Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 47
>
'd
I
í
P
j
j
I
i
I
I
I
i
1
I
í
!
I
í
i
I
I
J
I
_________________GREINARGERÐ__________________
Aðgerðir Bj örgunarmiðstoð var SVFI vegna Yikartinds
Fyrst beðið um
aðstoð um kl. 19
Morgunblaðið birtir hér lýsingu Slysavarnafélags íslands á aðgerðum
Björgunarmiðstöðvar SVFÍ síðastliðinn miðvikudag vegna
flutningaskipsins Vikartinds.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÚR stjórnstöð Björgunarmiðstöðvar Slysavarnafélags Islands.
KL. 12.52 barst Björgunarmiðstöð
SVFÍ skeyti frá TFV, fjarskiptamið-
stöð Pósts og Síma í Vestmannaeyj-
um, þess lútandi að miðstöðin hefði
móttekið „securite" kall kl. 12.40
frá flutningaskipinu Vikartindi
(DAFC) sem statt var á stað 63°
43,5 n., 020° 53,5’ v. sem er utan
við Þjórsárós. Skipstjórinn hafði til-
kynnt að vélar skipsins hefðu stöðv-
ast og bað um að skip í nágrenninu
sýndu varúð. TFV hafði haft sam-
band umsvifalaust við skipið og
spurst fyrir um það hvort aðstoðar
væri óskað en fékk neikvætt svar.
I skeytinu sem sent var bæði LHG
og SVFÍ var spurst fyrir um það
hvaða skip væru á svæðinu (fyrir-
spurn til Tilkynningaskyldunnar
sem er í Björgunarmiðstöð SVFÍ)
og hvort varðskip væri á svæðinu
(fyrirspurn til LHG) ef allt færi á
versta veg.
Björgunarmiðstöð SVFÍ sendi
TFV upplýsingar um skip og báta
á svæðinu kl. 13.11. LHG lætur
Björgunarmiðstöð SVFÍ vita að
staður Vikartinds kl. 12.58 sé 63°
43,9’n., 020° 52,4’v., að rekhraði
Vikartinds væri 2,5 sml/klst. og að
rekstefna væri 030° réttvísandi.
Stjórnstöð LHG tilkynnti að vs.
Ægir væri væntanlegt á svæðið
eftir 20 mínútur. Að þesssu loknu
var hafist handa við að kalla út
björgunarsveitir SVFÍ á Stokkseyri,
Eyrarbakka, Þykkvabæ og Hvols-
velli. Þær voru beðnar um að vera
í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegs
strands Vikartinds.
Kl. 13.49 barst Björgunarmið-
stöð SVFÍ skeyti frá TFV þar sem
miðstöðin tilkynnti að þeir hefðu
heyrt Heijólf spyija Vikartind um
ástandið kl. 13.44. Svarið frá skip-
inu var að það væri hætt að reka
og að akkerin virtust halda. Einnig
höfðu þeir heyrt vs. Ægi tilkynna
Vikartindi að þeir ættu eftir minna
en 8 sml. að skipinu.
Kl. 14.11 barst Björgunarmið-
stoð SVFÍ tilkynning frá LHG um
að vs. Ægir væri komið að Vikar-
tindi og að aðstoð Heijólfs hefði
verið afþökkuð.
Kl. 14.23 barst Björgunarmið-
stöð skeyti frá TFV þess efnis að
þeir hefðu heyrt fjarskipti milli vs.
Ægis, Vikartinds og Heijólfs kl.
14.08 þar sem frekari aðstoð Her-
jólfs var afþökkuð og að feijan
mundi halda áfram til Vestmanna-
eyja. Einnig að TFV hefði haft sam-
band við Vikartind og spurst fyrir
um hvort skipið væri komið á sigl-
ingu. Svarið frá skipinu var það að
ætlunin væri að bíða eftir að él
gengi yfir og þá hífa upp akkeri
og freista þess að sigla fyrir eigin
vélarafli.
Kl. 14.29 barst Björgunarmið-
stöð skeyti frá TFV þar sem mið-
stöðin skýrði frá því að þeir hefðu
heyrt vs. Ægi kalla á Vikartind kl.
14.25 og vara þá við því að akkeris-
keðjurnar lægju í kross fyrir framan
stefnið. Vikartindur sagðist skoða
þetta nánar eftir að hryðja gengi
yfir. Vs. Ægir sagðist fylgjast með.
