Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLA.ÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Obeinar skattaálögur Reykjavík- ur á nærliggjandi sveitarfélög Borgarstjóri hreykir sér af lágmarks úts var sálagningu. BORGARSTJ ÓR- INN í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladótt- ir, ritaði langa grein í Morgunblaðið þann 22. febrúar sl. með fyrirsögninni „Lágt útsvar samsvarar tug- þúsunda skattaaf- slætti“. f greininni er upplýst að í Reykjavík sé innheimt lágmarks útsvar, 11,19%, og að hámarks útsvar sé 11,99%. Eins og fram kom í grein undirritaðs í Morgunblaðinu þann 11. febrúar sl er hluti Hafnfirðinga í greiðslu afgjalds, sem borgar- stjórn Reykjavíkur gerir Hitaveitu Reykjavíkur að greiða 1997, um 81 milljón króna. Afgjaldið er í raun dulbúin skattlagning borgarsjóðs í gegnum hitaveituna og ekki aðeins á íbúa Reykjavíkur heldur einnig á nærliggjandi sveitarfélög. Afgjald- staka þessi, sem undirritaður telur með öllu óheimila, hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins og verður fróðlegt að sjá hver úrskurður ráðu- neytisins verður. Það eru ekki aðeins Hafnfirðing- ar, sem taka þátt í greiðslu afgjalds til borgarsjóðs Reykjavíkur. Um 28% tekna Hitaveitu Reykjavíkur og um 22,5% tekna Rafmagnsveitu Reykja- víkur koma frá nágrannasveitarfé- lögunum. Árið 1997 er afgjaldið frá hitaveitunnu 899 millj. kr. og frá rafmagnsveitunni 521 millj. kr. eða samtals 1,42 milljarðar. Áf þessari upphæð koma í hlut sveitarfélaga utan Reykjavíkur um 369 millj. kr. miðað við framangreinda hlutdeild þeirra. Verði borgarsjóður Reykja- víkur af þessum tekjum frá öðrum sveitarfélögum verður að hækka út- svarið sem því nemur ætli borgin að halda óbreyttum tekjum. Álagt út- svar í Reykjavík 1997 eru 11,175 millj. króna sem þyrfti að hækka í 11,544 milljarða. Til þess að ná því útsvari hefði Reykjavíkurborg þurft að hækka álgningu sína úr 11,19% í 11,56%, þ.e. að fara upp í rétt tæplega miðjan álagn- ingarkvarðann. Verði Reykjavíkur- borg af hinni óbeinu skattlagningu sinni á nágrannasveitarfélög- in, sem að mati margra lögfróðra manna er talin ólög- mæt, gæti borgar- stjórinn ekki lengur hreykt sér af lágmarks útsvarsálagningu. Það er ekki höfðinglegt að hreykja sér af lægri álagningu en ná- grannasveitarfélögin á þeirra kostnað. Hlutdræg framsetning borgarstjóra Með grein sinni virðist borgar- stjórinn í Reykjavík leggja megin áherslu á að lofa góða fjármálastjórn núverandi borgarstjórnar og fellur í þá gryfju, sem stjómmálamönnum gjaman hættir til, að draga fram allt það jákvæða sem þeir gera, en fjalla ekki um það neikvæða. Jafn- framt misnotar borgarstjórinn þá Verði Reykjavíkurborg af hinni óbeinu skatt- lagningu sinni á ná- grannasveitarfélögin, segir Gísli Jónsson, gæti borgarstjórinn ekki lengur hreykt sér af lágmarks útsvarsálagningu. tækni að sýna samanburð með súlu- riti á þann veg að niðurstaðan verð- ur mun betri fyrir Reykjavík en hún í raun er. Til rökstuðnings þessum orðum skal bent á eftirfarandi. Borgarstjórinn ræðir verð á al- mennissamgöngum á höfuðborgar- svæðinu og upplýsir réttilega að mið- Gísli Jónsson Útsvars- og fasteignagjöld hjóna á höfuðborgarsvæi 0 50 100 150 200 250 300 350 400 3inu 3ús.kr. SELTJARNARNES 364 REYKJAVÍK 369 GARÐABÆR 370 MOSFELLSBÆR 13 B6 BESSASTAÐAH REPPU R | 391 HAFNARFJÖRÐUR 395 KÓPAVOGUR 399 i f í i ■ '■ 1 Heimild: Borgarstjórinn í ReyKjavík, Mbl. 22.02.97 Utsvars- og fasteignagjöld hjóna á höfuðborgarsvæðinu 340 350 360 370 SELTJARNARNES 364 REYKJAVIK * GARÐABÆR 369 370 MOSFELLSBÆR 380 390 400 þús.kr. f ! I Ath.: sama og að ofan, en kvarðinn skorinn við 340 þús. kr. 38( BESSASTAÐAHREPPUR 391 HAFNARFJÓRÐUR 395 KÓPAVOGUR r—; 1 : ; ——5 ? 199 Heimild: Borgarstióririn i Reykjavik, Mbl. 22.02.97 að við farmiðaspjöld sé fullorðinsfar- gjald 100 kr. hjá SVR en 110 kr. hjá AV. Síðan segir í greininni: „Hjá AV greiða allir fullorðnir sama verð eða 110 krónur." Og nokkru síðar: „Það er þó ljóst að aldraðir og öryrkj- ar njóta mun betri kjara hjá SVR en þar greiða öryrkjar kr. 25 og aldr- aðir kr. 50.“ Það er rétt að öryrkjar njóta mun betri kjara hjá SVR en AV en hins vegar er rangt að segja að allir fullorðnir greiði sama verð. Af þessum orðum borgarstjórans er svo að skilja að fargjald aldraðra sé kr. 110 en staðreyndir er að það er kr. 60,50. Með grein sinni birtir borgarstjór- inn súlurit, sem á að sýna saman- burðinn á útsvars- og fasteignagjal- dagreiðslum hjóna til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar er Reykjavík næstlægst, sem Reykja- víkurborg má vera stolt af. Saman- burðurinn er hins vegar verulega ýktur með rangri uppsetningu súlu- ritsins, þ.e. með því að láta kvarðann ekki byija í núlli. Það sem skiptir máli í samanburði er hlutfallslegur mismunur en ekki mismunur í krón- um. Það er t.d. mikill munur á ann- ars vegar hækkun gjalds úr 100 í 200 kr. og hins vegar úr 1.000 í 1.100 kr. Mismunurinn er sá sami, kr. 100 en það fyrra hækkar um 100% en það síðara um 10%. Hugsum okkur að síðari hækkunin væri sett í afskorið súlurit með kvarða, sem byijar í 900. Súlan fyrir 1.100 kr. gjaldið yrði þá tvöfalt hærri en sú fyrir 1.000 kr. gjaldið og súluritið gæfí alranga mynd af hækkuninni, þ.e. að um 100% hækkun hafi verið að ræða. Það er einmitt þetta sem borgarstjórinn notfærir sér til að gera mismunin á gjöldunum mun meiri í augum lesenda en hann í raun er. Að vísu má geta þess borg- arstjóra til málsbótar, að efst á súl- urnar eru settar krónutölur en til- gangurinn með því að setja þær upp i súlurit er að gefa lesandanum auð- særri samanburð en ekki villandi. Á meðfylgjandi mynd 1 er sýndur rétt- ur, hlutfallslegur samanburður, þ.e. með kvarða, sem byijar á 0, en á mynd 2 er samanburðurinn sýndur ýktur með afskornu súluriti, þ.e. með kvarða sem byijar á 340.000. I seinna súluritinu með grein borg- arstjóra er sýndur samanburður á verðhækkunum á ýmsri vöru og þjón- ustu 1991-1996. Hér er notaður rétt- ur kvarði, sem byijar í núlli. í grein- inni er upplýst að vísitala neyslu- verðs hafí hækkað um 11, 76%. Síð- an segir: „Til samanburðar vil ég sérstaklega benda á gjaldskrá Dag- vistar barna sem hækkaði um 7% á sama tíma og ýmis önnur þjónusta hækkaði margfaldlega.