Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 34

Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ágústa Sig- björnsdóttir fæddist í Vík í Fá- skrúðsfirði 7. ágúst 1898. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 9. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sig- björn Þorsteinsson bóndi í Vík í Fá- skrúðsfirði, f. 22.6. 1958, d. 14.6. 1915, og kona hans Stein- unn Jakobína Bjarnadóttir, f. 11.10. 1862, d. 24.12. 1943. Systkini Ágústu voru: Þor- steinn, f. 7. okt. 1883, d. 3. júní 1906, Solveig María, f. 19. jan. 1885, d. 20. júní 1954, Margrét Jóhanna, f. 21. apríl 1886, d. 26. júlí 1897, Niels Jakob, f. 1. okt. 1887, d. 13. apr. 1913, Jón Aust- mann, f. 14. júní 1889, d. 9. febr. 1958, Bjarni Guðmundur, f. 3. ágúst 1890, d. 30. okt. 1890, Ólaf- ur, f. 2. febrúar 1892, d. 9. nóv. 1957, Bjarni Guðmundur, f. 10. okt. 1893, d. 4. ág. 1920, Egg- ert, f. 15. apríl 1895, d. 27. sept. Það er ekki auðvelt að minnast frænku minnar Ágústu í fáum orð- um, hún var föðursystir mín og gekk mér í móðurstað á sínum tíma þegar ég þurfti mest á því að halda. Um hana væri hægt að skrifa heila bók. Til föðurömmu minnar Jakob- ínu var ég sendur frá Vestmanna- eyjum, ungur að árum. Hún átti þá þriggja hæða hús við Hverfis- götu 104C í Reykjavík. Þar bjó hún ásamt Ágústu dóttur sinni og dótt- -r urdóttur, Guðmundu, og eiginmanni Ágústu, Stefáni Björnssyni, kaup- manni. Af tilviljun lenti ég í íbuð frænku minnar og Stefáns og þar með var mér borgið. Ágústa frænka mín tók mig strax að sér, fór með mig til Katrínar Thoroddsen læknis, en þær voru góðar vinkonur. Þá kom í ljós að ég gekk ekki heill til skógar og sagði Katrín að ég myndi ná mér fyrir fermingu ef ég yrði duglegur að fara í ljós, taka lýsi og drekka joðmjólk. Frænka mín sá um að ég skrópaði ekki í þessum málum. Oft sagði Ágústa við mig: Hún Katrín bjargaði í þér líftórunni. Mér þótti } alltaf vænt um Katrínu og hafði samband við hana. Einhveiju sinni sagði ég við hana, þá orðinn fullorð- inn maður: „Það er kominn tími til að minnast á þakklæti fyrir lífgjöf- ina sem hún frænka mín minntist oft á.“ „Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér,“ sagði Katrín, „því það var hún Ágústa sem hélt í þér Iífinu.“ Enginn veit betur en ég að þetta er rétt. Dýrmæt vinátta og væntumþykja var milli Ágústu og Ingunnar eigin- konu minnar og dóttur okkar Sig- rúnar og hennar fjölskyldu. Á yngri árum var Sigrún daglegur gestur hjá Ágústu og mjög oft hjá Guð- mundu dóttur hennar. Bræðumir Stefán og Haraldur Bjömssynir, fyrrv. póstfulltrúi, voru giftir systrum. Jóhanna hét kona Haraldar, hún var í miklu uppá- haldi hjá mér eins og þeir bræður, velgjörðarmenn mínir. 1896, Sigurborg, f. 25. júlí 1896, d. 27. nóv. 1903, Sigurður, f. 20. maí 1900, d. 17. nóv. 1995, Jó- hanna Hálfdánía, f. 10. maí 1901, d. 2. ág. 1986, Sigurborg, f. 14. jan. 1904, d. 19. maí 1911. Eiginmaður Ág- ústu var Stefán Björnsson, f. 12. nóvember 1884, d. 1978, lengst af starfsmaður gjald- eyrisnefndar og þeirra stofnana. Einkadóttir þeirra er Guðmunda Ólafía, gift Gunnari Petersen. Einkasonur þeirra er Steinar kvæntur Gretu Björgvinsdóttur. Þeirra börn eru: Birna, Gunnar Már og Eva Hrönn. Ágústa stundaði