Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Opin kerfi kaupa
40% hlutíAco
OPIN kerfi hf. hafa keypt 40%
hlutafjár í tölvufyrirtækinu Aco hf.
af Bjarna Akasyni, framkvæmda-
stjóra. Bjarni keypti nýlega _ öll
hlutabréfin af föður sínum Áka
Jónssyni, stofnanda Aco. Jafnframt
hefur verið ákveðið að bjóða starfs-
mönnum hlut í fyrirtækinu og gert
er ráð fyrir að það verði síðar skráð
á Opna tilboðsmarkaðnum.
Aco er einna umsvifamest í þjón-
ustu við prentiðnaðaðinn, en selur
einnig Leo tölvur, Rioch ljósritunar-
vélar og faxtæki ásamt öðrum
tölvubúnaði. Nam velta fyrirtækis-
ins um 400 milljónum á síðasta ári.
„Við teljum að þetta sé mjög
vænlegur fjárfestingarkostur,"
sagði Frosti Bergsson, fram-
kvæmdastjóri Opinna kerfa. „Aco
hefur verið að ganga í gegnum
endurskipulagningu og þar eru ung-
ir og mjög áhugasamir menn komn-
ir í forystu. Við höfum trú á þeim
til góðra verka. Þeir hafa verið í
samstarfi við okkur í sölu á prentur-
um og rekstrarvörum, en núna
munu bætast við einkatölvur. Sam-
skiptin við Aco hafa verið mjög góð
hingað til og með þessari aðgerð
vonumst við til þess að samskiptin
eflist enn frekar í næstu framtíð.“
VW fer fram ur
Fiat íMið-Evrópu
Búdapest. Reuter.
VOLKSWAGEN AG skaut Fiat aft-
ur fyrir sig 1996 og seldi flesta
bíla á ört vaxandi markaði Mið-Evr-
ópu samkvæmt könnun Reuters.
Svæðinu tilheyra aðildarríki frí-
verzlunarsamnings Mið-Evrópu
(CEFTA) - Tékkland, Ungverja-
land, Pólland, Slóvakía og Slóvenía.
Alls jókst sala í CEFTA löndum
um 39,5% í 842.565 bíla 1996 úr
603,780 bílum 1995. Heildarsala
nam 547.428 bílum 1994 og
529.496 1993.
Daewoo í þriðja sæti
Fiat hefur selt flesta bíla og VW
næstflesta síðan CEFTA var stofn-
að 1993, en VW skauzt upp í fyrsta
sæti í fyrra og fjöliðnaðarfyrirtækið
Daewoo Group í Suður-Kóreu
komst í þriðja sæti.
VW - það er Audi, SEAT, Skoda
og VW tegundir - hélt í við aukna
eftirspurn að mestu og jók sölu sína
um 38,4% í 197.887 bíla 1996 úr
143.024 bílum 1995.
Fiat - það er Alfa Romeo, Fiat,
Iveco, Lancia og nokkrar sérhæfðar
tegundir - hélt aftur á móti ekki í
við eftirspurn. Fyrirtækið jók sölu
sína um aðeins 25,9% í 192.318
bíla 1996 úr 152.813 bílum 1995.
Af öðrum framleiðendum seldi
aðeins Daewoo yfir 100.000 bíla í
CEFTA-löndum og juku Kóreu-
menn sölu sína um 38,3% í 152.859
1996 úr 110.497 bílum 1995.
Skæðasti keppinauturinn var
General Motors í Bandaríkjunum,
sem jók sölu sína um 64,9% í 67.085
bíla 1996 úr 40.688 bílum 1995.
„Fiat hefur haft forystu á mark-
aðnum vegna þess að fyrirtækið á
bílaverksmiðju í stærsta markaðs-
landinu, Póllandi, en VW á næst-
stærstu bílaverksmiðjuna, í Tékk-
landi,“ sagði Attila Havas við hag-
fræðiháskólann í Búdapest.
VW hefur keypt meirihluta í
Skoda automobilovna a.s. í Tékk-
landi á áföngum síðan 1989.