Björgunarmiðstöð
SVFÍ barst tilkynning um
það frá LHG kl. 14.43
að Vikartindur hygðist
reyna að gangsetja aðal-
vél og létta akkeri. Veður
á svæðinu væri SV 6-7 vindstig.
Kl. 14.50 barst Björgunarmið-
stöð skeyti frá TFV þar sem mið-
stöðin skýrði frá því að kl. 14.47
hefðu þeir spurt Vikartind um fjar-
lægð skipsins frá landi og að svarið
hafi verið 1,5 sml. Verið væri að
hífa upp akkeri og að óvíst væri
hversu langan tíma það tæki.
Björgunarmiðstöð SVFÍ hafði
samband við þær björgunarsveitir
SVFÍ sem settar höfðu verið í við-
bragðsstöðu og skipaði þeim að
halda með hraði með fluglínutæki
niður að Þjórsárósum. Björgunar-
sveitir SVFÍ á Hvolsvelli og í
Þykkvabæ ættu að fara austan
megin en sveitirnar frá Stokkseyri
og Eyrarbakka vestanmegin. Björg-
unarsveit SVFÍ á Hvolsvelli til-
kynnti að þeir óskuðu eftir að Flug-
björgunarsveitin á Hellu yrði í við-
bragðsstöðu. Lögreglan á Hvols-
velli hafði samband við Björgunar-
miðstöð og spurðist fyrir um hvað
væri að gerast. Lögreglu var skýrt
frá því.
Björgunarmiðstöð barst tilkynn-
ing frá LHG kl. 14.48 um að Vikar-
tindur keyrði aðalvél á neyðarkæl-
ingu.
Björgunarmiðstöð SVFÍ heyrði
samtal á milli vs. Ægis og Vikar-
tinds á rás 16 VHF kl. 15.13 þar
sem tilkynnt var um að akkerisspil
Vikartinds væri í ólagi.
Kl. 15.23 barst Björgunarmið-
stöð skeyti frá TFV um það að
miðstöðin hefði heyrt Vikartind
kalla í vs. Ægi kl. 15.12 og til-
kynna að akkerisspilið væri í ólagi.
Áætlað var að viðgerð á því tæki
Vi klst. og ætlunin væri að sækja
varahluti aftur á. Myndu láta vita
þegar þeir gætu farið að
hífa aftur.
Kl. 15.31 barst skeyti
frá TFV um það að mið-
stöðin hefði heyrt varð-
skipið tilkynna Vikartindi
að það héldi uppí vind og sjó, þeir
væru með mannskapinn afturá að
gera klárt og kæmu aftur þegar
allt yrði klárt.
Björgunarsveitir SVFÍ vestan
Þjórsár tilkynntu að þær væru
komnar í fjöruna og sæju skipið og
við öllu búnar.
Björgunarmiðstöð SVFÍ tilkynnir
lögreglunni á Selfossi þl. 16.10 um
ástand mála við Þjórsárósa.
LHG hafði samband við Björgun-
armiðstöð SVFÍ kl. 16.56 og sagði
að lögreglan á Hvolsvelli hefði haft
samband og teldi hættu á því að
Vikartind myndi reka austur fyrir
ósa Hólsár ef það slitnaði upp og
teldi að hafa ætti viðbúnað þar.
LHG og Björgunarmiðstöð voru
sammála um að það væri óhugs-
andi miðað við allar aðstæður.
Björgunarmiðstöð hafði samband
við lögreglu á Hvolsvelli og til-
kynnti þeim að þótt svo ólíklega
vildi til að rek Vikartinds yrði í
suðaustur tæki það að minnsta kosti
3-4 klst. að reka austur fyrir og
því nægur tími til að bregðast við.
Björgunarsveitir SVFÍ austan
Þjórsár tilkynntu að þær væru
komnar í fjöruna og sæju skipið.
Von væri á liðsauka frá Flugbjörg-
unarsveitinni á Hellu.
Björgunarmiðstöð SVFÍ kallaði
Björgunarsveit SVFI á Selfossi út
kl 18.10 og bað hana að vera í við-
bragðsstöðu til að fara í fjöruna
austan megin við Þjórsá eða vestan
megin ef Vikartind skyldi reka upp,
þannig að hægt væri að veita liðs-
auka hvorum megin sem það yrði.
