Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS SUÐURVANGUR 2, HAFNARFIRÐI HAGSTÆTT VERÐ Til sölu rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er 94 fm að stærð og skiptist í góða stofu, rúmgott hol (sjónvarps- hol) og eldhú s m. borðkrók. Sérþvottahús og búr inn af éldhúsi. Þá eru einnig 2 svefnherb. og bað á sérgangi. Góðar svalir, snyrtileg sameign. Lækkað verð, nú aðeins 6,4 millj. íbúðin er í mjög góðu ástandi og laus nú þegar. Til sýnis í dag laugardag kl. 14-16. Gjörið svo vel og lítið inn. Dyrabjalla merkt opið hús. Eignasalan, Ingólfsstræti 12, sími 551-9540. 5521150-5521370 LARUS Þ. VALDIMARSSON, Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Giæsileg eign - gott verð Rúmgott raðhús með sólríkri 6 herb. íbúð á tveimur hæðum skammt frá Árbæjarskóla. Kjallari: Mjög gott húsnæði viðarklætt. Skipti möguleg. Tilboð óskast. Útborgun kr. 700 þús. Sólrík nokkuð endurbætt 3ja herb. (búð í reisulegu steinhúsi í gamla austurbænum. Langtímalán kr. 3,5 millj, Frábær greiðslukjör fyrir traustan kaupanda. Nánar á skrifst. Á vinsælum stað við Laugarneshverfi Sólrík 2ja herb. íbúð á 2. hæð 55,6 fm. Teppi, svalir, vélaþvottahús. Nýtt gler og endurbættir gluggar. Tilboð óskast. Útborgun kr. 500 þús. Ný endurbyggð 2ja herb. risíb. í reisulegu steinhúsi skammt frá Sundhöll Reykjavíkur. Nýtt eldhús. Nýtt sturtubað með sérþvottaaðstöðu. Leiðslur og lagnir í húsinu eru nýjar. Tilboð óskast. Vegna sölu að undanförnu óskast 4ra herb. íbúð í lyftuhúsi helst á Nesinu eða í vesturborginni. Bílgeymsla fylgi. Rétt eign greidd við kaupsamning. 5 herb. hæð í vesturborginni eða á Nesinu. Má þarfnast endurbóta. 3ja-4ra herb. íbúð í Nýja miðbænum með bílskúr. Rétt eign staðgreidd. Einbýlis- eða raðhús 100-120 fm í Hafnarfirði. • • • Opið á laugardögum kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Sími 5885530 Bréfsími 5885540 Opið 10-13 í dag. VANTAR - VANTAR íbúðarhúsnæði Vantar: Sérhæð í Háaleitishverfi, Hlíðum, Vesturbæ eða Þingholtunum. Vantar: Einbýli í Þingholtunum, Smáíbúða- hverfi, Fossvogi eða nágrenni. Vantar: 2ja herb. íb. í Langholtshverfi, Breiðholti, Vesturbæ eða Fossvogi. Vantar: 2ja herb. íb. í Vesturbergi eða Æsufelli í skiptum fyrir 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Vantar: 3ja herb. íb. í Miðbæ í skiptum fyrir íb. í Vesturbergi. Vantar: Raðhús 65 fm í Mosfellsbæ og 80-100 fm í skiptum fyrir 170 fm parhús í Furubyggð. Atvinnuhúsnæði Vantar: 800-1000 fm iðnaðarhúsnæði í Sundahverfi. Vantar: 400-600 fm iðnaðarhúsnæði í Skeifunni eða nágrenni. Vantar: 300 fm iðnaðarhúsnæði í Austurborginni. Vantar: 800 fm húseign fyrir skóla. - kjarni málsins! FRÉTTIR Friðrik Sophusson eftir sameiginlegan fund fjármálaráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Póllands ogÞýskalands EMU og stækkun ESB settu mark á við- ræður ráðherrauna Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sat á dögunum sameiginlegan fund fjármálaráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Þýskalands og Póllands þar sem m.a. var rætt um undirbúning stofnunar Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, og horfur á stækkun Evrópubandalagsins í framhaldi af ríkjaráðstefnu þess. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra. FUNDURINN var haldinn í Bergen í Noregi en þetta var annar fundurinn sem fjármála- og efnahagsráð- herrar Eystrasaltsráðsríkjanna halda sameiginlega til þess að skiptast á skoðunum um efnahagsmál og stuðla að auknu samstarfí ríkjanna á sviði efnahagsmála og stjórnmála. Fund- inn sátu ráðherrar frá Eistlandi, Lett- landi, Litháen, Póllandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finn- landi og nú einnig Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra. Væntanlegt myntbandalag Evr- ópusambandsríkja, EMU, sem taka á gildi 1. janúar 1999, og fjölgrin aðildarríkja ESB að lokinni ríkjaráð- stefnu bandalagsins settu mark sitt á umræðurnar, að sögn Friðriks Sop- hussonar, en auk þess áttu ráðherrar Norðurlandanna og Þýskalands sér- stakan fund um skatta- og efnahags- mál. Noregur og ísland hafa ákveðna sérstöðu meðal þeirra ríkja sem áttu fulltrúa á fundi Eystrasaltsráðherr- anna. Norðmenn hafa sem kunnugt er hafnað aðild að ESB í þjóðarat- kvæðagreiðslu og ísland hefur ekki sótt um aðild. Bæði ríkin munu áfram fyrst og fremst tengjast bandalaginu með samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Eystrasaltsþjóðimar þrjár og Pólverjar leggja hins vegar höfuðáherslu á að slást í hóp Finna, Dana, Svía, Þjóðverja og annarra aðildarríkja ESB við fyrsta tækifæri. „Það má segja að við og Norð- menn séum á sama báti sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Norð- menn og íslendingar geta ekki verið með í myntsamstarfinu, EMU, af því að þeir eru ekki aðilar að ESB. ís- lensk og norsk stjómvöld munu þó að sjálfsögðu fylgjast mjög vel með framvindu mála varðandi myntsam- starf Evrópusambandsríkjanna á næstunni og kanna rækilega hvaða áhrif það hefur á efnahagslíf þessara landa. Ennfremur verður athugað hvort ástæða sé til að taka upp ein- hvers konar samstarf við ESB-þjóð- imar í gjaldeyrismálum eða breyta myntkörfunni með tiiliti til þess sem þar kann að gerast," segir Friðrik Sophusson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Viðbrögð ráðast af þátttökuþjóðum Viðbrögðin segir hann munu að miklu leyti ráðast af því hvaða þjóð- ir ESB taka þátt í myntsamstarfinu frá byijun en margt er enn óljóst um það; t.a.m. er afstaða Norður- landanna innan ESB ólík. Danir hafa ákveðið að standa utan EMU í upp- hafi, afstaða Svía er óráðin en Finnar leggja ríka áherslu á fulla þátttöku strax. Friðrik Sophusson segir að á fund- inum í Bergen hafi ráðherrar bandalagsríkjanna lagt ríka áherslu á að ekki verði af hálfu ESB hvikað frá þeim skilyrðum sem aðildarríki ESB þurfa að uppfylla til að fá aðild að EMU. „Þjóðveijar segja mjög varhugavert að fresta stofnun EMU, sem gert er ráð fyrir að verði 1. janúar 1999, því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir trúverðugleika bandalagsins og fyrir fjármagns- og verðbréfamarkaðina í bandalaginu. Menn vom sammála um mikilvægi þess að ríki uppfylli skilyrði EMU- aðildar, hvort sem EMU-aðild væri á dagskrá eða ekki, þar sem stöðug- leiki í verðlagsmálum og traust staða ríkisfjármála væm lykilatriði til þess að auka hagvöxt og bæta lífskjör. Til þess að standa sig í samkeppn- inni munu þau lönd sem standa utan EMU þurfa að fylgja enn aðhaldss- amari stefnu í efnahagsmálum en aðildarríkin sjálf. Einnig vora ráð- herrarnir sammála um að ekki væri nóg að uppfylla hin almennu efna- hagsiegu skilyrði því að ekki væri síður mikilvægt að endurskipuleggja ýmsa aðra þætti hagkerfisins, svo sem vinnumarkaðinn, ýmsa þætti ríkisfjármála, samkeppnislöggjöf og fleira.