Morgunblaðið - 19.03.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 19.03.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 15 Síðasta ár einkenndist af mikilli uppbyggingu hjá Olíuverslun íslands hf. Hagnaðiir 141 milljón króna OLÍUVERSLUN ÍSLANDS hf. Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 7.069 6.096 16% jRekstrargjöld 6.835 5.862 17% I Rekstrarhagnaður 234 235 0% jFjármagnsgjöld 44 28 57% Hagnaður tyrir skatta 190 206 -8% Hagnaður ársins 141 153 -8% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '96 31/12'95 Breyting I Eianir: \ jVeltufjármunír 2.746 2.260 22% Fastafjármunir 2.793 2.258 24% Eignir samtals 5.539 4.518 23% I Skuidir oa eigið fé: | 2.091 1.355 54% Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 1.301 1.133 15% Eigið fé 2.147 2.030 6% Skutdir og eigið fé samtals 5.539 4.518 23% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 38,8% 44,9% Veltuf járhlutfall 1,31 1,67 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 316 268 18% HAGNAÐUR Olíuverslunar ís- lands hf., Olís, á árinu 1996 nam alls 141 milljón króna. Þetta er ívið minni hagnaður en árið 1995, en það ár varð nokkur söluhagnað- ur af hlutabréfum. Rekstrarhagn- aður, þ.e. hagnaður án fjármagns- liða og skatta, var hins vegar hinn sami á árinu 1996 og árið áður, eins og sést nánar á meðfylgjandi töflu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir að félagið hafi á síðasta ári lagt mikla áherslu á aukna þjónustu við fasta viðskiptavini í sjávarútvegi, einkum með sölu á hreinsikerfum og hreinsiefnum. „Það varð veruleg veltuaukning í því á síðasta ári, þannig að við erum nú leiðandi fyrirtæki á því sviði.“ Mikið uppbyggingarstarf Einar segir ennfremur að félag- ið hafi staðið í mikilli endurupp- byggingu á þjónustustöðvum sín- um á síðasta ári og hafi stofnað til mikils tímabundins kostnaðar sem vonast sé til að skili auknum tækifærum í framtíðinni. „Við byggðum eina nýja þjónustustöð á síðasta ári við Sæbraut. Einnig hófum við algjöra endurbyggingu á stöðinni við Álfheima og viða- miklar endurbætur á flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu." Félagið opnaði á árinu þijár sjálfsafgreiðslustöðvar undir nafn- inu, OB - ódýrt bensín, við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, á Hval- eyrarholti, og í Grafarvogi. Markaðshlutdeild dróst saman Markaðshlutdeild Olís minnkaði lítilsháttar milli ára sem skýrist af því að margir af stærstu við- skiptavinum félagsins voru við veiðar á fjarlægum miðum. Nemur minnkunin um 9 þúsund tonnum milli ára, en á móti kemur að félag- ið hafði milligöngu um sölu á um 11 þúsund tonnum til sömu aðila í erlendum höfnum, að sögn Einars. Bókfært verðmæti hlutabréfa félagsins í öðrum félögum var í árslok 536 milljónir króna. Þar af var 361 milljón í félögum skráðum á hlutabréfamarkaði, en markaðs- verð þeirra var í árslok 940 milljón- ir eða 579 milljónum hærra en bókfært verð. Veruleg hækkun varð á gengi hlutabréfa í félaginu á árinu 1996 og fór það úr 2,75 í 5,24. Arðsemi hluthafa nam því 94% á árinu. Starfsmenn voru 277 að meðal- tali á árinu, en hluthafar eru 723. Aðalfundur Olíuverslunar ís- lands verður haldinn á Hótel Sögu á morgun, fimmtudaginn 20. mars kl. 16. Avöxtun ríkisvíxla óbreytt MEÐALÁV ÖXTUN í útboði Lánasýslunnar á ríkisvíxlum í gær var svo til óbreytt frá síð- asta útboði fyrir mánuði. Með- alávöxtun samþykktra tilboða í ríkisvíxla til þriggja mánaða var 7,15%, en var 7,17% í síðasta útboði, og meðalávöxtun sex mánaða víxla var 7,45% saman- borið við 7,40% í síðasta útboði fyrir mánuði. Ekkert seldist af ríkisvíxlum til tólf mánaða, en meðalávöxtun þeirra í útboðinu í febrúar var 7,85. í útboðinu bárust alls 23 gild tilboð í ríkisvíxla að upphæð 2.622 milljónir króna. Heild- arfjárhæð tekinna tilboða var 1.522 milljónir króna og í frétt Lánasýslunnar af þessu tilefni kemur fram að tekin tilboð séu í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi íslands. Þá fór fram útboð á ríkis- bréfum til fímm ára fyrir