Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 18

Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Skoðanakannanir benda til mikils fylgis breska Verkamannaflokksins Mesta forskot sögunnar í upphafi kosning'abaráttu London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir áfalli í gær þegar birt var skoðanakönnun sem bendir til þess að fwskot Verka- mannaflokksins á íhaldsflokkinn sé nú allt að 28 prósentustig og meira en nokkur flokkur hefur haft í upphafi kosningabaráttu í Bretlandi. Stærsta æsifréttablað landsins, The Sun, lýsti ennfremur yfir stuðningi við Tony Blair, leið- toga Verkamannaflokksins, í kosn- ingunum 1. maí. The Sun studdi Major í síðustu kosningum árið 1992 og telur harðvítuga gagnrýni blaðsins á Neil Kinnock, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, hafa átt stóran þátt í óvæntum kosninga- sigri íhaldsflokksins. Blaðið sagði í gær að Blair væri rétti maðurinn til að stjórna Bretlandi þar sem landið þarfnaðist „leiðtoga með framtíðarsýn, markmið og þor“. „Ég hafði áhyggjur af afstöðu The Sun í forystugreinum,“ sagði Major en kvaðst vona að frétta- flutningur blaðsins yrði sanngjarn. The Sun lýsir yfir stuðningi við Tony Blair Forystumenn Verkamannaflokks- ins vísuðu á bug vangaveltum um að hann hefði gert leynilegan samning við Rupert Murdoch, eig- anda blaðsins, um að slaka á regl- um, sem eiga að tryggja sam- keppni á fjölmiðlamarkaðnum, gegn stuðningi við flokkinn í kosn- ingabaráttunni. Flestir vilja breytingar Dagblaðið The Daily Telegraph birti skoðanakönnun, sem bendir til þess að munurinn á fylgi flokk- anna sé nú 28 prósentustig og enginn flokkur hefur verið með svo mikið forskot í upphafi kosninga- baráttu í sögu Bretlands. Sérfræð- ingar í breskum stjómmálum sögðu að svo mikið forskot myndi þýða að Verkamannaflokkurinn fengi 500 þingsæti af 659. Þótt forskotið myndi minnka um helm- ing, eða í 14%, fengi hann 150 sæta meirihluta. Major kvaðst þó efast um að fylgi Verkamannaflokksins væri svo mikið. „Ég hef staðið frammi fyrir slæmum skoðanakönnunum mestan hluta sex síðustu ára. Reyndar voru þær hræðilegar fyrir síðustu kosningar." Könnun, sem gerð var fyrir Reut- ers-fréttastofuna, bendir til þess að forskot Verkamannaflokksins sé 25 prósentustig. Flestir þeirra, sem sögðust ætla að kjósa flokkinn, sögðu ástæðuna þá að breytingar væru orðnar tímabærar eftir 18 ára valdatíma íhaldsflokksins. Blair sagður „kameljón" Major sagði Blair „kameljón“ breskra stjórnmála þar sem viðhorf hans breyttust frá degi til dags. Hann lagði áherslu á að atvinnu- leysið hefði minnkað og verðbólgan héldist lág. „Bretland er að blómstra. Við viljum ekki að Verkamannflokkurinn kasti því á Reuter FORSÍÐA breska dagblaðs- ins The Sun, þar sem lýst er yfir stuðningi blaðsins við Tony Blair, leiðtoga Verka- mannaflokksins. glæ,“ sagði hann í viðtali við BBC- sjónvarpið. Könnun Reuters bendir þó til þess að 35% Breta treysti Verka- mannaflokknum betur til að stjóma efnahagnum en 26% íhaldsflokknum. Blair leggur mesta áherslu á að höfða til miðstéttarmanna og lof- aði í gær að hækka ekki tekju- skatta þeirra ef hann færi með sigur af hólmi í kosningunum. Landflótta hugmyndafræðingur norður-kóreska kommúnistaflokksins Fluttur frá Kína með leynd Komið fyrir á Filippseyjum Manila. Reuter. HWANG Jang-yop, hæst setti embættismaðurinn sem hefur flúið Norður-Kóreu, var fluttur frá Pek- ing