Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 9
FRÉTTIR
Hlutafélagavæðing ríkisbankanna
Bankaráð áfram pólitísk
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra segir að við skipan bankaráðs-
manna ríkisbankanna eftir breyt-
ingu þeirra í hlutafélög verði eftir
sem áður farið eftir pólitísku lands-
lagi á hveijum tíma. Ráðherrann
segist stefna að því að fjöldi bankar-
áðsmanna verði fímm, en vill ekkert
gefa upp um fyrirhugaðan fjölda
bankastjóra. Þetta kom fram í um-
ræðum á Alþingi nýlega.
Helmingaskiptunum viðhaldið
Þingmenn Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags gagnrýndu að stjórn-
málaflokkarnir héldu ítökum sínum
í bönkunum þrátt fyrir hlutafélaga-
væðingu. Þeir sögðu greinilegt að
tilgangurinn væri sá að viðhalda
helmingaskiptum Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks á bankakerfinu.
Ekki væri séð að hlutafélagavæðing
bankanna þjónaði öðrum tilgangi því
hún hefði í sjálfu sér ekki í för með
sér neina hagræðingu.
Ágúst Einarsson, Þingflokki jafn-
aðarmanna, sagði að það væri stefna
ríkisstjórnarflokkanna að færa yfir-
ráð yfir bönkunum síðar til fyrir-
tækja sem vinveitt væru þeim. Þar
átti þingmaðurinn annars vegar við
Eimskip og Sjóvá og fyrirtæki tengd
þeim sem bundin væru Sjálfstæðis-
flokknum sterkum böndum og hins
vegar Vátryggingafélag íslands og
Olíufélagið sem tengd væru Fram-
sóknarflokki.
Jóhanna Sigurðardóttir, Þing-
flokki jafnaðarmanna, sagði að
ábyrgð ríkisins á bönkunum héldist
þrátt fyrir að þeim hefði verið breytt
í hlutafélög. Benti hún í því sam-
bandi á reynslu Norðurlandaþjóða
fyrir nokkrum árum þar sem ríkið
neyddist til að bjarga einkabönkun-
um með miklum fjárframlögum. Við-
skiptaráðherra sagði ekki útiloka að
Bílvelta hjá
Tung’uflj óti
FJÓRIR Bandaríkjamenn voru
fluttir á heilsugæslustöðina á Sel-
fossi eftir að bifreið þeirra valt við
vegamót skammt frá Tungufljóti í
Árnessýslu, laust eftir klukkan 17
á laugardag.
Svo virðist sem ökumaður bif-
reiðarinnar hafi ekki náð beygju
sem er skammt frá vegamótum,
með fyrrgreindum afleiðingum.
Meiðsli þeirra eru ekki talin lífs-
hættuleg en ástæða þótti til að
flytja hluta hópsins til frekari með-
ferðar á Landspítala.
ríkið yrði að koma bönkunum til
bjargar ef samsvarandi aðstæður
kæmu upp hér á landi, en það væri
þá gert í þeim tilgangi að bjarga
efnahagskerfinu.
Ahrif starfsmanna of lítil
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu
einnig að ekki væri tryggt starfs-
menn bankanna hefðu áhrif á hluta-
félagavæðinguna. Viðskiptaráð-
herra sagðist ekki geta lofað því að
starfsmennirnir fengju fulltrúa í
nefnd sem sinna mun undirbúningn-
um en að þeir fengju að fylgjast
nákvæmlega með framvindu máls-
ins. Hann sagði einnig að starfsmenn
hefðu haft mikil áhrif á það að
ákveðið hefði verið að selja aðeins
35% af hlutafé bankans eftir fjögur
ár, en ekki 49% eins og ætlunin var
upphaflega.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, lýsti þeirri skoðun
sinni að við sölu hlutafjár í bönk-
unum ætti að gefa starfsmönnum
þeirra kost á því að breyta þeim
hluta lífeyrissjóðsréttinda, sem væru
umfram það sem almennt gerðist, í
hlutafé. Einnig taldi hann að helm-
ingi hlutafjár ætti að skipta milli
allra landsmanna, þannig að þeir
lærðu að fara með hlutabréf. Pétur
sagði að ef beðið yrði í fjögur ár
eftir því að selja bankana, eins og
gert er ráð fyrir í frumvarpinu, yrði
ekkert eftir að selja, því hratt íjaraði
undan bönkunum vegna breytinga á
fjármáiamörkuðum. Hann tók undir
með stjórnarandstæðingum varðandi
það að nauðsynlegt væri að einn
bankastjóri bæri ábyrgð á öllum
rekstrinum.
ÚTIVISTARBÚÐIN
við Umferðarmiðstöðina,
símar 5519800 og 5513072.
Ný sending
Blússur, peysur, síðbuxur.
Tískuskemman
Bankastræti 14. sími 561 4118
Úrvalfermingargjafa
Seðlaveski • Skartgripaskrín
Iþróttatöskur • „Beauty Box“
Lítil leðurveski • Bakpokar.
Laugavegi 58,
sími 551 331 1.
GoU verð
Fermingarmömmur og -ömmur
Úrval af drögtum
og fallegum blússum
TESS VounCa. | * \sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga
kl. 10-14.
MaxMara
Vor- og sumarfatnaðurinn frá
MaxMara og marjna RINALDI
er kominn.
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, s. 562 2862
Framtíðarhúsgögn
fvrir ungt fólk
Suðurlandsbraut 22, sími 553 601 1
Fataskápur
KDMDU MEÐ „RAUÐU“ SPARISKl RTEI NIN
DG SKIPTU ÞEIM I MARKFLDKKA
Með endurskipulagningu allra flokka spariskírteina og breytingu þeirra í markflokka,
hefur lokagjalddaga spariskírteinanna í töflunni verið flýtt.
Kannaðu hvort þú eigir þessi skírteini
og hafðu þá samband við Lánasýslu
ríkisins sem fyrst og fáðu alla aðstoð
við að tryggja þér ný spariskírteini í
markflokkum í stað þeirra gömlu.
Vertu áfram í örygginu!
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæb, sími 562 6040
endurskipulaGNING
spariskÍRTEINA
RÍKISSJÓÐS
RAUÐIR FLDKKAR S PARIS Kl RTEI N A
Uppsagnarflokkar til endurfjármögnunar í markflokka
Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi
SP1984 II 8.00% 10.03.1997
SP1985 IIA 7,00% 10. 03. 1997
SP1984 III 8,00% 12.05.1997
SP1986 II4A 7,50% 01.07. 1997
SP1985 IA 7,00% 10. 07. 1997
SP1985 IB 6,71% 10. 07. 1997
SP1986 I3A 7,00% 10. 07. 1997
SP1987 I2A 6,50% 10. 07, 1997
SP1987 I4A 6,50% 10. 07. 1997
UTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT