Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ
22 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
DANSAÐ
í DRAFNARFELLI
„Komið og dansið“ er félagsskapur áhuga-
fólks um almenna dansþátttöku á Islandi.
Súsanna Svavarsdóttir brá sér til þeirra í
Danshöllina og kynntist þessum bráð-
skemmtilega fótmenntaskóla
AÐ er fátt eins
gaman og að
dansa - og ekld
margt sem er eins hollt.
í dansinum útræsir
maður spennu, angist,
kvíða og fleiri tilflnn-
ingar sem hamla því að
maður geti hugsað
skýrt.
En svo eru auðvitað
tO þeir sem fyllast ang-
ist, kvíða og spennu,
þegar þeir eiga að stíga
hið örlagaþrungna
skref að hreyfa sig á
dansgólfi.
Er ekki komið mál til
að bæta úr þessu?
Sérstaklega _ vegna
þess að hér á íslandi er til félags-
skapur, sem hefur það að markmiði
að kenna okkur að verða ballfær.
Komið og dansið heitir sá félags-
skapur, varð nýlega fímm ára, hefur
aðsetur í Danshöllinni við Drafnar-
fell 2 í Reykjavík - og hefur leiðbeint
milli 4 og 5.000 manns í undirstöðu-
atriðum danslistarinnar.
Félagsskapurinn Komið og dansið
hefur mörg kjörorð: „Holl hreyfing -
breyttur og bættur lífsstíll", „Stutt,
ódýrt, skemmtilegt", „Dans í stað
drykkju" og fleira mætti telja.
Hvert námskeið er haldið um
helgi og tekur alls fimm tíma; tvo og
hálfan hvorn dag, laugardag og
sunnudag. Forsvarsmaður samtak-
anna er Gunnar Þorláksson og hitti
undirrituð hann þegar hún skrapp í
Drafnarfellið eina helgi til að kynna
sér þennan forvitnilega félagsskap.
Um fimmtíu manns
voru í salnum; allt fólk
sem var að koma á byrj-
endanámskeið í svoköll-
uðum „svingedans“, eða
sveifludansi.
Sumir höfðu verið á
byrjendanámskeiði í
öðrum dönsum og voru
bara afslappaðir, en það
var greinilegt hverjir
voru þarna í fyrsta
skipti; skelfingin skein
úr andlitum þeirra...
En það átti eftir að
breytast - og það hratt.
Gunnar lék þó á als
oddi og það var ljóst að
hann á stóran þátt í
gleðinni sem ríkir í
bænum. Það þrífast ekki fýlupokar í
kringum svona menn. En hvaðan
skyldi hugmyndin að þessum nám-
skeiðum hafa komið?
„Námskeiðin eiga sér norska fyrir-
mynd,“ segir Gunnar, „og voru stofn-
uð árið 1992, um haustið. Ég kynntist
þessum samtökum í gegnum sam-
starfsaðila minn I Ósló. Þegar ég kom
heim, boðaði ég til fundar með dansá-
hugafólki og fulltrúum ýmissa félaga-
samtaka, að beiðni samtakanna í
Noregi. Ég ætlaði ekkert að vera hér
í forsvari, en þetta hefur einhvem
veginn þróast þannig.“
Jafhvel klaufar
njáta sín ve!
Þið kennið eftir vissri aðferð. Get-
ur ekki hver sem er kennt hana?
„Nei, við höfum einkarétt á þeirri
GUNNAR
Þorláksson
VIKU
m
aðferð og innspilun á þeirri tónlist
sem er til grundvallar kennslunni.
Markmiðið er að auðvelda fólki að
öðlast dansfærni, sem það getur not-
að til gagns og gleði. Hún er svo auð-
veld að jafnvel klaufar njóta sín vel.
Karlmenn eru jafnan tregari til,
þannig að þetta þarf að vera auðvelt
fyrir þá, til þess að þeir finni að þeir
geti þetta og hafi á tilfinningunni að
þeir séu að stjórna.
Við leggjum mikið upp úr því að
Hvað eigið þið við með því
að námskeiðin séu stutt, ódýr
og skemmtileg?
„Byrjendanámskeiðið kostar
1.700 krónur. Hvert námskeið
er fimm tímar á tveimur dögum.
Þegar því er lokið, fær fólk af-
slátt á næsta námskeið. Það
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
LAGT upp í „Línudans".
„Þetta eru frjáls félaga-
samtök áhugafólks um al-
menna dansþátttöku á íslandi.
Þar af leiðir að félagar og leið-
beinendur reka þetta í sjálf-
boðavinnu. Hjúskaparstaða
skiptir ekki máli. Hér starfa
einhleypingar og hjónafólk hlið
við hlið.
