Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 35
AÐSENDAR GREINAR
Tuttugu farmenn drepnir
SNEMMA morguns laugardag-
inn 8. febrúar sl. var stórflutn-
ingaskipið Leros Strength statt
skammt undan suðvesturströnd
Noregs, en það sigldi undir Kýp-
urfána. Skipið var að koma frá
Rússlandi á leið til Póllands með
járn. Veður var vont, þó ekki
verra en gengur og gerist á þess-
ari siglingaleið á þessum árstíma.
Skipið hafði komið til Rússlands
í byijun janúar frá Bandaríkjunum
með álduft. Skipið lak eins og sigti
og álduftið gegnblotnaði og fraus
í 30 stiga gaddi svo að höggva
varð farminn uppúr lestinni. Skip-
ið var í svo slæmu ástandi að
áhöfninni var fyrirskipað að ganga
út með öðrum borðstokknum
vegna leka. Leros Strength var
byggð í Japan 1976 og um borð
var tuttugu manna pólsk áhöfn,
nokkrir komu um borð í Múr-
mansk.
Eigandi skipsins að nafninu til
var Lamda Sea Shipping Co. Ltd.
á Kýpur, stofnað 1993 í tengslum
við skipakaupin. Allt bendir til
þess að Lamda Sea Shipping sé
svonefnt póstkassafyrirtæki og
svo virðist sem raunverulegir eig-
endur skipsins séu grískir. Vilji
menn senda fyrirtækinu bréfkom
þá verður að senda bréfin til c/o
Leros Management S.A. í Aþenu.
Leros Management hefur á undan-
förnum árum keypt fjölda gamalla
stórflutningaskipa. Viðskiptahug-
myndin, ef hægt er að nota slíkt
orð í þessu sambandi, virðist vera
að kaupa gömul skip og sigla þeim
á meðan þau fljóta. Öll Leros-skip-
in sigla undir þægindafána Kýpur.
í ágúst sl. kyrrsettu stjórnvöld
Leros Strength í Rotterdam
vegna þess hve ástand skipsins
var slæmt. Hollenska siglinga-
málastofnunin fann 23 atriði sem
hún gerði athugasemdir við, þar
af voru ellefu svo alvarleg að
hvert og eitt hefði nægt til að
kyrrsetja skipið vegna vanbúnað-
ar þar til viðgerð hefði farið fram.
Bráðabirgðaviðgerð fór fram og
skipinu var veitt undanþága til
að sigla til Grikklands til frekari
viðgerðar.
Skipið stóð aðeins við í Grikk-
landi í fimm daga. Samkvæmt
upplýsingum fjölmiðla var „við-
gerð“ lokið og hún staðfest af
flokkunarfýrirtækinu Registro It-
aliano Navale eftir þrjá daga. Það
hvarflar að manni um hvers konar
viðgerð hafi verið að ræða. Trygg-
ing Leros Strength var um 50%
hærri en gangverð skipsins. Ut-
gerðarmaðurinn kaus augljóslega
frekar að eyða aurunum sínum í
iðgjöld en skipaviðgerðir.
Klukkan 06:50 að morgni 8.
febrúar barst norsku strandgæsl-
unni talstöðvarkall frá Leros
Strength, en skipið var þá statt
um 30 sjómílur suðvestur af Stav-
angri. Skipstjórinn, Eugeniuz
Arciszewski, 58 ára, sagði að
skipið risti djúpt og að sjór gengi
inn, en allar dælur gengu á fullu.
Hann sagði ennfremur að erfitt
væri að halda stefnu skipsins.
Eugeniuz virtist þó rólegur miðað
við aðstæður. Þremur mínútum
síðar rofnaði sambandið. Síðan
hefur ekkert frá skipinu heyrst.
Þegar björgunarþyrla kom á
vettvang um klukkustund síðar
sáust ekki önnur merki um Leros
Mér finnst furðulegt,
segir Borgþór Kjær-
nested, að ábyrgir aðil-
ar skuli ekki sjá, hvað
hlutverki hentifána-
fyrirkomulagið gegnir í
þessum leik að
mannslífum.
Strength en olíubrák á sjónum.
Norska skipið Boa Rhino, sem
einnig kom á svæðið, fann tvo
tóma björgunarfleka, nokkur
björgunarvesti og nokkuð af braki
á reki. Enginn úr áhöfn hefur
fundist. Leit var hætt á sunnudeg-
inum, þar sem engin von var til
að nokkur hefði komist lífs af.
