Morgunblaðið - 22.02.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 22.02.1997, Síða 1
96 SÍÐUR B/C 44. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jiang Zemin tjáir sig í fyrsta sinn um andlát Dengs Boðar framhald á umbótastefnimni Peking. Reuter. JIANG Zemin, forseti Kína, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um andlát Dengs Xiaopings í gær og kvaðst ætla að fylgja þeirri stefnu sem leið- toginn fyrrverandi mótaði fyrir 18 árum. „Kommúnistaflokkur Kína, kín- verski herinn og menn af öllum þjóð- flokkum eru staðráðnir í að gera sorgina að styrk,“ sagði Jiang við Nursultan Nazarbajev, forseta Kas- akstans, sem er í Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Jiang talar opinberlega frá þvi Deng lést á miðvikudag. Hann lofaði að halda uppi merki Dengs og fylgja þeirri stefnu hans „að byggja upp sósíal- isma með kinverskum sérkennum". Hann sagði að Kínveijar myndu taka höndum saman um að fylgja efna- hagsumbótum Dengs eftir „af stað- festu og sjálfsöryggi“. Harmagrátur í Paifang Nokkur þúsund Kínveija fóru í gær að fæðingarstað Dengs, grétu, krupu og lögðust kveinandi á jörðina við húsið sem hann ólst upp í. Vopn- aðir lögreglumenn voru sendir til bæjarins, Paifang í Sichuan-héraði, til að halda uppi lögum og reglu. Harmakvein fólksins í Paifang þóttu í algjörri andstöðu við viðbrögð íbúa Peking-borgar, þar sem fánar í hálfa stöng voru einu merkin um að leiðtoginn aldni væri látinn. Staða Jiangs ótrygg Dagblaðið The Washington Times sagði í gær að samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku leyniþjónustunn- ar CIA hefði Jiang ekki tekist að treysta sig í sessi sem leiðtogi. Skýrslan var samin í júní og höfund- arnir efuðust um að Jiang héldi velli sem leiðtogi landsins. Þeir sögðu að sjö keppinautar Jiangs væru að reyna að draga úr völdum hans fyr- ir flokksþing kínverskra kommún- ista í október og örlög hans sem leiðtoga myndu ráðast þá. Blaðið sagði að ótrygg staða Jiangs yrði að öllum líkindum til þess að hann myndi einbeita sér að innanríkismálunum fremur en að reyna að bæta samskiptin við Bandaríkin og Tævan og hætta á gagnrýni heima fyrir. Lee Teng-hui, forseti Tævans, kvaðst í gær efins um að Jiang tæk- ist að verða óumdeildur leiðtogi Kína. Helsta dagblað Singapore, The Straits Times, sagði að Jiang myndi aldrei fá ráðið jafnmiklu og Deng og Maó formaður því tími hinna sterku leiðtoga í Kína væri liðinn. Reuter Reuter „Hefur alla þræði í hendi sér“ BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, heilsar Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir fund þeirra í Kreml í gær. Fréttamenn sögðu að Jeltsín hefði virst fölur en Albright kvað hann hafa verið „mjög skarpan" og „áhugasaman“. „Ég myndi segja að hann hefði alla þræði í hendi sér,“ sagði hún. Albright ræðir við Jeltsín í Kreml Kveðst anægð með árangurinn Moskvu, Brussel. Reuter. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Borís Jeltsín í Kreml í gær og sagði að rússneski forsetinn hefði „alla þræði í hendi sér“ og tæki virkan þátt í umræðunni um stækkun Atl- antshafsbandalagsins. Hún sagði að „mjög mikilvægur árangur" hefði náðst í viðræðunum við Rússa um stækkun NATO en ýmis erfið vanda- mál væru enn óleyst. Albright er í fyrstu ferð sinni til erlendra rikja frá því hún varð utan- ríkisráðherra í liðnum mánuði og er fyrsti bandaríski embættismaðurinn sem ræðir við Jeltsín frá því hann gekkst undir hjartaskurðaðgerð í nóv- ember og fékk lungnabólgu í janúar. Pólverjar tortryggnir Albright hitti einnig Jevgení Prím- akov, utanríkisráðherra Rússlands, og þau ræddu m.a. hvemig skilgreina bæri tengsl Rússa og NATO þegar bandalagið stækkar í austur. „Ég hygg að við höfum náð mikilvægum árangri í þessu máli,“ sagði Albright á sameiginlegum blaðamannafundi ráðherranna. Hún sagði þó að ýmis flókin vandamál væru enn óleyst. Ráðherr- ana greindi á um hvort NATO ætti að gera lagalega bindandi samning við Rússa, sem að mati Bandaríkja- stjórnar gæti veitt þeim neitunarvald þegar ákvarðanir væru teknar um þróun bandalagsins. Wlodzimierz Cimoszewicz, forsæt- isráðherra Póllands, sem var í Brass- el til að ræða hugsanlega aðild lands- ins að NATO, kvaðst hlynntur því að bandalagið gerði samning við Rússa. Hann sagðist hins vegar vona að NATO léði ekki máls á „leynileg- um samningi stórvelda" um skipt- ingu Evrópu í áhrifasvæði. Réttarkerfi Breta bíður hnekki BRESKA réttarkerfið varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar þrír menn, sem höfðu setið í fangelsi í 18 ár fyrir morð, voru látnir lausir á þeirri forsendu að dómurinn yfir þeim hefði verið byggður á vafasömum forsendum. Mennirnir þrír voru dæmdir í lífstíðarfangelsi árið 1979 fyrir morð á þrettán ára blað- burðardreng. Lögmenn þeirra segja að lögreglan hafi fengið fjórða manninn, sem lést síðar í fangelsi, til að undirrita játn- ingu með því að ljúga því að honum að einn þremenning- anna hefði játað að þeir hefðu myrt drenginn. Þeir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu. Gísli Guðjónsson, réttarsál- fræðingur og sérfræðingur í fölskum játningum, hefur unn- ið að rannsókn málsins fyrir hönd lögfræðinga mannanna þriggja og mun hann bera vitni þegar málið verður tekið fyrir í hæstarétti í apríl. Á myndinni fagnar einn þre- menninganna, Michael Hickey, ásamt ættingjum sínum eftir að hann var látinn laus eftir langvinna baráttu fyrir því að málið yrði tekið fyrir að nýju. ■ Enn eitt áfallið/24 Norsk yfirvöld gefast upp fyrir Paul Watson Ósló. Morgunblaðið. NORSK lögregluyfirvöld hafa gefist upp við að hafa hendur í hári Paul Watsons, formanns Sea Shepherd- samtakanna, og mun hann því hvorki afplána 120 daga fangelsis- dóm né verða stefnt fyrir rétt vegna ásiglingar á norskt varðskip. Norska lögreglan segist hafa beð- ið um aðstoð utanríkisráðuneytisins og Interpol við að hafa uppi á Wat- son en án árangurs til þessa og því hafi verið ákveðið að láta hann sigla sinn sjó. Hún hefur hins vegar ekki farið fram á, að hann verði framseld- ur frá Bandaríkjunum eða að hann verði látinn afplána dóminn þar. Watson var dæmdur í 120 daga fangelsi fyrir skemmdarverk á hval- bátnum „Nybræna“ í Lófót um jólin 1992 og síðan var hann kærður fyr- ir að sigla á og skemma strand- gæsluskipið „Andenes“ í júlí 1994. Þá unnu menn hans einnig skemmd- ir á hvalbátnum „Senet". Ferðir Watsons á alnetinu Samtökin Hánorður í Lófót hafa brugðist ill við þeirri ákvörðun lög- reglunnar að hætta að eltast við Paul Watson og kært hana til dóms- málaráðuneytisins. Georg Blich- feldt, einn af frammámönnum í samtökunum, segir að það sé þvað- ur, að ekki sé hægt að finna Wat- son því að hann sé síður en svo í felum. „Við höfum ástæðu til að ætla, að Bandaríkjastjórn hafi beitt norsku stjórnina þrýstingi í þessu máli,“ sagði Blichfeldt. Samtökin Hánorður segjast vita hvar Watson er. Öll hans ferðaáætl- un sé á alnetinu og nú hafa samtök- in sent afrit af henni til dómsmála- og utanríkisráðuneytisins, til lög- regluyfirvalda og saksóknaraemb- ættisins og til sendiráða Noregs í Vancouver, Ottawa og Washington.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.