Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 27
TIL AÐ leiða hags-
munabaráttu stúdenta
farsællega þarf kjark,
áræði og metnaðarfulla
framtíðarsýn ásamt
hnefafylli af ferskum
hugmyndum. Forysta
stúdenta verður að hafa
skýra stefnu og vera
heil í baráttu sinni fyrir
hagsmunum stúdenta.
Einkunnarorð Röskvu í
gegnum tíðina hafa ver-
ið kraftur, frumkvæði
og áreiðanleiki. Röskva
berst fyrir hagsmunum
stúdenta á öllum víg-
stöðvum og stendur
vörð um jafnrétti til
náms í víðasta skilningi.
Opið bókhald, engin risna
Undanfarin ár hefur Röskva haft
meirihluta í Stúdentaráði. Þar hefur
hún lagt sig fram við að vinna að
málefnum stúdenta af heiðarleika
Einkunnarorð Röskvu
í gegnum tíðina,
segir Hjalti Már
Þórisson, hafa verið
kraftur, frumkvæði
og áreiðanleiki.
og heilindum. Fyrsta verk Röskvu
var að opna bókhald Stúdentaráðs,
laun starfsmanna voru lækkuð og
bundin töxtum, allur óþarfa kostn-
aður var skorinn niður
og risnu var úthýst með
öllu. Nær undantekn-
ingarlaust eru hin ýmsu
störf og stöður í tengsl-
um við ráðið auglýstar
og verkefni eru boðin út.
Ráðumst á garðinn
Annað einkunnarorð
Röskvufólks er frum-
kvæði. Þannig var
stofnað til Nýsköpunar-
sjóðs námsmanna, sem
hefur aflað hundruðum
stúdenta vinnu á sumr-
in við spennandi rann-
sóknarverkefni. Röskva
stofnaði Hástoð, fyrir-
tæki nemenda sem eflir
tengsl stúdenta við atvinnulífið, og
kom nemendaráðgjöf á í öllum deild-
um. Röskva efndi til þjóðarátaks
fyrir bættum bókakosti í Þjóðarbók-
hlöðu undir kjörorðinu Þjóðin þarf
bækur og stofnun Hollvinasamtaka
Háskólans er enn eitt dæmið. En
Röskva er hvergi nærri hætt, ef hún
fær þar einhvetju að ráða. í stefnu-
skránni nú má meðal annars lesa
stofnun Atvinnumiðstöðvar stúd-
enta, framkvæmdaáætlun í kennslu-
málum, réttindaskrá stúdenta, lækk-
að bókaverð og fjölmörg fleiri fram-
kvæmdamál. Þannig vill Röskva að
stúdentar taki af skarið í stað þess
að bíða þess að hlutirnir gerist af
sjálfum sér.
Stúdentar hafa áhrif
Háskólinn stendur hjarta Röskvu
næst og eru umbætur innan skólans
því stór hluti af stefnu hennar og
starfi. Nærtækt dæmi er kennslu-
málaráðstefna fyrir allan Háskólann
sem Röskva lofaði í síðustu stúd-
entakosningum. Hún er tæki til að
bæta úr mörgu því sem miður fer
og fyrir henni liggja ótal tillögur sem
snerta kennslu, réttindi, próf og ein-
kunnir ásamt öðru því sem máli
skiptir í háskólanámi. Niðurstöður
ráðstefnunnar vill Röskva að verði
framkvæmdaáætlun fyrir Háskól-
ann, menntastefna stúdenta og rétt-
indaskrá. I þessum kosningum hefur
Röskva því lagt fram ítarlega stefnu
um málefni Háskólans, kennslu, próf
og réttindamál, fjölgun tölva, upp-
byggingu rannsóknarsjóða og íjöl-
margt fleira. Þannig telur Röskva
vera grundvallaratriði að stúdentar
hafi áhrif og að rödd þeirra heyrist.
Við viljum vinna
Við sem bjóðum fram krafta okk-
ar í nafni Röskvu stöndum fyrir
ákveðin málefni. Við viljum að allir
menn hafi jöfn tækifæri tii mennt-
unar og erum tilbúin að leggja okk-
ar af mörkum til að svo megi verða.
Við viljum að Háskóli íslands sé leið-
andi afl, taki frumkvæðið og vísi
veginn í þróunarstarfi þjóðarinnar.
Við viljum að ungt fólk geti tekið
þátt í rannsóknar- og þróunarstarfi
og unnið við hlið færustu vísinda-
manna þjóðarinnar. Við viljum geta
tekið hluta af námi okkar erlendis
og við viljum eiga möguleika á að
stunda nám við fremstu skóla heims
á hveiju fræðasviði.
