Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 25
AÐSENDAR GREINAR
ÞEGAR fiskveiði-
stjómun íslendinga
var breytt 1984 og
fiskveiðiheimildum
(kvóta) var úthlutað til
skipa var stigið fyrsta
skrefið af LÍU og
meirihluta löggjafar-
valdsins til þeirrar
óheillaþróunar sem við
búum við í dag. Þjóðin
var upplýst um, að hér
væri um að ræða skil-
virkustu og bestu leið-
ina til að vemda fiski-
stofna innan fiskveiði-
lögsögunnar, en annað
og enn meiri hagsmun-
ir lágu að baki, eins
og síðar kom í ljós. Árið 1990 var
svo gerð sú breyting að heimilt
væri að framselja og leigja kvótann
og hefðu þá a.m.k. allir meðal-
greindir menn átt að sjá að hveiju
stefndi, þ.e. að fésterkir útgerðar-
aðilar með greiðan aðgang að fjár-
málastofnunum myndu kaupa
stærstan hluta af fiskveiðiheimild-
um við íslandsstrendur. Hömlulaust
kvótabrask hefur síðan vaxið stöð-
ugt undir verndarvæng og fmm-
kvæði stjórnar LÍÚ með tilstyrk
viðkomandi ríkisstjóma. Þessir aðil-
ar hafa skipulagt langtímaaðgerðir
til að ná fram markmiðum sínum,
áróðursvélin er vel smurð og engu
til sparað til að ná fram áformum
sínum. Hagræðing í rekstri og að
eigendum hlutabréfa í útgerðarfyr-
irtækjum fjölgi er sí-
fellt haldið að þjóðinni,
en hér er í reynd um
afar einfaldar og
gegnsæjar blekkingar
að ræða, útgerðarfyrir-
tækjum hefur
stórfækkað og fólk
verið blekkt til að
kaupa hlutabréf, sem
að mestum hluta
standa fyrir óveiddum
fiski í sjónum á marg-
földu raunverði.
Óhugnanlegasti þáttur
blekkingarvefsins er að
eignarkvóti þorsks er
metinn í þessu hluta-
bréfaverði á 600-700
kr. á kg. Það tæki a.m.k. 8-10 ár
að greiða verðmæti hans, sé miðað
við hæsta meðalverð á fiskmörkuð-
um. Í þessu sambandi er rétt að
taka fram í eignarkvóta smærri
báta, sem veiða samkvæmt sóknar-
dögum eða aflahámarki, er eignar-
kvóti þorsks metinn á 180 kr. á kg
sem mun verða nálægt raunverði,
sem er rúmlega þrisvar sinnum
lægri en sá kvóti sem verðbréfa-
markaðurinn virðist byggja sína
verðmiðun á.
Afleiðingar
Einhver kann að spyija, hvað
myndi gerast varðandi verðgildi
þessa bréfa ef fiskveiðistjórnuninni
yrði breytt, t.d. framsal og leiga á
fiskveiðiheimildum yrði takmörkuð
Það er löngu tímabært,
segir Kristján Péturs-
son, að opinber nefnd
rannsaki þessa mestu
fjármagnsflutninga Is-
landssögunnar.
eða bönnuð, fiskverð stórlækkaði á
erlendum mörkuðum, samdráttur í
veiðum eða jafnvel að kvótinn yrði
aflagður. Þessum hlutabréfamark-
aði má helst líkja við matadorspil
eða spilaborg, þetta er ein allsheijar
blekking, sem þjóðin verður að sjá
í gegnum og spyrna strax við fót-
um.
Frumheijum og síðari skipu-
leggjendum kvótakerfisins tókst
líka að nýta sér málpípur sínar á
Alþingi og jafnframt þekkingar-
skort alþingismanna til að sam-
þykkja ný lög um fjármagnstekju-
skatt, sem hentaði einkar vel kvóta-
eigendum. Með því að innleysa þessi
„kvótahlutabréf" geta eigendur
þeirra losað milljarða og þurfa þá
aðeins að greiða 10% skatt af hagn-
aðinum á meðan hinn almenni
launagreiðandi verður að borga 42%
skatt af sínum launum. Já, sameign
þjóðarinnar er svo sannarlega nýtt
til hins ýtrasta. Þá vekur það sér-
staka athygli, að hlutabréfamark-
aðirnir skuli taka fullan þátt í þessu
„blekkingarspili kvótakónganna",
markaðimir höfðu áunnið sér traust
fyrirtækja og sparifjáreigenda og
þannig stuðlað að aukinni uppbygg-
ingu atvinnufyrirtækja í landinu.
Vonandi bera þeir gæfu til að end-
urmeta og rannsaka hið raunveru-
lega markaðsverð kvótans, sama
gildir reyndar líka um útreikninga
og spár Þjóðhagsstofnunar. Fram-
boð og eftirspum er ekki algildur
mælikvarði á verðmyndun, a.m.k.
þegar um er að ræða óveiddan fisk
úr sjó eins og dæmin sanna varð-
andi loðnu, síld og þorsk.