skömmu. Alls bárust 28 gild tilboð í ríkisbréf að verðmæti 1.688 milljónir króna, en tekið var tilboðum að upphæð 789 milljónir króna. Meðalávöxtun- in reyndist vera 9,20%, sem er heldur lægra en í útboði í jan- úar þegar meðalávöxtunin var 9,35%. Sparisjóðimir í eigu á þriðja þúsund aðila ÞÓR Gunnarsson, formaður Sam- bands íslenskra sparisjóða, segir misskilnings gæta hjá Kjartani Gunnarssyni, formanns bankaráðs Landsbanka íslands, um eignar- aðild að sparisjóðum sem fram kom í frétt Morgunblaðsins af ársfundi Landsbankans. Þar kom fram að það væri jafn sjálfsagt að breyta sparisjóðum landsins í hlutafélög eða hlutafélag eins og það er að breyta ríkisvið- skiptabönkum í hlutafélög. Af- skipti sveitarstjórna af fjármála- starfsemi eins og henni er háttað í sparisjóðum landsins eru alveg jafn óeðlileg og þátttaka og af- skipti rikisins í ríkisviðskiptabönk- unum, segir Kjartan Gunnarsson. Stofnfjáraðilar á 3. þúsund Að sögn formanns Sambands íslenskra sparisjóða eru sparisjóð- irnir sjálfseignarstofnanir í eigu almennings og á heildina litið séu stofnfjáraðilar þeirra á þriðja þús- und. „Þeir eru mismunandi margir eftir sparisjóðum þannig að það er stór hópur sem kemur til aðal- fundar og velur sparisjóðsstjórnir. Sparisjóðirnir hafa ekkert með það að gera að sveitarstjórnir geti val- ið 2 af 5 í stjórnir sparisjóða þar sem þetta er ákvæði í settum lög- um frá Alþingi og hefur verið svo um langt árabil. Stjórnarkjör eru einu afskipti sveitarstjórnanna af sparisjóðunum og meðferð at- kvæðaréttar stofnfjáraðila er með þeim hætti að enginn getur farið með meira en 5% heildaratkvæða- magns í sparisjóði á aðalfundi nema í þeim tilvikum þar sem sveitarfélag er eini stofnfjáreig- andinn. Þetta er því mjög opið kerfi og það er engin spurning að sterk staða sparisjóðanna í dag sannar það að kerfið er gott,“ seg- ir Þór Gunnarsson Hann segir að sveitastjórnir og bæjarfélög eigi einungis fjóra sparisjóði; Sparisjóð Mýrasýslu, Sparisjóð Vestur-Húnavatnssýslu, Sparisjóð Ólafsfjarðar og Sparisjóð Glæsibæjarhrepps, sem er að ganga til sameiningar við Sparisjóð Akureyrar. : • Hliðlum lífeyristryggingum til Bretlands og Luxemborgar \ SUINUFE l KIMNllS® l'KIIVlíll Nl Lífeyzissparnaður i nyju Ijosi JL ISLINSKA VÁTRYGGINGáMIDLUIUIItl ■■■■■■■■■■ JltHjqilt Oíitrijíjífiiujumiölun H ’V-SÖ*' Mörkinni 3 • 108 Reykjavík* Fax 533 4081 HjjHHHH Tvær námstefnur 25. mars n.k.: Hvernig verður íslensk þjónusta samkeppnishæfari? „ Öllþjónustujyrirtœki geta lœrt affyrirtœkjum í veitingaþjónustu. Þar er samkeppnin hörð og búið að greina hismið frá kjarnanum “ Michael E. Hurst, Bandaríkjunum, er í hópi þeirra fáu sem eru bæði áhrifaríkir fyrirlesarar og margverðlaunaðir fyrir störf sín á sviði fyrirtækja- reksturs. Hurst er prófessor við Florida International University, School of Hospitality Management. Fjörutíu ára reynsla hans á sviði veitinga- og hótelreksturs og síungur vilji til að læra af reynslunni og gera betur, hefur tryggt honum verðugan sess í hugum bandarískra fagmanna á sviði veitinga- þjónustu. M.a. hefur hann gegnt formennsku fyrir National Restaurant Association í Bandaríkjunum. Tími: Þriðjudaginn 25. mars kl. 9-13 (almennt um þjónustugæði) eða 14-18 (veitingaþjónusta) Staður: Loftleiðahótelið, Þingsalur 1 SFÍ verð: Kr. 14.900. Efni kl. 09.00-13.00 Aukin þjónustugæði! • Ef ísland væri einkafyrirtæki, hvað myndi framkvæmdastjórinn, Michael E. Hurst, fyrst skoða við þróun í kröfuharðri samkeppni? • Að svara væntingum viðskiptavinarins — Hvernig þarf fyrirtækjabragur að vera til að tryggja árangur? • Útlínur árangurs - fjárfesting í aðgerðaráætlun. Hvað byggir reksturinn upp til lengri tíma? Munnmælaauglýsingar og leiðir til að ná athygli. • Hvert stefna þeir bestu í þjónustu? Hvað þýðir það fyrir þig? Efni kl. 14.00-18.00 - Sama meginefni en áhersla á veitingaþjónustu Stjórnunarfélag íslands: Skráningarsími 562-1066 Myndsími 552-8583 Lœrum afþeim bestu í þjónustugæðuml Michael E. Hurst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.