Við sem bjóðum fram í nafni
Röskvu viljum vinna. Við viljum
vinna að bættum hag stúdenta, betri
Háskóla, og breyttu viðhorfi til
menntamála. Til þess þurfum við
umboð stúdenta í kosningunum.
Röskva hvetur alla stúdenta til að
kynna sér málefni allra fylkinganna
og taka afstöðu. Það skiptir máli.
Höfuadur erlæknanemi ogleiðir
framboðslista Röskvu í
stúdentakosningum.
Máli skiptir
hvern þú kýst
Hjalti Már
Þórisson
Framfarir eða stöðnun?
Heiðrún Kristín
Hauksdóttir Pétursdóttir
í DAG fara fram árlegar kosning-
ar í Háskóla íslands. Undanfamar
vikur hafa frambjóðendur frá fylk-
ingum skólans kynnt sig og stefnu-
mál sín sem öll miða með einum eða
öðmm hætti að því að bæta hag
okkar stúdenta. Vaka, félag lýðræð-
issinnaðra stúdenta, gengur óhrædd
til þessara kosninga. Við höfum
unnið vel í vetur ýmis málefni sem
þegar em farin að skila árangri og
aðrar hugmyndir höfum við verið
að kynna síðustu daga sem ættu
að verða að veruleika á næstu miss-
erum. Allt veltur þetta þó á einu
litlu smáatriði, að kjósendur veiti
Vöku umboð sitt til að fara með
meirihluta í Stúdentaráði Háskóla
íslands næsta ár.
Áfram Vaka!
í vetur hefur Vaka unnið ötudega
að ýmsum framfaramálum í þágu
stúdenta. Að öðrum málum ólöstuð-
um ber þar hæst hugmyndir okkar
um námsnetið svonefnda sem flestir
stúdentar ættu nú að vera farnir
að kannast við. Vom þessar hug-
myndir unnar í vetur í starfshópi
SHÍ þar sem Vaka hafði forystu og
í febrúarbyijun voru endanlegar til-
lögur hópsins samþykktar í Há-
skólaráði. Þessar tillögur eru tví-
þættar. í fyrra lagi fela þær í sér
að komið verði á fót stoðkerfí fyrir
kennara þannig að tryggt sé að all-
ir kennarar hafí jafna aðstöðu til
að koma frá sér efni á vefinn. I síð-
ara lagi, að settur verði á laggirnar
starfshópur sem hafi það hlutverk
að framkvæma hugmyndina um
námsvef, starfrækja stoðkerfið,
kynna möguleika námsvefsins, inn-
an skólans sem utan, og fá aðila til
samstarfs. Ef allt gengur að óskum
má gera ráð fyrir því að eftir eitt
ár verði eitt liundrað síður komnar
upp á netinu, nemendum og kennur-
um til hagsbóta.
Hugmyndin um námsnetið er í
raun afskaplega einföld. Það er
gagnabanki námskeiða og hefur
hvert námskeið sína síðu sem hægt
Allt veltur þetta þó á
því, segja þær Heiðrún
Hauksdóttir og~ Krist-
ín Pétursdóttir, að
Vöku verði veitt umboð
til að fara með meiri-
hluta í SHÍ næsta ár.
er að nálgast frá heimasíðu Háskól-
ans. Á síðunni má finna ýmsar upp-
lýsingar um námskeiðið og efni því
tengdu, s.s námsáætlun, fyrirlestra,
lesefni, hliðsjónarefni, gömul próf
og fleira í þeim dúr. Með tilkomu
námsnetsins kemur aðstaða há-
skólanema til með að gerbreytast.
Öll upplýsingaöflun auðveldast til
muna og má búast við því að með
netinu hefjist þróun í þá átt að þeirri
einhliða mötun sem tíðkast í kennslu
við skólann verði hætt. Örlítils mis-
skilnings hefur þó gætt meðal stúd-
enta í garð námsnetsins í þá átt að
með því vilji Vaka afnema alla
kennslu eins og við þekkjum hana
í dag og námið muni hér eftir fara
fram við tölvuskjáinn. Sá ótti er
með öllu ástæðulaus.
Með netinu er verið
að innleiða nýjan flöt
í kennslu sem er ekki
á kostnað annarra.
Námsnetið er því nýr
kostur sem allir ættu
að geta fellt sig við.
Sjö kraftmiklar
kristalskúlur
Viðamikil kynning
hefur farið fram á
hugmyndum Vöku
síðustu vikur, hér á
síðum Morgunblaðs-
ins, í Vökublaðinu og
víðar. Allt of langt
mál er að fara ofan í
saumana á þeim hér og nú og verð-
ur látið nægja að minna á málefnin
sem sett hafa verið fram undir heit-
inu Sjö kraftmiklar kristalskúlur.
