Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 56
•43YUNDJII HÁTÆKNI TIL FRAMFARA É Tækni val SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLADW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 5,7 millj- arðar í happ- drætti ÍSLENDINGAR eyddu um 5,7 milljörðum króna í happ- drætti sem störfuðu á árun- um 1995-96, og greiddu happdrættin á sama tíma rúmlega 2,7 milljarða í vinn- inga. Þetta kom fram á Al- þingi í gær í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspum Guð- jóns Guðmundssonar alþing- ismanns um tekjur af happ- drættum. Mesta veltan þjá Happdrætti Háskólans Árið 1995 nam heildarsala Happdrættis Háskóla íslands liðlega 1.810 milljónum króna og í vinninga voru greiddar 943,3 milljónir. Heildarsala Vöruhappdrættis SÍBS nam sama ár 224,5 milljónum króna og í vinninga vom greiddar 137,2 milljónir. Hjá riappdrætti DAS nam heild- arsalan frá maí 1995 til apríl 1996 210,2 milljónum króna og í vinninga voru greiddar 94,1 milljón. íslenskar get- raunir seldu á tímabilinu júlí 1995 til júní 1996 samtals fyrir 417 milljónir króna og í vinninga vom greiddar 230 milljónir. íslensk getspá seldi á sama tímabili fyrir samtals tæplega 1.162 milljónir króna og þar voru 435,6 milljónir greiddar í vinninga. Á sama tímabili komu samtals 992,8 milljónir úr kössum íslenskra söfnunarkassa, en þar em vinningar um 90% af veltu og hafa því verið um 893,5 milljónir króna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson VETRARMORGUNN í EYJUM Væntingar um míklar tekjur af loðnufrystingu að engii orðnar Tekjuskerðing gæti - orðið 2-3 milljarðar AÐEINS hefur tekist að frysta fimm þúsund tonn af loðnu fyrir Japans- markað samanborið við 20 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins þykir nærri fullljóst að ekki takist að frysta meira en 10 þúsund tonn en vonir stóðu til að hægt yrði að frysta og selja allt að 40 þúsund tonn á þennan markað. Ástæðu lélegs gengis má m.a. jgrekja til smárrar hrygnu, en af þeim sökum hefur flokkun loðnu gengið illa, hás hlutfalls af hæng í heildar- aflanum og loks til þess að loðnan hefur gengið á methraða vestur með suðurströndinni. Metloðnuvertíð var í fyrra en þá voru framleidd um 37 þúsund tonn á Japansmarkað, að verðmæti um 3,5 milljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að gangi spár eftir um að ekki takist að frysta nema 10-20% af því magni sem náðist að frysta á Japansmarkað í fyrra geti tekjur orðið um 2-3 millj- örðum króna minni en í fyrra. Hann bendir á að verðmæti úr loðnuafurðum þurfi engu að síður ekki að minnka um sem nemur þess- ari upphæð þar sem verið er að frysta fyrir aðra markaði sem ekki var gert í sama mæli í fyrra. Sjávarkuldi og fæðusamkeppni Sveinn Sveinbjömsson, fískifræð- ingur á Hafrannsóknarstofnun, seg- ir að stærð loðnu í sýnum sem tekin hafí verið í vetur hafi reynst nokkuð undir meðallagi. Loðnan væri þó ekki óeðlilega smá. Hann segir enga einhlíta skýringu vera til á smæð loðnunnar en tvennt mætti nefna til skýringar. „í fyrsta lagi var mjög kalt á hafsvæðinu fyrir norðan í hittifyrra og vitað er að þær aðstæð- ur draga úr vexti. I annan stað er ljóst að í hafínu eru mjög stórir ár- gangar og fæðusamkeppni gæti þess vegna einnig haft nokkur áhrif. Fiskifræðingurinn telur á hinn bóginn engar vísbendingar um að loðnustofninn sé í hættu. „Það em ekki sjáanleg hættumerki. Loðnu- stofninn hefur staðið sig vel og tek- ist hefur að tryggja góða hrygn- ingu. Við eigum mikið af 2 ára loðnu í hafinu samkvæmt mælingum í haust og það var feiknamikið af loðnuseiðum eftir klakið sl. vor,“ sagði hann. Sveinn kveðst ekki geta spáð um loðnugöngur á næstunni en starfs- menn Hafrannsóknarstofnunar fara af stað í leiðangur 24. febrúar nk. á loðnuslóð til að rannsaka ókyn- þroska loðnu og gera athugun á hrygningu. Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, segir að ís- lendingar hafí farið offari í fíárfest- ingum vegna loðnuvinnslu og stór hluti þess vandamáls sem nú blasi við stafi af offjárfestingu. Hann segir að kröfur Japana um loðnufrystingu hafí aukist í sam- ræmi við gríðarlega fjárfestingu sem íslendingar hafí lagt í til að auka afkastagetu í loðnufrystingu. „í eðli- legu árferði tæki það okkur sex daga að frysta fyrir Japansmarkað. Það hlýtur sérhver maður að sjá að þetta er tóm endaleysa," sagði Sig- hvatur. ■ Væntingar/28 Kona sem slasaðist í leikfimitíma 1986 Dæmdar bætur með vöxtum frá slysadegi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt menntamálaráðherra fyrir hönd Iðnskólans í Reykjavík, fjár- málaráðherra og mann sem var leik- fimikennari við Iðnskólann árið 1986 til að greiða konu 1.350.000 krónur, með vöxtum frá slysadegi haustið 1986, í bætur vegna meiðsla sem konan varð fyrir í leikfimitíma. I dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafí slasast í leikfímitíma í október 1986 þegar hún samkvæmt fyrirmælum leikfimikennarans stökk af fjaðradýnu yfír á mjúka dýnu. Konunni, sem þá var 31 árs gömul, fípaðist í stökkinu og lenti hún á hvirflinum aftanverðum. Á slysadeild Borgarspítalans fékk konan kraga um hálsinn, vöðvaslakandi lyf og verkjalyf og notaði hún stuðnings- kragann mest allan veturinn. Arið 1989 leitaði konan til lækna vegna höfuðverkja og aftur 1991 vegna svima sem hún taldi að rekja mætti til slyssins. Árið 1995 var konan metin með 10% varanlega örorku vegna slyssins og í fyrravor höfðaði hún mál á hendur ofan- greindum aðilum til innheimtu bóta fyrir tjónið sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna slyssins. Gerði kon- an kröfu um að stefndu yrðu dæmd- ir til að greiða henni rúmar 2,9 millj- ónir króna með vöxtum frá 1986. Vanræksla meginorsökin í dómi héraðsdóms kemur fram að telja verði vanrækslu leikfimi- kennarans meginorsökina fyrir slys- inu, en konan hafí hvorki fengið við- eigandi leiðbeiningar og þjálfun né haft þá leikni sem þurfti til þess að geta framkvæmt stökkið eins og til var ætlast. Þrátt fyrir það verði þó að telja að slysið verði að hluta til einnig rakið til eigin aðgæsluleysis konunnar, og því þyki rétt að hún beri tjón sitt sjálf að 1/4 hluta. Dóminn kvað upp Sigríður Ing- varsdóttir héraðsdómari ásamt með- dómsmönnunum Antoni Bjarnasyni leikfímikennara og Þóri Kjartanssyni fimleikakennara. -----» ♦ ♦------ Iðnlánasjóður Hagnaður- inn um 427 milljónir IÐNLÁNASJÓÐUR skilaði alls um 427 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári en hafði skilað 159 milljóna hagnaði árið 1995. Þessi bætta af- koma skýrist einkum af mikilli aukn- ingu á allri starfsemi án þess að aukning hafí orðið á rekstrarkostn- aði, auk þess sem dregið hefur úr þörf framlags í afskriftareikning útlána. Bragi Hannesson, forstjóri Iðn- lánasjóðs, segir að árið 1996 hafí verið hið besta í sögu sjóðsins, hvern- ig sem á það sé litið. Vaxtamunur sjóðsins minnkaði verulega á síðasta ári og er nú 1,88%, en var 2,37% árið 1995. Er útlit fyrir að vaxtamunurinn muni enn lækka á þessu ári. ■ Hagnaðurinn/14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.