Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 13

Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 13 Sjálfræðis- aldur ekki hækkaður í FRUMVARPI til lögræðislaga sem tekið var til umræðu á Alþingi á mánudag er ekki gert ráð fyrir að sjálfræðisaldur hækki, þrátt fyrir að flest félög og fagfólk sem fengin voru til umsagnar um málið hafi mælt með því. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra segir að ekki hafi þótt ástæða til að seinka sjálfræði allra vegna minnihluta sem ætti við vandamál að stríða. Hann segir þó að skiptar skoðanir séu um þetta mál innan beggja stjórnarflokka. Jón Kristjánsson segir Framsókn- armenn gera fyrirvara við þá grein frumvarpsins sem tilgreinir sjálfræð- isaldur og vilji taka það mál til nán- ari skoðunar. Við umræðurnar sagðist Þorsteinn efast um að hækkun sjálfræðisaldurs myndi auðvelda meðferð gegn fíkni- efnum, vegna þess að slík meðferð væri til lítils gagns ef hún væri gegn vilja unglingsins. Hann sagði einnig að vandamál unglinga hér á landi væru ekki meiri en í nágrannalönd- unum þó sjálfræðisaldur væri lægri þannig að ekki væri að sjá hann hefði úrslitaáhrif. Jóhanna Sigurðardóttir, Þing- flokki jafnaðarmanna, sagði að hækkun sjálfræðisaldurs væri ekki aðeins til þess gerð að veija unglinga sem eiga við vandamál að stríða. Hún benti á að miklar samfélags- breytingar hefðu orðið síðan sjálf- ræðisaldurinn var ákveðinn. At- vinnuleysi og lengri skólaganga leiddi til þess að börn væru lengur háð foreldrum sínum og dveldust hjá þeim. Einnig myndi sjálfræðisaldur- inn framlengja ábyrgð samfélagsins. Aukin útgjöld til barnaverndarmála? Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðu- bandalagi, benti á að í frumvarpinu kæmi fram athugasemd um að út- gjöld til barnaverndarmála myndi aukast ef sjálfræðisaldurinn hækk- aði. Hún gat sér þess til að sparnað- ur væri meginástæða þess að ákveð- ið hefði verið að hækka ekki sjálfræð- isaldurinn. Guðný Guðbjörnsdóttir, tók undir þetta sjónarmið og benti einnig á að kostnaður ríkisins vegna barnabóta myndi aukast. Dómsmála- ráðherra neitaði því að kostnaðar- ástæður hafí ráðið afstöðu til máls- ins, enda sagðist hann efast um að ríkið myndi tapa á því fjárhagslega að hækka sjálfræðisaldurinn. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, mælti með því að sjálfræðis- aldur yrði óbreyttur en að foreldrum og barnavemdaryfirvöldum yrði gert kleift að seinka honum í sérstökum tilvikum. Morgunblaðið/Ásdís Páskabasar Hringsins KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sinn árlega páskabasar í Kringlunni föstudaginn 21. mars og laugardaginn 22. mars. Margir fallegir handunnir munir verða seldir til styrktar Barnaspítalasjóðs Hringsins. FRÉTTIR Fundur borgarstjóra með íbúum í austurbænum Hlj óðmengun er vaxandi áhyggjuefni Vaxandi óánægja er meðal íbúa höfuðborgarinnar vegna hljóðmengunar frá fjölförnustu umferðar- götum í borginni. Hildur Einarsdóttir fylgdist með á hverfafundi borgarstjóra. Morgunblaðið/Ásdís FJÖLMENNT var á hverfafundinum með Ingibjörgu Sólrúnu. Vildu menn úrbætur í ýmsum málum. A HVERFAFUNDI borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með íbúum Háaleitis-, Smáíbúða-, Fossvogs-, Bústaða- og Múlahverfis varð fólki tíðrætt um hljóðmengun, gatna- og skólamál og auglýst var eftir sundlaug í hverfið. Eins og venja er á