Eru þetta eins og heitið gefur glögg-
lega til kynna sjö málefnapakkar
sem hver fjallar um afmarkað efni
á ákveðnu sviði. Má þar einkum
nefna námsnetið eins og áður hefur
komið fram, umbætur í réttinda-
málum og átak í atvinnumálum.
Hafi kjósendur ekki kynnt sér kúl-
urnar eru þeir hvattir til að gera
það hið snarasta enda ekki seinna
vænna.
Taktu afstöðu!
Þú sem þetta lest ert eflaust bú-
inn að gera upp hug þinn um hvað
þú ætlar að kjósa í kosningunum í
dag. Við vonum að afstaða þín ráð-
ist af málefnalegum sjónarmiðum.
Að þú kjósir nýjar hugmyndir, að
þú kjósir ferskt fólk. Að þú kjósir
framfarir fremur en stöðnun. Sértu
þessarar skoðunar erum við ekki í
nokkrum vafa hvað þú hyggst kjósa.
Því atkvæði verður vel varið!
Kristín erlaganemi ogskipar I.
sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs.
Heiðrún er viðskiptafræðinemi og
skipar 1. sæti á lista Vöku til
Háskólaráðs.
Samtök iðnaðarins
og barátta þeirra
fyrir veiðigjaldi
UNDANFARNAR
vikur hefur hagfræð-
ingur Samtaka iðnað-
arins, Ingólfur Bender,
birt greinar hér í blað-
inu þar sem hann reyn-
ir að rökstyðja hvers
vegna leggja ætti sér-
stakan skatt, sem hann
kallar veiðigjald, á
sjávarútveg. Því miður
er þessi málflutningur
að mestu reistur á
sandi, eins og ég
hyggst útskýra í þess-
ari og síðari grein.
Veiðigjald fjölgar
ekki störfum
í grein í Morgunblaðinu 8. febr-
úar sl. heldur hagfræðingur samtak-
anna því fram, að álagning veiði-
gjalds á sjávarútveg myndi fjöiga
störfum í fiskvinnslu. Þessi fullyrð-
ing er fjarstæðukennd. Veiðigjald
myndi ekki fjölga störfum í físk-
vinnslu. Hefði veiðigjald yfírhöfuð
einhver áhrif á störf í fískvinnslu
er líklegast að þau áhrif séu nei-
Sérstakur skattur á
sjávarútveg felur í sér
opinbera mismunun
milli atvinnuvega. Birg-
ir Þór Runólfsson telur
það geta verið skaðlegt
efnahagnum.
kvæð. Skatturinn gæti nefnilega
leitt til þess að þau útgerðarfyrir-
tæki, sem nú beijast í bökkum, seldu
frá sér kvótann. Þessi áhrif yrðu
sennilega mest hjá smærri útgerð-
um, þeim sem landa afla sínum til
vinnslu hér á landi. Þessi kvóti
myndi væntanlega að einhveiju,
jafnvel verulegu leyti lenda hjá
frystitogaraútgerðum. Þar með
myndi störfum fækka í landvinnslu.
Auknar aflatekjur eru ekki
undirrótin að vanda iðnaðar
í sömu grein er fullyrt að auknar
aflatekjur útgerðar valdi flótta
starfsmanna og fjármagns úr iðn-
aði. Ástæðan er sögð felast í því,
að auknar aflatelq'ur valdi launa-
hækkunum hjá starfmönnum sjáv-
arútvegs og þar með nýti einhver
þjónustugeiri tækifærið og hækki
verð sinnar vöru og þjónustu og laun
sinna starfsmanna. Iðnaðurinn, sem
starfsmaðurinn kýs að kalla sam-
keppnisgeirann (rétt eins og aðrar
atvinnugreinar þ.m.t. ofangreindur
þjónustugeiri eigi ekki í samkeppni),
geti hins vegar ekki hækkað verð
sinna afurða og hefur því ekki held-
ur efni á launahækkun. Þar með
missi iðnaðurinn starfsfólk eða lendi
í taprekstri og dregst saman.
Þessi málflutningur stendur einn-
ig á brauðfótum. Það er í fyrsta
lagi síður en svo sjálfgefið að aukn-
ar tekjur í fiskveiðum valdi almenn-
um launahækkunum. Laun í landinu
ráðast fyrst og fremst af framboði
og eftirspurn eftir vinnuafli. Umsvif
í útvegi eru bundin af leyfilegum
heildarafla. Því er það, að þótt tekj-
ur vaxi í útgerð vegna, t.a.m. hækk-
unar fiskverðs, mun afli og þar með
eftirspurn útvegsins eftir vinnuafli
ekki aukast. Því er engin ástæða
til almennrar launahækkunar.
