Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKARTINDUR VIÐ ÞJÓRSÁRÓS ÁTTA gámar steyptust í brimlöðrið á síðdegisflóðinu í gær og brotnuðu á fáum mínútum og dreifðist brakið og fauk um alla fjöruna milli Þjórsár og Hólsár. Morgunblaðið/J úlíus Úr sjávarmálinu REYNT var að ná gámum og braki úr sjávarmálinu og voru heillegir gámar fluttir til Reykjavíkur. Átta vörugámar til viðbótar fóru í sjóinn á síðdegisflóðinu í Háfsfjöru í gær Skældir og snúnir eftir smástund í brimrótinu ÁTTA gámar til viðbótar losnuðu af Vikart- indi eftir ágang brimsins á síðdegisflóðinu í Háfsfjöru í gær til viðbótar þeim sem fóru í sjóinn strax eftir strandið. Eftir aðeins skamma stund í brimrótinu voru þeir orðnir skældir og snúnir og dreifðist vamingurinn austur fjöruna og brakið úr gámunum einnig. Tvö hollensk björgunarfyrirtæki hyggjast leggja tilboð um björgun fyrir eigendur skips- ins og samið hefur verið við þriðja fyrirtækið um að ná olíunni úr tönkum þess. Ekki er búist við að neinar aðgerðir hefjist fyrr en eftir helgi nema hreinsunarstarf í fjörum. Lögreglan, tollgæslumenn, fulltrúar Hollustu- vemdar og björgunarmenn fylgdust með framvindunni fram eftir kvöldi. Svæðið er lokað umferð við afleggjarann að Þykkvabæj- arfjöru. Vikartindur hallast mjög á stjórnborðshlið og gefur stöðugt yfir skipið. Þrátt fyrir það virðist það liggja nánast óhaggað og meðan svo er telja menn ekki stórhættu á að olía leki úr tönkum. Hins vegar er hætt er við að sjávargangurinn brjóti fleiri gáma af þilfarinu en alls em milli 400 og 500 gámar enn um borð. Fulltrúar Hollustuverndar ríkisins, þeir Davíð Egilsson, Eyjólfur Magnússon og Helgi Jónsson sem fylgdust með ástandinu á strand- stað, tjáðu blaðamanni Morgunblaðsins síð- degis að ljóst væri að því lengur sem drægist að ná olíu úr tönkum skipsins yrði það erfið- ara þar sem hún þykknaði mjög þegar hún kólnar. Sögðu þeir að þó yrði að undirbúa allar björgunaraðgerðir sem best og því væri ekki óeðlilegt að fulltrúar eigenda og trygg- ingafélags þyrftu að taka til þess nokkurn tíma. Þegar áætlun um björgunaraðgerðir liggur fyrir verður hún borin undir Hollustu- vernd sem þarf að samþykkja hana. Sögðu þeir að fyrst yrði lögð áhersla á að ná ol- íunni, síðan farmi skipsins og síðast yrði reynt að fjarlægja skipsskrokkinn. Brimskaflar buldu stöðugt á skrokki Vi- kartinds enda hvassviðri og því spáð áfram og brimið fór síst minnkandi. Á flóðinu milli 16.30 og 17 í gær losnuðu átta gámar til viðbótar og á innan við 30 mínútum hafði brak þeirra og varnings sem í þeim var bor- ist upp í fjöruna. Var fjaran nánast eins og sorphaugar yfir að líta og fauk varningurinn langt upp í land. Flutningar um sand- inn óleyst vandamál Stórvirkar vinnuvélar og fjölmennt lið björg- unarmanna biðu á strandstað í gær eftir því að teknar yrðu ákvarðanir um hvemig haga skyldi framkvæmdum.Guðjón Guðmunds- son var við Þjórsárós í gær og fylgdist með. Morgunblaðið/Golli SANDURINN er erfiður yfirferðar þungum bílum en jarðýtur og gröfur voru til aðstoðar. SUNDURTÆTTIR flutningagámar, pappírsrúllur og alls kyns drasl ligg- ur á víð og dreif um fjöruna skammt frá Þjórsárósi þar sem þýska flutn- ingaskipið Vikartindur strandaði á miðvikudagskvöld. Tollgæslan