Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 68

Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 68
68 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ M YN DBÖN D/KVIKM YN Dl R/ÚTVARP-S JÓIM VARP MYIMPBÖND Nettengdur fjöldamorðingi Nær og nær (Closer and Closer) Spcnnumynd ★ 'h Leikstjóri: Fred Gerber. Framleið- and: Julian Marks. Handrit: Matt Dorff. Aðalhlutverk: Kim Delaney, Scott Kraft, John J. Youk. 95 mín. Bandarísk. Power Pictures/Mynd- form 1995. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Útgáfudagur 18. febrúar. FJÖLDAMORÐ- INGJAR eiga hug metsöluhöf- undarins Kate Sanders (Kim Delaney) allan. Eftir að hafa rannsakað þá sem blaðamaður skrifaði hún skáldsögu um óhugnanlegan fjöldamorðingja og sló hún í gegn. Kate hafði hinsveg- ar ekki gert sér í hugarlund að einn lesandinn ætti eftir að taka sér hugmyndir hennar til fyrir- myndar og leika raðmorðin eftir, hvað þá síður að hún yrði eitt af fórnarlömbunum. Til mikillar lukku komst hún lífs af en er löm- uð neðan við mitti. Bundin við hjólastól hefur hún einangrað sig frá öllum mannleg- um samskiptum og reiðir sig nær einvörðungu á tölvufjarskiptin. Þrátt fyrir hörmulegar afleiðingar af útkomu bókar sinnar finnur hún sig knúna til þess að ljúka sög- unni sinni, gera upp sakir við hinn ímyndaða fjöldamorðingja. Fljót- lega í kjölfar útgáfu nýju bókar- innar fara hinir skelfilegu atburðir að endurtaka sig. Framin er röð morða í anda fjöldamorðingja bók- anna og beinast spjótin að Kate og þeirri ábyrgð sem hún kann að bera á voðaverkunum. Morð- inginn lætur hana reglulega vita af morðum sínum og gerir grein fyrir að slóðin liggi rakleiðis til hennar, að hann komi nær og nær. Hér er á ferðinni nokkuð lúmsk spennumynd sem aldrei þessu vant er ekki of fyrirsjáanleg, þótt sjálf lokafléttan sé hæpin. Tækjasýkin keyrir að vísu um þverbak og hlut- verk tölvutækninnar í söguþræðin- um er á stundum hálf kjánalegt. Auk þess hefði mátt standa meiri ógn af sjálfum fjöldamorðingjan- um, til þess að nærvera hans virk- aði skelfilegri. Leikstjórinn nýtir sér hinsvegar skemmtilega þá ein- angrun og fjarlægð sem fjarskipt- in skapa, til þess að byggja upp stigmagnandi spennu, sem hann heldur frá upphafi til enda. Skarphéðinn Guðmundsson SVIÐSMYND frá uppfærslu óperunnar í óperuhúsinu í Veróna. A Operukvöld Ríkisútvarpsins Astir og örlög í Fenejgum í KVÖLD verður óperunni La Gioc- onda, eða Brosmildu stúlkunni, eftir Italska tónskáldið Amilcare Ponchi- elli, f. 1834 í Kremóna, d. í Mílanó 1886, útvarpað á rás 1 á Óperu- kvöldi Ríkisútvarpsins. Þetta er hljóðritun frá Scala-óperunni í Mílanó og stjórnandi er Roberto Abbado. Textinn í óperunni er eftir Arrigo Boito sem vann hann eftir skáldsögu Victors Hugo. Brosmilda stúlkan gerist í Feneyj- um og fjallar um ástir og örlög fólks á 17. öld. Óperan var frumsýnd í La Scala 1876. Gioconda syngur úti á strætum til að sjá fyrir móður sinni. Barnabas njósn- ari rannsóknar- réttarins er ást- fanginn af henni en hún vill ekkert með hann hafa því hún elskar Enzo, flótta- mann frá Genúa. Barnabas kærir þá móður hennar fyrir galdra en Alvise, forseti rannsóknarréttarins, sýknar hana eftir að Lára eiginkona hans hlutast til í málinu. Þá sér Enzo að Lára er gömul unnusta hans og þau eiga saman ástarfund. Alvise kemst að því og reynir að eitra fyrir henni án árangurs, því Giocondo færir henni deyfilyf í stað- inn. Þegar Lára vaknar úr deyfi- svefni fær Giocondo Barnabas til að hjálpa Láru og Enzo við að komast úr landi gegn því að játast honum. Endalok ópurunnar verða síðan dramatísk eins og hlustendur eiga eftir að komast að raun um. LOKSINS - LOKSINS OPNUM í DAG KL. 14 YFIR 400 EIGULEGIR MUNIR T.D. MIKIÐ AF SKÁPUM, BORÐSTOFUBORÐUM, SKRIFBORÐUM, SÓFABORÐUM, STÓLUM, SKENKUM, SPEGLUM OG FL. SÝNING UPPBOÐSMUNA ( DAG KL 14-18, SUNNUDAG KL 14-18, MÁNUDAG TIL FÖSTUD. KL. 12-21 UPPBOÐIÐ SJÁLFT FER FRAM HELGINA 1.0G2. MARS UPPBOÐ FYRIR ALLA RISA ANTIK-UPPBOÐIÐ SÍÐUMÚLA 34, SÍMAR 892 0566 OG 896 0990 MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Loforðið (Keeping the Promise) ★ ★'/2 Ráðgátur: Tunguska (The X-fiIes: Tunguska) ★ ★'/2 Vopnahléið (NothingPersonal) ★★★'/2 Undur í djúpum (Magic in the Water) ★ ★ Lokadansinn (LastDance) ★ 'U Nótt hvirfilvindanna (The Night of the Twisters) ★ ★ Auga fyrir auga (Eye for an Eye) ★‘/2 Innrásardagurinn (Independence Day) ★ ★ ★ Hr. Hörmung (Mr. Wrong) ★ ★V2 Steinakast (Sticks and Stones) ★1A Kazaam Kazaam ★ í blíðu og stríðu (Faithful ★ ★‘/2 Billy slær í gegn (Billy’s Holiday) ★ ★ Jane Eyre (JaneEyre) ★★ Ed (Ed) '/2 Dauði og djöfull (Diabolique) ★ Barnsgrátur (The Crying Child) ★ Riddarinn á þakinu (Horseman on the Roof) ★ j> ★ ★

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.