Hinn almenni launþegi í landinu
hefur ekki orðið var við „góðærið"
hans Davíðs. Er ekki hér komin ein
af mörgum augljósum skýringum
hvers vegna?
Ekki er allt sem sýnist
Nýlega var frá því skýrt í frétt-
um, að öll útgerðarfyrirtæki lands-
ins greiddu samtals 207 millj. kr.
í tekjuskatt. Satt best að segja trúði
ég ekki þessu í fyrstu, að sú at-
vinnu- og útflutningsgrein þjóðar-
innar sem stendur fyrir 70-75% af
útflutningstekjum þjóðarinnar ættu
ekki til hnífs og skeiðar og væru á
framfærslu hins almenna launþega
í landinu. Þá mundi ég náttúrlega
eftir uppsöfnuðum skuldum, fym-
ingum og frádráttarreglum útgerð-
arinnar frá fyrri tíð og reyndi að
vera sáttur við þessa niðurstöðu.
En þá þurfti ég endilega að rekast
á skuldum vafínn útgerðarmann á
nýjum jeppa af dýmstu gerð vera
leggja honum við innkeyrsluna
heima hjá sér, en þar vom fýrir
tveir nýlegir fólksbílar við stórt og
veglegt einbýlishús. Reyndar vissi
ég að flestir útgerðarmenn byggju
ríkmannlega og ættu góðan bíla-
kost þó þeir greiddu lítinn sem eng-
an tekjuskatt. En eru þetta ekki
„forréttindi, ein tegund góðæris-
ins“, sagði gamall öryrki og eftir-
launamaður við mig þegar umsvif
þessa manns bar á góma.
Hvað skyldi fiskverkunarfólk
einkanlega í minni sjávarplássum
allt í kringum landið vera að hugsa
um þessa lífsbjörg sína og skipt-
ingu arðsins skv. laganna bókstaf
(1. gr. fiskveiðistjórnunar) um að
fiskurinn umhverfis landið sé
óskorin sameign þjóðarinnar? Eru
ekki kjörnir fulltrúar fólksins á
Alþingi íslendinga, fara þeir ekki
með framkvæmda- og löggjafar-
valdið? Hafa þeir afsalað sér þess-
ari sameign þjóðarinnar til nokk-
urra fyrirtækja? Jú, reyndar hefur
meirihluti alþingismanna sam-
þykkt þá fiskveiðistjórnun sem við
búum nú við og þá útfærslu sem
stjórn LÍÚ hefur á framsali og
leigu kvóta. Sumir telja, að meiri-
hluti þingheims hafi ómeðvitað
samþykkt lög og breytingar á fisk-
veiðistjórnuninni, þeir hafi greini-
lega ekki gert sér grein fyrir öllum
viðaukum, fyrirvörum og glufum,
sem leyndust í lögunum.
Hvernig getur þá þjóðin, eigandi
auðlindarinnar, fengið sinn hlut?
Um það verður barist í komandi
kjarasamningum. Verði ekki sátt
með þjóðinni um skiptingu og nýt-
ingu fiskveiðiauðlindarinnar er voð-
inn vís fýrir land og þjóð. Það er
löngu tímabært að opinber rann-
sóknarnefnd fjalli um þessa mestu
fjármagnsflutninga íslandssögunn-
ar og hvort verðmyndun kvótans
sé ákvörðuð með eðlilegum og lög-
mætum hætti eða af yfírlögðu ráði
kvótaeigenda og annarra tengdra
hagsmunaaðila. Alþingi ætti að eiga
frumkvæði að slíkri rannsókn og
að henni verði flýtt sem auðið er.
Höfundur erfyrrv. deildarstjóri.
Rangt raungengi hluta-
bréfa og blekkingar
Krislján
Pétursson
Fleiri mislæg gatna-
mót á Miklubraut
EINS OG kunnugt
er hefur meirihluti R-
listans í borgarstjóm
Reykjavíkur horfið frá
áætlunum um gerð
mislægra gatnamóta á
mótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubraut-
ar. Sjálfstæðismenn í
borgarstjórn hafa and-
mælt þessum fyrirætl-
unum. Þeir telja full-
víst, að mislæg gatna-
mót á þessum stað
stuðli að mestu um-
ferðaröryggi og greið-
ari umferð. Þannig er
dregið úr akstri um
nærliggjandi íbúðar-
hverfi og þá aðallega Hlíðahverfi
sunnan Miklubrautar. Þeir benda
einnig á þá staðreynd, að um helm-
ingur Reykvíkinga sækir atvinnu
vestan Kringlumýrarbrautar.
Mislæg gatnamót voru gerð á
mótum Vesturlandsvegar og Höfða-
bakka árið 1995 og hafa þegar
sannað gildi sitt, því umferðarslys-
um á þessum gatnamótum hefur
fækkað verulega. Það er margsann-
að að slíkar umferðarbætur eru
þjóðhagslega hagkvæmar og koma
í veg fyrir þjáningar og heilsufars-
vanda fjölda einstaklinga og fjöl-
skyldna þeirra.