hverfafundum með borgarstjóra, sem að þessu sinni var í Réttarholtsskóla, hóf Ingibjörg Sólrún mál sitt á því að ræða fjár- mál og íjárhagsstöðu borgarinnar svo og stefnumörkun í ýmsum mál- um. Því næst vék hún að helstu framkvæmdum á svæðinu á síðasta ári og þær sem fyrirhugaðar eru á þessu ári. í framhaldi af því sagði Ingibjörg Sólrún frá hugmyndum sem hafa komið upp hjá Kringlumönnum um stækkun Kringlunnar. Væri önnur hugmyndin í athugun hjá borgaryfir- völdum um þessar mundir. Kjarni hennar væri sá að breyta Kringlu- torginu og tengja saman með bygg- ingu Kringluna og Borgarkringluna sem nú væri farið að nefna Suður- Kringlu. Jafnframt væri hugmynd um að auka fjölbreytni þjónustu við Kringlutorg og bæta bílastæði í suð- austurhorni Kringlunnar og fjölga þeim lítillega. Hin hugmyndin gengi út á að stækka norðurenda Kringl- unnar næst Miklubraut og gera bíla- umferð að Kringlu frá Miklubraut auðveldari. „Þessi áhugi á að styrkja Kringl- una sem aðalverslunarmiðstöð höf- uðborgarsvæðisins næst á eftir sjálf- um miðbænum er vafalítið tilkominn vegna harðrar samkeppni á verslun- arsviðinu meðal annars frá fyrirhug- uðum stórmörkuðum í nágranna- sveitarfélögunum,“ sagði hún. íbúar við Hvassaleiti gerðu mál aflagðs gæsluvallar á svæðinu að umtalsefni og í framhaldi af því færðu þeir borgarstjóra bréf þar að lútandi. Sögðu þeir að gæsluvöllur- inn væri í mikilli niðurníðslu. I fyrra- sumar hefði að frumkvæði íbúa ver- ið starfræktur þar smíðavöllur og hefði hann notið mikilla vinsælda. Kom fram að íbúum nærliggjandi húsa væri mikið í mun að svæðið yrði fegrað og hannað sem opið leik- svæði og garður sem þjóni öllum íbúum hverfisins. Ingibjörg Sólrún sagði að ekki væri gert ráð fyrir fjármunum til framkvæmda í þessa veru á árinu en hugmyndin væri athyglisverð. Hvar á að staðnæmast í hljóðvarnarmálum? Spurt var hvort ekki borgaði sig frekar að taka húsin á móts við Miklatún eignarnámi í stað þess að grafa veggöng undir Miklubrautina. Ingibjörg sagði svipað- an hljóðmengunarvanda að finna víðar í borginni og tók sem dæmi íbúðar- húsin á móts við Þjóð- minjasafnið og hús við Hlemm og Hverfisgötu. „Hvar eig- um við að staðnæmast?" spurði hún og bætti við að í fyrsta skipti væru sérstakir fjármunir ætlaðir til hljóð- mengunarmála og væri verið að skoða hvernig þau mál yrðu útfærð. Fundarmönnum varð nokkuð tíð- rætt um hávaða frá fjölförnum um- ferðargötum í hverfunum. íbúi við Seljugerði kvartaði undan hávaða frá Bústaðavegi og spurði hvað hægt væri að gera í þeim málum. Kom fram í máli Ingibjargar Sól- rúnar að verið væri að gera kort yfir hávaðamengun í borginni. Réðust aðgerðir borgarinnar af því hvernig ástandið væri á hveijum stað. Borg- aryfirvöld vissu af hávaða í kringum Seljugerði og verið væri að athuga hvort koma ætti fyrir hljóðmön þar. íbúi í Blesugróf spurði hvort hægt væri að hækka og lengja hljóðmön sem er við Reykjanesbraut. Sagði borgarstjóri að ákvörðun yrði tekin um það þegar séð væri hvernig ætti að forgangsraða þessum verkefnum. íbúar í nágrenni Réttarholtsvegar höfðu einnig áhyggjur af umferðar- þunga þar og kölluðu eftir hraða- hindrunum. í svari borgarstjóra kom fram að venjan væri sú að ef íbúðabyggð væri báðum megin við götuna þá væri orðið við óskum íbúa um hraða- hindranir. Ingibjörg Sólrún sagði að verst væri þegar götur skæru í sundur gönguleið í skólann eins og Réttar- holtsvegurinn gerði. Enn hefði þó ekki verið rætt um þrengingu á göt- unni en málið væri í athugun. íbúar í nágrenni Sogavegar kvört- uðu yfir mikilli umferð þar. Var bent á að menn ækju hratt frá Grensásvegi að Réttarholtsvegi og spurt var hvort ekki væri æskilegt að setja upp hraðahindranir á þeim kafla. Aðgengi að íþróttasvæði Fram var gert að umtalsefni. Þá einkum með tilliti til barna sem búa í Háaleitis- hverfi og þurfa að fara yfir Miklu- braut. Sagði Ingibjörg Sólrún að ekki væri gert ráð fyrir göngubraut á móts við svæðið en börnin ættu að geta farið í undirgöng sem eru á móts við Kringluna. Setja mætti grindverk á miðeyjuna á Miklubrautinni til að koma í veg fyrir að börnin fari stystu leið. Sagði þá einn íbúinn að ekki væri hægt að beina gangandi umferð í undirgöng- in eins og göngustígum væri háttað þar nú. Áhugi kom fram á að að bæta aðstöðu bókasafnsins í Bústaða- hverfi sem nú er tii húsa í kjallara Bústaðakirkju. Sagði Ingibjörg það ekki á dagskrá á næstunni. Nú væri unnið að því að koma aðalsafninu sem byggi við þröngan kost í nýtt húsnæði að Tryggvagötu 15. Um skólamál hverfanna sagði borgarstjóri bera hæst einsetningu þeirra fimm grunnskóla sem þar eru, Álftamýrarskóla, Breiðagerðis- skóla, Fossvogsskóla, Réttarholts- skóla og Hvassaleitisskóla en henni fylgdu umtalsverðar byggingafram- kvæmdir. Kom fram að Breiðagerð- isskóli sem er einsetinn byggi við nokkur þrengsli og til að bæta úr þeim væri hugsanlegt að taka í notk- un lítinn leikskóla, Staðarborg, sem er austan við skólann og stutt á miili. Einnig væri inni í myndinni að byggja við skólann. Þá sagði hún að ástandið í Álftamýrarskóla væri það slæmt að tímasetningar varð- andi byggingaframkvæmdir við skólann væru í sérstakri athugun með flýtingu í huga. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er verið að vinna að ýmsum nýjum verkefnum í grunnskólum borgar- innar á þessu fyrsta ári eftir yfir- færslu grunnskólans til borgarinnar. Af leikskólamálum væri það að segja, að með tilkomu fjögurra deilda leikskóla við Hæðargarð í sumar mætti segja að biðlistar eftir leikskólaplássum væru úr sögunni í þessum hverfum. Því næst vék Ingibjörg að íþrótta- og tómstundamálum og gat sérstak- lega ánægjulegs og jákvæðs sam- starfs milli Réttarholtsskóla og Bú- staða í málefnum barna- og unglinga og væri það til eftirbreytni. Tvö íþróttafélög væru starfandi á svæðinu, Víkingur og Fram. Sagði hún að enn væri ólokið samnings- gerð milli borgarinnar, Víkings og Kópavogskaupstaðar vegna svæðis fyrir nýjan völl í Stjörnugróf en nú sæi fyrir endann á þeirri vinnu og vonaðist hún til að innan tíðar yrði hægt að ganga frá samningum við Víking um íjármögnun fram- kvæmda. Af málefnum aldraðra væri það helst að frétta að í Hæðargarði 31 þar sem rekin hefur verið lítil félagsmiðstöð í tengslum við sjálfseignaríbúðir aldraðra, hefði verið unnið að tilraunaverkefni þar sem reynt hefði verið að samþætta alla heimaþjónustu við aldraða bæði félagslega þjónustu og heimahjúkr- un og aðra þjónustu svo sem heim- sendan mat. Borgarstjóri ræddi almennt um hverfin og sagði meðal annars að þó að svæðið væri að stærstum hluta íbúðahverfi væri á útmörkum þess til vesturs og norðurs að Skeifunni meðtalinni, annað stærsta atvinnu- svæði borgarinnar, mælt í ársverk- um. Væri það lítillega