Síðan eru margir sem geta
ekki notið námskeiðanna um
helgar, til dæmis þjónustufólk á
veitingahúsum, íþróttamenn og
fleiri. En þessir hópar geta tekið sig
saman um eitt eða tvö kvöld í viku og
SVEIFLAN er í fyrirrúmi,
þar sem pörin dansa sam-
an, enda áhersla lögð á
„félagslega þáttinn“.
vera ekki að finna að við neinn, held-
ur reynum að fá hvern og einn til að
fylgjast með eftir getu.“
Það sem fyrst vakti athygli mína
eftir að tónlistin hljómaði um salinn
og fætur byrjuðu ofur varlega að
fikra sig áfram í átt að því sem verða
skyldi dans, var að það var stöðugt
verið að skipta um dansfélaga.
„Já, þetta er regla hjá okkur. Það
bregður mörgum þegar þeir koma á
námskeiðin í fyrsta sinn og sjá þetta,
en þeim líkar það undantekninga-
laust þegar upp er staðið, vegna þess
að hjón eru ekkert endilega best fall-
in til þess að dansa saman. Þetta er
líka gert tO að auka líurnar á því að
þú getir ófeimin(n) dansað við hvern
sem er.
Það er líka svo að einhleypt fólk
er oft í vandræðum með dansfélaga.
Það eru margir sem vilja læra að
dansa, en geta það ekki, vegna þess
að þeir fá engan af hinu kyninu með
sér. Hér er það ekki vandamál,
vegna þess að þú dansar ekki
við sama einstaklinginn
nema örfáar mínútur í einu.
Annað sem liggur til
grundvallar þessu, er að
dansinn er fyrir alla fjöl-
skylduna og er upplögð
fj ölskylduskemmtun.
Markmið námskeiðanna
hjá okkur í dag er yngra
fólk; að það verði ófeimn-
ara við dansgólfíð og dans-
félagana - sem gæti síðan ráð-
ið afstöðu þeirra í sambandi
við Vímuefni.
Dansinn er holl og góð
hreyfing. Hann er í rauninni
líkamsrækt þar sem allir
geta komið tO dyranna, eins
og þeir eru klæddir."
Stutt, ádýrt
skemmtilegt
kostar þá bara 1.200 krónur. Það er
lagt upp úr því að fólk láti hvorki
verð né tíma aftra sér.“
Þið kallið þetta námskeið „danse-
sving“. Hvað er átt við með því?
„Kennslan byggir á því að fylgja
leiðbeiningum sérhæfðra leiðbein-
enda. Það er byrjað á grunnæfingum
sem gerir það að verkum að fólk fær
fljótt á tilfinninguna að það sé byrjað
að dansa - með svo auðveldum spor-
um að þau vefjast ekki
fyrir neinum.
Það er hægt að
dansa „svingedans" við mikið úrval
af fjörlegri tónlist. Sveifla Geir-
mundar vefst ekki fyrir neinum, sem
hefur verið á þessu námskeiði.
Hraðasviðið í dansinum er mjög
mikið. Menn geta bæði dansað þetta
við hæga og mjög hraða tónlist.
Síðan byggjum við fleiri og fleiri
atriði við þessi grunnspor, en þannig
að menn nái þeim öllum.
Þessu námskeiði lýkur svo á
kennslu í línudansi, sem hefur átt
miklum vinsældum að fagna síðast-
liðna mánuði. Það er svo sannarlega
ánægjulegt, þvi það togar marga út
á dansgólfið. Við byijuðum á
kennslu í línudansi árið 1993, en höf-
um ekki viljað leggja megináherslu
á hann, vegna þess að „svingið"
er aðalatriðið hjá okkur - þar
sera fólk dansar saman.
Aherslan er á félagslega þátt-
inn.“
Nú urðu samtökin fimm ára
síðastliðið haust. Er þetta
einhver lokaður og skipu-
lagður félgasskapur?
Áhugafálk
um almenna
dansþátttöku
Draumaferli
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frfmanns
ÞEGAR mann dreymir eru ýmis
ferli í gangi, það geta verið hugsan-
ir frá gærdeginum sem þarf að skil-
greina eða óleyst vandamál frá því í
síðustu viku sem naga mann í heila-
börkinn. Það getur verið af sálræn-
um toga, eitthvað bælt sem kemur
upp úr dulvitundinni með reglulegu
millibili og krefst réttar síns í gegn-
um drauminn. Þá virðist framtíðin
eiga sér stað á lendum drauma-
landsins ásamt mörgum öðrum
leyndardómum mannlegrar tilveru.
Þessum ferlum draummynda sem
birtast dreymandanum í tákn-
myndum bæði samfélagslegum og
persónulegum og eru oftar en ekki
Iítt eða illa skiljanlegar mætti líkja
í heild sinni við öfluga tölvu með
geisladrifi, sjónvarpi, síma, faxi og
alneti ásamt góðum pakka af forrit-
um og leikjum. Tölvan er gott tæki
í sjálfu sér og með góðum forritum
verður hún öflugt miðlunartæki ef
menn kunna á „græjurnar" og geta
nýtt sér möguleikana sem felast í
miklu minni hennar. Líkt er með
drauminn og að geta nýtt sér hann
til skilnings á sjálfum sér og öðrum
ásamt innsýn í það sem var og
verður, opnar manni dyr vitundar
vits. Fyrsta sporið til skilnings á
draumum sínum er að skrá allt nið-
ur sem mann dreymir og man,
hversu lítilfjörlegt sem það virðist
og fínna sér tíma seinna sama dag
til að íhuga innihald draumsins. Þá
er leið að glugga í bækur um huga
og sál, lesa ljóð, hlusta á tónlist,
skoða leik og listsýningar, ganga
um borgir, bæi og náttúru með það
í huga að maður sé að meðtaka efni
til næringar sál og skilnings á
draumum.
Draumar lesenda
Eg hef fengist við drauma fólks
nú um tíu ára skeið og smám sam-
an hafa mér borist draumar víða að
af landinu sem eru sumir hverjir
líkir í sér og tala í tvíræðu táknmáli
sínu um atburði mikilla breytinga
sem gerast muni hér snemma á
komandi öld. Þessir atburðir eru
samkvæmt draumunum tengdir
hliðstæðu ferli erlendis, náttúrufari
og stjórnmálum. Þá er einnig at-
hyglisvert að sömu draumar og
aðrir nátengdir benda til mikillar
gerjunar í hugum fólks þar sem
andinn leiti sér leiða og undirbún-
ings fyrir nýtt skeið.
Frá konu, sem ber dulnefnið
Essge, bárust fimm draumar og
þrír þeirra tengjast fyrrnefndum
ferlum.
Fyrsti draumur
Þann fyrsta dreymir Essge í
fjórðu viku 1996:
„Ég er á göngu milli Skjald-
breiðar og Fitja. Veðrið er gott og
ég er á náttkjólnum en í stígvélum?
Allt í einu er kona komin við hliðina
á mér, hún er ljóshærð og í falleg-
um bláum kjól og hún heitir Helga.
Mynd/Kristján Kristjánsson
Ferli draums.
Við röbbum saman en ekki man ég
um hvað. Þegar við erum komnar á
móts við Fitjarnar verður mér litið
upp í loftið og sé flugvél, einhvers
konar þyrlu belgmikla og stóra og
hún flýgur mjög hægt en tvær aðr-
ar vélar miklu minni og eins og orr-
ustuvélar virðast vera að ráðast á
hana. Mér finnst eins og að í stóru
vélinni sé margt fólk, einhver sem
væri sárt að missa. Þessi sýn er
eins og innrömmuð á himninum þ.e.
vélarnar þrjár eru eru inn í litlum
ferning eins og kemur stundum á
myndum í blöðum þegar leggja á
áherslu á ákveðin svæði, en þær
hreyfast samt og ferningurinn með.
Svo er eins og stóra vélin stöðvist
og sé kyrr í loftinu og það er eins
og umhverfið hafi breyst. Það er
orðið eins og borg og það er alls
staðar fólk úti í gluggum og á svöl-
um og allir stara á vélarnar, líka ég
og Helga. Ég er orðin sannfærð um
að orrustuvélamar séu til verndar
en ekki árásar.“
Annar og þriðji
draumur
Annan og þriðja draum dreymdi
Essge aðfaranótt 9. feb. 1997:
„Ég er ásamt fleiram á gangi á
fallegum móa. Ég finn lítinn, falleg-
an, gulan unga, einan í hreiðri og
kalla á hina að koma og sjá en við
látum hann vera og göngum áfram.
Eftir nokkur skref sé ég annan fugl,
fullorðinn og greinilega vængbrot-
inn og á honum hanga 3 agnarlitlir
ungar. Einhverju okkar tekst eftir
nokkrar tilraunir að taka hann upp
en þá breytist hann í litla uglu!“
„Ég er að kafa í mjög djúpu,
volgu og bláu vatni. Það er ekki