Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 15

Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 15 LANDIÐ Starfsmenn HÞ hafa fengið ofnæmi af eiturgufum í kúfiskvinnslu Borað eftir heitu vatni í Þykkvabæ Bormenn bjartsýnir á að finna heitt vatn Samstarfs við heil- brigðisyfirvöld leitað BORIÐ hefur á því að starfsmenn Hraðfrystihúss Þórshafnar hafi veikst og þeir fengið ofnæmi eftir að hafa komist í snertingu við óæski- legar lofttegundir við kúfiskvinnslu á staðnum. Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri HÞ, segir að leitað verði allra leiða til að greina hvað valdi því að menn kenni ofnæmis og leitað verði samstarfs við heilbrigðisyfirvöld til að leysa vandann. Tilraunir hófust með kúfisk- vinnslu í hraðfrystihúsinu í haust og hefur fyrirtækið aflað sér aðstoð- ar við að læra á veiðar og tæki. Jóhann segir að eftir því sem vinnsl- an hafi aukist hafi farið að bera æ meira á veikindum starfsmanna. Jóhann telur vinnsiuna ekki hættulega en bregðast verði við vandanum. „Við erum ekki sátt við að vita ekki hvað veldur óþægindum hjá starfsmönnum. Kanna þarf hvort breyta þarf einhveiju í vinnslunni, t.a.m. hvort nauðsynlegt sé að bæta loftræstingu. Við erum í samskiptum við heilbrigðismálayfirvöld hvort hægt sé að greina það hvaða loftteg- undir valda þessu. Við munum síðan bregðast við í takt þær niðurstöður." Að sögn Jóhanns hafa áætlanir um vinnslu og sölu ekki raskast. Á hinn bóginn sé hætt við að svo fari ef ekki finnist viðunandi lausn á hollustuvernd í vinnslunni. Hellu - í Þykkvabæ eru starfs- menn Jarðborana hf. að bora eftir heitu vatni fyrir hreppinn, en á síðasta ári fóru fram bor- anir í tólf rannsóknarholum á vegum Orkustofnunar. Niður- stöður þeirra kannana gáfu til kynna að heitt vatn væri að finna á þessum slóðum. Að sögn Þóris Sveinbjörns- sonar borstjóra hófst verkið 21. janúar sl. en unnið er á sólar- hringsvöktum, þar sem hag- stæðast er að láta borinn ganga stanslaust á þessum tíma árs. Hitastig í holunni er mælt einu sinni í viku, á sunnudagskvöld- um, en um miðjan febrúar þeg- ar borinn var kominn niður á 400 metra dýpi mældist vatnið sem fannst þar um 30 gráðu heitt. Þórir sagði áætlað að fara niður á 1.000 metra dýpi, og finnist vatn á þeim slóðum, verður það örugglega nógu heitt til hitaveitu. Áætlað er að verkinu ljúki í byrjun mars nk. Ólafsvíkur- kírkja 30 ára Ólafsvík - Á þessu ári verður Ólafsvík- urkirkja 30 ára eða nánar tiltekið 19. nóvember nk. Af því tilefni verða ýmsar óvenjulegar uppá- komur í kirkjunni fram að afmælis- degi. Núna á næstu 6 vikum verða t.d. lesnir Passíusálm- arnir á hverju fimmtudagskvöldi og var fyrsti lesturinn 6. febrúar sl. Félagar úr Rótarýklúbbi Ólafsvíkur, Lionsklúbbi Ólafsvíkur, Lions- klúbbnum Rán, Ungmennafélaginu Víkingi, Leikfélagi Olafsvíkur, Kiw- anisklúbbnum Korra og Kvenfélagi Ólafsvíkur lesá þijá sálma á hveiju fimmtudagskvöldi með tónlistar- flutningi. Fleira er á döfinni af þessu tilefni. Flutt verður leikritið Heimur Guðríðar eftir Steinunni Jó- hannesdóttur og fjallar það um líf Guðriðar Símonar- dóttur, eiginkonu sr. Hallgríms Pét- urssonar. Einnig má nefna að poppmessa verð- ur á æskulýðsdag- inn, 2. mars. Hjónanámskeið verður í byijun apríl en það námskeið er fyrir fólk sem vill styrkja samskipti sín í hjónabandinu. Umsjón með því hefur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Afmælishátíð verður svo 16. nóv- ember þar sem biskupinn mun pred- ika. Sunnudagaskóli er starfandi í miklum blóma og hefur verið í mörg ár. Gert er ráð fyrir sýningu sem Biblíufélagið verður með en hún er enn ódagsett. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum Ólafsvíkurkirkja Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir „VIÐ erum hinir einu sönnu bormenn íslands", sögðu karlarnir á dagvaktinni á jarðbornum Narfa, en þeir eru að bora eftir heitu vatni í Þykkvabæ. F.v. Þór Gíslason, Þórir Sveinbjörnsson bor- sljóri, Þórir Sveinbjörnsson yngri, Kjartan Rögnvaldsson og Bragi Óskarsson. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason HÓLMFRÍÐUR Hildimundardóttir sem er 85 ára hefur starfað í kvenfélaginu í 70 ár. Með henni eru þær Alma Diegó, formaður kvenfélagisns, og Maggý Lárent- ínusdóttir sem gerð var að heiðursfélaga eftir 55 ára starf. STJÓRN kvenfélagsins Hringsins: Ásta Jónsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Alma Diegó, Sigríður Pétursdóttir, Kristborg Haraldsdóttir og Sesselja Pálsdóttir. Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi 90 ára Stykkishólmi - Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi hélt upp á 90 ára afmæli sitt mánu- dagskvöldið 17. febrúar sl. en þann dag árið 1907 var félagið stofnað. Afmælishófið var haldið á hótelinu og var margt gesta. Kvenfélagið er eitt elsta starf- andi félagið á Stykkishólmi. Tilgangur félagsins var i upp- hafi að koma til hjálpar berkla- sjúklingum í bænum, en þá voru berklar algengir og alvarlegur sjúkdómur. Fyrsti formaður fé- lagsins var Arndís Jónsdóttir. í tímans rás hefur félagið helgað sig líknar- og menningarmálum. Félagskonur liafa víða komið við og beitt sér fyrir mörgum fram- faramálum og verið tilbúnar að styrkja þau með fjárframlögum. Árið 1923 greiddi félagið hálf laun hjúkrunarkonu sem hjúkr- aði fólki i heimahúsum en þá var sjúkrahúsið ekki komið til sög- unnar. Árið 1932 útbjó félagið trjá- og blómagarð sem enn í dag gengur undir nafninu Kvenfé- lagsgarðurinn og setur sinn svip á bæinn. Þær önnuðust hann í fleiri ár. Félagið hefur styrkt mikið sjúkrahúsið, dvalarheimil- ið og kirkjuna. Konurnar fengu fljótt áhuga á að koma sér upp barnaleikvelli og sáu um rekstur hans til margra ára. Auk alls þessa hafa þær styrkt frá upphafi einstaklinga og fjöl- skyldur fjárhagslega vegna veik- inda og annarra erfiðleika. Skemmtiferðir voru árlegir við- burðir hér áður fyrr. Þá hefur félagið boðið félagskonum og öðrum upp á fjölbreytt námskeið. Árið 1985 reistu þær lítið hús í Kvenfélagsgarðinum undir starf- semi sína. Heitir húsið Freyju- lundur. Helstu fjáraflanir hjá félaginu eru jólabasar og kaffi- sölur. Sú regla hefur skapast hjá kvenfélagskonum að gera að heiðursfélögum þær konur sem hafa starfað i 50 ár eða lengur. Á afmælisfundinum var Maggý Lárentínusdóttir gerð að heið- ursfélaga en hún hefur starfað í félaginu í 55 ár. Þá var Hólm- fríður Hildimundardóttir einnig heiðruð en hún hefur starfað í félaginu í hvorki meira né minna en 70 ár. Hún gekk í félagið 1927 þá 15 ára gömul og hefur verið virkur félagi allan tímann og starfar enn innan félagsins og hlýtur það að teljast einstakt. í tilefni af 90 ára afmæli fé- lagsins var samþykkt að stofna barnasjóð. Sjóðnum er ætlað að styrkja börn og foreldra þeirra fjárhagslega vegna slysa og al- varlegra eða langvarandi veik- inda barna. Það er margs að minnast hjá kvenfélagskonum í 90 ára afmæl- inu. Þær hafa látið sig fátt óvið- komandi og komið mörgu góðu til leiðar fyrir bæjarbúa auk þess að standa vörð um þá sem hjálp- ar eru þurfi. Félaginu bárust margar óskir og gjafir á þessum timamótum. Sú kona sem Iengst hefur verið formaður var Krist- jana Hannesdóttir en hún var 20 ár í því starfi. Núverandi formað- ur kvenfélagsins er Alma Diego.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.