“ Stækkun Evrópusambandsins var ofarlega á baugi í viðræðum fjár- málaráðherranna enda Eystrasalts- ríkin og Pólveijar í þeim hópi sem knýja á um aðildarviðræður. „Mér sýnist að það hafi komið betur í ljós en áður á þessum fundi að Eystra- saltsríkin þijú eru á tiltölulega góð- um skriði í átt til markaðshagkerfis og jafnframt er ljóst að Pólveijar em þegar komnir yfir erfiðasta hjallann á sinni leið.“ Samstarf í N-Evrópu „Þessar þjóðir allar leggja gífurlegt kapp á aukið samstarf við þjóðir í Norður-Evrópu, bæði vegna efna- hagsmála og ekki síður tii að tryggja lýðræði og öryggi sitt. Öll þessi ríki hafa sett stefnuna á aðild að ESB og keppast við að uppfylla þau skil- yrði sem sett voru í Maastricht-sátt- málanum. Þeim gengur erfiðlega að eiga við verðbólguna þótt hún fari hjaðnandi en gengur vel á öðram sviðum," segir fjármálaráðherra. „Það er mikill stuðningur við stækkun bandalagsins í þeim hópi ESB-ríkja sem þama var saman kom- inn. Svíar, Finnar, Danir og Þjóðveij- ar hafa mikinn áhuga á því að stækka bandalagið til austurs og ekki síst til þess að taka inn þær þjóðir sem þama voru komnar saman. Þjóðveijar leggja eftir sem áður áherslu á að ljúka ríkjaráðstefnu ESB áður en bandalagið verður stækkað. Þeir telja að þótt bandalag- ið verði stækkað eigi það ekki að tefja fyrir þeim bandalagsþjóðum sem vilja ganga lengra og dýpka samstarfið, til dæmis á það ekki að tefja fyrir EMU þó sumar þjóðir verði ekki með frá byijun. Á fundinum voru allir sammála um nauðsyn þess að uppfylla Ma- astricht-skilyrðin og helst gera bet- ur. Þannig sé samkeppnisstaða við- komandi þjóða best tryggð. Varðandi ríkjaráðstefnuna var lögð áhersla á nauðsyn þess að gera umræður og ákvarðanatöku innan ESB einfaldari, opnari og skilvirkari en áður og í því skyni hefur m.a verið rætt um breytingar á stofnun- um ESB. Af hálfu Norðurlandanna er lögð mikil áhersla á atvinnumál og gerð krafa um að tekið verði á þeim í stofnskrá sambandsins. Þýskaland og fleiri ríki leggjast hins vegar gegn þessum hugmyndum, og telja þær leiða til aukinna framlaga í sjóði bandalagsins. Menn vonast eftir því að komast að niðurstöðu um þessi atriði á leiðtogafundi sam- bandsins í Amsterdam í júní.“ Á sérstökum fundi með Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýska- lands, ræddu ráðherrar Norðurland- anna mál sem snerta samstarf þess- ara þjóða, sérstaklega um skatta- mál, stefnu í skattamálum, ríkisfjár- mál og skattkerfisbreytingar, sem flest löndin hafa gripið til eða eru með í undirbúningi og hvernig haga ætti breytingum á skattkerfum með tilliti til samkeppni milii þjóða. Ahrif á framvinduna Ráðherramir vom, að sögn Frið- riks, sammála um að markmið skatt- kerfísbreytinga ætti að vera að lækka skatthlutföll og fækka undanþágum án þess að breytingamar veiki stöðu ríkisfjármála. „Slíkt mun stuðla að meiri hagkvæmni og auka stöðugleika í efnahagslífínu en mestu skiptir að treysta samkeppnisstöðu atvinnulífs- ins og leggja þannig grunn að aukn- um hagvexti og meiri atvinnu. Menn telja að skattkerfísbreytingamar hafí náð þessum markmiðum og stuðlað að betri stöðu lágtekjufólks," sagði Friðrik Sophusson. Friðrik Sophusson segist telja mik- ilvægt að Norðmenn og íslendingar fylgist grannt með umræðum um stækkun bandalagsins og stefnumót- un þess. „Á fundum sem þessum gefst tækifæri til að koma á fram- færi sjónarmiðum þeirra ríkja sem gert hafa sérstaka samninga við ESB og hafa þannig áhrif á framvind- una,“ sagði Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.