VW seldi fleiri bíla en Fiat í öllum
löndum á svæðinu nema Póllandi.
Sérfræðingar segja að VW hafi
verið betur í stakk búið að notfæra
sér mikla eftirspurn eftir bílum á
CEFTA-svæðinu af því að fyrirtæk-
ið hafi náð víðar fótfestu en Fiat.
VW á Skoda verksmiðju í Pól-
landi og smíðar VW bíla í Slóvakíu.
Fyrirtækið hyggst einnig setja sam-
an bíla í Ungveijalandi frá og með
1998, en Fiat framleiðir ekki bíla
í öðrum CEFTA-Iöndum en Pól-
landi.
Daewoo hefur skýrt frá fyrirætl-
unum um að smíða yfir 500.000
bíla á ári í Mið-Evrópu fyrir árið
2000 með því að komast yfir ríkis-
verksmiðjur í Tékklandi og Póllandi.
VIÐ
j- ■-- . ' -
15 ■'
Verðmæti vöruút- og innflutnings
janúar 1996 og 1997 1996 1997
(fob virði í milljónum króna) jan, jan.
cí
\
Breyting á
föstu gengi*
Útflutningur alls (fob) 8.051,5 11.888,0 +49,0%
Sjávarafurðir 6.109,6 6.763,3 +11,7%
Landbúnaðarvörur 134,7 167,4 +25,4%
Iðnaðarvörur 1.745,1 2.249,3 +30,1%
Ál 1.052,1 1.291,9 +23,9%
Kísiljárn 128,6 239,6 -
Aðrar vörur 62,1 2.708,1 -
Skip og flugvélar - 2.641,0 -
Innflutningur alls (fob) 8.368,4 10.659,7 +28,5%
Matvörur og drykkjarvörur 926,0 782,7 -14,7%
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 2.624,1 2.482,7 -4,5%
Óunnar 122,5 96,7 -20,3%
Unnar 1.819,9 2.139,7 +18,6%
Til stóriðju 681,8 246,3 -63,6'
Eldsneyti og smurolíur 736,2 973,5 +33,4%
Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 194,0 130,6 -32,1 %
Annað unnið eldsn. og smurolíur 541,3 842,2 +57,0%
Fjárfestingarvörur 1.890,0 3.506,4 -
Flutningatæki 780,2 1.358,2 +75,7%
Fólksbílar 431,5 621,2 +45,3%
Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 109,8 134,7 +23,8%
Skip 6,6 270,1 -
Flugvélar 75,4 0,1 -
Neysluvörur ót.a. 1.394,3 1.521,8 +10,1%
Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 17,5 34,3 -
Vöruskiptajöfnuður -316,8 1.228,3 -
' Miðað er við meðalgengi á vöniviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 0,9%
lægra í jartúar 1997 en á sama tima árið áður. Heímlld: HAGSTOfA ÍSLANDS
Verðmæti innflutn-
ingsins 29% meira
í JANÚARMÁNUÐI voru fluttar út
vörur fyrir 11,9 milljarða króna og
inn fyrir 10,7 milljarða. Vöruskiptin
í janúar voru því hagstæð um 1,2
milljarða kr. en í janúar 1996 voru
þau óhagstæð um 300 milljónir
króna á föstu gengi, að því er fram
kemur í frétt frá Hagstofu íslands.
í janúarmánuði sl. var verðmæti
vöruútflutnings 49% meira á föstu
gengi en sama tíma árið áður.
Stærstan þátt þeirrar breytingar
má rekja til sölu Flugleiða á einni
af vélum sínum. Sjávarafurðir voru
57% alls útflutningSins og var verð-
mæti þeirra 12% meira en í janúar
1996. Verðmæti útfluttra iðnaðar-
vara var 30% meira en í janúar 1996,
þar af var verðmæti útflutts áls 24%
meira og verðmæti kísiljárns var
88% meira.
Heildarverðmæti vöruinnflutnings
í janúar 1997 var 29% meira á föstu
gengi en á sama tíma árið áður.