til Filippseyja með mikilli leynd í gær, að sögn embættismanna í Manila. Hwang hafði verið í suður-kór- eska sendiráðinu í Peking í tæpar fimm vikur og heimildarmennirnir sögðu að flugvél hans hefði lent á flugvelli, sem tilheyrði áður Banda- ríkjaher, skammt frá Manila. Það- an hefði hann farið með herþyrlu til fjallabæjarins Baguio, um 200 km norðan við höfuðborgina. Mikil leynd hvíldi yfir ferðinni, sem þótti minna á skáldsögur um njósnara í kalda stríðinu. Stjórn- völd vildu ekki staðfesta að Hwang væri í Baguio og Fidel Ramos, forseti Filippseyja, kvaðst ekki vita til þess að hann hefði verið fluttur þangað. Nokkrum dögum áður hafði her- mönnum, sem valdir voru til að gæta flóttamannsins, verið sagt að von væri á „erlendum fjár- festi“. „Okkur var ekki sagt fyrr en í gær hver þessi fjárfestir er,“ var haft eftir einum þeirra. „Herinn gæti verið að villa um fyrir ykkur,“ sagði þó filippeyskur stjórnarerindreki og bætti við að herinn þyrfti að halda dvalarstað Hwangs leyndum til að tryggja öryggi flóttamannsins vegna hugsanlegra árása Norður-Kóreu- manna. Ráðamenn í Peking og Seoul staðfestu að Hwang væri farinn frá Kína en neituðu að skýra frá því hvert hann var fluttur. Verður í allt að viku á Filippseyjum Hwang vildi fara til Seoul en filippeyskur stjórnarerindreki sagði að ákveðið hefði verið að flytja hann fyrst til þriðja ríkisins til að valda Norður-Kóreumönnum sem minnstum vandræðum vegna þessa máls. Heimildarmenn í her Filippseyja sögðu að Hwang yrði í a.m.k. þijá daga og allt að viku í landinu. Flótti Hwangs til Peking var vandræðamál fyrir Kínverja sem neyddust til að velja milli nýrra kapítalískra vina í Suður-Kóreu og gamalla bandamanna í Norður- Köreu. Þjóðveijar og Frakkar Staðráðnir í að uppfylla skilyrði Brussel. Morgunblaðið. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Frakk- lands og Þýskalands kynntu á mánudag fjármálaráðherrum ann- arra aðildarríkja ESB og fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar hvernig þeir hygðust uppfylla skilyrði Maas- tricht-sáttmálans fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU), sem stefnt er að að verði að veruleika þann 1. janúar 1999. Miklar efasemdir hafa verið uppi innan Evrópusambandsins um það hvort ríkjunum tveimur muni takast að uppfylla þessi skilyrði í tæka tíð, en myntbandalagið er sem kunnugt er talið standa og falla með þátttöku þessara tveggja stærstu aðildarríkja ESB. Á fundinum fullvissuðu ráðherr- amir starfsbræður sína og fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar um að ríkisstjórnir landanna tveggja væru staðráðnar að uppfylla þessi skil- yrði fyrir 1. janúar 1999 og sögð- EMU EVRÓPA^ ust reiðubúnir að grípa til enn harð- ari aðhaldsaðgerða ef núverandi áætlanir skiluðu ekki tilætluðum árangri. Aðhaldsaðgerðir beggja land- anna felast í verulegum niðurskurði á ríkisútgjöldum, sér í lagi á sviði almannatrygginga, auk þess sem þeim er ætlað að reyna að örva hagvöxt og atvinnusköpun. í þeim tilgangi hyggjast Þjóðveijar einnig lækka skatta á sama tíma. Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands, sem nú er í forsæti Evr- ópusambandsins, sagði að fund- inum loknum að áætlanir beggja Reuter THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands (t.h.) sýnir evró- minnispening, sem Andreas Froehlich, bankastjóri sparisjóðsins í Waldkirch í Suður-Svartaskógi, færði honum. Sparisjóðurinn gerði hálfs árs langa tilraun með að nota evróið, hina væntan- legu sameiginlegu Evrópumynt, í viðskiptum sínum. Waigel lýsti því yfir í gær, að Þýzkaland myndi uppfylla skilyrðin fyrir stofn- aðild að EMU, en viðurkenndi að heildarskuldir ríkisins yrðu yfir settu marki Maastricht-sáttmálans. ríkjanna væru raunhæfar og þær hefðu styrkt hann í þeirri staðföstu trú sinni að EMU yrði að veruleika á tilsettum tíma. Waigel ljær máls á frestun Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, lét hins vegar hafa eft- ir sér í Brussel í fyrradag að það kynni að vera betra fyrir Evrópu- sambandið að fresta gildistöku myntbandalagsins, fremur en að slá eitthvað af inntökuskilyrðunum. Sagði hann það mikilvægara fyrir traust myntbandalagsins að inn- tökuskilyrðunum yrði fylgt út í ystu æsar, heldur en að myntbandalagið yrði að veruleika á tilsettum tíma. Aðspurður um þessa yfirlýsingu sagði fulltrúi framkvæmdastjórnar- innar að slíkt væri hins vegar að- eins hægt með því að breyta Maas- tricht-sáttmálanum og enginn hefði enn léð máls á því. Hungur í N-Kóreu HUNGUR sverfur nú að íbú- um Norður-Kóreu og að sögn starfsmanna Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (WFP) eru þar horuð börn fýrirboðar hungursneyðar í hinu fátæka, einangraða landi, sem skollið gæti á jafnvel í þessum mán- uði. Matarskammtar, sem þeg- ar eru mjög litlir, gætu minnk- að í ekki neitt í kjölfar flóða, uppskerubrests og slæms efnahagsástands. Tafarlaus matvælaaðstoð frá aflögufær- um ríkjum heims er nauðsyn- leg til að koma megi í veg fyrir vannæringu og hungur- dauða, sagði talsmaður WTP í gær. Vatnsskortur í S-Englandi ÍBÚUM á SA- og A-Englandi hefur nú verið bannað að vökva garða sína og yfirvöld segja að þau kunni að sjá sig knúin til að grípa til annarra vatnssparandi aðgerða þegar líður á árið vegna ískyggilega lágrar grunnvatnsstöðu. Um- hverfisstofnun Bretlands greindi frá því í gær, að grunn- vatnsstaða væri nú svo lág vegna óvenju lítillar úrkomu á næstum tveggja ára tímabili, eða frá aprílmánuði 1995 til janúar 1997. Flugslys í Rússlandi RÚSSNESK flugvél af gerð- inni AN-24, sem var á leið frá Stavropol til Trabzon í Tyrk- landi með 41 farþega og níu manna áhöfn innanborðs, hrapaði í gær, 37 mínútum eftir flugtak. Allir fórust, sem í vélinni voru. Hungur í Laos MATVÆLAAÐSTOÐ Sam- einuðu þjóðanna (WFP) lýsti því yfir í gær, að fjárveitingar að upphæð fimmtán milljóna bandaríkjadala væri bráðnauð- synlega þörf til að koma í veg fyrir að 420.000 manns í Laos verði hungursneyð að bráð. Þar legði fólk sér nú eðlur og rottur til munns, til að seðja sárasta hungrið. Landssvæðið þar sem svona er ástatt er hrísgijónaræktarhérað, sem hefur orðið fyrir endurteknum uppskerubresti. Gegn mann- úðarsjóði CHRISTOPH Blocher, for- maður hægriflokks í Sviss, lýsti því yfir í gær að hann hygðist fara fyrir hreyfingu svissneskra kjósenda, sem vildu koma í veg fyrir áætlan- ir ríkisstjórnarinnar um að stofna stóran sjóð til styrktar mannúðarmálefnum með því að selja hluta gullbirgða alpa- lýðveldisins. Blocher sakar rík- isstjórnina um að láta undan óréttmætum þrýstingi frá hörðustu gagnrýnendum Sviss erlendis og sagði samþing- mönnum sínum í Bern að hann myndi gera sitt bezta til að tryggja að svissneskir kjósend- ur felldu áætlunina þegar hún verður borin undir þjóðarat- kvæði á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.