Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 15 Fundur BSRB Launafólk fái réttláta hlutdeild Á ALMENNUM fundi BSRB á Akureyri var samþykkt ályktun, þar sem þess er krafíst að launa- fólk fái réttláta hlutdeild í góð- ærinu sem nú ríkir í íslensku efnahagslífí. Fundurinn leggur áherslu á verulega hækkun launataxta í þeim samningavið- ræðum sem nú standa yfír. Góðærið hefur skilað sér til fyrirtækjanna, fjármagnseig- enda, bankastjóra og annarra úr sjálftökuliðinu en þess verður ekki vart í launaumslögum al- menns launafólks. Fundurinn krefst þess að gildistími samn- inga verði frá síðustu áramótum þegar samningar runnu út. BSRB hafnar geðþóttalaunum. Slíkt launakerfí hefur í för með sér aukið launamisrétti og launa- leynd. Það verður aldrei sam- þykkt að nokkrum útvöldum ein- staklingum verði umbunað af for- stöðumönnum á kostnað al- mennra launahækkana. Forsenda þess að góðærið nái til allra er almenn launahækkun í réttlátu launakerfi. 36% barna ekki í öryggisbelti Ólafsfirði. Morgunblaðið. í NÝLEGRI könnun sem Slysa- varnafélag íslands, Umferðarráð og Betri borg fyrir böm stóðu að um allt land kom fram að aðeins 64% barna á Ólafsfirði eru spennt í öryggisbelti í bíl eða tvö af hveijum þremur. Könnunin var gerð í lok janúar síðastliðins og sá Slysavarnadeild kvenna á Ól- afsfírði um framkvæmdina. Á Dalvík notuðu 71% bama belti, 84% á Akureyri og 69% á Siglufirði. Yfír landið allt eru niðurstöður í ár lakari en í fyrra en þá not- uðu um 72% bílbelti en 68% nú yfír landið. Mörg þeirra bama sem eru föst voru einungis fest með bílbelti þrátt fyrir að viðeig- andi öryggisbúnaður s.s. barna- stóll eða bílpúði hafi verið fyrir hendi í bílnum. Listíálögum LÁRUS Hinriksson opnar í dag, laugardaginn 8. mars kl. 16 sýn- ingu á mál- verkum í Deigl- unni á Akur- eyri. Yfirskrift sýningarinnar er List í álög- um, en áifar og huldufólk hafa lengi átt hug Lárusar. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 daglega og lýkur henni 16. mars næstkomandi. Slysavarna- félagshúsið FA vill í húsið FERÐAFÉLAG Akureyrar hefur óskað eftir við bæjaryfirvöld að kannaður verði sá möguleiki að félagið geti eignast hluta af hús- eign Slysavarnafélagsins sem er á uppfyllingu sunnan Strandgötu. Yrði það gert með tilstyrk bæjar- ins en þannig leystust húsnæðis- mál Ferðafélagsins til frambúðar. Núverandi húsnæði félagsins, Strandgata 23, bakhús sem snýr að Lundargötu á að víkja sam- kvæmt deiliskipulagi af Oddeyri en Akureyrarbær hefur sagt upp stöðuleyfi fyrir húseignina. Jakob Björnsson bæjarstjóri og Sigurður J. Sigurðsson bæjarfull- trúi munu ræða við forsvarsmenn Ferðafélags Akureyrar um erind- ið. Tekjur Akureyrarhafnar jukust um 17% milli ára Skipakomur færri í fyrra en árið áður HEILDARTEKJUR Akureyrar- hafnar á síðasta ári urðu 105,3 milljónir króna og jukust um tæp 17% milli ára. Veruleg hækkun varð á hafnartekjum og vegur þar þyngst mikil aukning í vöruflutn- ingum um höfnina. Einnig jukust leigutekjur verulega, eða um tæp 94% og á flotkvíin sinn þátt í því en árið 1996 var fyrsta heila árið sem hún er í leigu. Leigutekjur hafnarinnar námu 19,2 milljónum króna en voru 9,9 milljónir króna árið áður. Að sögn Guðmundar Sigur- björnssonar, hafnarstjóra komu 814 skip til hafnar á Akureyri á síðasta ári og er það fækkun um 68 skip frá árinu 1995. Munar þar mestu um fækkun á viðkomum feija en Sæfari flutti bækistöð sína frá Ak- ureyri til Dalvíkur í apríl á síðasta ári. Fiskiskipum fækkaði einnig verulega en viðkomum vöruflutn- ingaskipa fjölgaði. Aukning í vöruflutningum Vöruflutningar um höfnina juk- ust um 18% og voru samtals 177.900 tonn. Guðmundur segir að eftir að Eimskip tók upp nýja