Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 21

Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 21 Fundur leiðtoga Rússa og Hvlt-Rússa Vilja banda- lag ríkjanna Reuter VEL fór á með Alexander Lúkashenko, for- seta Hvita-Rússlands, og Borís Jeltsín Rúss- landsforseta á fundi þeirra í Kreml í gær. Jeltsín bauð gestinn velkominn með því að kyssa hann á kinnina. Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Alexander Lúk- ashenko, forseti Hvíta-Rússlands, samþykktu á fundi í Kreml í gær að beita sér fyrir bandalagi þessara slavnesku ríkja í mikilvægum mála- flokkum og árétt- uðu andstöðu sína við áformin um stækkun Atlants- hafsbandalagsins í austur. Jeltsín virtist kraftmikill og vel á sig kominn þegar hann tók á móti Lúkashenko og kvaðst staðráðin í að styrkja tengslin við nágrannaríkið í vestri. „Samveldi með Hvíta-Rúss- landi er sameigin- leg ósk þjóða okk- ar og við ætlum ekki að víkja af þeirri braut," sagði rússneski forsetinn. Leiðtogamir undirrituðu yfír- lýsingu þar sem hvatt er til þess að ríkin myndi bandalag í tolla-, ijár-, samgöngu- og orkumálum og samhæfí stefnu sína í efna- hagsmálum. I yfírlýsingunni er ennfremur Qallað um þau áform að veita nokkrum fyrrverandi Varsjár- bandalagsríkjum, þeirra á meðal Póllandi, nágrannaríki Hvíta- Rússlands, aðild að Atlantshafs- bandalaginu. „Ríki okkar eru sam- einuð í andstöðunni við stækkun NATO í austur, sem mun skapa nýjar markalínur í Evrópu og hættulega árekstra," sagði í yfír- lýsingunni. Lúkashenko sagði að ríkin yrðu ekki sameinuð á einni nóttu og kvað mikilvægast þau hefðu sam- eiginlegan gjaldmiðil sem allra fyrst. Hann sagði að stækkun NATO hefði verið rædd ýtarlega á leiðtogafundinum en bætti við að markmiðið með samrunanum væri ekki að klekkja á Atlants- hafsbandalaginu. Besta vopnið gegn NATO Jeltsín og Lúkashenko undirrit- uðu samning um efnahagslegt bandalag ríkjanna fyrir tæpu ári en síðan hefur lítið gerst í þessum málum, einkum vegna veikinda Jeltsíns. Samskipti ríkjanna virt- ust einnig stirð í fyrra þegar Lúka- shenko knúði fram breytingar á stjómarskránni í andstöðu við þingið og jók völd sín stórlega á kostnað þingsins. Tilraunir Rússa til að miðla málum báru þá ekki árangur. Vestrænir stjómarerindrekar í Moskvu segja umræðuna um bandalag Rússlands og Hvíta- Rússlands geta reynst besta vopn Jeltsíns í baráttu hans gegn stækk- un NATO í austur. Forsetinn sagði í stefnuræðu sinni á fimmtudag að sammni ríkjanna væri forgangs- verkefni sitt í utanríkismálum. Lúkashenko kvaðst á miðviku- dag sjá fyrir sér að ríkin mynduðu bandalag í efnahags- og vamar- málum. Þar sem íbúar Hvíta-Rúss- lands eru tíu milljónir og Rúss- lands 150 milljónir er ljóst að Rússar myndu hafa bæði tögl og hagldir í slíku bandalagi. Ólík viðhorf í efnahagsmálum í stefnuræðunni minntist Jeltsín ekki á þá tillögu sína að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu í báðum ríkjunum um sammna þeirra. Jeltsín varpaði þessari hugmynd fram í janúar en stjórnvöld í Hvíta- Rússlandi tóku henni þá fálega. Ráðgjafi Jeltsíns í utanríkismál- um, Dmítri Rjúríkov, sagði að leið- togamir hefðu ekki rætt hvenær slík þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram. Sameiginleg nefnd, sem fjallar um sammnann, ætti að koma saman í Moskvu 2. apríl og þá væri að vænta mikilvægra ákvarðana í þessu máli. Jeltsín