inn- siglaði þijá laskaða gáma í fjörunni í gærmorgun og skömmu síðar var byijað að fjarlægja það sem borist hafði á land. Fulltrúi eigenda skips- ins og breskur ráðgjafi í björgunar- málum réðu ráðum sínum en þeir töldu að skipið væri vel skorðað og ekki mikii hætta á olíuleka frá því, fyrsta kastið. Fulltrúar tveggja hol- lenskra björgunarfyrirtækja, átta manns, komu á strandstað í gær og munu þeir meta hvort og hvernig unnt verði að bjarga skipinu og farmi þess. Mikill fjöldi vinnuvéla og flutn- ingabíla var í fjörunni. Stjórnendur tækjanna biðu, eins og aðrir á staðn- um, eftir því að teknar væru ákvarð- anir um losun olíu úr skipinu og björgun farms. Fjórir tankbílar frá olíufélögunum, sem taka allt að 21 þúsund tonn af olíu, voru í Þykkvabæ og von var á fleiri tankbíl- um frá Olíudreifíngu hf. Ráðgert var að fiytja lausa tanka á flutningabíl- um út að strandstað og var tankbíl- unum ætlað að taka við olíu úr þeim. Frá Þykkvabæ út að strandstað er þriggja til fjögurra kílómetra leið í lausum sandi og krapa. Jarðýtur ruddu slóða í fjörunni en líklegt má telja að mesti farartálminn fyrir flutningabílana verði í gegnum hálfs metra djúpan krapa á um 5-600 metra kafla á þessari leið. Færðin gæti versnað enn Það var að heyra á skipuleggjend- um, starfsmönnum verktakafyr- irtækja, Eimskipafélagsins og fleiri sem að björgunarstörfunum koma, að það væri óleyst vandamál hvemig koma ætti fullum oliutönkunum af sandinum til byggða, svo fremi sem það tækist að koma tönkunum að strandstað og dæla olíunni úr skip- inu. Fjörusandurinn er mjög laus í sér og blandaður snjó og seltu og búast sumir við því að færðin versni enn ef veður brevtist og það tekur að rigna. Einnig er talið að það geti orðið þung þraut að dæla svartolíunni úr tönkum skipsins því þegar hún hefur náð að kólna niður verður hún seig- fljótandi og ráða venjulegar dælur ekki við hana í því ástandi. Starfs- menn olíufélaganna mátu það svo að ef þessi áætlun gengi upp og sandurinn yrði ekki sá farartálmi sem menn óttast, þyrfti að fara 15-20 ferðir fram og til baka til þess að losa 300 þúsund tonn af svartolíu úr skipinu. Meginmarkmiðið að koma í veg fyrir olíuleka Hugmyndir björgunarmanna vom á fimmtudagskvöld í þá vem að nýta jarðýturnar, sem komu á strandstað upp úr kl. 23 það kvöld, til þess að ryðja þá strax um nóttina djúpa rás landmegin við skipið og láta sjávarföllin á háflóði kl. 3.30 um það að færa skipið ofan í rásina og rétta það þannig við. Talsverður halli er á skipinu en hann hafði aukist í gær og telja menn að skip- ið sé vel skorðað í fjömnni. Ekki fékkst grænt ljós á þessar framkvæmdir frá eigendum skipsins og þegar rætt var við Þjóðveijann Vanselow, fulltrúa Peter Döhle, eig- anda Vikartinds, í gærmorgun, sagði hann að áður en hafist yrði handa við slíkar framkvæmdir þyrftu að liggja fyrir mun ítarlegri upplýsingar um legu skipsins á strandstað. Það yrði ekki rasað um ráð fram. „Meginmarkmið okkar núna er að koma í veg fyrir olíuleka frá skipinu. Á síðari stigum getum við aðeins lagt mat á framhaldið og ef það reynist mögulegt munum við losa skipið af strandstað,“ sagði Vanselow, fulltrúi eigenda skipsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.