Mestan þátt í auknum vöruinnflutn-
ingi átti innflutningur á fjárfesting-
arvöru, sérstaklega til stóriðju. Einn-
ig varð aukning í innflutningi á
flutningatækjum og á eldsneyti og
smurolíu.
Italirgeta
ekki bannað
franskt brauð
Lúxemborg. Reuter.
ITALIR geta ekki bannað franskt
brauð, þótt það fullnægi ekki ít-
ölskum gæðakröfum, samkvæmt
úrskurði Evrópudómstólsins.
Þótt brauðið frá Frakklandi
kunni að vera gallað telst bann við
sölu þess viðskiptaþvingun, sem
er bönnuð samkvæmt lögum ESB.
Dómstóllinn segir að bann sé
heldur ekki hægt að réttlæta af
heilbrigðisástæðum. Málið var
höfðað á Italíu gegn fyrirtæki, sem
flutti inn brauð frá Frakklandi og
seldi það stórverzlunum.
------» ♦ ♦-----
American ásæl-
ist 2 flugfélög
Buenos Aires. Reuter.
BANDARÍSKA flugfélagið Americ-
an Airlines hefur hug á að kaupa
argentínsku flugfélögin Aerolineas
Argentinas og Austral.
Ríkisfréttastofan Telam greinir frá
þessu og vitnar í fyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna í Argentínu
James Cheekas.
Krupp reynir að yfir-
taka Thyssen AG
Bonn. Reuter.
ÞÝZKI iðnrisinn Krupp héfur stað-
fest að hann hyggist reyna að yfir-
taka keppinautinn Thyssen AG og
koma á fót einu stærsta stál- og
verkfræðisamsteypu heims.
Árleg velta hins sameinaða fyrir-
tækis yrði um 63 milljarðir marka
og slíkur stálrisi mundi ógna aðal-
keppinautunum í Evrópu-Usinor
Sacilor í Frakklandi og British Steel-
Plc í Bretlandi.
Krupp ætlar að bjóða hluthöfum
Thyssens 435 mörk á hlutabréf, það
er 25% yfirverð miðað við lokaverð
á mánudag.
Thyssen brást hart við tilkynn-
ingunni, sem kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Stálverkamenn
óttast víðtækar uppsagnir og lögðu
niður vinnu til að mótmæla í Rínar-
héruðunum, aðaliðnaðarsvæði
Þýzkalands.
Hávaðasöm mótmæli
Stálverkamenn gerðu hróp að
yfirmanni Fried. Krupp AG Hoesch-
Krupp, Gerhard Cromme, þegar
hann reyndi að útskýrá fyrirhugað-
an samruna. Cromme var upp-
nefndur „atvinnubani" þegar hann
stjórnaði yfirtöku Hoesch 1991, en
þá voru yfír 20.000 störf lögð niður.
Cromme vísaði á bug ásökunum
Thyssens um að sameiningin mundi
kosta þúsundir manna atvinnuna
og kvað það þvætting. Hann sagði
að hyggilegt væri að koma á fót
samsteypu tveggja stærstu stál-
fyrirtækja Þýzkalands til að tryggja
samkeppnishæfni Rínarhéraðanna.
Seinna sagði talsmaður Krupp í
Essen að hann væri nokkurn veginn
viss um að samruninn yrði að veru-
leika.
Um 1.000 stálverkamenn Thyss-
ens tóku þátt í mótmælum við aðal-
stöðvar Krupps. Nokkrir reyndu að
gera áhlaup á byginguna, en aðrir
köstuðu eggjum og appelsínum í
stjórnarformann Krupps og hróp-
uðu: „Hvar er morðinginn?“ og
„Komdu út, Cromme!"
„Hoesch átti þrjár stálverksmiðj-
ur,“ sagði þátttakandi í mótmælun-
um. „Tveimur hefur verið lokað og
hvað á unga fólkið að gera?“
Thyssen hyggst snúast til varnar
gegn ásælni Krupps. „Við munum
reyna að hrinda þessari fjandsam-
legu yfírtöku ásamt samheijum í
ríkisstjórninni og iðnaðinum," sagði
Thyssen í yfirlýsingu.