nám í Kvennaskólanum og var mikil hannyrðakona. Mörg ár var hún kirkjuvörður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Utför Ágústu fór fram i kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Ágústa var mikill dugnaðar- vinnuforkur og viljasterk kona, man ég ekki eftir henni öðruvísi en að hún væri að leiðbeina og hjálpa þeim sem illa vom staddir í tilver- unni. Þeir vom ófáir sem fengu skjói undir hennar þaki. Ekki má gleyma að minnast þess að Ágústa var þekkt fýrir sínar hannyrðir og listvefnað og eru margir fallegir hlutir til á heimilum ættingjanna og víðar. Guðmunda dóttir hennar á ekki langt að sækja sína listrænu hæfileika. Frænka mín var síðustu æviárin á hjúkrunarheimilinu Eir. Þar naut hún ríkulegrar hjúkmnar. Hún sagði oft við mig: Eg get ekki lýst því hvað stúlkurnar hér eru góðar og þolinmóðar við mig. Þegar orðið umhyggja kemur í hugann minnist ég hve Guðmunda hugsaði vel um móður sína alla tíð. Sama vil ég segja um Gunnar eigin- mann Guðmundu og son þeirra, Steinar og Grétu eiginkonu hans og þeirra börn, sem gáfu lífi Ág- ústu giidi til hinsta dags. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég mína kæm frænku og óska henni þeirrar hvíldar er hún hafði lengi þráð. Þorsteinn Berent Sigurðsson. Ágústa Sigbjörnsdóttir, móður- systir mín, sem við, frændfólk henn- ar, kölluðum ævinlega Gústu, er látin í hárri elli. Hún hefur um langt skeið mátt þola mikið heilsuleysi og þjáningar og því lengi beðið eft- ir því að dvölinni á Hótel Jörð lyki og ný og betri tilvera hæfist. Stundum hafði Gústa á orði að sér virtist sem guð vildi sig ekki; svo oft og lengi hefði hún beðið hann að taka sig í náðarfaðminn. Við, sem þekktum Gústu vel, vitum hins vegar að eilífðinni hefur bæst góður liðsmaður enda var Gústa þekkt að miklum mannkostum, fals- leysi og trygglyndi og sannarlega vildi hún öllum gott gera. Það var ekki ónýtt fyrir mig, sveitastúlkuna, að eiga Gústu að er ég kom fyrsta sinni til Reykjavík- ur til að vinna fyrir mér. Heimili hennar og Stefáns, manns hennar, stóð mér strax opið sem það væri mitt eigið heimili. Og ég var síður en svo ein um að þiggja góðvild og gestrisni frænku minnar. Hið sama gilti um systkini mín og marga fleiri. Á heimili hennar man ég eft- ir tengdafólki hennar norðan úr Húnavatnssýslu, skyldfólki mörgu austan af fjörðum, sjúklingum og sængurkonum. Allt þetta fólk átti öruggt athvarf hjá Gústu. Þegar dvöl þess lauk þótti sjálfsagt á kveðjustund að leysa það út með gjöfum og góðum óskum. Sjálfri hefur mér jafnan fundist Gústa eitt akkeranna í tilverunni, sterkur hlekkur í keðjunni sem bindur okkur hvert öðru. Hún hugg- aði þegar á bjátaði og veitti góð ráð þegar sundin lokuðust. Mér er líka minnisstæð gleði hennar þegar nýir fjölskyldumeðlimir komu í heiminn. Jafnan kom hún þá fyrst allra í heimsókn hlaðin fallegum og nyt- sömum gjöfum. Á afkomendum Gústu sannast að sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Ég kveð Gústu frænku mína að lokum með lokalínum kvæðisins sem Jónas Hallgrímsson orti eftir vin sinn Tómas Sæmundsson: Flýt þér, vinur, í fegra heim; kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Borghildur Þórðardóttir. Amma Ágústa hefur verið hiuti af minni