Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, Stm 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ríkissaksóknari leggur fram bókun við sjópróf
Skipstjórmn hugsan-
lega sóttur til saka
BÓKUN var lögð fram af hálfu
embættis ríkissaksóknara þegar sjó-
próf voru haidin í gær, vegna strands
flutningaskipsins Vikartinds á mið-
vikudag. í bókuninni kemur fram,
að ríkissaksóknari er að kanna hvort
skipstjóri flutningaskipsins hafi
hugsanlega bakað sér refsiábyrgð
og er vísað til almennra hegningar-
laga, siglingalaga og laga um vamir
gegn mengun sjávar.
Sjópróf stóðu í allan gærdag og
verður fram haldið í dag. í gær kom
'í*Tram að Landhelgisgæslan og Eim-
skip höfðu hvatt skipstjóra flutn-
ingaskipsins til að taka ákvörðun
um að leita aðstoðar vegna yfirvof-
andi hættu. Skipstjórinn og 1. stýri-
maður báru hins vegar báðir, að
þeir hefðu ekki talið hættu á ferðum
fyrr en akkeri skipsins misstu festu
og skipið rak á skammri stundu upp
í fjöru.
Skömmu áður en skýrslutökum
fyrir dómi lauk í gær var lögð fram
bókun ríkissaksóknara. í bókuninni
voru dómarar upplýstir um, að ríkis-
saksóknari væri að kanna hvort
framganga skipstjórans í málinu
varðaði við lög. Vísað er til 4. mgr.
220. greinar hegningarlaga, þar sem
segir að varðhaldi eða fangelsi allt
að 4 árum skuli sá sæta, sem í ábata-
skyni, af gáska eða á annan ófyrir-
leitinn hátt stofnar lífi eða heilsu
annarra í augljósan háska.
Yfirsjón eða vanræksla
Þá vísar embætti ríkissaksóknara
til 238. greinar siglingalaga, þar sem
segir að ef skipstjóri hafi orðið vald-
ur að skipstrandi, árekstri eða öðru
sjóslysi með yfírsjónum eða van-
rækslu í starfí sínu varði það sekt-
um, varðhaldi eða fangelsi. Ef skip-
stjóri er sakfelldur fyrir brot á þess-
ari grein gæti einnig komið til greina
að svipta hann skipsstjórnarréttind-
um ákveðinn tíma.
Loks vísar ríkissaksóknari til laga
um varnir gegn megnun sjávar. í
sjötta kafla laganna er kveðið á um
ábyrgð vegna mengunar sjávar. Þar
segir m.a. að ef hætta er á mengun
skuli sá, sem bæri ábyrgð á henni,
gera allt sem í hans valdi stendur
til þess að koma í veg fyrir eða draga
úr henni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins kom til tals fyrir réttinum
í gær að dómsforseti óskaði lög-
reglurannsóknar vegna hugsanlegra
brota skipstjórans. Ekki var þó tekin
afstaða til þess, en sjóprófum frestað
til morguns.
■ Höfnuðu hjálp/32
■ Flutningar/12
■ Reyna á/14
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Hátt fiskverð
vegna brælunnar
HÁTT fiskverð er nú á fiskmörk-
uðum landsins vegna langvarandi
brælu að undanförnu. Þannig
sejdist kílóið af ýsu á 235 krónur
á íslandsmarkaði í gær en aðeins
voru seld um þrjú tonn. Þá voru
seld átta tonn af smáýsu á Fisk-
markaði Suðurnesja í gær á 208
krónur kílóið. Verð á ýsu hefur
verið mjög hátt undanfarnar vikur
vegna brælunnar og fór ýsuverðið
t.d. upp í 260 krónur í febrúar sl.
■ Haugabræla/17
Mikil óvissa í
kjaraviðræðunum
VSÍ tilbúið
að ræða flata
hækkun í
prósentum
MIKILL ágreiningur er milli
landssambanda ASÍ og vinnu-
veitenda um þær kröfur og
gagntilboð sem fram hafa komið
í kjaraviðræðum á undanfömum
dögum. Ákveðið hefur verið að
halda viðræðum áfram yfír helg-
ina til að kanna hvort flötur er
á áframhaldandi viðræðum, sem
geti leitt til samkomulags.
Fyrstu verkföll sem boðuð hafa
verið hefjast á miðnætti annað
kvöld. Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari segir að staðan sé
óráðin og ákveðin þáttaskil hafí
orðið í viðræðunum.
