Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 19
ERLEMT
Breytingar á
kínversku
refsilöggjöfinni
„Gagnbylt-
ingar glæp-
ir “heyra nú
sögunni til
Peking. Reuter.
KÍNVERJAR hafa kvatt hluta af
sinni kommúnísku fortíð með nýj-
um refsilögum en þar er ekki leng-
ur að fínna nein viðurlög við „gagn-
byltingarglæpum". Hins vegar hef-
ur verið bætt við ýmsum nýjum
eins og peningaþvætti, tölvuglæp-
um og innherjaviðskiptum.
Glæpir, sem hingað til hafa ver-
ið kenndir við gagnbyltingarstarf-
semi, verða nú flokkaðir sem ógnun
við öryggi ríkisins eða bara sem
venjulegir glæpir að sögn Wangs
Hanbins, varaformanns fasta-
nefndar kínverska þingsins.
„Með því að fella niður gagnbylt-
ingarglæpina er verið að segja, að
við Kínveijar séum búnir að slíta
byltingarskónum og nú taki við
sósíalísk uppbygging og endur-
sköpun,“ sagði Wang á þingi.
Breyting í orði
en ekki á borði
Kínversk sljómvöld hafa notað
gagnbyltingarákvæðið til að dæma
alla þá, sem hafa aðra skoðun en
forysta kommúnistaflokksins, og
fréttaskýrendur telja, að þau muni
ekki verða í neinum vandaræðum
með að halda því áfram.
Wang sagði, að öðrum breyting-
um á refsilöggjöfinni væri ætlað
að hegna fyrir afbrot eins og að
koma á kreik tölvuveirum, bijótast
inn í upplýsinganet, fyrir peninga-
þvætti og innheijaviðskipti. Þá em
einnig ný ákvæði, sem stefnt er
gegn sjálfstæðisbaráttu minni-
hlutahópa, til dæmis í vesturhluta
ríkisins. Þar er kveðið á um allt
að 10 ára fangelsi fyrir að kynda
undir óvild milli þjóðarbrota eða
stofna einingu ríkisins í hættu.
Dauðarefsing áfram
Baráttumenn fyrir mannréttind-
um hafa lengi gagnrýnt dauðarefs-
ingar í Kína en Wang vísaði slíkum
aðfinnslum á bug. Sagði hann, að
fólk yngra en 18 ára væri ekki
tekið af lífí en þjóðfélagsleg ókyrrð
og vaxandi efnahagsglæpir kölluðu
áfram á mjög strangar refsingar.
-----------..........
Ellemann-
Jensen í klípu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DANIR gleðjast flestir yfir því að
Bill Clinton Bandaríkjaforseti skuli
koma í opinbera heimsókn tii Dan-
merkur 21. mars á leið frá leiðtoga-
fundinum í Helsinki en fyrir Uffe
Ellemann-Jensen, fyrrv. utanríkis-
ráðherra, er hún höfuðverkur.
Clinton mun hitta danska stjórn-
málaleiðtoga í hádegisverði ríkis-
stjórnarinnar og einnig Uffe Elle-
mann-Jensen, leiðtoga Venstre.
Hann hafði þó löngu bókað daginn,
því honum hafði verið boðið að
ávarpa Hans-Dietrich Genscher,
fornvin sinn og fyrrv. starfsbróður,
í tilefni af afmæli hans í Þýska-
landi sama dag. Hann á því vart
annan kost en leigja sér flugvél.
Þótt heimsókn Clintons sé opin-
ber með tilheyrandi fundum með
konungsfjölskyldunni er það þó
fundur hans og danskra stjórn-
málamanna, sem mestar vanga-
veltur vekur. Fjölmiðlar túlka heim-
sóknina sem viðurkenningu á
stefnu Dana í málum Eystrasalts-
landanna, vináttuvott vegna Thule-
málsins og dyggs stuðnings Dana
við stefnu Bandaríkjamanna í
NATO.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
umboðsmenn um land allt
W
unum e
L
ermincjjciroornunum