyndar má það sama
segja um alla aðra sem mættu í
þetta forkostulega brúðkaup, þau
Kolbrúnu Dögg Eggertsdóttur,
Kristínu Steinþórsdóttur, Baldvin
Árnason og Eyjólf Pálmarsson.
Ég hef ekki legið á þeirri skoðun
minni undanfarin ár, að á Selfossi
starfar einn allra besti áhugaleik-
hópur landsins. Þegar þessi hópur
fær til liðs við sig leikstjóra sem
hefur heildarsýn á verkið og vinnur
af þeirri alúð sem þarf til að koma
henni til skila mega áhorfendur eiga
von á góðu. Sú von rætist hér. Þótt
mér hafí fundist brúðkaupið heldur
dragast á langinn og loftræsting
ekki eins og best verður á kosið, er
hér á ferð eftirminnileg sýning sem
stendur ekki að baki því sem er í
boði í öðrum leikhúsum landsins í
dag. Hún er vel þess virði að rennt
sé yfir heiðina til fundar við hana.
Þeir sem búa á Suðurlandinu ættu
skilyrðislaust að fara til að styrkja
jafnvægi í öllum hlutum í sinni
byggð. Því, eins og stórskáldið sagði:
Maðurinn lifir ekki af kjörbúðinni
einni saman. Hann þarf líka leikhús.
Og að þessari veislu skuli svo
fylgja óvænt ábót, er svo annað
góðgæti sem menn verða að sækja
sjálfir.
Guðbrandur Gíslason
Afbragð og ábót
LEIKPST
Leikfélag Scl-
foss/Kaíf ilcikhúsið
við Sigtún
ÞRÍRÉTTUÐ
LEIKHÚSVEISLA
Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leik-
mynd: Geir Óttar Geirsson. Leikhús-
ferðin eftir Karl Valentin í þýðingu
Bjama Jónssonar. Leikendur: Guð-
rún Halla Jónsdóttir, Sölvi Hilmars-
son, Guðbjörg Arnardóttir. Smá-
borgarabrúðkaup eftir Bertolt
Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteins-
sonar. Leikendur: Sigurgeir H. Frið-
þjófsson, Ester Halldórsdóttir, Tania
IrisMelero, Kolbrún D. Eggertsdótt-
ir, Ólafur J. Sigurðsson, Guðmundur
K. Sigurdórsson, Kristin Steinþórs-
dóttir, Eyjólfur Pálmarsson, Baldvin
Amason. Píanóleikari: Theodór
Kristjánsson. Búningar: Sigríður
Guðmundsdóttir. Frumsýning
í Leikhúsinu við Sigtún
á Selfossi 15. febrúar.
ÉG VAR jafnlengi upp Hverfis-
götuna í Reykjavík milli fjögur og
fimm á föstudaginn og á Selfoss á
laugardagskvöldið. Kaupmenn eru
farnir að tala um Reykjavíkursvæðið
og Suðurland sem sama markaðs-
svæðið og hafa nokkuð til síns máls.
Sunnlenskir bændur eru enga stund
að skreppa til Reykjavíkur til að fá
þar gefins rófur og þeir sem búa á
höfuðborgarsvæðinu eiga nú um
stundir þann ágæta valkost í menn-
ingarflórunni að hlusta á kvöldfrétt-
irnar yfir Hellisheiðina og setjast svo
við veisluborð í Kaffileikhúsinu við
Sigtún. Þar fást drykkjarföng. Þar
fæst auganu gleði og þegar ljósin
slokkna eru kitlaðar hláturtaugar.
Og ekki spillir fyrir að Geir Óttarr
Geirsson hefur skapað umgjörð í
Sigtúnsleikhúsinu sem er kaffihús-
leg og leikhúsleg í senn. Fjarlægðar-
bláminn blikar í gluggum sem engir
eru og fyrir þeim rykktar gardínur.
Og sviðið sjálft er afmarkað gulum
flötum, köldum og nöktum, sem
magna upp tilfinningalegan berang-
ur Smáborgarabrúðkaupsins. Og
stólarnir á sviðinu eru svo hráir að
maður er feginn að þeir skuli ekki
notaðir frammí sal.