gaf til kynna í stefnu- ræðu sinni að ýmis ágreiningsmál gætu torveldað samrana ríkjanna og er talið að hann hafi einkum átt við efnahagsmálin. Lúkas- henko hefur verið tregur til að koma á efnahagsumbótum og Sergej Ling, forsætisráðherra Hvíta-Rússlands, sagði á þriðju- dag að þótt stjóm sín legði höfuðá- herslu á sammna við Rússland myndi hún fylgja eigin stefnu í efnahagsmálum. Frikirkjusöfnudurinn i Reykjavik Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl. 14. Fermd verður Rakel MacMahon, Engihjalla 17. Organisti Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðar- prests. Allir velkomnir. 1 Fríkirkjan í Reykjavík. Þýzk-hollenzkur leiðtogafundur •HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, og Klaus Kinkel, utanríkisráðherra, fara næst- komandi fimmtudag, 13. marz, til fundar við starfsbræður sína hollenzka, Wim Kok, forsætis- ráðherra og Hans van Mierlo utanríkisráðherra. Hollendingar eru nú i forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, ESB, og munu ráðherrarnir aðallega ræða viðfangsefni tengdu því, svo sem ríkjaráðstefnuna, stækk- un ESB og NATO, hina fyrirhug- uðu sameiginlegu Evrópumynt og mikilvæg utanríkismál svo sem ástandið í Albaníu. •ÞEGAR hin sameiginlega Evr- ópumynt, evróið, verður komin í gagnið, mun samkvæmt reglu- gerð frá framkvæmdastjórninni öllum smásöluaðilum í þeim lönd- um, þar sem evróið tekur við af eldri gjaldmiðli, verða gert að merkja vörur sínar með fjórum verðmerkingum. Auk söluverðs í evróum á verðið að vera upp- gefið einnig í gamla gjaldmiðlin- um, en því til viðbótar viðmiðun- arverð eftir þyngd í báðum gjaldmiðlum, þ.e.a.s. hvað 1 kg vörunnar myndi kosta, hvort sem um er að ræða bökunarduft eða sementssekki, svo dæmi séu nefnd. Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins Oreja leggur áherzlu á innlímun Schengen í ESB MARCELINO Oreja Vín. Morgunblaðið. Marcelino Oreja, sem fer m.a. með stofnanamál í framkvæmda- stjóm Evrópusam- bandsins, segir að á ríkjaráðstefnu ESB ætti að leggja áherzlu á að fella Schengen-vega- bréfasamkomu- lagið inn í stofn- sáttmála sam- bandsins. Þetta kom fram í ræðu, sem Oreja flutti á vegum austurríska utanríkisráðuneytisins í Vínarborg í gær. í svari við fyrirspum sagði Oreja að of snemmt væri að segja til um hvort Schengen-samstarfið yrði hluti af milliríkjasamstarfinu um dóms- og innanríkismál í svo- kallaðri þriðju stoð ESB eða hvort það ætti að heyra undir yfirþjóð- legar stofnanir í fyrstu stoð sam- bandsins. Fyrst þyrfti að ná sam- komulagi um að Schengen-samn- ingurinn yrði hluti af stofnsátt- mála ESB, síðan mætti skoða hvemig hann félli að stofnanaupp- byggingu sambandsins. Oreja viðurkenndi að það yrði afar erfítt að fá Bretland og írland til að taka þátt í vegabréfasam- starfínu. Hins vegar væri gerlegt að innlima Schengen í ESB án þátttöku þessara ríkja með hjálp nýrra samningsákvæða um sveigj- anlega sammnaþróun, sem nú em til umræðu á ríkjaráðstefnunni. „Ég kýs fremur að sveigjanleiki eigi sér stað innan stofíisáttmálans en utan hans,“ sagði Oreja. kKartöflur, rófur, gulrætur og hvítkál Bankabygg og malað bygg - uppskriftir og smakkið á brauði - nærið ástina með nuddi Sigtun og Kristbjörg í Vallanesi, koma í bæinn og kynna brautryðjendastarf Mtt í lífrænni ræktun í Blómavali JÖRÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.