Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ALBERT SÖL VI KARLSSON ■4- Albert Sölvi • Karlsson fædd- ist á Akureyri hinn 28. maí 1953. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 17. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 28. febrúar. Hann Albert frændi , var engum líkur. Hann var manna stærstur á alla lund, rúmir tveir metrar á hæð og býsna þykkur undir hönd. Það sem öðru fremur ein- kenndi hann var þó glaðlegt við- mót og einlægni í framkomu. Hann var frændrækinn með af- brigðum, fylgdist grannt með sínu fólki þótt vík væri milli vina og ávarpaði okkur jafnan sem frænda eða frænku. Hann kom margoft í heimsókn vestur í Skagfjörð, á Krókinn. Þar voru rætur hans þótt hann dveldist þar aldrei langdvölum. Albert ólst upp á Eiðsvallagötu 28 hjá Kristínu móður sinni og í skjóli afa síns og ömmu, Karólínu Gísladóttur og Alberts Sölvasonar vélsmiðs. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, sigldi að svo búnu til náms í ensku og sagnfræði i Bandaríkjunum. Jón Guðmann móðurbróðir hans + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns og föður okkar, séra GUÐMUNDAR SVEINSSONAR fyrrverandi skólameistara, Flúðaseli 30, Reykjavík. Guðlaug Einarsdóttir og dætur. + Elskulegur maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR INGÓLFSSON, Norðurbrún 6, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Karlakórs Reykjavíkur, simi 892 0002. Björg Ingólfsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Helgi Hiimarsson, Sigurjón Síghvatsson, Sigríður Jóna Þórisdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, teng- damóður og ömmu, ÓLÖFU ÁRNADÓTTUR, Hraunbraut 47, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild G-12 Landspítalans. Marvin Hailmundsson, Hallmundur Rúnar Marvinsson, Guðrún Jónsdóttir, Gyða María Marvinsdóttir, Vilmundur Tryggvason, Eysteinn Marvinsson, Guðrún Waage og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför el- skulegrar móður okkar, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR fyrrverandi sfmstjóra. Auður Jensdóttir, Þyrí Jensdóttir, böm og bamabörn. MINNIIMGAR var honum þar til halds og trausts til að byrja með. Að námi loknu kom hann heim og starfaði lengst sem kennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Á sumrin var hann næturvörður á Hótel Eddu og hélt uppi reglu, að jafnaði með ljúfri framkomu, en ofstopamenn áttu lítið erindi í greipar hans, því að Albert var vel að manni. Og víst róaðist margur friðarspillir við það eitt að sjá Albert frænda birt- ast í öllu sínu veldi! Aibert var bindindismaður á áfengi, en naut þess þeim mun betur að snæða góðan mat og reykja pípu sína. Þetta bitnaði á heilsu hans, frá unglingsaldri var hann allt of þungur. En þótt sjúk- dómar heijuðu á hann hélt hann gleði sinni óskertri til lokadægurs. Eg sá hann aldrei dapran eða hnugginn, hann hafði einstaklega glaða lund. Hann var sérstaklega góður Kristínu móður sinni og hélt heimili með henni á Eiðsvalla- götunni. Að henni er nú kveðinn sár harmur. Ég sendi Kristínu frænku innilegar samúðarkveðjur. í grunnhyggni minni hélt ég að einlægni Alberts yrði honum ijötur um fót í kennslu, hafði reyndar orð á því við hann á sínum tíma. En það var síður en svo. Honum lét vel að kenna, reyndist nemend- um vel og þeir bera honum vel söguna. Hann fór eigin leiðir í kennslu sem öðrum efnum. Láti nú guð honum raun lofi betri. Sölvi Sveinsson. Albert Sölvi er dáinn. Það var svo margt sem var ósagt. Takk fyrir að þú studdir mig og skildir mig. Takk fyrir aðstoðina og sveigjanleikann. Takk fyrir allt. Albert Sölvi var góður og sann- gjam maður sem gaf öllum tæki- færi. Þeir sem ekki nýttu tækifær- + Séra Guðmundur Sveinsson fæddist í Reykjavik 28. apríl 1921. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli i Reykjavík 16. febrúar síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 26. febrúar. Við fráfall séra Guðmundar Sveinssonar, fyrrum skólameistara, er genginn einn af bezt menntuðu guðfræðingum íslenzku kirkjunnar á síðari hluta þessarar aldar. Fræða- svið hans var einkum gamlatesta- mentisfræði. Framhaldsnám stund- aði hann í Kaupmannahöfn og Lundi um þriggja og hálfs árs skeið. Hann lauk fil. kand.