“ Síðan er talin upp hækkun á þjónustu Ríkisút- varpsins um 18,55%, Stöð 2 um 29,34% og á dagblöðum um 37,15%. í grein sinni lét borgarstjórinn óget- ið um að Hitaveita Reykjavíkur hafði hækkað um 28,1%. Samkvæmt sam- anburði höfðu aðeins tveir aðilar hækkað meira, þ.e. Stöð 2 og dag- blöðin, en hvort tveggja telst ekki til þeirra lífsnauðsynja, sem heita vatnið er. 28% hækkun hitaveitunnar fór öll í hækkun afgjalds til borgarsjóðs Síðasta ársskýrsla Hitaveitu Reykjavíkur, sem birt hefur verið, er fyrir árið 1995. Þar kemur fram að hagnaður eftir afskriftir var 333 millj. kr. árið 1994 og 580 millj. kr. árið 1995. Hagnaðinn bar að nota til lækk- unar gjalda á næsta ári en í þess stað er hækkað. En í hvað skyldi hagnaðinum hafa verið varið? Við nánari skoðun ársreikningsins fyrir 1995 kemur í ljós að í árslok á hita- veitan „í vörslu borgarsjóðs" 450 millj. króna. Það er því svo að sjá að hagnaðurinn hafí verið notaður til að láta borgarstjóði í té rekstrarfé. Að þessum upplýsingum fengnum er fróðlegt að hugleiða hver megin ástæðan skyldi hafa vera fyrir því að hækka þurfti hitaveitugjöldin svo mikið. Það skyldi þó ekki vera hið háa afgjald, sem borgarstjóm krefur Hitaveitu Reykjavíkur um, og sem hækkaði úr 248 í 884 millj. kr. á tíma- bilinu 1991 til 1996 eða um 257%. Til þess að mæta þessari hækkun einni, sem er 634 millj. kr., þarf gjald- skrá hitaveitunnar að hækka um 30%. Það virðist því nokkuð ljóst að hin mikla hækkun Hitaveitu Reykjavíkur frá 1991 til 1996 stafar fyrst og fremst af óhóflegri hækkun afgjalds- ins til borgarsjóðs, sem eins og áður getur er þar að auki af mörgum talið ólöglegt með öllu. Höfundur er prófessor emeritus. Vakning í umhverfismálum o g hlutverk Hollustuverndar ríkisins UNDANFARNAR vikur hefur undirbún- ingur fyrir byggingu álvers á Grandartanga fengið mikla athygli fjölmiðla. Auk beinna frásagna fréttamanna hefur komið fram mik- il umfjöllun um málið í formi aðsendra blaðagreina. Málið í heild ber með sér tímabæra vakningu almennings í umhverf- ismálum. Oft hef ég velt því fyrir mér hvers vegna fijáls og óháð samtök um umhverfís- vernd hafa verið eins óburðug og raun ber vitni hér á landi. Gamall kennari minn bandarískur hélt þeirri skoðun stíft fram að alla þætti umhverfísmála þyrfti að setja á mælistiku og helst af öllu verð- leggja í tengslum við mat á umhverf- isáhrifum. Eg held að ég skilji hann núna til fulls. Skyldi ást manna á umhverfinu ekki vera nær pyngjunni en almennt er viðurkennt? Þeir sem harðast beita sér nú í nafni umhverf- isverndar gegn núverandi og fyrir- hugaðri starfsemi á Grundartanga horfa að öllum líkindum einnig á ýmsa beina eiginhags- muni e.t.v. í formi skaðabóta. Mjúku málin verða allt í einu gijóthörð þegar þau fara að snerta pyngj- una. Á meðan harðar deilur um álver yfir- gnæfa annað í fjöl- miðlum heyrist ekki minnst á önnur mun stærri umhverfismál svo sem sorp- og frá- veitumál og yfirþyrm- andi örtröð og mengun vegna bíla í Reykjavík. Hvert er þá vægi þeirra gilda sem stundum eru sögð ómetanleg? í þessu sambandi er vert að skoða nánar hlutverk Hollustuverndar rík- isins. í áróðursherferð síðustu vikna hefur mátt skilja af mörgum að þeir telji að stofnunin sé yfír höfuð að bregðast skyldum sínum með því að veita álveri starfsleyfí. Með öðram orðum að stofnunin sé almennt að bregðast vemdarskyldum sínum gagnvart landi og þjóð með því að heimila starfsemi sem getur haft í för með sér mengun. í þessum anda er ályktun nýafstaðins Náttúru- Umhverfi okkar hefur aldrei verið laust við mengun