Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 29

Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 29 jumissi nsmarkað Morgunblaðið/Ásdís 1AR ÐNAR ðal í garð loðnufrysting- orðnar. Lagt hefur verið lirbúnings Japanstíman- ði, en Japanir borga að Jóhanna Ingvarsdóttir a loðnuvertíð af að sinni. ul þegar hún berst okkur,“ segir Magnús. „Við getum alltaf átt von á þessu frá loðnunni. Hún er dyntótt og það verður bara að gera ráð fyrir því. Næsta vertíð verður bara þeim mun betri. Hvað okkur varðar, er þetta svo sem ekkert rosalegt áfall. Við fjárfestum nokkuð í frystibúnaði fyrir vertíðina. Það er ekkert stórmál enda nýtist búnaðurinn til margs annars en frystingar fyrir Japani. Við þurfum ekkert að skæla," segir Magnús. Tæplega tveggja daga vinnsla „Mér sýnist á öllu að það verði ekki mikið fleiri dagar í loðnufrystingu að þessu sinni. Sú loðna, sem er hér á austursvæðinu og á eitthvað eftir í hrygningu ennþá, er bæði smá og varla frystingarhæf á Japan,“ segir Finnbogi Jónsson, forstjóri Síldar- vinnslunnar hf. „Vertíðin þýðir nátt- úrulega tekjutap fyrir okkur miðað við það sem við höfðum gert ráð fyr- ir. Við gerðum reyndar alltaf ráð fyr- ir verulegri verðlækkun frá því í fyrra sem gekk að verulegu leyti eftir og við áttum aldrei von á því að það yrði hægt að vinna samfleytt í þrjár vikur á Japan eins og í fyrra. Við höfðum áætlað að hægt yrði að vinna í tíu daga á fullum afköstum, en það stefnir í tæplega tvo daga. Við frystum í fyrra yfir tvö þúsund tonn, en með aukinni afkastagetu samfara byggingu nýs frystihúss, gerðum við ráð fyrir að frysta yfir fjögur þúsund tonn á þessari vertíð í heildina. Niðurstaðan sýnist mér stefna í um 500 tonn í heildina fyrir Japan,“ segir Finnbogi. Menn hafa farið offari í fjárfestingum „Við höfum enn ekki blásið loðnuver- tíð af þó hljóðið í okkur sé svo sem ekkert verulega gott. Þetta hefur verið mjög erfið vertíð og framleiðsl- an mun minni en gert hafði verið ráð fyrir,“ segir Sighvatur Bjamason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar hf. í Vestmannaeyjum. Þar er búið að frysta 1.400 tonn á Japan og 1.600 tonn á Rússland. „í upp- hafi settum við stefnuna á fimm þús- und tonn á Japan, en það er ljóst að við náum því aldrei. Við ætlum að halda áfram, eins lengi og hægt er að vera að. Sem stendur er unnið á vöktum allan sólarhringinn enda erum við í bestu aðstöðu til að taka á móti loðnunni sé miðað við fjarlægð frá miðunum.“ Sighvatur segir að auknar kröfur Japana, sem annað af stóra sölusam- tökunum gekk að, hefðu breytt öllum framleiðslumöguleikum mjög frá því sem áður var, en að hans mati juk- ust kröfur Japana í samræmi við þá gríðarlegu fjárfestingu, sem íslend- ingar hafa lagt í til að auka afkasta- getu í loðnufrystingu. „Stór hluti af þvi vandamáli, sem nú blasir við, er hinsvegar ekki loðnunni um að kenna, heldur sjálfum okkur. Við erum búin að gefa á okkur höggstað með alltof mikilli fjárfestingu. Það er engin spurning í mínum huga að menn hafa farið offari í fjárfestingum vegna loðnuvinnslu að undanförnu og alltof mikil afkastageta er til stað- ar miðað við markaðinn. Hægt er að frysta í landinu fimm þúsund tonn af loðnu á sólarhring á sama tíma og Japansmarkaður tekur við um 30 þúsund tonnum á ári. í eðlilegu ár- ferði, tæki það okkur sex daga að frysta fyrir Japansmarkað. Það hlýtur sérhver maður að sjá að þetta er tóm endaleysa." Friða á loðnuna eftir hrygningu Vinnslustöðin fjárfesti á síðasta ári í loðnu- og síldarvinnslu fyrir 100 milljónir króna. Að sögn Sighvats var ekki verið að auka afkastagetuna, heldur var verið að koma til móts við kröfur af hálfu ESB og kröfur kaup- enda um betri flokkun sem og að draga úr kostnaði við framleiðsluna. „Okkar skipstjórar hafa ákveðnar skoðanir á því hvað hefur brugðist og ég tel þeirra skoðanir persónulega góðar og gildar. Við