-prófi í semitískum málum í Lundi með fyrstu ágætisein- kunn. Á sviði guðfræðinnar liggja eftir hann í handriti m. a. drög að ritgerð um köllun spámanna ísraels og skýringar við sérefni Lúkasar- guðspjalls svo og fjöldi tímarita- greina. Margir hafa orðið til þess að minn- ast séra Guðmundar, sem fjölskyldu- manns, sem sóknarprests í Hest- þingum 1945-56, sem merks skóla- stjóra og kennara Samvinnuskólans að Bifröst 1955-74 og sem braut- ryðjanda við undirbúning og í for- ystu Fjölbrautaskólans í Breiðholti í Reykjavík, en hann var fyrstur skólameistari þar 1974-1988. Inn í mynd þessa merka skólamanns skulu hér felldar nokkrar minningar um hann sem kennara við Guðfræði- deild Háskóla íslands og prófdómara við sömu deild um rúmlega tveggja áratuga skeið og loks sem félaga í Rótarý-hreyfingunni. Séra Guðmundur hafði undirbúið sig undir að verða kennari við Há- skóla íslands, en menntunar hans og hæfíleika naut þjóðin í ríkum mæli á öðrum vettvangi fræðslu- mála. Þrátt fyrir mikið starf á sviði fræðslu og félagsmála, þá sleppti hann ekki hugðarefnum sínum á ið fengu annað tækifæri seinna. Enginn var dæmdur fyrirfram hjá honum. Það var hrein unun að rökræða við hann, gaman þótt maður væri ósammála honum því hann virti alltaf rétt annarra til að hafa eigin skoðanir. Rökræð- umar gengu ekki út á að fá fólk til að skipta um skoðun, heldur áttu allir að fá að segja sina skoð- un - og aldrei gefa sig. Sama hversu fáránleg skoðunin var. Hann hlustaði alltaf. Ég gat aldrei skilið hvernig hann gat hlustað svona vel þegar hann var gjörsam- lega ósammála. Það var eitt af því sem gerði Albert Sölva að svo miklum manni. Eitt af mörgu. Hann var líka réttlátur og um- hyggjusamur og svo hafði hann húmorinn í lagi. Alltaf með fyndn- ar sögur. T.d. þegar hann sá mynd af hval hanga uppi hjá skólasystur sinni, sem þótti Islendingar veiða allt of mikið af hvölum, sagði hann. „Nei sko, er þetta þessi hvalur? Ég át hann!“ Svo sagði hann einu sinni í félagsfræðitíma: „Ég felli engan,“ en þegar brosið færðist yfír skussana í bekknum, sem héldu að þeir væru þar með búnir að ná prófínu, bætti hann við: „Þið fellið ykkur sjálf.“ Það var alveg rétt hjá honum. Engu að síður var auðvelt að ná prófínu því Albert Sölvi var afbragðsgóður kennari. Ég man vel eftir dæmi- sögunum sem hann setti fram á svo minnisstæðan hátt. Þær gleymast aldrei og þar af leiðandi gleymist námsefnið ekki heldur. Núna er ég byijuð í öðrum félags- fræðiáfanga og það er svo gaman að riija allt upp. Ég man svo vel það sem Albert Sölvi sagði í tím- um, hvemig gæti ég gleymt því? í miðjum lestri um daginn ákvað ég að nú væri kominn tími til að þakka honum almennilega fyrir alla aðstoðina. Ég ætlaði að hringja en því varð ekki komið við sviði guðfræðinnar og fylgdist eftir föngum með í fræðigrein sinni. Sá, sem þetta skrifar, naut kennslu séra Guðmundar, þegar hann var setturdósent við Guðfræði- deild Háskóla íslands vorið 1954 í leyfí prófessors Ásmundar Guð- mundssonar. Séra Guðmundur flutti þetta misseri fyrirlestra um sérefni Lúkasarguðspjalls og einkenndust þeir af nákvæmni og víðtækri þekk- ingu á skrifum fræðimanna um efn- ið. í umgengni við stúdenta var hann ijúfmannlegur og reiðubúinn að ræða við þá um þær spumingar, sem umfjöllun fyrirlestranna vakti. Rúmum tuttugu árum síðar lágu leiðir okkar séra Guðmundar aftur saman í Guðfræðideildinni, er ég var orðinn dósent þar í grísku og nýjat- estamentisfræðum. Hann var þá prófdómari við deildina í gamlatesta- mentisfræðum, grísku og nýjatesta- mentisfræðum og kirkjusögu. Sam- starf við séra Guðmund á þessum vettvangi var mjög ánægjulegt. Hlutverk hans sem prófdómara var að gæta góðs staðals í prófkröfum, samræmis milli prófa og sanngjamr- ar einkunnagjafar. Þessu starfi skil- aði hann með einstakri samvizku- semi að mati allra, sem hlut áttu að máli. Þar naut sín