Þá er það auðvitað fjarstæða, sem
hagfræðingur samtaka iðnaðarins
virðist gefa sér, að laun í hinum
ýmsu atvinnugreinum hér á iandi
ráðist af launum sjómanna. Þetta
kom t.a.m. skýrt fram á árunum
upp úr 1990. Þá lækkuðu raunlaun
flestra stétta hér á landi en raun-
tekjur sjómanna hækkuðu hins veg-
ar vegna mjog vegna
hækkaðs fiskverðs.
Ennfremur er það í
meira lagi hæpið, að
gefa sér, að til sé ein-
hver þjónustugeiri, sem
geti að vild hækkað
verð á á afurðum sín-
um, ef tekjur vaxa í
sjávarútvegi. Sam-
keppni í viðskiptum
hefur vaxið hér á landi.
Nær öll fyrirtæki hér-
lendis eiga í harðri
samkeppni, sum vissu-
lega við erlend fyrir-
tæki og nánast öll við
innlend. Það eru því fá
fyrirtæki, ef nokkur,
sem eru í aðstöðu til að hækka verð
afurða sinna að eigin geðþótta,
a.m.k. þegar til lengri tíma er litið.
Hagur sjávarútvegs og
iðnaðar fer saman
Sannleikurinn er auðvitað sá, að
tekjur í sjávarútvegi og hagur iðn-
aðar fer saman. I fyrsta lagi er
augljóst að bætt afkoma í útgerð
leiðir að öðru óbreyttu til aukinnar
eftirspumar útvegsins eftir afurðum
sjávarútvegsiðnaðar, s.s. veiðarfær-
um, tækjabúnaði, viðhaldi, nýsmíði
o.s.frv. Þessi veigamikli hluti iðnað-
arins í landinu á m.ö.o. mikið undir
velgengni sjávarútvegs komið.
I öðru lagi hafa hærri tekjur í
sjávarútvegi væntanlega í för með
sér aukna eftirspum eftir afurðum
almenns iðnaðar og hins svokallaða
samkeppnisiðnaðar. Þar með vænk-
ast jafnframt hagur þessara greina,
en versnar ekki. Þetta er raunar
staðfest í hagtölum, þar sem sveifl-
ur í sjávarútvegi og iðnaði fylgjast
í megindráttum að.
í grein sinn í Morunblaðinu velur
hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
tímabilið 1983-1993 til að rökstyðja
kenningu sína um að velgengni í
sjávarútvegi valdi samdrætti í iðn-
aði. Þessi talnameðferð hans er því
miður villandi. Vegna gangs hag-
sveiflunnar er eðlilegra að skipta
tímabilinu í tvö skeið. Skv. tölum
frá Þjóhagsstofnun jókst heildar-
aflaverðmæti um 33% á árunum
1983-1987. Á þessu sama tímabili
fjölgar ársverkum í iðnaði (bygging-
arstarfsemi undanskilin) um 2.000.
Á síðara skeiðinu, ámnum 1987-
1992, lækkuðu aflatekjur um 14%.
Á sama tímabili fækkaði ársverkum
í iðnaði um 3.700 ársverk. Þessi
reynsla styður ekki kenningu hag-
fræðings Samtaka iðnaðarins, að
hagur iðnaðar versni með bættum
hag sjávarútvegs. Þvert á móti
benda þær til þess að hagur þessara
tveggja atvinnugreina fari saman.
Jöfn starfsskilyrði
atvinnuvega
Talsmenn iðnaðar hafa á undan-
förnum árum kvartað undan að-
stöðumun atvinnuvega, að mörgu
leyti réttilega. Krafa þeirra hefur
verið sú, að atvinnuvegum sé ekki
mismunað með opinberum aðgerð-
um. í því felst að öll fyrirtæki séu
háð sömu leikreglum, s.s. skatta-
reglum og tollalögum. Hagfræðileg
greining bendir eindregið til þess,
að slíkt fyrirkomulag auki hag-
kvæmni í þjóðarbúskapnum og sé
því í samræmi við almannahag.
Krafa um sérstakan skatt á sjávar-
útveg gengur hins vegar í þveröfuga
átt. Hún felur í sér opinbera mis-
munun milli atvinnuvega, sem getur
hægiega verið efnahagslega skað-
vænleg, ekki síst ef nota á tekjurn-
ar af skattinum til frekari „leiðrétt-
ingar“ á efnahagslífinu, eins og
hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
gerir tillögu um.
Höfundur er dósent í bagfræði við
Háskóla Islands.
Birgir Þór
Runólfsson