Forrétturinn í þessari veislu er
EKKI fær hann Gvendur gott... Gestirnir í Smáborgarabrúðkaup-
inu koma hveijir öðrum á óvart.
Leikhúsferðin, þýskur fíflahúmor
með Chaplin bragði, borinn fram að
hætti Marxbræðra. Þetta er spreng-
hlægilegur einþáttungur þar sem fát
og fum hafa tekið ráðin í lífi hjóna
sem fengið hafa gefíns aðgöngumiða
í leikhús. Þau Guðrún Halla Jóns-
dóttir og Sölvi Hilmarsson fara hér
prýðilega með lipra þýðingu Bjarna
Jónssonar og halda sér vel í smelli-
priksstílnum („slapstick") sem Viðar
Eggertsson leikstjóri hefur valið
verkinu og hentar því vel.
Aðalrétturinn í þessari veislu er
Smáborgarabrúðkaupið eftir Brecht,
langur einþáttungur sem lýsir því
sem heiti hans vísar tii. Strax í upp-
hafi verða höfundareinkenni Brechts
ljós: Að gera hið kunnuglega fram-
andi. Viðar beitir sömu skoptækni
og í Leikhúsferðinni á þennan efni-
við og dregur með því dár að laun-
háðinu i texta Brechts og afhjúpar
um leið með hljómfalli, förðun og
hreyfingum netið sem allir viðstadd-
ir eru flæktir í: herpinót samfélags-
legra siða. Úr þessu verður hin besta
skopskemmtan þar sem allir leikar-
arnir halda meistaralega taktinn en
ná um leið að skila til áhorfandans
því andrúmi nöturleikans sem svífur
hér yfír vötnunum. Enginn slær feil-
nótu í leik sínum, tímasetningar og
leikræn tjáning eru eins og best
verður á kosið. Og stemmninguna
STUNDUM er erfitt að koma
sér af stað: Guðrún Halla
Jónsdóttir og Sölvi Hilmars-
son búast til leikhúsferðar.
Framtíðarhúsgögn
fyrir ungt fólk
Síonev skPiíOorðSBtt:
fl
kr
38
100
Skrifborð, hliðarborð, kálfur,
hilla á skrifborð t'BWEUiiLiIÍl stcr.
Suðurlandsbraut 22, sími 553 601 1
Astar-
sagna-
höfundar
í kreppu
London. The Daily Telegraph.
SAMTÖK breskra ástar-
sagnahöfunda íhuga nú að
breyta nafni samtakanna
þar sem ímynd orðsins ást-
arsaga hafi breyst, það
hljómi nú gamaldags,
skammarlegt og væmið.
Um 600 höfundar eru í
samtökunum, margir
hverjir aðdáendum ástar-
sagna að góðu kunnir, og
munu þeir greiða atkvæði
um nafnabreytingu.
„Nafnið er sem myllu-
steinn um háls okkar,“
sagði June Wyndham Davi-
es, varaformaður samtak-
anna. „Rómantík hafði
aðra merkingu en nú ...
Nú tengist hún Barböru
Cartland og bleikum hlut-
um.“
Samtökin voru stofnuð
fyrir þrjátíu árum og á
meðal meðlima er Joanna
Trollope, Elizabeth Buch-
an og Charlotte Bingham.
Sögur þeirra flokkast lík-
lega fremur sem afþrey-
ingarbókmenntir en ástar-
sögur. Afar fáir karlmenn
eru á meðal meðlima og
svo virðist sem þeir forðist
að ganga í samtökin þó
verk þeirra eigi þar vel
heima.
Svo illa er komið fyrir
samtökunum að árleg
verðlaun þeirra fyrir bestu
ástarsöguna eru almennt
aðhlátursefni og fæst ekk-
ert fyrirtæki til að fjár-
magna þau. Ekki hefur
verið ákveðið hvað samtök-
in eiga að heita, verði
nafnabreyting samþykkt
en atkvæði verða greidd
um það í apríl.