Ákveðið var að liðsaukinn biði í bíl
við brúna yfir Þjórsá. Tilkynnt
björgunarmönnum í fjörunni.
Björgunarsveitir SVFÍ á vettvangi
tilkynntu að þær hefðu þá þegar
kallað út björgunarsveit SVFl í
Þorlákshöfn sem liðsauka. Björgun-
arsveit SVFÍ í Landeyjum hafði
samband við Björgunarmiðstöð og
spurðist fyrir um hvort þörf væri
fyrir aðstoð þeirra. Sagt að vera til
taks í björgunarstöð sinni. Haft
samband við LHG og borið undir
þá hvort þeir teldu ekki rétt að fá
skip á svæðið ef aukatogkraft þyrfti
til að draga Vikartind út. LHG taldi
það ekki nauðsynlegt. Einnig var
spurst fyrir um það hvort LHG teldi
það ekki ráðlegt að láta þyrlu LHG
taka hluta áhafnar Vikartinds af
skipinu áður en myrkur skylli á.
LHG sammála. Þrýst á skipstjóra
um að taka ákvörðun um hvað hann
vildi láta gera, aðstæður fóru versn-
andi og myrkur var að skella á.
Björgunarmiðstöð SVFÍ hafði
samband við LHG kl. 18.55 og
spurðist fyrir um hvaða ákvörðun
skipstjóri Vikartinds hefði tekið.
LHG kvað hann hafa neitað allri
aðstoð. Verið væri að gera við aðal-
vél og að það tæki um 2 klst. LHG
sagði að það hefði hann verið að
segja í allan dag. Vettvangsstjóra
björgunarsveita við Þjórsá, Jóni
Hermannssyni, björgunarsveit
SVFÍ á Hvolsvelli, var tilkynnt
þetta.
Björgunarmiðstöð SVFI heyrir
kl. 19.10 Vikartind biðja vs. Ægi
á rás 16 VHF að koma taug á milli
skipanna. Fylgst með skiptum skip-
anna á rás 16 VHF. Um kl. 19.45
eftir að varðskipið hafði gert til-
raunir til að koma taug á milli skip-
anna heyrðist til varðskipsins þar
sem það tilkynnti Vikartindi að
hætt yrði við, varðskipið sjálft væri
komið í hættu, brotsjóir í brúar-
hæð, kölluð yrði til þyrla. Stuttu
seinna heyrðist varðskipið tilkynna
Vikartindi að það teldi
að það hefði misst mann
fyrir borð og spurði
Vikartind hvort það sæi
hann í sjónum við stjórn-
borðssíðuna.
Björgunarmiðstöð SVFÍ hafði
samband kl. 19.57 við Vestmanna-
ey (TFLC) sem var statt á 63°
20’n., 019o 52’v. og bað það að
halda tafarlaust á vettvang sem það
og gerði.
Hringt í Björgunarmiðstöð SVFÍ
á beinni línu TFA (Gufunes) LHG
og SVFÍ frá TFA og beðið um stað-
festingu á móttöku neyðarkalls
Vikartinds. LHG tilkynnti að TF-
LIF væri lögð af stað og að beðið
hefði verið um aðstoð þyrlna Varn-
arliðsins.
Björgunarmiðstöð SVFÍ heyrði
Vikartind senda Mayday neyðarkall
kl. 20.13 um að það væri strandað
á stað 63° 45.8’n., 020° 46.8v.
Hlustað á rás 16 VHF á skipti
björgunarsveita og varðskips.
Björgunarsveitir brugðust strax við
og hófu leit að skipveija varðskips-
ins sem fallið hafði fyrir borð. Vett-
vangsstjóri björgunarsveita við
Þjórsá hafði samband við Björgun-
armiðstöð og bað um að þyrlur
Varnarliðsins yrðu tafarlaust
sendar á vettvang. Tjáð að það
hefði verið gert. Bað um að bifreið
Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði
yrði kölluð út og fengin í fjöruna
austanmegin við Þjórsá til að flytja
skipbrotsmenn ef lent yrði með þá
þar. Björgunarmiðstöð brást við
þessu.