teljum að stóra loðnan, sem menn eru að auglýsa eftir núna, hafi verið veidd í fyrrra- vor og sumar. Með öðrum orðum sé búið að veiða Japansloðnuna í bræðslu,“ segir Sighvatur. Og hann bætir við að Vinnslustöðin væri tilbú- in að taka þátt í því að banna loðnu- veiðar eftir hrygningartíma loðnunn- ar á vorin svo hún megi fá að lifa af í staðinn fyrir að skrapa hana upp af botninum í mjög lélegu ásigkomu- lagi í bræðslu. Horfurnar fyrir hrognatöku góðar Aðspurðir um horfur fyrir hrogna- töku, voru menn tiltölulega bjartsýnir að því tilskildu að menn tækju sig saman um að hafa skynsemina að leiðarljósi, en í fyrra brást hrognatak- an algjörlega. Þetta væri markaður upp á ein 3.500 tonn, en ef menn hygðust dæla meiru inn á markaðinn, kæmi það niður á okkur sjálfum. „Það var mjög lítið framleitt í fyrra og því ætti markaðurinn að vera góð- ur nú. Hinsvegar kom upp mikið matareitrunarfár í Japan í sumar sem gert hefur það að verkum að markað- urinn fyrir loðnuhrogn hefur dregist saman um allt að 10-20%. Menn eru nú ekki eins ákafir og búast hefði mátt við og verðið á loðnuhrognum ræðst eingöngu af heildar- framleiðslunni frá íslandi og getur rokkað mjög mik- ið,“ segir Halldór G. Eyj- ________ ólfsson. Sighvatur Bjarnason segir markaðinn fyrir hrogn í Japan takmarkast við þtjú til fjögur þúsund tonn að hámarki og því mættu menn ekki fara offari í því að drekkja hon- um með umframbirgðum. íslendingar lékju sér að því að metta Japansmark- að og væri útlitið gott viðvíkjandi hrognatöku í ár. Hún yrði tilbúin til hrognatöku fyrr en í fyrra þar sem loðnan virtist nokkrum dögum á und- an í þroska nú en þá. Aftur á móti væri enginn vandi að eyðileggja markaðinn með offramboði á ör- skömmum tíma. Það væri allt undir sjálfum okkur komið hvað við vildum gera. Stóra loðnan hefur ekki enn látið sjá sig Morgunblaðið/Kristinn FORMENN landssambanda og forseti ASÍ koma til fundar með forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra í ráðherrabústaðnum um hádegisbilið í gær. Forsætisráðherra eftir fund með ASÍ Mun ekki stranda á ríkisstjóm að gefa svör Mikil fundahöld voru í gær um kjaramálin. Forysta ASÍ kynnti ríkisstjóminni kröfur landssambanda á hendur stjómvöldum og for- ysta BSRB átti fund með fulltrúum fjármála- ráðuneytis og Reykjavíkurborgar. FORYSTUMENN ASÍ og foi-menn landssambanda kynntu fjórum ráð- herrum ríkisstjórnarflokkanna kröfur landssambandanna á hendur stjórn- völdum á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Niðurstaðan varð sú að ríkis- stjórnin mun kynna sér nánar kröfur ASÍ áður en hún svarar þeim en þess er að vænta innan fáeinna daga í tengslum við viðræður launþegahreyf- ingarinnar og atvinnurekenda um framlagðar kröfur í launamálum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að málin lægju ljósari fyrir eft- ir fundinn. „Við lýstum því yfir að við tækjum þessar athugasemdir og kröfur þeirra mjög alvarlega og mynd- um fara yfir þær mjög nákvæmlega á næstu fáeinum dögum, þannig að ef til úrslita horfði í kjarasamningum milli viðsemjenda, þá myndi ekki stranda á okkur að gefa svör,“ sagði Davíð Oddsson. „Ríkisstjórnin mun taka þetta strax til skoðunar og ég trúi ekki öðru en að hún vilji nýta þetta færi til að leggja sig fram um að samningar náist," sagði Öm Friðriksson, formað- ur Samiðnar. Kvaðst hann eiga von á að viðbrögð ríkisstjórnarinnar kæmu í ljós á næstu dögum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, sagði að launakröfur á hendur atvinnurekendum og kröfurnar gegn stjórnvöldum væru samofnar. „Niður- Lalningunni er lokið en þessar tillögur okkar eiga að geta leyst málin. Ráð- herrar munu skoða þetta á stuttum tíma og gera sér alveg ljóst hver stað- an er. Við áttum ekki von á neinum efnislegum svörum á þessum fundi en þeir skilja mjög vel um hvað málið snýst. Þeir skilja alvöm málsins," seg- ir Björn Grétar. Breytingar á frumvarpi um atvinnuleysistryggingar Páll Pétursson félagsmálaráðherra segist telja að krafa landssamband- anna um að frumvarp um atvinnji- leysistryggingar verði tekið út af borðinu hafi verið sett fram áður en ASÍ hafi verið kunnugt um breyting- artillögur sem fram væru komnar við frum>rarpið. „Þar stendur ennþá eitt- hvað út af en við munum fara yfir það og meta málið í framhaldi af því,“ sagði Páll. í dag munu forystumenn lands- sambandanna og samtaka vinnuveit- enda hittast á fundi hjá ríkissátta- semjara. Þá eiga að liggja fyrir niðurstöður úr athugunum lögfræð- inga á lagalegum hliðum þeirrar kröfu að færa taxta sem næst greiddu kaupi og athugun hagfræð- inga samningsaðila á kostnaði við launakröfur ASÍ. BSRB vill rammasamkomulag um breytingar á launakerfi Almenn krafa um 20% launahækkun á 2 árum BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja gerir kröfu um að öll launakjör verði samningsbundin en ekki háð geðþóttaákvörðunum. Komi til grundvallarbreytngar á launakerfinu gerir BSRB kröfu um að fyrir liggi rammasamkomulag um hvernig stað- ið skuli að slíkum breytingum. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem BSRB boðaði til í gær. Einstök aðildarfélög BSRB fara með samningsréttinn í yfirstandandi kjaraviðræðum og að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, eru ólíkar áherslur uppi varðandi hækkun kauptaxta en hann sagði að öll félög- in legðu þunga áherslu á verulega hækkun grunnlauna og almennt mætti segja að hvergi væri gerð krafa em minna en 10% hækkun kauptaxta á ári og að jafnaði væri um að ræða kröfur um 20% launahækkun á næstu tveimur árum. Forysta BSRB og formenn samn- ingseininga átti í gær fund með full- trúum fjármálaráðuneytis og Reykja- víkurborgar um þær hugmyndir sem uppi eru um breytingar á launakerf- inu. í máli Ögmundar kom fram að BSRB krefðist þess að samið verði um framkvæmd 9. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, sem gerði ráð fyrir einstaklings- bundnu launakerfi á forsendum for- stöðumanna, sem að óbreyttu byði upp á grófa mismunun innan stofn- ana, að mati BSRB. Ögmundur sagði að áður en hægt yrði að ganga frá rammasamkomulagi um breytingar á launakerfinu þyrfti að fá skýr svör frá fjármálaráðherra því að mati BSRB stæði þetta mál samningavið- ræðum fyrir þrifum. Fundi BSRB með ríki og Reykjavík- urborg í gær var frestað um óákveð- inn tíma en Gunnar Björnsson, for- maður samninganefndar ríkisins, sagði að fundurinn hefði verið gagn- legur og málin hefðu skýrst. I ljós hefði komið nokkur aðildarfélög BSRB hefðu verið að fá upplýsingar um tillögur ríkisins um breytingar á launakerfinu í fyrsta skipti í gær. Varðandi kröfu BSRB um að samið verði um framkvæmd 9. greinar lag- anna um réttindi og skyldur sagði Gunnar að skýrt kæmi fram í lögun- um að það væri ekki samningsatriði. Greint væri með skýrum hætti á milli málsgreinar í lögunum sem fjallar um þau laun sem ákveða á með kjara- samningum og ákvæðis um viðbótara- laun sem forstöðumenn geta ákvafð- að samkvæmt reglum sem fjármála- ráðherra setur en þau falli ekki undir kjarasamninga. BSRB er hlynnt fleiri skattþrepum BSRB er fylgjandi því að dregið verði úr jaðaráhrifum í skattkerfinu en forysta samtakanna telur að ekki eigi að tengja frágang þeirra breytinga kjarasamningum og semja þannig um loforð ríkisstjórnarinnar um lækkun skatta. BSRB er hlynnt því að skoðuð verði sú hugmynd, sem landssamböpd ASÍ krefjast, að tekið verði upp lægra skattþrep. Einnig vill BSRB að dregið verði í áföngum úr tekjutengingu bamabótaaukans og tekjutengingu hjá örorku- og lífeyrisþegum. Þá vill BSRB að endurskoðuð verði skattlagning fyrirtækja og fjármagnseigenda með það fyrir augum að fjármagna fyrir- hugaðar breytingar á öðrum þáttucL skattkerfisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.