„Við höfum þegar undirgeng-
ist að minnsta kosti 5% aukn-
ingu á launakostnaði með okkar
tilboði. Við erum reiðubúnir að
ræða aðrar útfærslur á því, þess
vegna um flata prósentuhækk-
un, þar sem ekki yrðu gerðar
neinar aðrar breytingar, líkt og
samningar sumra þessara fé-
laga, til dæmis við Stöð 2, hafa
falið í sér. Af okkar hálfu er
engin krafa uppi um það að
hækka taxtakaup um tugi pró-
senta og gera aðrar þær breyt-
ingar sem því fylgja. Við erum
alveg eins tilbúnir að semja á
einföldum nótum með svipuðum
launakostnaðarauka," segir,
framkvæmdastjóri VSÍ.
VMSÍ-félög undirbúa
verkfallskosningar
„Það er mjög mikill ágrein-
ingur um samningstíma, breyt-
ingar á yfirvinnuálögum, svo-
kallaðan fleytitíma, sem felur í
sér að starfsmenn vinni dag-
vinnu á mismunandi tímum yfir
daginn, einstaklingsbundið, og
svo munar mjög miklu á launa-
!iðum,“ segir Bjöm Grétar
Sveinsson, formaður VMSÍ.
■ Viðræður/4
Morgunblaðið/Páll Stefánsson
Hagnaður Landsbanka
262 milljónir króna
Vikartindur
í brimrótinu
VÉLAR og tæki björgunarmanna
virtust ekki stór eða burðug
frammi fyrir stórum skrokki
Vikartinds í briminu í Háfsfjöru
suður undan Þykkvabæ siðdegis
í gær. Fulltrúar útgerðar og
tryggingafélags eru að leggja á
ráðin um björgun á olíu, farmi
og sjálfu skipinu ásamt sérfræð-
ingum erlendra björgunarfyrir-
tækja. Stefnt var að því að áætl-
un yrði tilbúin í dag og að björg-
unaraðgerðir gætu hafist strax
eftir helgi. Meðan þessu fer fram
bylja brimskaflarnir á skipinu.
Sýslumaðurinn í Rangárvalla-
sýslu ákvað að strandstað yrði
lokað fyrir almennri umferð og
lögreglan minnir á að brúsum
með hættulegum efnum gæti
hafa skolað á land í fjörum langt
frá strandstaðnum.
HAGNAÐUR Landsbankans fyrir
skatta og óreglulega liði nam 582
milljónum króna á síðasta ári, en
þegar tekið hefur verið tillit til þess-
ara liða, sem eru meðal annars
vegna eldri lífeyrisskuldbindinga að
upphæð 260 milljónir króna, nam
hagnaðurinn 262 milljónum króna
samanborið við 177 miiljónir árið
áður.
Björgvin Vilmundarson, formað-
ur bankastjórnar Landsbanka ís-
lands, sagði á ársfundi bankans í
gær, þar sem afkoman var kynnt
og ársreikningur bankans undirrit-
aður, að þessi rekstrarniðurstaða
væri langt frá því viðunandi, allra
síst í ljósi þess að árferði hefði ver-
ið gott á síðasta ári og nauðsyn á
að bæta afkomuna í gjörbreyttu
rekstrarumhverfi næstu ára.
Bankar ávaxti lífeyrissparnað
Kjartan Gunnarsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, sagði
meðal annars í ávarpi sínu á fund-
inum, að allir þeir sem hefðu heim-
ildir til að taka að sér ávöxtun fjár-
muna almenning ættu að hafa jafn-
an kost á því að ávaxta lífeyrissparn-
að landsmanna. Sú þróun sem orðið
hafí hér á landi að lífeyrissjóðakerf-
ið sé nánast alfarið bundið á klafa
einkaréttar og skylduaðildar greið:
anda sé óhugsandi til frambúðar. í
lífeyrissjóðum landsmanna væri
varðveittur sparnaður að verðmæti
um 300 milljarðar en það nálgist
að vera um helmingur af öllum pen-
ingalegum sparnaði í landinu. Ef
stjórnvöld teldu það einhvers virði
að hafa í framtíðinni sterka og
öfluga banka á Islandi væri augljóst
að skapa yrði þeim grundvöll til
þess að taka með eðlilegum hætti
þátt í lífeyrisspamaði landsmanna.
■ Langtfrá/16