minna en miðbærinn vestan Snorrabrautar. Endurskoðun Aðalskipulags sagði Ingibjörg Sólrún að væri nú á loka- stigi. Mestu breytingarnar væru þær að lagt væri til að Fossvogsbraut og Hlíðarfótur verði felld út úr Aðal- skipulagi. Hins vegar væri haldið frá belti fyrir samgöngutengsl af ein- hveiju tagi í framtíðinni og væru menn þá með í huga nýja samgöngu- tækni, til dæmis vagna á spori af einhveiju tagi. „Þótt þessar hug- myndir séu ójósar þykir rétt að halda slíkum framtíðarmöguleiknum opn- um,“ sagði hún. Meira mun mæða á Miklubraut Ingibjörg sagði jafnframt að með niðurfellingu Fossvogsbrautar mæddi meira á Miklubraut í framtíð- inni. Hefði að undanförnu verið lögð vinna í að meta alla þá kosti sem til greina kæmu. Hún sagði að born- ir hefðu verið saman valkostir með eða án mislægra gatnamóta við Skeiðarvog, Grensásveg, Háaleitis- braut og Kringlumýrarbraut auk vegganga í mismunandi útfærslum við Miklatún. í aðalskipulags- vinnunni hefði niðurstaðan orðið sú að miða við mislæg gatnamót við Skeiðarvog en ekki á hinum stöðun- um svo og að gatan verði í stokk við Miklatún. Auk þess verði lokið við að breikka götuna og koma upp ijögurra fasa umferðarljósum til að auka umferðaröryggið. Þá væri mið- að við að bæta aðstæður gangandi með göngubrúm eða undirgöngum, við Breiðagerði, undir Kringlumýr- arbraut við Miklubraut og yfir Miklubraut við Stakkahlíð. Auk þess verði í vor lokið við göngubrú við Rauðagerði. Á þessu ári væri einnig fyrirhugað að taka í notkun aðra göngubraut yfir Kringlumýrarbraut norðanverða á móts við nýbygginga- hverfi, sem nefnt hefði verið Sóltún. í umræðum sem spunnust eftir framsöguerindi borgarstjóra komu meðal annars fram áhyggjur for- eldra og starfsfólks vegna óvissrar framtíðar Staðarborgar. Borgarstjóri ítrekaði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvort leikskólinn yrði lagður niður og börnin flutt í leikskólann við Hæðargarð. Verið væri að kanna áhuga fólks á vistun yngstu barn- anna á leikskólum borgarinnar. Fjögur hundruð foreldrar sem ættu börn á þessum aldri hefðu verið spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér þessa þjónustu núna. Verið væri að vinna úr könnuninni en síð- an yrði tekin ákvörðun. Erfitt að staðsetja sundlaug Spurt var hvort von væri á sund- laug í hverfið. Ingibjörg Sólrún sagði að æskilegt væri að sundlaug kæmi á svæðið. Vandamálið væri að stað- setja slíkt mannvirki. Snjómokstur á götum og gang- stéttum kom til umræðu. Sagði einn íbúinn að börn sem ættu langt að fara í skólann þyrftu stundum að ganga á götunni því snjónum væri rutt upp á gangstéttirnar. Sagði Ingibjörg Sólrún að þau tæki sem notuð væru til hréinsunar gatna væru mun stórvirkari en þau sem notuð væru til að hreinsa gang- stéttir, þær sætu því stundum eftir. Menn hefðu þó reynt að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Snjó- moksturstæki borgarinnar miðuðust ekki við jafn erfiðan vetur og hefði verið að undanförnu. Á fundinum kom fram áhugi á hverfislöggæslu. Sagði lngibjörg Sólrún að löggæsla í íbúðahverfum borgarinnar eins og í Breiðholti og Árbæjarhverfi hefði reynst vel og vildi því sjá hana í sem flestum hverfum borgarinnar en það væri á valdi ríkisins að taka ákvarðanir þar um. Fjármunum varið til hljóð- varna Leikskóla- biðlistar brátt á enda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.