Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 21 Fundur leiðtoga Rússa og Hvlt-Rússa Vilja banda- lag ríkjanna Reuter VEL fór á með Alexander Lúkashenko, for- seta Hvita-Rússlands, og Borís Jeltsín Rúss- landsforseta á fundi þeirra í Kreml í gær. Jeltsín bauð gestinn velkominn með því að kyssa hann á kinnina. Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Alexander Lúk- ashenko, forseti Hvíta-Rússlands, samþykktu á fundi í Kreml í gær að beita sér fyrir bandalagi þessara slavnesku ríkja í mikilvægum mála- flokkum og árétt- uðu andstöðu sína við áformin um stækkun Atlants- hafsbandalagsins í austur. Jeltsín virtist kraftmikill og vel á sig kominn þegar hann tók á móti Lúkashenko og kvaðst staðráðin í að styrkja tengslin við nágrannaríkið í vestri. „Samveldi með Hvíta-Rúss- landi er sameigin- leg ósk þjóða okk- ar og við ætlum ekki að víkja af þeirri braut," sagði rússneski forsetinn. Leiðtogamir undirrituðu yfír- lýsingu þar sem hvatt er til þess að ríkin myndi bandalag í tolla-, ijár-, samgöngu- og orkumálum og samhæfí stefnu sína í efna- hagsmálum. I yfírlýsingunni er ennfremur Qallað um þau áform að veita nokkrum fyrrverandi Varsjár- bandalagsríkjum, þeirra á meðal Póllandi, nágrannaríki Hvíta- Rússlands, aðild að Atlantshafs- bandalaginu. „Ríki okkar eru sam- einuð í andstöðunni við stækkun NATO í austur, sem mun skapa nýjar markalínur í Evrópu og hættulega árekstra," sagði í yfír- lýsingunni. Lúkashenko sagði að ríkin yrðu ekki sameinuð á einni nóttu og kvað mikilvægast þau hefðu sam- eiginlegan gjaldmiðil sem allra fyrst. Hann sagði að stækkun NATO hefði verið rædd ýtarlega á leiðtogafundinum en bætti við að markmiðið með samrunanum væri ekki að klekkja á Atlants- hafsbandalaginu. Besta vopnið gegn NATO Jeltsín og Lúkashenko undirrit- uðu samning um efnahagslegt bandalag ríkjanna fyrir tæpu ári en síðan hefur lítið gerst í þessum málum, einkum vegna veikinda Jeltsíns. Samskipti ríkjanna virt- ust einnig stirð í fyrra þegar Lúka- shenko knúði fram breytingar á stjómarskránni í andstöðu við þingið og jók völd sín stórlega á kostnað þingsins. Tilraunir Rússa til að miðla málum báru þá ekki árangur. Vestrænir stjómarerindrekar í Moskvu segja umræðuna um bandalag Rússlands og Hvíta- Rússlands geta reynst besta vopn Jeltsíns í baráttu hans gegn stækk- un NATO í austur. Forsetinn sagði í stefnuræðu sinni á fimmtudag að sammni ríkjanna væri forgangs- verkefni sitt í utanríkismálum. Lúkashenko kvaðst á miðviku- dag sjá fyrir sér að ríkin mynduðu bandalag í efnahags- og vamar- málum. Þar sem íbúar Hvíta-Rúss- lands eru tíu milljónir og Rúss- lands 150 milljónir er ljóst að Rússar myndu hafa bæði tögl og hagldir í slíku bandalagi. Ólík viðhorf í efnahagsmálum í stefnuræðunni minntist Jeltsín ekki á þá tillögu sína að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu í báðum ríkjunum um sammna þeirra. Jeltsín varpaði þessari hugmynd fram í janúar en stjórnvöld í Hvíta- Rússlandi tóku henni þá fálega. Ráðgjafi Jeltsíns í utanríkismál- um, Dmítri Rjúríkov, sagði að leið- togamir hefðu ekki rætt hvenær slík þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram. Sameiginleg nefnd, sem fjallar um sammnann, ætti að koma saman í Moskvu 2. apríl og þá væri að vænta mikilvægra ákvarðana í þessu máli. Jeltsín gaf til kynna í stefnu- ræðu