tilveru síðan ég man eftir og nú þegar hún er kölluð frá í hárri elli og södd lífdaga kemur yfir mig tómleiki og söknuður. Amma mín hafði lengi deilt við æðri máttarvöld um hvenær hennar tími væri kominn og oft hafði hún í sínum löngu og ströngu veikindum beðið um hvíldina. Þann 9. febrúar sl. náðist loks samkomulag milli hans sem öllu ræður og hennar ömmu minnar um að hennar tími væri kominn. Þann dag andaðist hún á Hjúkrunar- heimilinu Eir að viðstöddum nánum ættingjum. Amma fluttist árið 1921 frá Vík í Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur ásamt móður sinni Steinunni Jakobínu. Hún giftist afa mínum Stefáni Björnssyni sem lengst af starfaði á Skrifstofu gjaldeyris- nefndar og mun ég ætíð minnast hans sem góðs vinar og velgjörðar- manns. Mínar fyrstu minningar um ömmu Ágústu voru þegar ég bjó með foreldrum mínum ásamt ömmu og Stefáni afa í Hraunborg við Karfavog. Eftir nokkur ár flutt- um við öll í Skipholt 10 og voru það síðustu árin sem ég bjó undir sama þaki og hún. Þó að við byggjum ekki undir sama þaki var samskiptum okkar ekki lokið. Óteljandi heimsóknir mínar til afa og ömmu, fyrst í Meðalholt 14 síðan í Ljósheima 12, eru mér ógleymanlegar. Afi Stefán, þessi rólyndi og yfirvegaði maður, og svo hún amma, þessi fáheyrði dugnaðarforkur. Aldrei féll henni verk úr hendi. Hún vann mikið við hannyrðir. Bæði heklaði hún lista- vel og svo var hún í mörg ár með vefstól á heimilinu og óf mottur og teppi. Enda má finna mörg verk- in eftir hana á heimilum vina og ættingja vítt og breitt um landið. Umhyggja hennar fyrír sínum nánustu var einstök. Hún vakti yfir velferð ættingja og vina meðan heilsa hennar leyfði og oft á tíðum náði þessi umhyggja langt út fyrir þann hóp, enda átti hún stóran hóp vina sem sýndu henni einstaka ræktarsemi til síðasta dags. Ég tel það gæfu að hafa átt Ágústu sem ömmu. Við vorum ekki alltaf sammála og stundum gustaði á milli okkar. Sérstaklega á árum áður þegar hún var að leggja mér ungum manninum lífsreglurnar og upplýsa mig um lífsins freistingar og kristilega hegðun. Það rann upp fyrir mér síðar að hún bar velferð mína fyrir bijósti þegar hún lagði það á sig hvað eftir annað að benda mér á þær hættur sem fram undan voru á lífs- leiðinni. Ég og mín fjölskylda þökkum ömmu Ágústu fyrir samfylgdina, kveðjum hana með söknuði og virð- ingu. Vitandi að hún var ferðbúin og að vel verður tekið á móti henni á nýjum slóðum. Ámma var á Dvalarheimilinu á Dalbraut frá 1982 til 1994 og síðan á Hjúkrunarheimilinu Eir til dauða- dags. Starfsfólki á þessum stofnun- um þakka ég af alhug einstaka umhyggju og alúð við hana alla tíð. Steinar Petersen. Látin er mín kæra móðursystir á 99. aldursári. Með henni er geng- in síðust fjórtán barna þeirra Stein- unnar Jakobínu Bjarnadóttur og Sigbjörns Þorsteinssonar frá Vík í Fáskrúðsfirði. Tæpum helmingi þess hóps varð fjölskyldan að sjá á bak strax í barnæsku og má nærri_ geta að það skildi eftir sín sár. Ávallt minntist hún bernsku- heimilisins og æskustöðvanna við fjörðinn fagra af hlýhug og virð- ingu. „Mun þann að góðu er þér gott gjörir,“ eru orð í mínum huga til- einkuð Gústu og manni hennar Stefáni Björnssyni, föðurbróur mínum, er lézt árið 1978. Á þeirra heimili var