sigl- ingaleið í byijun síðasta árs og hóf vikulegar siglingar með vörur beint frá Akureyri til hafna í Evrópu eða frá evrópskum höfnum beint til Akureyrar, hafi strax orðið vart við aukningu í vöruflutningum um Akureyrarhöfn. Landaður afli í Akureyrarhöfn á síðasta ári var 96.230 tonn, sem er aukning um rúmt 41% frá árinu áður. Löndun á bolfiski dróst saman um 15% milli ára og nam tæpum 12.900 tonnum í fyrra og löndun á frystum fiski dróst saman um rúm 16% og var á síðasta ári rúm 8.200 tonn. Guðmundur segir að þrátt fyrir mikla aukningu á landaðri loðnu og nokkra aukningu í löndun á frystri rækju, hafí það ekki nægt til að halda í horfinu varðandi afla- gjöldin, vegna þess samdráttar sem varð á lönduðum bolfiski og frystum fiski milli ára. Starfsemin undir sama þak Á síðasta ári var unnið að ný- framkvæmdum fyrir 36,4 milljónir króna og þar af fóru 11,4 milljónir króna til framkvæmda í Krossanesi og 9,6 milljónir króna í svæði vest- an Oddeyrarbryggju. Þá var lokið gerð deiliskipulags í Krossanesi og unnið er að gerð deiliskipulags vöruhafnarsvæðis. í nóvember var undirritaður leigusamningur við Eimskip um rúmlega 9.000 fer- metra viðbótarlóð á vöruhafnar- svæðinu, þar sem höfnin hefur ver- ið að kaupa lóðir og hús til niður- rifs undanfarin ár. Endurskoðun á rekstri Akur- eyrarhafnar fór fram á síðasta ári, þar sem m.a. kom fram mikilvægi þess að öll starfsemi hafnarinnar sé undir sama þaki. í framhaldi af því samþykkti hafnarstjórn að láta teikna hafnarhús á lóð norðan nú- verandi bílavogar, sem rúmaði alla starfsemina og hófst hönnunar- vinna í lok ársins. Jafnframt var ákveðið að leggja niður rekstur Áhaldahúss hafnarinnar í núver- andi mynd, segja upp þremur starfsmönnum og eru starfsmenn nú_ átta. í lok síðasta árs var Hafnasamlag Norðurlands stofnað, með aðild fímm sveitarfélaga. Þau eru Akur- eyrarbær, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Glæsi- bæjarhreppur og Arnarneshreppur. Morgunblaðið/Hólmfríður Vænn koli Grímsey. Morgunblaðið. SIGFUS Jóhannesson á Magnúsi EA 25 frá Grímsey kom úr róðri nú nýlega með einn stærsta kola sem veiðst hefur við eyna. Hann vó 5 kíló en algengasta þyngd kola er rúmlega 1 kíló. Þessi koli fékkst á miðum sem kallast Bleyðan og eru suðvestur af Grímsey. Sigfús fékk samtals um 900 kíló í róðrin- um, en hann sagðist aldrei hafa veitt jafnstóran kola á sínum sjó- mannsferli. Á myndinni er Sigfús með kolann væna og annan venjulegan til við- miðunar, en við hlið hans stendur Hinrik Olason. Akureyrar- mót í list- hlaupi Morgunblaðið/Kristján GÖNGUGARPARNIR þrír sem taka þátt í leiðangrinum. F.v. Einar Stefánsson, Hallgrímur Magnússon og Björn Ólafsson. Hlífðarfatnaður sóttur til Akureyrar Messur FÉLAGARNIR þrír úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Kópavogi, sem ætla að klífa Mount Everest, hæsta fjall heims, innan tíðar, voru stadd- ir á Akureyri í vikunni. Þeir Einar Stefánsson, Hallgrímur Magnússon og Björn Olafsson, héldu mynda- sýningu í húsnæði Hjálparsveitar skáta, þar sem þeir kynntu fyrri afrek sín og ræddu um fyrirhugaða ferð á hæsta fjall heims. Einnig heimsóttu þeir Foldu og sóttu hlífð- arfatnað sem þeir koma til með að nota í leiðangrinum. Hlífðarfatnaðurinn sem hefur fengið nafnið Cintamani, er íslensk- ur, hannaður og framleiddur í Foldu í samvinnu við þá félaga. Folda hefur gert samstarfssamning við Jan Davidsson og er hann aðalhönn- uður fatnaðarins, auk þess sem hann hefur haft yfirumsjón með framleiðslunni innan fyrirtækisins. Er þetta janframt eini íslenski fatn- aðurinn sem notaður verður í leið- angrinum. Björn Ólafsson segir að þeim félögum lítist mjög vel á hlífð- arfatnaðinn, enda hafi þeir haft tækifæri