Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖIMD/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP BÍÓIIM í BORGIIMNI Amald Indriðason og Sæbjöm Valdimarsson BÍÓBORGIIM / fjötrum -k-k'A Space Jam k k Surviving Picasso kkk Ævintýraflakkarinn k'A SAMBÍÓIIM, ÁLFA- BAKKA Kona klerksins k Ævintýraflakkarinn k Ærsladraugar k k'A Djöflaeyjan kkk'h Dagsljós kk'h Lausnargjaldið kkk Hringjarinn í Notre Dame kkk Sonur forsetans k k HÁSKÓLABÍÓ Móri og skuggi k k Undrið kkk'A Leyndarmál og lygar kkkk Regnboginn k KRINGLUBÍÓ Space Jam k k Auðuga ekkjan k Kvennaklúbburinn k k'h Hringjarinn í Notre Dame kkk LAUGARÁSBÍÓ Borg englanna k'h Koss dauðans kkk'A Samantekin ráð kk REGNBOGINN Englendingurinn kkk'A Múgsefjun kkk Sú eina rétta kkk STJÖRIMUBÍÓ Málið^ gegn Larry Flynt Djöflaeyjan kkk'A Gullbrá og birnirnir þrír k'A ÚR MYNDINNI „That Darn Cat“ eða Fjárans kötturinn. Frá Larry Flynt í Fjárans köttinn LARRY Karaszewski og Scott Alexander, sem nýlega unnu Golden Globe-verðlaunin fyrir handrit sitt að myndinni „People vs. Larry Flint“ eru nú staddir á heldur mild- ari slóðum eða í Disneylandi. Nýj- asta afrek tvíeykisins er endurgerð Disney-myndarinnar „That Darn Cat“, eða Fjárans kötturinn, frá árinu 1965 og þykir mörgum sem kúvendingin sé algjör ef miðað er við sótsvarta kómedíu þeirra félaga um Bd Wood og nú síðast Flynt. „Við skrifuðum handritið fyrir fimm árum,“ segir Alexander, „og reyndum að hafa Fjárans köttinn hæfilega geggjaðan. Sex menn voru svo ráðnir til að endurskrifa og betrumbæta en við breyttum ekki sögunni eða uppbyggingu hennar, samtölin eru bara öðruvísi," segir Karaszewski, Næsta verkefni Larrys og Scotts er þó væntanlega meira í þeirra stíl en það er saga grínistans And- ys Kaufmans. MYNDBOND Frankie stjörnuglit (Frankie starlight) D r a m a kkVi Framleiðandi: Noel Pearson. Leik- stjóri: Michael Lindsay-Hogg. Handritshöfundar: Chet Raymo og Ronan O’Leary eftir sögu þess fyrr- nefnda. Kvikmyndataka: Paul Lau- fer. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðal- hlutverk: Annie Parillaud, Matt Dillon, Gabriel Byme, Corban Wal- ker og Alan Pentony. 95 mín. ír- land. Pandora Cinéma/Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 4. mars FRANKIE Bois er dvergur. Hann skrifar ævisögu móður sinnar og bók- in fær mjög góðar móttökur. Aldrei áður hefur hann notið jafnmikillar athygli. í bókinni segir frá franskri móður hans sem kornung strauk frá hersetnu landi sínu yfir til Ir- lands. Hún eign- ast fljótlega drenginn sinn, en einnig elskhuga sem gengur Frankie í föður- stað. Þau mæðgin eru þó ekki þar með komin í heila höfn. Frankie stjömuglit er mjög falleg mynd, en kannski dulítið of hógvær. Hún hefði mátt vera átakameiri á tilfínningasviðinu, þar sem sagan gefur oft tilefni til þess. Þetta er samt góð frásögn, sem flýtur vel áfram milli fortíðar og nútíðar. Leik- urinn er einnig ansi hógvær. Annie Parillaud er mjög þögul og illskiljan- leg persóna. Það kann að vera vegna þess að sagan er sögð út frá drengn- um sem ekki hafði skilning á líðan mömmu sinnar. Matt Dillon er ágæt- ur sem Texasbúi, en hefði mátt láta meira til sín taka. Honum virðist ein- hvern veginn ekki líða vel í þessu hlutverki. Bestur er Gabriel Byme og kemur það ekkert á óvart. Hann er frábær leikari og hér notar hann minnstu svipbrigði til að eldast um fímmtán ár. Þetta er hugljúf mynd um mannleg örlög og mannlegt eðli. Hún er fallega tekin, lagleg saga, en er öðmvísi en gengur og gerist og getur eflaust glatt margan. Hildur Loftsdóttir. KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 KR. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. GRAM HF-462 Áður 60.990 Nú > > 36.980 GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staógr. gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601x 715 116 39.990 K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 KS-200 550x601x1065 195 48.440 KS-240 550x601x1265 240 53.980 KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 KS-300E ,595x601x1343 271 56.990 KS-350E 595x601x1542 323 63.980 KS-400E 595 x601x 1742 377 71.970 Kæliskápar með frysti KF-120 550 x601 x 715 94 + 14 41.990 KF-135TU 550x601x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139+33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186+33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595x601x1342 168+62 62.990 KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 Frystiskápar: FS-100 550x601x 715 77 39.990 FS-133 550 x601x 865 119 46.990 FS-175 550x601x1065 160 52.990 FS-150 595 x601x 900 131 48.970 FS-250E 595x601x1342 224 59.990 FS-290E 595x601x1542 269 69.990 FS-340E 595x601x1742 314 78.990 Frystikistur: HF-234 800 x695x 850 234 42.980 HF-348 1100 x695x 850 348 48.980 HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 HF-576 1700 x695x 850 576 72.980 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 FB-308 1100 x695x 850 307 52.990 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 Hasar, gaman o g aftur hasar ERU bíó- gestir hrifn- ari af Harri- son Ford GETUR Carrey sagt satt í nýjustu mynd sinni Liar, Liar? Kvikmyndastj örn- ur berjast um hylli bíógesta STAR Wars-myndirnar sitja nú sem fastast á toppnum þegar bíóaðsókn í Bandaríkjunum er skoðuð. Spum- ingin er hve lengi munu þær verma topp tíu-listann og hvaða myndir geta hugsanlega leyst þær af hólmi. Kannski tekst kvikmyndastjörnum á borð við Brad Pitt og Jim Carrey að sigra Stjörnustríðið en myndir með þeim em væntanlegar í banda- rísk kvikmyndahús nú í mars. Brad Pitt gerði sinni mynd, The Devil’s Own, engan greiða á dögun- um þegar hann sagði blaðamanni Newsweek að hún væri ein heljarinn- ar mistök. Síðan hefur hann reyndar dregið í land og sagt að The Devil’s Own sé prýðileg hasarmynd. Ætli framleiðendur myndarinnar hafi ekki beðið Pitt um að hætta að fæla fólk frá myndinni? í The Devil’s Own leikur Pitt IRA-mann sem er á flótta og blekkir lögreglumann í New York til þess að veita sér húsa- skjól. Það er Harrison Ford sem leik- ur lögreglumanninn. Hann er í þeirri sérkennilegu aðstöðu að vera í sam- keppni við yngri útgáfu af sjálfum sér í hlutverki Han Solo! En það var einmitt Solo-mllan í Star Wars sem fyrst vakti athygli á honum sem kvikmyndaleikara. Nýjasta mynd Jims Carrey, Liar, Liar, er leikstýrt af Tom Shadyac en hann leikstýrði kvikmyndinni sem gerði Carrey að stjörnu, Ace Vent- ura: Pet Detective. í Liar, Liar leik- ur Carrey lyginn lögfræðing sem verður fyrir álögum og neyðist til þess að segja sannleikann í heilan dag. Auglýsingaskmmið fullyrðir að í þessari mynd verði persóna Carrey hlýlegri og mannlegri en í fyrri myndum. Það verður gaman að sjá hver reyndin verður. Af öðrum kvikmyndum sem á að selja sem stórmyndir í þessum mán- uði í Bandaríkjunum má nefna Dýrð- linginn (The Saint) með Val Kilmer í titilhlutverkinu. Phillip Noyce has- armyndaleikstjóri - hann stýrði t.d. Patriot Games og Clear and Present Danger - segir í viðtali við tímaritið Entertainment Weekly að sá Simon Templar sem bíógestir fái að berja augum á hvíta tjaldinu eigi fátt sam- eiginlegt með sjónvarpsútgáfunni sem Roger Moore lék. Noyce fullyrð- ir að fáir muni eftir Moore þáttunum og þess vegna hafí sú ákvörðun ver- ið tekin að móta persónur og sögu- þráð alveg frá grunni. Kannski fáir muni eftir Roger Moore í hlutverki Simon Templar en blaðamaður Morgunblaðsins man vel eftir Ian Ogilvy í þessu hlutverki í bresku þáttaröðinni The Return of the Saint frá 1979-’80. Bandaríkjamenn fá loksins að sjá hina umdeildu mynd Davids Cronen- bergs, Crash, í lok mars. Hún fjallar um fólk sem fær kynferðislega útrás í tengslum við bílslys og hneykslaði Breta svo rækilega síðasta haust að reynt var að banna allar sýningar á henni. Ef engin af ofangreindum kvik- myndum vekja áhuga má benda á að einnig verða frumsýndar í mars glæpamyndin City of Industry með Harvey Keitel og Stephen Dorff, og dramað Commandments með Aidan Quinn í hlutverki manns er ákveður að brjóta boðorðin tíu eftir að hafa misst bæði eiginkonu sína og starf. Auk þess geta bandarískir bíógestir séð Tim Allen í endurgerð á frönsku myndinni Indjáni í stórborginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.