Björgunarmiðstöð hafði samband
við Vestmannaey ki. 20.22 sem
sagðist verða á vettvangi laust fyr-
ir kl. 24.
Björgunarmiðstöð heyrði TF-LÍF
tilkynna kl. 20.27 á rás 16 VHF
að hún væri byijuð að hífa áhöfn
Vikartinds frá borði. Haft samband
við Vestmannaey og greint frá at-
burðarás.
Björgunarmiðstöð heyrði vs. Ægi
tilkynna vettvangsstjórn björgunar-
sveita kl. 20.56 að hífíngum væri
að ljúka og að TF-LÍF bæði um að
kveikt væri á blysi í fjörunni þar
sem bjarghringi varðskipsins rak á
land.
Björgunarmiðstöð hafði samband
við vettvangsstjóra kl. 21.35 og
óskaði eftir staðfestingu á því að
TF-LÍF væri lent með áhöfn Vikar-
tinds í fjörunni. Vettvangsstjóri
staðfesti þetta og tilkynnti enn-
fremur að verið væri að flytja
áhöfnina í hús í Þykkvabæ til lækn-
isskoðunar.
Björgunarmiðstöð heyrði kl.
21.41 TFV bera skilaboð á milli vs.
Ægis og Vestmannaeyjar þar sem
fram kom að varðskipið teldi að
ekki væri þörf fyrir aðstoð togarans
og afþakkaði frekari hjálp hans.
LHG hafði samband við Björgun-
armiðstöð kl. 22.30 og óskaði eftir
hnitum á fundarstöðum bjarg-
hringja vs. Ægis. Haft samband
við vettvangsstjóra sem gaf upp
hnitið 63° 45,8’n., 020° 45,3’v. á
vestari hringnum og hinn staðinn
240 m austar í flæðarmálinu. LHG
tilkynnt þetta en stjómstöð hennar
taldi líklegasta leitarsvæði 63°
45,5’n., 020° 46.3’v. og 0.5 sml.
út frá þeim stað. Báðu um að leitar-
menn yrðu minntir á að sandurinn
hylur fljótt. Þessu komið til skila.
Vettvangsstjóri tilkynnti Björg-
unarmiðstöð kl. 23.15 að Vikartind-
ur væri farinn að láta á sjá og að
farið væri að losna um gáma. Upp-
lýsingum um það komið til Eim-
skipafélagsins. Einnig tilkynnt um
að fundist hefði bjarghringur
merktur skipaskrámúmerinu 2253
sem er Elliði GK. Þessum upplýs-
ingum komið til LHG.
Björgunarmiðstöð bámst fjölda-
margar upphringingar og fyrir-
spurnir á meðan á aðgerðum stóð,
m.a. frá lögfræðingi útgerðar
Vikartinds sem spurðist fyrir um
hvort SVFÍ gæti tekið á móti áhöfn
Vikartinds er hún kæmi til Reykja-
víkur. Var honum tjáð að þeir væm
velkomnir í höfuðstöðvar SVFÍ
þangað til búið væri að koma þeim
fyrir. Björgunarmiðstöð
gerði ráðstafanir til mót-
töku en var sú aðstoð
afturkölluð síðar af forr-
áðamönnum Eimskipafé-
lagsins.
Eftir samráð við LHG þar sem
fram kom að vs. Ægir hefði fært
sig frá vettvangi og að TF-LÍF
hefði hætt leit var farið fram á það
að björgunarsveitir héldu áfram leit
um nóttina með 10 mönnum á
tveimur bifreiðum vestanmegin við
Þjórsá og 10 mönnum á 2 bifreiðum
austanmegin við hana. Beðið var
um það að önnur bifreiðin austan
megin einbeitti sér að svæðinu þar
sem bjarghringirnir fundust. Aðrir
björgunarsveitamenn beðnir um að
hvíla sig og vera reiðubúnir til leit-
ar í birtingu.
Aðgerðastjóri í Björgunarmið-
stöð SVFÍ hætti formlega störfum
kl. 01.30, 6.3. 1997 og gaf vakt-
manni fyrirmæli um að kalla sig
út eða annan starfsmann Björgun-
ardeildar SVFÍ ef aðstæður breytt-
ust.
Björgunar-
sveitir í við-
bragðsstöðu
Leit haldið
áfram um
nóttina