Sem betur fer eru
bæði meirihluti og
minnihluti borgar-
stjórnar sammála um
nauðsyn mislægra
gatnamóta á mótum
Miklubrautar og Skeið-
arvogs. Þessi gatnamót
eru í raun þegar orðin
til vandræða, einkum
vegna umferðar að
norðan frá Skeiðar-
vogi, sem leitar til
austurs eftir Miklu-
brautinni. En hvað
veldur því, að vinstri
meirihlutinn í borgar-
stjórn Reykjavikur
dregur aðrar ályktanir
en sjálfstæðismenn varðandi nauð-
syn mislægra gatnamóta á mótum
Kinglumýrarbrautar og Miklu-
brautar?
Ein ástæða fyrir því er sú yfir-
lýsta stefna R-listans að „spornað
verði gegn óheftri aukningu einka-
bíla“. Þetta er í sjálfu sér ágætt
og nauðsynlegt markmið, en sjálf-
stæðismenn eru ósammála þeirri
aðferð R-listans, að velja ekki vönd-
uðustu og öruggustu kostina í um-
ferðarmálum til þess að ná þessu
markmiði.
Önnur ástæða R-listans fyrir því
að hverfa frá mislægum gatnamót-
U mferð aröryggissj ón-
armið og almannahags-
munir, segir Olafur F.
Magnússon, kalla á
gerð mislægra gatna-
móta á mótum Kringlu-
mýrarbrautar og
Miklubrautar
um á mótum Kringlumýrarbrautar
og Miklubrautar eru umhverfisleg
rök, en mislæg gatnamót þurfa
stærra svæði og valda meiri hávaða
en ljósastýrð gatnamót. Einnig er
erfiðara að koma þar fyrir umferð
gangandi vegfarenda. Þessi rök
R-listans eru að sjálfsögðu ekki
næg til að vega upp þá auknu slysa-
hættu á gatnamótunum og í nær-
liggjandi íbúðarhverfum, sem frá-
hvarf frá mislægum gatnamótum
hefur í för með sér. Það er líka
nauðsynlegt að beina umferð gang-
andi og hjólandi vegfarenda frá
slíkum gatnamótum með fjölgun
göngubrúa yfir umferðaræðar, en
aukin aðgreining bílaumferðar og
annarrar umferðar er brýnt um-
Ólafur F.
Magnússon
ferðaröryggismál. í því sambandi
má nefna, að það göngu- og hjól-
reiðastígaskipulag, sem unnið hefúr
verið að undanförnu, er um margt
til fyrirmyndar.
Raunar stangast áætlanir R-list-
ans um ljósastýrð gatnamót á mót-
um Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar á við önnur markmið þeirra.
R-listinn vill hverfa frá lagningu
akbrautar frá Kringlumýrarbraut
meðfram Nauthólsvíkinni, svokall-
aðs Hlíðarfótar. Þetta er ekki raun-
hæft, nema að gerð verði mislæg
gatnamót á mótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar. Annars er
líklegt að umferðarteppa myndist á
þessum gatnamótum og umferð leiti
inn í aðliggjandi íbúðarhverfi. Greið
umferð um stofnbrautir borgarinnar
er nefnilega ein besta aðferðin til
að auka umferðaröryggi í borginni,
ásamt áðumefndri aðgreiningu bfla-
umferðar og annarrar umferðar.
Þriðja ástæða R-listans fyrir því
að vilja aðeins ljósastýrð gatnamót
á mótum Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar er sögð vera óskir
„Kringlumanna" um auðvelda að-
komu að þessum mikilvæga versl-
unar- og þjónustukjarna. Að mínu
mati má vel finna lausn á þessu
atriði án þess að fórna því umferð-
aröryggi, sem mislæg gatnamót
fela í sér. Aðkoma að austan eftir
Miklubrautinni breytist ekki með
mislægum gatnamótum og ekki
heldur aðkoma sunnan frá eftir
Kringlumýrarbrautinni. í dag er
aðkoman í Kringluna eftir Kringlu-
mýrarbraut úr norðurátt hættuleg,
vegna vinstri beygju inn á Miklu-
brautina. Margir kjósa því að aka
yfir gatnamótin og taka vinstri
beygju inn á Listabraut og komast
þannig að Kringlunni. Þessi hættu-
lega vinstri beygja frá Kringlumýr-
arbrautinni inn á Miklubraut til
austurs hverfur með mislægum
gatnamótum, sem auk áðurnefndr-
ar vinstri beygju inn á Listabrautina
gefa kost á umferðarslaufu inn á
Miklubrautina vestan Kringlumýr-
arbrautar. Aðkomu i Kringluna frá
Miklubraut úr vesturátt má síðan
leysa með brú eða stuttum neðan-
jarðarstokk.
Gatnamót Kringlumýrarbrautar
og Miklubrautar eru einhver hættu-
legustu og umferðarþyngstu gatna-
mót landsins. Umferðaröryggis-
sjónarmið og almannahagsmunir
kalla á gerð mislægra gatnamóta á
þessum stað. Fyrir því munu sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn Reykja-
víkur beita sér.
Höfundur er læknir og varaborg-
arfulltrúi í Kcykjavík.
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyrir WIND0WS
Einföld lausn á
flóknum málum
6H KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun