Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 19 ERLEMT Breytingar á kínversku refsilöggjöfinni „Gagnbylt- ingar glæp- ir “heyra nú sögunni til Peking. Reuter. KÍNVERJAR hafa kvatt hluta af sinni kommúnísku fortíð með nýj- um refsilögum en þar er ekki leng- ur að fínna nein viðurlög við „gagn- byltingarglæpum". Hins vegar hef- ur verið bætt við ýmsum nýjum eins og peningaþvætti, tölvuglæp- um og innherjaviðskiptum. Glæpir, sem hingað til hafa ver- ið kenndir við gagnbyltingarstarf- semi, verða nú flokkaðir sem ógnun við öryggi ríkisins eða bara sem venjulegir glæpir að sögn Wangs Hanbins, varaformanns fasta- nefndar kínverska þingsins. „Með því að fella niður gagnbylt- ingarglæpina er verið að segja, að við Kínveijar séum búnir að slíta byltingarskónum og nú taki við sósíalísk uppbygging og endur- sköpun,“ sagði Wang á þingi. Breyting í orði en ekki á borði Kínversk sljómvöld hafa notað gagnbyltingarákvæðið til að dæma alla þá, sem hafa aðra skoðun en forysta kommúnistaflokksins, og fréttaskýrendur telja, að þau muni ekki verða í neinum vandaræðum með að halda því áfram. Wang sagði, að öðrum breyting- um á refsilöggjöfinni væri ætlað að hegna fyrir afbrot eins og að koma á kreik tölvuveirum, bijótast inn í upplýsinganet, fyrir peninga- þvætti og innheijaviðskipti. Þá em einnig ný ákvæði, sem stefnt er gegn sjálfstæðisbaráttu minni- hlutahópa, til dæmis í vesturhluta ríkisins. Þar er kveðið á um allt að 10 ára fangelsi fyrir að kynda undir óvild milli þjóðarbrota eða stofna einingu ríkisins í hættu. Dauðarefsing áfram Baráttumenn fyrir mannréttind- um hafa lengi gagnrýnt dauðarefs- ingar í Kína en Wang vísaði slíkum aðfinnslum á bug. Sagði hann, að fólk yngra en 18 ára væri ekki tekið af lífí en þjóðfélagsleg ókyrrð og vaxandi efnahagsglæpir kölluðu áfram á mjög strangar refsingar. -----------.......... Ellemann- Jensen í klípu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANIR gleðjast flestir yfir því að Bill Clinton Bandaríkjaforseti skuli koma í opinbera heimsókn tii Dan- merkur 21. mars á leið frá leiðtoga- fundinum í Helsinki en fyrir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrv. utanríkis- ráðherra, er hún höfuðverkur. Clinton mun hitta danska stjórn- málaleiðtoga í hádegisverði ríkis- stjórnarinnar og einnig Uffe Elle- mann-Jensen, leiðtoga Venstre. Hann hafði þó löngu bókað daginn, því honum hafði verið boðið að ávarpa Hans-Dietrich Genscher, fornvin sinn og fyrrv. starfsbróður, í tilefni af afmæli hans í Þýska- landi sama dag. Hann á því vart annan kost en leigja sér flugvél. Þótt heimsókn Clintons sé opin- ber með tilheyrandi fundum með konungsfjölskyldunni er það þó fundur hans og danskra stjórn- málamanna, sem mestar vanga- veltur vekur. Fjölmiðlar túlka heim- sóknina sem viðurkenningu á stefnu Dana í málum Eystrasalts- landanna, vináttuvott vegna Thule- málsins og dyggs stuðnings Dana við stefnu Bandaríkjamanna í NATO. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO umboðsmenn um land allt W unum e L ermincjjciroornunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.