nákvæmni hans og yfírsýn á sviði fræðanna. Vorið 1989 var hann síðast prófdóm- ari við lokapróf, en þá var líkamlegt þrek hans farið að gefa sig. Á þessum árum sýndi hann mér og nemendum í námskeiði { Inn- gangsfræði Nýja testamentisins eitt sinn þann heiður að flytja eftirminni- legan fyrirlestur, þar sem hann gaf yfirlit yfír þróun þessara fræða fyrri- hluta aldarinnar og tók þá m.a. mið af bókum þeirra prófessors Jóns Helgasonar, síðar biskups, og pró- fessors Magnúsar Jónssonar. I þess- um fyrirlestri kom fram yfírgrips- mikil þekking á andlegum stefnum og straumum aldarinnar. Það var þann daginn. Ég ákvað því að hringja í hann í næsta viðtalstíma. Það hvarflaði ekki að mér að það yrðu ekki fleiri viðtalstímar og að í stað þess að hringja myndi ég skrifa minningargrein. Við vissum öll að Albert Sölvi gæti farið hvenær sem var, en engu að síður voru fæst okkar - viðbúin. Það verður maður aldrei. Ég lofa þér, Albert Sölvi, að þegar ég tek prófín mín í vor mun ég hugsa til þín. Félagsfræðiein- kunnina tileinka ég þér. Ég skal sýna þér að þú eyddir ekki tíma þínum til einskis þegar þú hjálpað- ir mér. Far þú í friði. Edda Matthíasdóttir, Björgvin í Noregi. Þetta er allt helvítinu honum Gísla að kenna, sagði Albert Sölvi og sneri sér snögglega við í stóln- um framan við tölvuna þegar ég var að stíga út fyrir tjaldið í stofu- dyrunum. Sterk röddin var full af tilfinningu, hljómmikil, djúp, og hann greip hönd mína í sínar þeg- ar ég nálgaðist hann á ný. Eg fann af handtakinu að það var mikil alvara að baki hálfkærings- legum orðunum. Tölvan var stað- sett á miðju gólfi og það var stóll- inn líka, gríðarmikill svo að minnti mig á þann sem Mao formaður lét mynda sig í síðustu árin. Albert Sölvi reis ekki úr setinu meðan ég var í stofunni. Ég hafði dvalið hluta úr degi hjá þeim mæðginum, hlustað á hann og maulað kökumar hennar Kristín- ar, móður hans. Húsið við Eiðsvallagötu, heimili þeirra Alberts og Kristínar, á Akureyri, er stórt og í funkisstfl. Þegar ég kom þar fyrst var því líkast, jafnt úti sem inni, sem hús- ið hefði lengi staðið í eyði og væri skaði, að hann skyldi ekki hafa miðl- að í ríkari mæli af brunni þekkingar sinnar á þessum vettvangi en raun varð á. Samvinna við séra Guðmund átti eftir að verða meiri á öðrum vett- vangi. Hann hafði verið félagi í Rót- arýklúbbi Borgarness frá 1961, gegnt mörgum trúnaðarstörfum í Rótarýhreyfíngunni, m.a. umdæm- isstjóri Rótarýhreyfíngarinnar á ís- landi 1968-69 og félagi í Rótarý- klúbbi austurbæjar frá 1974. Það var við lok prófa vorið 1983, að séra Guðmundur sagði mér frá því, að til stæði að stofna Rótarýklúbb í Breiðholti. Spurði hann, hvort ég ásamt nokkrum öðrum vildi taka þátt í undirbúningi og stofnun klúbbsins. Þannig atvikaðist það, að 27 félagar undir forystu séra Guð- mundar stofnuðu Rótarýklúbbinn Reykjavík - Breiðholt 12. des. 1983. Séra Guðmundur var hugsjónamað- ur. Á öðrum fundi klúbbsins flutti hann erindi um Rótarýhreyfinguna og markmið hennar. Hann rakti sögu hreyfíngarinnar, greindi frá hlut- verki Rótarýklúbbanna og lagði þar sérstaka áherzlu á gagnkvæman skilning og þjónustu í starfí félaga. Öðru sinni ávarpaði hann klúbbfé- laga og undirstrikaði þijá mikilvæga þætti i félagsstarfínu, að njóta fé- lagsskaparins, safna þekkingu á því, sem aðrir væru að fást við, og að gefa af sjálfum sér til samfélags manna. Ég hafði áður verið félagi í Rótarýhreyfingunni, en vegna margra ára dvalar erlendis hafði ég misst samband við hreyfínguna og saknaði félagsskaparins. Ég ásamt öðrum stofnfélögum lítum á sr. Guð- mund, sem kvaddi okkur til þátttöku í hreyfingunni, sem velgjörðarmann okkar. Með þessu fátæklegu minningar- brotum vil ég fá að taka þátt { að heiðra minningu séra Guðmundar Sveinssonar. Fyrir hönd starfsmanna við Guð- fræðideild Háskóla íslands eru hér tjáðar þakkir fyrir samstarf á liðnum árum og ástvinum séra Guðmundar Sveinssonar vottuð innileg samúð. Blessuð sé minning hans. Krístján Búason. GUÐMUNDUR SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.