Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 12

Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ársskýrsla Stígamóta 1996 Flestir beittir kynferðis- ofbeldi á unglingsárum DR. FRANZ Josef Rumler, Ingimundur Sigfússon sendiherra og Valgerður Valsdóttir kona hans. Ingimundur Sigfús- son sendiherra heiðr- aður í Þýzkalandi SENDIHERRA íslands í Bonn, Ingimundur Sigfússon, var á miðvikudag heiðraður af sam- tökum frammámanna i viðskipt- um og stjórnmálum í Bonn og Berlín, Wirtschaftspolitischer Club, en þessi samtök hafa starfað frá árinu 1952 og urðu fljótt eftir stofnun vettvangur samskipta forystumanna í við- skiptalífi og stjórnmálamanna. Innan samtakanna eru flokks- pólitískar umræður bannaðar. Frá árinu 1965 hafa samtökin staðið fyrir árlegri veizlu, þar sem aðeins eru á borðum þjóð- legir réttir búnir til úr græn- káli, sem er mikils metið meðal Þjóðverja frá fornu fari, svína- kjöti og pylsum. I þessum veizl- um er þá jafnan heiðraður sér- staklega einhver sérstakur og varð Ingimundur Sigfússon sendiherra Islands fyrir valinu í þetta sinn. Samtökin hafa ár- lega frá 1991 veitt þeim, sem skarað hafa fram úr í markaðs- setningu og viðskiptum í fyrr- verandi A-Evrópuríkjum sér- stök verðlaun, sem eru mjög eftirsótt. Ingimundur Sigfússon flutti þakkarávarp, er hann hafði ver- ið heiðraður og kvaðst undrandi og glaður yfir að sér og þjóð sinni hefði hlotnazt þessi veg- semd. Hann notaði tækifærið og kynnti land og þjóð á víðum grundvelli, og ræddi viðskipta- tengsl íslands og Þýzkalands, sem eru eitt helzta áhugamál hans og er sá heiður, sem honum hlotnaðist hjá samtökunum í raun staðfesting á farsælu starfi hans á þessu sviði, segir í frétt frá fréttaritara Morgunblaðsins í Þýzkalandi, Þórarni Stefáns- syni. Margir hafa áður notið þess heiðurs, sem fellur í skaut Ingi- mundar nú. Þar má t.d. nefna Johannes Rau, forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen, Jiirgen W. Möllemann fyrrverandi við- skiptaráðherra Þýzkalands, Walter Scheel fyrrverandi utan- ríkisráðherra og Dieter Weirich útvarpsstjóra þýzka útvarpsins, „Deutsche Welle“, en hann var heiðraður í fyrra. Ingimundur er fjórði sendiherra erlends rík- is, sem heiðraður er með þessum hætti, en áður hafa sendiherrar Ítalíu, Austurríkis og Ungverja- lands verið heiðraðir. Veizlan fór fram í hátíðarsal hins sögufræga hótels „Rhein- hotel Dreesen“, skammt frá sendiherrabústaðnum í Kron prinzenstrasse. Ingimundur Sigfússon hefur verið sendiherra í rúm tvö ár. Hefð hefur skapast um það inn- an samtakanna að fara árlega í ferðalag og var stungið upp á því að loknu borðhaldi að kom- inn væri tími til þess að heim- sækja ísland. ALLS leituðu 449 einstaklingar til Stígamóta á árinu 1996 en þar af voru 256 þeirra að leita sér aðstoð- ar í fyrsta sinn. Frá upphafi Stíga- móta hafa 2.205 einstaklingar leit- að þar hjálpar. Þolendur kynferðisofbeldis eru úr öllum starfsstéttum og menntun- arlegur bakgrunnur þeirra er marg- breytilegur. Tæplega 79% þeirra sem leituðu aðstoðar á árinu höfðu verið beittir kynferðislegu ofbeldi innan sextán ára aldurs og 93% voru nítján ára eða yngri þegar ofbeldið átti sér stað. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 1996. Sifjaspell og afleiðingar þeirra eru langalgengustu ástæður þess að fólk leitar liðsinnis Stígamóta. 