Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 23
Morgunblaðið/Aldís
SAGA Jónsdóttir, Bryndís Petra Brag-adóttir
og Soffía Jakobsdóttir i hlutverkum sínum.
Ismeygið
raunsæi
LEIKOST
Lcikfclag Rcykjavík-
ur á Lcynibarnum
FRÁTEKIÐ BORÐ
Höfundur: Jónína Leósdóttir. Leik-
stjóri: Ásdis Skúladóttir. Leikarar:
Bryndís Petra Bragadóttir, Saga
Jónsdóttir og Soffía Jakobsdóttir.
Laugardagur 1. mars.
ÞANN 15. mars var ár liðið frá
því að verk það sem hér er til
umij'öllunar var frumsýnt. Sam-
tals hefur það verið sýnt a.m.k.
fjórtán sinnum vítt og breitt um
landið, auk þess sem
Soffía Jakobsdóttir
leikstýrði þessum ein-
þáttungi sem hluta af
dagskránni Einskonar
ást á Flateyri í desem-
ber sl.
Höfundurinn, Jón-
ína Leósdóttir, fékk
nýlega 3. verðlaun í
leikritasamkeppni í til-
efni af aldarafmæli
Leikfélags Reykjavík-
ur og er von að verð-
launaverkið rati á fjal-
imar þar á næsta leik-
ári. Ennfremur hefur
hún samið leikritið
Leyndarmál fyrir Ari-
stofanes, leikfélag Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti, sem sýnt var fyr-
ir skömmu í Höfðaborginni, og sem
leikfélag Framhaldsskóla Vest-
fjarða sýndi á Sólrisuhátíð sem
lauk í síðustu viku. Vegna alls
þessa er ástæða til þess að taka
einþáttunginn Frátekið borð til
umræðu, þótt eigi hafi verið fjallað
um afurðir Höfundasmiðjunnar
sérstaklega á sínum tíma, enda er
þetta hið eina þeirra verka sem
þá sáu dagsins ljós sem enn er til
sýningar.
Bæði verkin, Leyndarmál og
Frátekið borð, byggja upp spennu
á hugvitsamlegan hátt. Miklu efni
er komið til skila á stuttum tíma.
Hrynjandi verksins er hraður og
þéttur; í Leyndarmáli taka stutt
atriði við hvert af öðru og í Frá-
teknu borði er orðræðan rofin og
skipt um umræðuefni hvenær sem
færi gefst án þess þó að efnisþræð-
irnir slitni. Það virðist liggja mjög
vel fyrir Jónínu að miðla upplýsing-
um til áhorfenda smátt og smátt
í gegnum samræður persónanna.
Ekkert heldur athygli áhorfenda
betur og má minna á tegundir leik-
verka sem sjaldan sjást nú orðið,
sakamálaleikrit og spennutrylli.
Persónusköpun í Fráteknu borði
er einnig til fyrirmyndar. Aðalper-
sónur leiksins eru andstæður, en
þær eiga þó fleira sameiginlegt en
liggur í augum uppi. Skemmtileg-
ast er samt að höfundi tekst að
forðast viðteknar klisjur um fólk
frá vissum stöðum á landinu og
byggja upp persónur af holdi og
bíóði. Sýn höfundar á íslenskt nú-
tímaþjóðfélag og viðbrögð ein-
stakra kvenna við skörðum hlut
sínum er athyglisverð. Kannski er
hægt að kenna hana við ísmeygið
raunsæi; Jónína segir hlutina
hreint út en glottir við tönn í leið-
inni. Hún hefur sérstaklega gott
lag á því að skrifa leiktexta sem
lætur svo eðlilega í eyrum áhorf-
enda að þeir láta
blekkjást og finnst
sem um daglegt talmál
sé að ræða. Höfundur
nær þannig hámarks-
áhrifum út úr orðræð-
unni í verkinu.
Sami leikstjórinn,
Ásdís Skúladóttir,
stýrir báðum verkun-
um. Þar sem Frátekið
borð gerist á veitinga-
stað hefur verið notast
við Leynibarinn í kjall-
ara Borgarleikhússins
en einnig gefur auga-
leið að auðvelt er að
ferðast með þennan
einþáttung um landið,
sem og hefur orðið raunin.
Leikkonurnar þijár eru að sjálf-
sögðu orðnar sjóaðar í túlkun sinni
á verkinu eftir þennan sýninga-
fjölda. Saga Jónsdóttir dregur upp
sérstæða mynd af norðankonu sem
notar hrokann til að breiða yfir
sára kvikuna. Bryndís Petra
Bragadóttir leikur þjóninn, sem
veitir gestunum enga persónulega
athygli og sinnir þeim fagmann-
lega en stutt í spuna. Soffía Jak-
obsdóttir tekst einstaklega vel upp
að lýsa hinni mjög svo mannlegu
Fjólu sem reynist harðari í horn
að taka en ætla mætti við fyrstu
sýn. Leikurinn er allur mjög sterk-
ur og sannfærandi, þarna sjást
alskapaðar persónur úr íslensku
mannlífi sem allir þekkja. Samleik-
urinn er fyrsta flokks, stöður eins
fjölbreyttar og rýmið býður upp á
og leiklausnir athyglisverðar.
Ekki má gleyma því að Frátekið
borð er einstaklega fyndið verk og
þótt áhorfendur hafi ekki verið
margir í það skipti sem undirritaður
var viðstaddur létu þeir ekki sitt
eftir liggja í hlátrasköllum. Varla
þarf að taka fram að fáir karlmenn
höfðu séð ástæðu til að beija sýn-
inguna augum dag þennan.