af einhverju tagi, segir Hermann Sveinbjörnsson. Náttúruleg geislavirkni er t.d. á mörgum svæð- um veruleg. verndarþings þar sem skorað er á Hollustuvernd að veita álveri á Grandartanga ekki starfsleyfí. Um- ræða af þessu tagi ber því miður vott um takmarkaðan skilning á þeim þáttum sem ráða umhverfis- gæðum. Þeir sem standa í áróðurs- stríði - á hvorn veginn sem er - láta sér oft staðreyndir í léttu rúmi liggja og horfa því ekki á málin í heild og í eðlilegu samhengi. Umhverfi okkar er aldrei alveg laust við mengun af einhveiju tagi. Náttúruleg geislavirkni er t.d. á mörgum svæðum veruleg og fjöl- mörg náttúruleg efni eru víða í þeim styrk að ýmsar afurðir teljast vara- samar af þeirri ástæðu. í starfi sínu styðst Hollustuvernd ríkisins við viðmiðanir mengunarvarnareglu- gerðar, þar sem markmiðið er áð styrkur mengunarefna haldist ætíð innan þolmarka viðkvæmustu teg- unda utan afmarkaðs þynningar- svæðis. Spurningin er sem sé yfir- leitt ekki svart eða hvítt, já eða nei, heldur spurning um styrk efna og dreifingu þeirra. Skaðsemi flestra mengunarþátta ræðst yfírleitt af styrk þeirra fremur en hvort efnin séu til staðar í umhverfinu eða ekki. I stuttu máli má segja að markmið í starfi Hollustuverndar sé að setja mörk og fylgjast með þróun mælan- legra umhverfisþátta. Þannig er það ekki hlutverk Hollustuvemdar að leggja mat á sjónmengun og/eða þróun ímyndar landsins sem ferða- mannalands eða leiðsöguland hins „hreina" landbúnaðar. Hugmyndir um að ímynd landsins muni svo gott sem hrynja ef ein verksmiðja bætist hér við er enn eitt dæmið um sam- hengislausar öfgar. íslendingar hafa nær alla tlð ver- ið stórtækir og miskunnarlausir í samskiptum sínum við náttúra landsins til að ná sem bestum lífs- kjörum miðað við aðstæður og for- sendur hvers tíma. Ekki er hægt að Hermann Sveinbjörnsson mæla slíkri háttsemi bót, sem orsak- aðist fyrr á öldum af neyð og fá- fræði. Menn geta þó ekki komið fram af tvöfeldni og látið sem svo að hægt sé að halda uppi góðum lífs- kjörum á íslandi án nútímalegra atvinnuhátta og mannvirkja þ.m.t. vega, raflína, virkjana o.fl. íslend- ingar hafa aldrei ætlað sér að lifa sem frambyggjar í landinu. Hokur pg eymd landans á fyrstu öldum íslandsbyggðar orsakaðist af fá- tækt, þekkingarskorti og allsheijar vesæld. Enga íslendinga hef ég enn hitt, þ.m.t. heittrúuðustu náttúru- verndarsinna, sem væru tilbúnir að snúa aftur til frumstæðra lífshátta og hafna nútíma lífsþægindum. Meðan ekki er hægt að tína ávexti af tijám verður ekki hægt að lifa mannsæmandi lífí á íslandi nema með talsverðum áhrifum á náttúru- og umhverfi, sem maðurinn er hluti af. Orkufrekur iðnaður mun líklega dala sem hinn stóri vonarpeningur í efnahagsmálum þjóðarinnar. En menn verða að gera sér grein fyrir að umhverfísáhrif annarra atvinnu- greina era oft síst minni. Hlutverk Hollustuvemdar ríkisins er að varð- veita lífsgæði með því að tryggja að styrkur hugsanlegra mengunar- efna sé ætíð undir viðmiðunar og þolmörkum. Þannig ber stofnuninni að vinna með atvinnulífinu og gera jafnframt þær kröfur sem varðveita umhverfisgæði lofts, láðs og lagar og þar með góð lífsskilyrði í landinu. Höfundur er frtunkvæmdastjóri Hollustu verndar ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.