sinni að ýmis ágreiningsmál gætu torveldað samrana ríkjanna og er talið að hann hafi einkum átt við efnahagsmálin. Lúkas- henko hefur verið tregur til að koma á efnahagsumbótum og Sergej Ling, forsætisráðherra Hvíta-Rússlands, sagði á þriðju- dag að þótt stjóm sín legði höfuðá- herslu á sammna við Rússland myndi hún fylgja eigin stefnu í efnahagsmálum. Frikirkjusöfnudurinn i Reykjavik Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl. 14. Fermd verður Rakel MacMahon, Engihjalla 17. Organisti Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðar- prests. Allir velkomnir. 1 Fríkirkjan í Reykjavík. Þýzk-hollenzkur leiðtogafundur •HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, og Klaus Kinkel, utanríkisráðherra, fara næst- komandi fimmtudag, 13. marz, til fundar við starfsbræður sína hollenzka, Wim Kok, forsætis- ráðherra og Hans van Mierlo utanríkisráðherra. Hollendingar eru nú i forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, ESB, og munu ráðherrarnir aðallega ræða viðfangsefni tengdu því, svo sem ríkjaráðstefnuna, stækk- un ESB og NATO, hina fyrirhug- uðu sameiginlegu Evrópumynt og mikilvæg utanríkismál svo sem ástandið í Albaníu. •ÞEGAR hin sameiginlega Evr- ópumynt, evróið, verður komin í gagnið, mun samkvæmt reglu- gerð frá framkvæmdastjórninni öllum smásöluaðilum í þeim lönd- um, þar sem evróið tekur við af eldri gjaldmiðli, verða gert að merkja vörur sínar með fjórum verðmerkingum. Auk söluverðs í evróum á verðið að vera upp- gefið einnig í gamla gjaldmiðlin- um, en því til viðbótar viðmiðun- arverð eftir þyngd í báðum gjaldmiðlum, þ.e.a.s. hvað 1 kg vörunnar myndi kosta, hvort sem um er að ræða bökunarduft eða sementssekki, svo dæmi séu nefnd. Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins Oreja leggur áherzlu á innlímun Schengen í ESB MARCELINO Oreja Vín. Morgunblaðið. Marcelino Oreja, sem fer m.a. með stofnanamál í framkvæmda- stjóm Evrópusam- bandsins, segir að á ríkjaráðstefnu ESB ætti að leggja áherzlu á að fella Schengen-vega- bréfasamkomu- lagið inn í stofn- sáttmála sam- bandsins. Þetta kom fram í ræðu, sem Oreja flutti á vegum austurríska utanríkisráðuneytisins í Vínarborg í gær. í svari við fyrirspum sagði Oreja að of snemmt væri að segja til um hvort Schengen-samstarfið yrði hluti af milliríkjasamstarfinu um dóms- og innanríkismál í svo- kallaðri þriðju stoð ESB eða hvort það ætti að heyra undir yfirþjóð- legar stofnanir í fyrstu stoð sam- bandsins. Fyrst þyrfti að ná sam- komulagi um að Schengen-samn- ingurinn yrði hluti af stofnsátt- mála ESB, síðan mætti skoða hvemig hann félli að stofnanaupp- byggingu sambandsins. Oreja viðurkenndi að það yrði afar erfítt að fá Bretland og írland til að taka þátt í vegabréfasam- starfínu. Hins vegar væri gerlegt að innlima Schengen í ESB án þátttöku þessara ríkja með hjálp nýrra samningsákvæða um sveigj- anlega sammnaþróun, sem nú em til umræðu á ríkjaráðstefnunni. „Ég kýs fremur að sveigjanleiki eigi sér stað innan stofíisáttmálans en utan hans,“ sagði Oreja. kKartöflur, rófur, gulrætur og hvítkál Bankabygg og malað bygg - uppskriftir og smakkið á brauði - nærið ástina með nuddi Sigtun og Kristbjörg í Vallanesi, koma í bæinn og kynna brautryðjendastarf Mtt í lífrænni ræktun í Blómavali JÖRÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.