Sveinn Haraldsson
Jónína
Leósdóttir
Töfrandi o g hjartahlý
KVIKMYNPIR
Háskólabíó
KOLYA ★ ★ ★ Vi
Leiksljóri: Jan Sverak. Kvikmynda-
tökustjóri: Vladimir Smutny. Hand-
rit: Zdenek Sverak og Pavel Taussig.
Aðalleikaran Zdenek Sverak,
Andrej Chalimon, Libusa Safrankova
og Stella Zazvorkova. 105 mín.
Tékknesk. Space Film. 1996.
LEIKSTJÓRI „Kolya“ Jan Sverak
er gríðarlega vinsæll í heimalandi
sínu, Tékklandi, og hefur jafnframt
hlotið verðskuldaða athygli fyrir
myndir sínar erlendis. „Kolya“ hlaut
Golden Globe verðlaunin fyrir bestu
erlendu kvikmyndina í ár og er einn-
ig útnefnd til Óskarsverðlauna í
sama flokki. Fyrsta leikna mynd
Sveraks, Elementary SchooLfrá ár-
inu 1991, hlaut sömu útnefningu.
Það er faðir Sveraks, leikstjórinn
og leikarinn Zdenek Sverak, sem fer
með aðalhlutverkið í „Kolya" en
hann er að auki annar höfundur
handrits. Hann átti einnig heiðurinn
að handriti Elementary School.
Aðalpersónan í „Kolya“ er mið-
aldra tónlistarmaður að nafni
Frantisek Louka (Zdenek Sverak)
sem hefur komið sér ágætlega fyrir
þrátt fyrir ákveðið mótlæti í Tékkó-
slóvakíu kommúnismans. Árið er
1968, rússneskir skriðdrekar eru
alls staðar en á næsta leiti eru sögu-
legir viðburðir. Fókusinn er þó ekki
á þá, heldur á persónulega byltingu
í lífi Louka.
Inn í líf þessa eigingjarna og
kvensama karlskröggs kemur
óvænt lítill rússneskur drengur,
Kolya (Andrej Chalimon), og neyðist
Louka til þess að ala önn fyrir snáð-
anum þó að það sé honum þvert
um geð. í gegnum samband sitt við
Kolya lærir Louka hvað óeigingjörn
og skilyrðislaus ást er.
„Kolya“ er hógvær kvikmynd sem
leiðir áhorfandann hægt og sígandi
inn í heim Louka. Þetta er mynd
Nýjar bækur
• Bók í bókaflokknum Ævintýra-
heimurinn nefnist Snar ogSnögg-
urflytja. Hún var bók mánaðarins
í febrúar í Bókaklúbbi barnanna -
Disneyklúbbnum. Ikornarnir Snar
og Snöggur búa í skúr í garðinum
hjá Andrési Önd en aðstæður þeirra
breytast hressilega þegar Ripp,
Rapp og Rupp ákveða að breyta
sem setur traust sitt á sterkan sögu-
þráð og afbragðsleik. Sérstaklega
er frammistaða Andrej Chalimon
áhrifamikil. Myndin er einnig falleg
fyrir augáð í mjúkum tónum og
bregður jafnframt á leik með því
að sína heiminn frá sjónarhóli barns.
Húmorinn er aldrei langt undan, þá
sérstaklega þegar dregin er upp
mynd af sérkennilegri hegðun okkar
mannanna.
í „Kolya“ tekst að fjalla á næman
og einlægan hátt um mannlegar til-
fínningar án allrar væmni eða til-
gerðar. Þetta er hlý og töfrandi
kvikmynd sem er tilvalin til þess
að yija bíógestum um hjartaræturn-
ar í vetrarkuldanum.
Anna Sveinbjarnardóttir
skúrnum í seglskútu og bjóða Andr-
ési og Andrésínu með sér í siglingu.
Þau vita hins vegar ekki af laumuf-
arþegunum um borð!
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Sigrún Ámadóttirþýddi. Snarog
Snöggurfæst aðeins íBókaklúbbi
barnanna - Disneyklúbbnum og
kostar kr. 895 með sendingargjaldi.
Gáski, blað klúbbsins fylgir bók
mánaðarins til félaga.
Rafiðnaðarmenn
Rafiðnaðarsamband ísiands boðar til félagsfunda um nýgerða kjara-
samninga. Á fundunum verður einnig fjallað um stöðu viðræðna vegna
endurnýjunar annarra kjarasamninga RSÍ.
Reykjavík: Miðvikudaginn 19. mars Kíwanishúsinu Engjategi 11 kl. 18:00
Egilsstaðir: Fimmtudaginn 20. mars Hótel Valaskjálf kl. 20:00
Akureyri: Föstudaginn 21. mars Verkalýðshúsinu Skipagötu 14 kl. 20:00
Sauðárkrókur:
Laugardaginn 22. mars Verkalýðshúsinu kl. 11:00
Biönduós:
Laugardaginn 22. mars Hótelinu kl. 15:00
Kjörgögn vegna þeirra kjarasamninga RSÍ sem verða afgreiddir út í síðasta lagi 21. mars og þurfa að berast kjörstjórn í síðasta í póstafgreiðslu verða sendir lagi fimmtudaginn 3. apríl 1997.
c 1 Þegar hafa verið haldnir fundir hjá Reykjavíkurborg, Stöð 2, starfsmönnum fyrirtækja innan Félags íslenskra stórkaupmanna og á Selfossi, Akranesi og í Keflavík.
T RAFIÐNAÐARSAMBAND ISLANDS