í pólsku hafnarborginni Gdynia,
en þaðan voru flestir Pólveijanna,
var verið að undirbúa hátíðarhöld
í tilefni 71 árs afmælis borgarinn-
ar. Öllum hátíðarhöldum var af-
lýst, fánar blöktu í hálfa stöng
með svörtum sorgarborðum. Tutt-
ugu pólskir farmenn voru látnir,
horfnir. Fréttir fjölmiðla hérlendis
sem annars staðar utan Póllands
náðu ekki yfir marga dálka, enda
um margt annað að hugsa á þess-
um kjarasamningatímum. Flest
okkar verða búin að gleyma áhöfn-
inni á Leros Strength eftir nokkrar
vikur. Öðru máli gegnir um ástvini
þessara manna, börnin þeirra og
eiginkonur. Þau munu seint eða
aldrei bíða þess bætur.
Morðingjar!
Fjandinn hirði þessa morðingja
- segi ég. Því að morðingjar eru
þeir, hvort sem þeir kalla sig út-
gerðarmenn eða mönnunarfull-
trúa, um leið og þeir státa af lúx-
uslífi, listisnekkjum og einkaeyj-
um í hitabeltinu. Morðingjar og
ræflar sem í skjóli hentifána og
skjótfenginni gróðafíkn stofna Iífi
farmanna í hættu um borð í fljót-
andi líkkistum. Fellandi krókodíla-
tár kvitta þeir út tryggingaféð
þegar „slysin" hafa orðið.
Og hrægammarnir safnast
saman. Þær fréttir berast nú frá
Póllandi að fulltrúar útgerðar
Leros Strength hafi heimsótt fjöl-
skyldur áhafnarinnar og boðið
þeim að samþykkja smávægilegar
bætur nú og falla frá öllum frek-
ari kröfum. Þetta er gert til að
útgerðin verði ekki dregin fyrir
dómstóla síðar meir ef það kæmi
skýrt í ljós að slysið varð sökum
vanbúnaðar skipsins og slóðahátt-
ar útgerðar.
Mér þykir það alveg furðulegt
að ábyrgir aðilar í þessu landi
skuli ekki sjá hvaða hlutverki
hentifánafyrirkomulagið gegnir í
þessum leik að mannslífum. Eim-
skipafélag íslands og Samskip og
aðrir útgerðaraðilar draga stöð-
ugt fram þá staðreynd að ekki
séu öll hentifánaskip ryðkláfar og
brotajárn. Að sjálfsögðu ekki, því
hefur aldrei verið
haldið fram.
Að menn skulu hins
vegar ekki gera sér
grein fyrir því, að
þægindafánafyrir-
komulagið er rótin að
hinu illa kerfi, sem
leyfir samviskulaus-
um útgerðarmönnum
að skjóta sér á bak
við alls kyns „fyrir-
tækjafalsanir" sem
forða þeim frá
ábyrgð, sem gerir
þeim kleift að koma
sér hjá reglum, ör-
yggisákvæðum,
sköttum, stéttarfélögum, viðun-
andi launagreiðslum og mann-
sæmandi vinnuaðstæðum. Sjálft
fyrirkomulagið er sjúkt!!
Þegar borgarastríðið stóð sem
hæst í Líberíu, en landið er á
pappírnum önnur mesta siglinga-
þjóð heimsins, og íbúarnir flýðu
hver sem betur gat tókst ekki að
finna nema einn ryðkláf frá Níger-
íu og annan frá Rússlandi til að
flytja fólkið úr landi. Hvar var
hinn mikli floti Líberíu staddur?
Borgþór S.
Kjærnested
Alls staðar annars
staðar en í Líberíu,
því þangað hafði
hann aldrei komið.
Sú ríkisstjórn sem á
að hafa eftirlit með'* 1
öðrum mesta flota í
heimi ræður ekki yfír
úthverfum höfuð-
borgar sinnar.
Það er engin til-
viljun að kaupskip
undir þjóðfánum
Kýpur, Panama, St.
