Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 50
. 50 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is R-listinn hefur fengið sitt tækifæri 1'1-ú Val ÞOr Norödahl NÚ ÞEGAR rúmlega ár er eftir af kjörtímabili R-listans, kemur upp í hugann hvað hafí áunnist í atvinnu- málum Reykvíkinga á þeim þrem árum sem meirihlutinn hefur setið að völdum. Fátt eitt er sýnilegt því miður, félagslegu viðhorfín sem þessir flokkar þóttust hafa að leið- arljósi hafa sölnað, meðan valdastól- amir hafa verið vermdir. í raun hef- ur R-listinn skrifað uppá og sam- þykkt þá hægri sinnuðu og kaldrana- legu hagfræðikenningu að 4-5% at- vinnuleysi sé nauðsynlegt. Það mætti halda að þá kenningu hefði frekar mátt heimfæra upp á Sjálf- stæðisflokkinn, sem þó reyndi sitt í svokölluðum atvinnuátaksverkefn- um. Þetta þykir mér undarlegur við- snúningur, vægast sagt. Borgar- stjóri, frú Ingibjörg Sólrún, hefur viðrað þá skoðun sína að þessi at- vinnuátaksverkefni hafí verið of dýr fyrir borgarsjóð og of gagnslítil til handa þeim atvinnulausu. Fyrir þá sömu hefur ekkert komið í staðinn úr hinum félagssinnaða hugmynda- banka, fólk er of dýrt, að ekki sé talað um þá atvinnulausu. Ekki hefur borgarstjóra skort skýringar á atvinnuleysi, t.d. nefnt einstæðar mæður með börn sem lendi í fátæktargildru, þ.e. ekki borgi sig að vinna vegna hinna lágu launa sem annars byðust (hinum femen- íska bogarstjóra láðist að geta karl- manna) ekki hefur vantað hinar skarplegu skilgreiningar, en minna orðið úr einhverri framtíðarsýn og raunverulegum úrlausnum fyrir at- vinnulausa. Eftirtektarverð er líka sú grafarþögn sem ríkt hefur úr herbúðum R-listans um yfírstand- andi kjarasamninga, ekki er tekið neitt frumkvæði í að færa lægstu taxtana eitthvað uppá við, því mega aðrir beijast fyrir. Líklega eiga fé- lagslegu viðhorfín ekki við þar, frek- ar en endranær. Auðvitað kostar að skapa atvinnutækifæri, en þó er dýrara að gera það alls ekki. Svik R-listans í atvinnumálum borgarbúa eru augljós, líklega þykir þeim vænlegra að salta þau í bili og draga svo upp einskisnýt loforð um breytta stefnu fyrir næstu kosn- ingar, það hafí hreinlega ekki gefist nógu vel að gera ekki neitt, vandinn hafí ekki leyst að sjálfu sér, eins og vonað hafi verið í góðærinu. Að sjálf- sögðu mun minnihlutinn nýta sér framtaksleysi R-listans í þessum málum og upphefja mikinn loforða- flaum eins og venja er til. Megi þeir bera gæfu til að efna eitthvað af þeim loforðum, ef R-listinn fellur, sem margt bendir til. Að minnsta kosti mun ekki skorta loforðin til handa þeim 5% atvinnulausu. R-list- inn hefur fengið sitt tækifæri í at- vinnumálum og nýtt það illa. VALUR ÞÓR NORÐDAHL Hraunbæ 86 RVK. Hugleiðingar um sjómannasamninga Frá Friðrik Björgvinssyni: NÚ eru sjómenn búnir að fá úrskurð um að tonn á móti tonni sé ólög- legt, þá er hægt að fara að snúa sér að samningamálunum. Hvort sjó- mannafélögin eigi að eyða tíma í að fara yfír það sem útgerðarmenn geti gert við þessum dómi eða ekki ætla ég ekki að tjá mig um. Hvað innihald væntanlegra samn- inga varðar myndi ég vilja að stemmt yrði stigu við þeim útiverum sem mikið hafa verið til umfjöllunar á síðustu misserum. Farið verði yfir alla samninga og þeir samræmdir að svo miklu leyti sem hægt er. Fisk- verð ætti að vera með lágmarks- verði og allur fiskur ætti að fara í gegnum markað. Lágmarksverð er á flestum ef ekki öllum mörkuðum erlendis sem selja físk, það gengur bara ekki upp að aflaheimildir séu reiknaðar inní fískverð eins og ný- genginn dómur Félagsdóms ber vitni um. Krafan um að allur fískur fari á markað er í sjálfu sér ekki út í bláinn og alls ekki óframkvæmanleg. Með nútímatækni er fjarskiptamark- aður mjög auðveld framkvæmd en fjarlægðir eru aftur á móti stærri þröskuldur sem þarf að yfírstíga. Samningamir snerust ekki að þessu sinni um kvótabrask heldur um kjarabætur handa þeim sem ekki hafa verið hjá þessum útgerðum sem hafa stundað það sem er kallað kvótabrask. Skiptaverð er annar og enn stærri þröskuldur með olíuverðtengingu sem er alveg heil kómedía út af fyrir sig. Sjómenn eiga sína hlut- deild í öllum afla sem kemur í veið- arfærin og kemur um borð. Útgerð fer hins vegar með umboð áhafnar við sölu aflans og sér um sölu hans. Um leið og aflinn kemur um borð skiptir máli hvort stríð er einhvers staðar í heiminum eða kuldakast og ræður hvað sjómaðurinn fær í sinn hlut. í dag fara 27% af afla- verðmætinu í olíuverðsviðmiðun (kostnaðarhlutdeild) áður en til skipta kemur, síðan er skipt sam- kvæmt hlutdeild sjómanna í aflan- um. Það skiptir ekki máli hvort skipið eyði 1.000 lítrum eða 7-9.000 lítrum, prósentan er sú sama í báðum tilfellum. Það er eng- in hvatning til sjómanna að fara vel með olíuna því hún er borguð með þeim hluta launa þeirra sem þeir ekki fá. Útgerð er fyrirtæki í rekstri en sjómenn taka þátt í rekstri fyrirtækisins með þessum hætti án þess að eiga hlut í því. Þeta er kannski frádráttarbært til skatts, ekki þekki ég þau lög til að tjá mig um það, en hver veit. FRIÐRIK BJÖRGVINSSON, vélstjóri á Sigurði VE. Mér er illt í bakinu ... ég held „Leikskóla- ^að er krafist Við verðum að muna nöfnin að ég sé með leikskólastreitu ... streitu?" mikils af okkar og allt... okkur... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.