ég alltaf aufúsugestur. Ein fyrsta minning því tengd, er þegar frænka svæfði mig við sinn barm, söng Snatavísur og gæddi mér á túttu er hún lumaði á í skúffu sinni. Síðar varð það heitt súkkul- aði í rúmið, er ég gisti þar um helgar sem var nokkuð oft. Sóttist ég þá líka eftir félagsskap einka- dótturinnar Mundu, sem var litlu frænku býsna góð. Að fá að með- höndla stóru „baby“-dúkkuna hennar og skoða leikaramyndimar var toppurinn á tilverunni. Hjá þeim dvaldi amma Jakobína sitt ævikvöld og minnist ég gömlu kon- unnar í ruggustólnum sínum, kveð- andi fyrir munni sér meðan pijón- arnir gengu ótt og títt. Fram á fullorðinsár naut ég velvildar og hjálpsemi þeirra hjóna og því mun ég aldrei gleyma. Gústa var mjög góð og afkasta- mikil hannyrðakona. Um það vitna fagrir munir er hún gaf mér og öðru venzlafólki. Þar á meðal dýr- indis vöggukjólar til handa frum- burði mínum og nöfnu hennar. Vefnaður var eitt af því sem hún fékkst við, og gladdi hún margan með fallegri mottu. Einnig var hún í eðli sínu baráttukona og lét ekki standa við orðin tóm, verkin töluðu. Hún gaf mikið af sjálfri sér, var fram úr skarandi greiðvikin og hjálpsöm, mátti í raun ekkert aumt sjá. Auðna hagaði því þannig til, að hún átti aðeins eitt barn og eitt barnabarn, sem voru hennar auga- steinar. En hlýjan og umhyggjan náðu lengra, til skyldra og vanda- Iausra. Lengst af stundaði hún ýmis störf utan heimilis. Hygg ég að henni hafi þótt einna vænst um það, er hún innti af hendi í Fríkirkj- unni af mikilli kostgæfni, í lok starfsævinnar. Það varð þessari dugmiklu og félagssinnuðu konu því óþægur Ijár í þúfu, að komast ekki lengur ferða sinna sökum heilsubrests. Við tók margra ára dvöl á sjúkrahúsum og á vistheimil- inu á Dalbraut. Lengst af var hönd- in styrk og sjón nokkuð góð. Var hún því tíður gestur á handavinnu- stofu heimilisins og stytti það henni stundir. Einnig fylgdist hún vel með heimsmálunum. Síðustu árin, er heilsunni var mjög tekið að hraka, dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Eir, þar sem hún lézt. Ailan þann tíma hefur Munda dóttir hennar sýnt móður sinni fádæma umönnun. Samband þeirra mæðgna var einstakt. Sendi ég henni og fjölskyldunni mínar sam- úðarkveðjur. Að leiðarlokum kveð ég mína kæru frænku með þökk fyrir alla hennar ástúð til handa mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Sjöfn. Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, skulið þér og þeim gjöra. Þetta kemur mér oft í hug þegar ég hugsa til vinkonu minnar, Ág- ústu Sigbjörnsdóttur. Nú er hún farin í sitt síðasta ferðalag. Stutt eða langt? Það er nokkur tími síðan ég kvaddi þig síðast. Ég fór frá þér án þess að vekja þig. Þú svafst svo rótt og svo fín í nýja fallega jogginggallanum þínum og með stóru íslensku hyrnuna yfir þér. Þessa mynd vildi ég eiga af þér, lagði rósina á höfðalagið og fór. Síðan hafði ég samband við þig með hjálp þinnar elskulegu dóttur. 