219 manns, eða tæp 58% þeirra sem þangað leituðu, gáfu upp þá ástæðu. Næstalgengustu ástæðurn- ar eru nauðganir og afleiðingar þeirra, þá kynferðisleg áreitni og grunur um sifjaspell. Flestir þeirra sem leituðu til Ný flugyél Flugmálastj órnar Aflmeiri vél til nýrra verkefna TF-FMS, ný flugvél Flugmála- stjórnar, er komin til landsins en hún er stærri, langfleygari, afl- meiri og hefur meiri burðargetu en eldri vélin sem nú er til sölu. Nýja vélin er af gerðinni Beech- craft Super King Air B200 en gamla vélin heitir Beechcraft King Air E90. Kaupverðið var 95 millj- ónir króna og munu sértekjur standa undir afborgunum á 10 ára láni sem tekið var vegna kaup- anna, auk söluverðs gömlu vélar- innar. Flugmálastjórn annast flug- prófanir á flugleiðsögukerfum um landið allt og annað sérhæft mæl- ingarflug, leitar- og björgunar- flug, flug með tæknimenn Flug- málastjórnar til að sinna marg- háttuðu viðhaldi á tæknibúnaði og flug með æðstu embættismenn ríkisins. Nýja vélin getur auk þessa annast mælingar á GPS leið- sögukerfinu sem fer m.a. fram í Stígamóta á árinu 1996, eða 74,6%, ólust upp hjá báðum kynforeldrum. Aðeins 8,6% ólust upp hjá einstæðu foreldri og 12,5% hjá móður og stjúpa. Hlutfall karla og kvenna hefur verið svipað allt frá upphafi. Hlutfall kvenna af þeim sem leitað hafa aðstoðar Stígamóta var á síð- asta ári 91,4% og karla 8,6%. Körl- um hefur þó hægt og bítandi verið að fjölga, sem væntanlega gefur til kynna að það sé orðið auðveldara nú en áður fyrir karlmenn að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir í æsku. Reynst erfitt að leita aðstoðar Stígamót eiga sjö ára afmæli um þessar mundir en starfsemi þar var hafin 8. mars 1990, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. í ársskýrslunni kemur fram að þrátt fyrir tilvist Stígamóta síðastliðin sjö ár sé enn mikið um það að fólk sé að leita sér aðstoðar vegna kynferðisofbeld- is sem átti sér stað fýrir 10-20 árum. Þessi staðreynd sýni vel hversu mörgum reynist erfitt að leita aðstoðar vegna þessara mála og geri það ógjarnan fyrr en afleið- ingar ofbeldisins séu orðnar afar þungbærar. Morgunblaðið/Halldór NÝJA flugvélin ber einkennisstafina TF-FMS og hefur henni aðeins verið flogið í 2.800 tíma. Hún er þegar byrjuð í verkefnum. samvinnu við Flugmálastjóm Bandaríkjanna, FAA. Einnig greiðir hún aðflugsmælingar á Keflavíkurflugvelli en aðrar sér- tekjur vélarinnar eru m.a. mæling- ar á ratsjármerkjum fyrir alþjóð- aumferð á íslenska flugstjórnar- svæðinu sem greiddar eru af al- þjóðaflugþjónustunni. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði að nýja vélin gerði Flugmálastjóm mögulegt að taka þessi nýju verk- efni að sér fyrir Flugmálastjóm Bandaríkjanna en þau væm m.a. fólgin í mælingum langt norður í heimskautssvæðin. Sagði hann ráðgert að fljúga vélinni ekki færri en 500 tíma árlega. Snæbjörn Guðbjörnsson yfir- flugstjóri flaug vélinni heim ásamt Kára Guðbjörnssyni flugmanni. Vélin er búin tveimur 850 hestafla hreyflum af gerðinni Pratt og Whitney. Hámarksflughraði er rúmlega 500 km á klst. og há- marksflugdrægi 1.850 sjómílur. Hún tekur 10 farþega en gamla vélin tók aðeins 6 farþega. Henni hafði verið flogið nærri 10 þúsund tíma. P€DROULO* Aflmiklar dælur í ýmsum stærðum! Rafknúnar dælur 0,37 til 15 kw Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neysluvatnsdælur með jöfnunarkút, olíudælur, smúldælur o.fl. Dæmi um verð á dælum - 1 eða 3 lasa (verð m/vsk.): PK alhliða dælur 40 lítra/mín. 40 m.v.s. kr. 7.180,- CK olíu- eða vatnsdælur 50 lítra/mín. 47 m.v.s. kr. 19.340,- JSW neysluvatnsdælur 160 lítra/mín. 60 m.v.s. kr.33.850,- SVbrunndælur 600 lítra/mín. 12 m.v.s. kr. 55.500,- F bruna- og smúldælur 700 lítra/mín. 55 m.v.s. kr. 83.780,- Úrvalsdælur á ótrúlega góðu verði. Sendum um land allt. VÉLASALAN HF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gæslan heiðrað STÝRIM ANN ASKÓLINN í Reykjavík heiðraði þyrlusveit og starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar fyrir unnin björgunaraf- rek á kynningardegi Stýri- mannaskólans síðastliðinn laug- ardag. Við þetta tilefni afhenti Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, skólanum fyrsta myndbandið um það hvernig eigi að standa að björgunaraðgerðum úr sjó með þyrlu sem Landhelgisgæsl- an og Slysavarnafélag Islands hafa látið gera. Á myndinni sést Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskól- ans, ávarpa samkomuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.