Vincent og Möltu eru
efst ár eftir ár í hópi
þeirra ríkja sem
missa flest skip í sjó-
slysum. Það er heldur engin til-
viljun að land eins og Hondúraá
missir tíu sinnum fleiri skip en
heimsflotinn að meðaltali. Þæg-
indi þægindafánaútgerðanna eru
keypt fyrir líf farmanna. Barátt-
unni gegn þessu gerspillta hent-
ifánafyrirkomulagi má ekki linna
fyrr en því hefur verið komið
fyrir kattarnef.
Höfundur er eftirlitsfulltrúi ITF.
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. mars 1997 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 13.640
’A hjónalífeyrir 12.276
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 25.097
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 25.800
Fleimilisuppbót 8.531
Sérstök heimilisuppbót
Bensínstyrkur 4.403
Barnalífeyrirv/1 barns 11.010
Meðlag v/1 barns 11.010
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 3.207
Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri .. 8.337
Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða 16.514
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 12.382
Fullur ekkjulífeyrir 13.640
Dánarbæturí8ár(v/slysa) 16.514
Fæðingarstyrkur 27.758
Vasapeningarvistmanna 10.871
Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.871 Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar 1.164,00
Sjúkradagpeningareinstaklings 582,00
Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 158,00
Slysadagpeningareinstaklings 712,00
Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 153,00
Afturvirk hækkun á bótum var greidd út 1. febrúar sl. Bætur sem
greiddar verða út nú eru því lægri en þær sem greiddar voru út 1. febrúar.
ISLENSKT MAL
í prentuðum manntölum,
nafnalykli og skrám frá árinu
1801 heitir engin íslensk kona
Júlíana. En í sams konar gögn-
um frá 1845 er að Miðhópi í
Þingeyrasókn í Húnavatnspróf-
astsdæmi „Madme Júlíana Sop-
hia Þórðardóttir“, 47 ára, fædd
í Möðruvallaklausturssókn Eyf.
Þetta þarfnaðist skýringa. Hvar
var þetta maddömuefni 1801?
Með dyggri hjálp Lárusar Zop-
honíassonar á Amtsbókasafninu
á Akureyri tókst að fá svarið.
Svo er fyrir að þakka að varð-
veittar kirkjubækur, frá Möðru-
völlum út, ná allt aftur til 18.
aldar. Þar má lesa með gát að
1799 fæddist mær á höfuðbólinu
Möðruvöllum. Ekki er unnt að
sjá fæðingarmánuðinn með
vissu. En þarna var í skjóli hinna
barnmörgu og voldugu amt-
mannshjóna, Ragnheiðar Vig-
fúsdóttur og Stefáns Þórarins-
sonar, fólk sem miklar sögur
fóru af á sínum tíma, einkum
föður Júlíönu Sofíu.
Mærin, sem þetta nafn fékk
(Júliana Sophia), var dóttir
Oddnýjar Ólafsdóttur frá Vind-
hæli og „factors Helgesen", það
er Þórðar Helgasonar frá
Skrapatungu. Verður um þetta
fólk að vísa til ritgerðar Hannes-
ar Péturssonar um Marsibil
Hjálmarsmóður (Misskipt er
manna láni I), og verður þar
trauðla um bætt.
Sr. Björn Magnússon, sem ég
nefni í heiðurs skyni og af ein-
stakri elju vann úr gömlum
manntölum, ber enga ábyrgð á
Júlíönu-leysinu 1801. Hún er
misbókuð í sjálfu frumriti mann-
talsins og kölluð „Johana“, hvað
sem veldur.
Láðu svo 17 ár, að ekki var
meybarn aftur skírt Júlíana á ísa
köldu landi (svo heimildir mínar
greini) og er að því kom, var
það í Húnavatnssýslu. Báðir for-
eldrar Júlíönu Sofíu Þórðardótt-
ur voru Húnvetningar og hún
gift Húnvetningi, Pétri Péturs-
syni bónda og forlíkunarmanni
að Miðhópi. Fer þá að skýrast,
sem mér þótti merkilegt, að
1845 er meira en þriðjungur
þeirra 36 kvenna, sem Júlíönu-
nafn bera, í Húnavatnssýslu og
á nokkuð svo þröngu svæði.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
891. þáttur
Hinar voru dreifðar um landið,
þó engin í Rangárvalla- eða
Árnessýslum, enda þumbuðust
menn þar um slóðir lengi við að
taka upp ýmis erlend nöfn.
Nafnið Júlíana er ævagam-
alt, kvengerð af lat. Julianus
sem aftur er leitt af Julius. Um
frummerkingu þessara nafna er
óvissa, en líklega hampaminnst
að hugsa sér skyldleika við
guðanöfnin Jupiter og Juno.
