Morgunblaðið - 19.03.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 19.03.1997, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Deilt um embætti yfirmanns CIA Clinton dregur tilnefning- una til baka ERLEIMT , ívcutci IBÚAR Kisangane lyfta ungum skæruliða á axlir sér í fagnaðarlátum yfir sigri uppreisnarmanna í borginni. Uppreisnarmenn sækja fram í borgarastyrjöldinni í Zaire Kabila fagnað eftir fall Kisangane Jóhannesarborg, París, Goma. Reuter. LAURENT Kabila, leiðtogi upp- reisnarmanna tútsa í Zaire, var hylltur af að minnsta kosti tíu þúsund stuðningsmönnum í borg- inni Goma í gær, en uppreisnar- menn ráða nú yfir um fimmtungi landssvæðis Zaires, sem er þriðja stærsta ríki í Afríku. Á laugardag náðu þeir Kisangane á sitt vald, þriðju stærstu borg Zaires í norð- austurhluta landsins. Sveitir uppreisnarmanna sækja nú fram í Shaba-héraði í miðju landsins, þar sem námuvinnslu demanta og dýrmætra málma er að finna, en sala þeirra stendur undir megninu af utanríkisvið- skiptum Zaires. Stjómarhermennirnir, sem flýðu Kisangane um helgina, fluttu sig um set til borgarinnar Mbuji- Mayi, sem er miðstöð námuvinnsl- unnar. Uppreisnarmenn munu nú vera í um 400 km fjarlægð frá borginni. Einnig í höfuðborginni Kins- hasa, þar sem fímm milljónir manna búa, fagnaði almenningur einnig velgengni uppreisnar- manna. Stuðningsmenn þeirra vilja binda enda á 32 ára valdatíð Mobutus Sese-Sekos, forseta, en hann er nú í krabbameinsmeðferð í Frakklandi. í hans stað vilja uppreisnarmenn sjá Kabila upp- reisnarleiðtoga í forsetastóli og Etienne Tshisekedi, ieiðtoga stjómarandstöðunnar, í embætti forsætisráðherra. Þverrandi áhrif Frakka Frakkar hafa stutt Mobutu í gegn um þykkt og þunnt í gegn um tíðina, og hafa ítrekað reynt að fá alþjóðasamfélagið til að grípa inn í borgarastyijöldina í Zaire og hindra framgang upp- reisnarmanna. Það þykir greini- legt merki um hnignandi áhrifa- mátt Frakka í Mið-Afríku, að þeir hafa engu fengið áorkað með áköllum sínum. Síðast í gær endurnýjuðu þeir áskoranir sínar um að uppreisnar- menn fallist á vopnahlé. Háttsettir embættismenn bandarísku utan- ríkisráðuneytisins komu í gær til viðræðna við franska ráðamenn um ástandið í Zaire. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins sagði í gær, að fyrir öllu væri, að „allir málsaðilar, skæruliðaforingj- arnir og þau ríki sem styðja þá, fallist nú þegar á vopnahlé." Öll heimsbyggðin ætti að hans sögn að róa öllum ámm að þessu marki; ekki sízt yrðu Frakkland og Bandaríkin að eiga með sér náið samstarf á þessu sviði. Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur samþykkt að draga til baka tilnefningu Anthonys Lake í embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Lake var öryggisráðgjafí forsetans á fyrra kjörtímabilinu og hvatti Clinton til að falla frá tilnefningunni vegna óánægju með framgöngu repúblik- ana, sem hann segir hafa ætlað að tefja staðfestingu hennar á Bandaríkjaþingi. Búist er við að Clinton tilnefni annan mann í emb- ættið mjög bráðlega. Leyniþjónustunefnd öldunga- deildar þingsins hafði þjarmað að Lake í þriggja daga yfírheyrslum í vikunni sem leið og fulltrúar repú- blikana létu þá í ljós efasemdir um heiðarleika hans, stjórnunarhæfi- leika og hæfni til að gegna embætt- inu. Ákvörðun hans kom þó mörg- um á óvart þar sem flestir töldu að tilnefningin yrði staðfest að lok- um þar sem hann hefði staðið sig veH yfirheyrslunum. Ákvörðunin er einnig talsvert áfall fyrir Clinton, sem hafði lof- samað Lake fyrir þátt hans í að móta stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Bosníu og Haítí og að bæta samskiptin við Rússland. „Pólitísk fjölleikasýning" Lake ræddi ákvörðun sína við Clinton á fundi í Hvíta húsinu á mánudag og sendi honum síðan bréf þar sem færði rök fyrir henni. Hann kvaðst þar telja að meirihluti væri fyrir því í nefndinni og öld- ungadeildinni að staðfesta tilnefn- inguna en nokkrir repbúblikanar hygðust tefja afgreiðsluna eins lengi og þeir mögulega gætu. Hann kvaðst ekki heldur hafa áhyggjur af frekari persónulegum árásum þar sem engum spurningum væri ósvarað. Lake var ómyrkur í máli í bréf- inu og lýsti andstöðu repúblikana sem „pólitískum knattspyrnuleik“ þar sem stöðugt væri verið að færa mark andstæðinganna til. Hann kvaðst hafa heimildir fyrir því að repúblikanar hygðust tefja yfir- heyrslur þingnefndarinnar fram yfir páskahlé og seinka umræðunni um málið í öldungadeildinni eins og nokkur kostur væri. Lake kvað framgöngu repú- blikana „ill- kvittnislega og ruddalega“ og sagði þessa „pól- itísku fjölleika- sýningu“ skaða hagsmuni Bandaríkjanna. „Eftir rúmlega þriggja mánaða bið hef ég misst þolinmæðina og þessar endalausu tafír hafa skaðað CIA og starfs- menn þjóðaröryggisráðsins þannig að ég get ekki látið þetta viðgang- ast lengur.