70 ár eru síðan við sáumst fyrst. Ég, ung stúlka úr sveit, ráðin í físk- vinnu hjá Thor Jensen, sem var til húsa í Melshúsum á Seltjarnarnesi. Verkstjóri var Árni Jónsson, kennd- ur við Bráðræði, góður vinur föður míns. Það var fyrsta daginn að ég leit út um gluggann á herbergi mínu og sá konu klædda íslenska búningnum og í brúnum frakka. Dökku fallegu flétturnar nutu sín vel á baki hennar og göngulagið rösklegt og ákveðið. Mér var sagt að þetta væri hún Ágústa, ráðskon- an. Nú væri hún að fara ofan í bæ að hugsa um litlu dóttur sína, hana Mundu, 5 ára hnátu og móður sína aldraða. Það voru hennar sælu- stundir hvern dag. En þarna hófust kynni okkar Ágústu fyrst, sem urðu að hlýrri vináttu öll þessi ár. Ég á henni svo óendanlega margt að þakka. Hún var svo hugulsöm, hjálpfús og hollráð í minn garð og eftir að ég missti manninn minn fór ég að vinna með henni í Frí- kirkjunni og áfram í annarri vinnu. Ágústa var hörkudugleg og svo verklagin að unun var að sjá. Það var sama hvort það voru gróf verk eða fín, og hún var framúrskarandi smekkleg. Maður hennar, Stefán Björnsson,'var um tíma matvöru- kaupmaður. Féll þá til mikið af hveiti- og sykurpokuim Ég man eftir einni heimsókn til Ágústu um það leyti. Hvað hún gat gert margt fallegt úr þessum pokum var alveg undravert. Hún heklaði óskaplega falleg milliverk, dúka og telpukjóla, - allt lék í höndunum á þessari góðu konu. Oft var þröngt í búi hjá fólki á þessum árum og fátt um vinnu, en Ágústa var órög að ganga í hvað sem var. Vann í þvottahúsi, fiskvinnu og ef ekki það, saumaði hún herrabindi og bakaði fínar kökur og seldi. Henni varð mikið úr litlu, því alltaf gat hún leyft sér að gleðja aðra með miklum og fallegum gjöfum og á ég þær margar fallegar frá henni. Lengi bjuggu þau hjónin í leigu- húsnæði eins og margir aðrir á þessum tíma. Síðustu árin áttu þau sína eigin íbúð, þá síðustu í Ljós- heimum 12. Þaðan á ég margar ánægjulegar minningar í sambandi við afmæli og boð. Meðal gesta var stundum Ólafur Magnússon frá Mosfelli, en hann var kvæntur syst- urdóttur Ágústu. Þá heyrði ég oft í fyrsta sinni falleg dægurlög sung- in, sem voru þá ný af nálinni. Frá Ljósheimum flutti Ágústa þegar maður hennar lést að Dalbraut 27. Þar bjó hún sér lítið og fallegt heimili eins og alls staðar þar sem hún var. Keypti sér litlar og falleg- ar mublur sem pössuðu í þessa litlu vistarveru. Þegar frú Bush, þáver- andi varaforsetafrú Bandaríkjanna, kom hingað með manni sínum þótti við hæfi að sýna henni fallega íbúð hjá öldruðum og varð íbúð Ágústu fyrir valinu._ Ekki fór Ágúst varhluta af sorg og andstreymi. 14 voru systkinin og hún mátti sjá eftir 8 þeirra á besta aldri. Þau sár voru lengi að gróa, enda samúð hennar með móður sinni mjög djúp. Móður hennar kynntist ég nokkuð vel. Hún var stórglæsileg og sérstaklega áhugaverð kona. Mér hefði þótt forvitnilegt að eiga fleiri stundir með þeirri konu, því hún átti að baki langan starfsferil og lífs- reynslu. Þegar ég sit hér og pára þessar minningar um þig, elsku Ágústa mín, langar mig til að rifja upp einn dag fyrir löngu síðan. Ég var í Reykjavík með ársgamlan son minn til lækninga. Það var síðla hausts 1936 og frekar umhleyp- ingasamt veðurlag, að við hittumst úti á götu, ég með barnið í vagni á leið til læknis. Við tókum tal saman og þegar þú heyrðir að vina- fólk mitt væri að flytja sagðir þú samstundis - þú kemur bara til mín - það verður þá styttra fyrir þig. Ég þáði þetta góða boð. Þá ÁGÚSTA , SIGBJÖRNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.