Ósantrix hefur konungur
heitið í fornöld. Hann átti og
missti drottningu þá sem Júlíana
hét. Rímur munu hafa verið
kveðnar af þessu fólki, en ann-
ars getur þess t.d. í Þiðriks
sögu af Bern.
A 18. öld var drottning Dana
og íslendinga Juliana Maria, síð-
ari kona Friðriks V., og víst
ekki mjög lukkuleg í því hjóna-
bandi og háu standi.
Kannski Þórður Helgason
hafi skírt dóttur sína eftir henni?
En ekki megum við gleyma
dýrlingnum Júlíönu af Nicomed-
ia. Dagur hennar er 16. febrúar.
Danir höfðu öldum saman
notað nafnið Juliana, og í Fær-
eyjum breyttist það í Giljanna,
en á Bretlandi mörgum sinnum
í Gillian.
Nafninu Júlíana hefur vegn-
að vel hér á landi, eru í þjóðskrá
vel á annað hundrað, auk þess
sem nokkrar konur bera nafnið
í aukagerðinni Júlíanna.
★
Setningafræði í léttum dúr,
fyrsti hluti.
Setningafræði (syntax) er
skemmtileg. Hún skiptist í
tvennt. Annars vegar segir frá
setningum og málsgreinum í
heilu lagi, hins vegar frá hegðun
og útliti einstakra orða innan
setninganna. Aðeins hinu síðara
reyni ég að lýsa hér í stuttum
köflum sem koma smátt og
smátt.
Mér hefur lengi fundist að
setningafræði mætti líkja við
samfélagsfræði manna. Orðin
hafa persónueinkenni og hlut-
verk, það er að segja þau þeirra
sem eru menn. Önnur eru ems
konar húsögn eða verkfæri,
jafnvel ruslakista.
I þessum smápistlum verður
ekki kafað undir yfírborðið né
öllu haldið til skila, heldur stikl-
að grunnfærnislega á stórum
vaðsteinum.
I. Frumlag
Karl á fertugsaldri, ljós yfir-
litum, hár og kraftalegur. Hann
er duglegur til verka, hvatur og
snar í snúningum, hreinlyndur
og fer sjaldan í felur. Mér fínnst
hann heiti Gunnar.
Gunnar er löngum auðþekkt-
ur. Þó furðulegt sé, þá er helst
hægt að villast á honum og einni
af frænkum hans, Svanbjörgu,
sem öðru nafni nefnist sagnfyll-
ing. Hann hleypir henni stund-
um fram fyrir sig, og hún klæð-
ist gjarna líkt og Gunnar.
Frumlag er svo formfast, að
það stendur ævinlega í nefni-
falli. En þó Gunnar sé starfsam-
ur, er frumlagið ekki alltaf ger-
andi verknaðarins í setning- *
unni, en ákaflega oft. Einfalt
dæmi: Jón sló hundinn. Hér er
frumlagið gerandi. En í eftirfar-
andi setningu er frumlagið ekki
gerandi, og stendur Gunnar nú
að baki Svanbjargar. Hún er
reyndar ekki gerandi eins eða
neins heldur, því að til eru marg-
ar gerandlausar setningar. Já,
ég ætlaði að taka dæmi úr Háva-
málum: Hverf er haustgríma.
Það merkir: Veður eru fljót að
breytast á haustnóttum. Haust-
gríma er þarna frumlag, en
hverf sagnfylling.
Og svo er eitt stórmerkilegt.
Gunnar verður stundum fyrir
hnjaski, þó ekki sé árennilegur.
í þolmyndarsetningum er frum-
lagið þolandi verknaðarins:
Gunnar var barinn. Þetta á þó
því aðeins við, að áhrifssögnin
stýri þolfalli. Ef hún stýrir t.d.
þágufalli er ekkert frumlag: Mér
var boðið (í mat). Ekki: „ég var
boðinn í mat“, því þá hefði boð-
ið kannski verið þegið og væri
ég þá ekki lengur til frásagnar
um eitt eða neitt.
Vilfríður vestan kvað:
Mælti Végerður dóttir hans Venna
(hún var talin stórprýði kvenna)
af mannvonsku sinni:
„Þú skalt muna það, Binni,
að það má eigi sköpum renna.“