“ „Óréttlát“ málsmeðferð „Þessi tilnefning hefur verið mjög umdeild frá upphafi," sagði formaður þingnefndarinnar, repú- blikaninn Richard Shelby. „Þótt ég telji Lake bæði gáfaðan og við- kunnanlegan hef ég enn miklar efasemdir um hæfni hans til að stjórna leyniþjónustunni." Áhrifamesti demókratinn í nefndinni, Bob Kerrey, kvaðst harma framgöngu repúblikana í málinu og sagði málsmeðferðina „óréttláta". Lake hefði orðið þriðji yfirmaður CIA frá því Clinton tók við forseta- embættinu og sá fimmti á sex árum. Leyniþjónustan hefur átt undir högg að sækja vegna þessara tíðu mannaskipta og ýmissa hneykslismála, sem hafa tröllriðið stofnuninni á síðustu árum. Repúblikanar saumuðu að Lake með spurningum um hvers vegna starfsmenn hans hefðu ekki skýrt honum frá skýrslu bandarísku al- ríkislögreglunnar um að Kínveijar kynnu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum og hvers vegna hann skýrði ekki þing- inu frá þeirri ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að leggjast ekki gegn vopnaflutningum Irana til múslima í Bosníu árið 1994. Nasistar prentuðu peseta fyrir Franco Greiddu skuldir einræðisherrans Bítla-gripir undir hamarinn Malaga. Morgunblaðið. ÞÝSKIR nasistar prentuðu spænska peningaseðla að andvirði milljarða peseta til að jafna upp skuldir þær sem einræðisherrann Francisco Franco hafði stofnað til á árum Spænsku borgarastyijaldarinnar. Svo virðist sem ráðamönnum Spán- arbanka hafí verið ókunnugt um seðlaprentunina. Að sögn spænska dagblaðsins E1 Pais ákvaðu þýskir nasistar að hefja seðlaprentun þessa í kringum 1940. Var tilgangurinn sá að greiða upp með þessum hætti skuldir þær sem Franco hafði stofnað til í Þýskalandi á árunum 1936-1939 þegar Spænska borgarstyijöldin geisaði. Að því er fram kemur í bandarískum gögnum var andvirði seðlanna þá alls um fjór- ir milljarðar peseta. Bandarísku gögnin eru frá OSS- stofnuninni, sem var forveri leyni- þjónustu Bandaríkjanna CIA. í þeim kemur einnig fram að í maímánuði 1945 voru þessir fjármunir settir í umferð á Spáni með aðstoð sendiráðs Þýskalands í Madrid og þýskra ræð- ismanna. Voru þeir m.a. notaðir til að greiða þýskum njósnurum laun auk þess sem eignir voru keyptar. Var þetta auðvelt þar sem spænskir peningaseðlar voru prentaðir á þess- um tíma í Þýskalandi. Því þurfti ein- ungis að prenta meira magn en stjómvöld í Madrid höfðu pantað. Strangt til tekið voru seðlamir því ekki falsaðir heldur ólöglegir. „Spán- arbanka var ekki tilkynnt um þetta, að minnsta kosti er þessara fjármuna ekki getið í gögnum bankans," segir i bandarísku gögnunum. Bandarísku gögnin sýna að fjár- munina, spænsku seðlana, notuðu nasistar til að greiða uppljóstrurum sínum og njósnurum á Spáni sem mynduðu þétt net um landið á stríðs- árunum. Fyrirtæki voru einnig keypt fyrir þessa peninga. HIROKO Sekiguchi, starfsmað- ur uppboðshúss í Tókýó, sýnir málmpressu, sem notuð var til að framleiða hlómplötur Bítl- anna, og skartar undirskriftum allra fjögurra meðlima hljóm- sveitarinnar. Pressan er einn 300 Bítla-minjagripa, sem boðn- ir verða upp samtímis í Tókýó og Lundúnum á laugardaginn næstkomandi. Safnið er hið stærsta sinnar tegundar, sem komið hefur undir hamarinn. Búizt er við að safnarar popp- mipjagripa muni þykja sumir gripanna svo eftirsóknarverðir, að ný heimsmet verði slegin með söluverði þeirra. Segist hafa drep- ið að skip- an Oðins Essen. Reuter. THOMAS Lemke, 28 ára gam- all þýzkum nýnazisti, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr- ir að hafa skotið fyrrverandi vin sinn til bana og að hafa myrt tvær ungar konur. Lemke hélt því fram við réttar- höldin að Oðinn hafi skipað sér að drepa. Lemke sagðist hafa framið fyrsta morðið til að binda unn- ustu sína sterkari böndum við sig með því að gera hana að vitorðsmanni. Hin morðin sagðist hann hafa gert að skip- an Óðins. „Ég hlýt að hafa verið brjál- aður,“ sagði Lemke fyrir rétt- inum. „Ef ég gæti gefíð líf mitt svo að hún [fyrsta fómar- lambið] gæti verið á lifí myndi ég gera það á stundinni," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.