til að hafa áhrif á út- færslu og hönnum hans. Það besta sem til er „Það er vissulega skemmtilegt að geta notað íslenskan fatnað í leiðangrinum en við myndum ekki nota hann nema af því að þetta er það besta sem til er,“ sagði Björn. Þeir félagar eru sammála um að samstarfið við Foldu hafi gengið n\jög vel og að innan fyrirtækisins sé mikil verkþekking til staðar. Þremenningarnir eru sammála um að notkun íslenska hlífðarfatn- aðarins geti haft mjög jákvæð áhrif á frekari markaðssetningu hans, enda varla hægt að nota hann við erfiðari aðstæður en á hæsta fjalli heims. Einar Stefánsson segir að þeir komi til með að vera í Cinta- mani fatnaðinum upp í 7.500 metra hæð en fjallið er alls 8.848 metrar. Þá þurfi þeir að skipta yfír í dún- galla vegna kulda. Tveir íslendingar til viðbótar taka þátt í leiðangrinum og munu þeir fylgja hópnum í aðalbúðirnar, sem eru í 5.300 metra hæð. Þetta eru þeir Hörður Magnússon, bróðir Hallgríms og Jón Þór Víglundsson, myndatökumaður á Sjónvarpinu. AKURERYARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Öll böm velkomin. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur, Svavar A. Jónsson, umræður og kaffisopi í safnaðar- heimili eftir guðsþjónustu. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Æsku- lýðsfundur í kapellu kl. 17 á morgun. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili. Mömmumorg- unn í safnaðarheimili á miðviku- dagsmorgun. Föstuguðsþjónusta kl. 20.30 sama dag. Fyrirbæna- þjónusta kl. 17.15 á fímmtudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- koma verður í kirkjunni kl. 11 á morgun. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Messa verður kl. 14 á morgun. Sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði prédik- ar. Foreldrar fermingarbarna hvattir til að koma með börnun- um sínum. Sr. Helgi mun ræða um kristniboð í safnaðarsal kirkj- unnar eftir messu. Boðið er upp á barnagæslu og barnasamvera á meðan messað er. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20.20. á sunnudagskvöld. Ath. breyttan tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Unglingaklúbbur kl. 16. almenn samkoma kl. 20. Heimilasam- AKUREYRARMÓT í listhlaupi var haldið í vikunni. Keppt var í tveimur flokkum, yngri og eldri flokki. Jódís Eva Eiríksdóttir varð í fyrsta sæti í yngri flokki, Audrey Freyja Clarke í öðru og Sigrún María Magnúsdóttir í þriðja sæti. í eldri flokki sigraði Rakel Þor- steinsdóttir, Auður Dögg Páls- dóttir varð önnur og Inga Fanney Gunnarsdóttir þriðja. bandið á mánudag kl. 16, krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17, biblía og bæn sama dag kl. 20.30. Ellefu plús mínus á fimmtudag kl. 17. Hjálparflokk- ur sama dag kl. 20.30. Allir vel- komnir. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Miðhvammi. Foreldrar hvattir til þátttöku ásamt börnum sín- um. Guðsþjónusta kl. 14, altaris- ganga. Fermdur verður Benedikt Þorri Siguijónsson, Kaldbak. Stúlknakór syngur undir stjóm Hólmfríðar Benediktsdóttur. Fermingarbörn aðstoða. Helgi- stund í Miðhvammi kl. 16. Lesið úr passíusálmunum. _ HVÍTASUNNUKIRKJAN: Ársfundur safnaðarins kl. 12 á laugardag. Almenn samkoma kl. 14, barnablessun, ræðumaður Mike Fitzgerald, mikill og fjöl- breyttur söngur. Bænastundir frá kl. 6-7 mánudags- miðviku- dags- og föstudagsmorgna. Von- arlínan, sími 462 1210, símsvari með orð úr hugguninni sem gefa huggun og von. SJÓNARHÆÐ: Sunnudag- skóli á morgun, sunnudag kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Ræðuefni: Heitur og kaldur kristindómur. Ástjarnarfundur á mánudag kl. 18 á Sjónarhæð. Unglingafundur kl. 20.30 á föstudag á Sjónarhæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.