Auk þess að auka atvinnuleysi,
sem hefur ekki verið meira í Þýzka-
landi síðan í heimskreppunni, mun
samruninn valda miklum félagsleg-
um breytingum og efnahagslegum
skipulagsbreytingum í Ruhrhéruð-
unum, en sérfræðingar telja
samrunann hyggilegan.
Sérfræðingarnir fagna tilraun
Krupps til að auka samþjöppun í
þýzkum stáliðnaði, sem framleiðir
umfram getu, en velta því fyrir sér
hvernig Krupp muni fjármagna við-
skiptin.
Samruninn getur valdið pólitísk-
um erfiðleikum, því að stjórnin ótt-
ast nýja mótmælaöldu eftir fjöl-
menn mótmæli þýzkra námamanna
í Bonn að undanförnu.
Minni
neyzla öls
Amsterdam. Reuter.
FRAMTÍÐARHORFUR hol-
lenzkra ölgerðarhúsa virðast
slæmar vegna minnkandi
neyzlu og harðrar verðsam-
keppni í allri Evrópu, en út-
flutningur til ört vaxandi
markaða getur bætt úr skák
að sögn sérfræðinga.
Erfið markaðsskilyrði sjást
á afkomu þriðju stærstu öl-
gerðar Hollands, Grolsch, sem
hefur greint frá því að hagnað-
ur fyrirtækisins hafi aukizt
mjög lítið 1996.
Auk þess hefur Heineken
NV, stærsta ölgerð Evrópu,
skýrt frá því að nettóhagnaður
hennar hafi minnkað um 1,4%
1996, en fyrirtækið býst við
auknum hagnaði á þessu ári.
Nettóhagnaður minnkaði í
655 milljönir gyllina eða 341
milljón dollara úr 664 milljón-
um og arður á hlutabréf lækk-
ar í 13,06 gyllini úr 13,24
gyllinum.
Tóbaksfé til
rannsókna
London. Reuter.
ALGENGT er að tóbaksfyrir-
tæki íjármagni rannsóknir í
læknisfræði í Bretlandi, að
sögn starfsmanna læknis-
fræðilegrar góðgerðarstofnun-
ar.
Dr. Grant Lewison og sam-
starfsmenn hjá Wellcome
Trust segja að í skjölum í
gagnabönkum megi víða sjá
vísað til rannsókna með fjár-
hagslegum stuðningi tóbaks-
fyrirtækja, að minns.ta k'osti,
að einhvetju leyti.
„Sá siður að taka við tób-
akspeningum er greinilega al-
gengur og af iæknisfræðiskól-
um í Bretlandi er skólinn í
Glasgow sá eini sem kemur
ekki við sögu,“ sögðu Lewjson
og samstarfsmenn hans í bréfi
til læknisfræðitímaritsins-’
Lancet.
Pearson
heitir betri
afkomu
London. Reuter.
NÝR aðalframkvæmdastjóri
Peárson Plc, Maijorie Scard-
ino, segir að forgangsverkefni
hennar verði að bæta fjárhags-
afkomu fjölmiðlafyrirtækisins.
Pearson segir að rekstrar-
hagnaður fyrirtækisins 1996
hafi numið 281 milljón punda
fyrir greiðslu 100 milljóna
punda vegna rangra reikn-
ingsskila dótturfyrirtækisins
og bókaforlagsins Penguin
USA.
Scardino sagði að varið yrði
100 milljónum punda á næstu
fimm árum til að stækka við-
skiptablaðið Financial Times
og auka útbreiðslu þess í heim-
inum.
IBM greiðir
mesta kaup-
auka sinn
New York. Ecutcr.
IBM hefur ákveðið að greiða
241.000 starfsmönnum sínum
kaupauka að upphæð 1,2 millj-
arða dollara.
Kaupaukinn er greiddur
vegna þess að fjárhagsafkoma
fyrirtækisins hefur batnað og
hefur fyrirtækið ekki greitt
jafnháan bónus síðan það var
stofnað.