Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 33
Við Óskar urðum fyrst skipsfé-
lagar árið 1991 á Helgafellinu,
hinu ágæta skipi Samskipa. Þar
var fyrir úrvals áhöfn reyndra sjó-
manna, starfs- og félagsandi var
sérlega góður eins og jafnan fylgdi
Jörundi skipstjóra þar sem hann
stýrði skipi. Með Óskari var kom-
inn enn einn félaginn sem var fyrr-
nefndum kostum ríkulega búinn,
enda einn af elstu og virtustu
starfsmönnum félagsins. Fljótlega
eftir að við urðum skipsfélagar
varð að venju að ég kæmi við í
eldhúsinu hjá Óskari á leið til
morgunverðar og ef vinnan leyfði
spjölluðum við saman fáeinar mín-
útur. Við reyndum líka að drekka
saman kaffisopa að loknum hádeg-
isverði eða Óskar kom í heimsókn
í brúna á kvöldvaktina. Á þessum
stundum reyndum við að leysa lífs-
gátuna og önnur mál sem upp
komu og næst okkur voru á hveij-
um tíma. Óskar var ekki mjög
opinn um sín persónulegu mál en
við aukin kynni sá ég glöggt hversu
góður og einlægur persónuleiki
hann var. Með sinni góðu grund,
ljúfmennsku og góðri framkomu
auðgaði hann líf mitt og örugglega
margra fleiri skipsfélaga sinna á
áralöngum sjómennskuferli. Lífs-
gildin voru ákveðin og markmiðin
skýr. Ávallt var þar fjölskyldan,
Anna og börnin, í fyrirrúmi, ekk-
ert var of gott fyrir þau. Anna og
Óskar höfðu búið sér yndislegt
heimili. Komið bömum sínum til
þroska og barnaböm voru komin
til aukinnar gleði, en draumurinn
um að fara í land og eiga meiri
tíma með ástvinunum rættist því
miður ekki.
Bræðurnir í Oddfellow áttu sinn
sess og mat Óskar samfélag sitt í
félagsskapnum mjög mikils. Starf
sitt rækti hann af stakri um-
hyggju, hann fór sjálfur yfir og
gekk frá þeim aðföngum skipsins
sem honum tilheyrðu. Þó öllum
væri ljóst að þar færi ljúfmenni,
var hann fastur fyrir og enginn
valtaði yfir hann. Sölumönnum
þjónustunnar var eins gott að
reyna enga pretti. „Skipshöndlur-
um“ leiðst ekki að koma með
svikna eða gallaða vöru, grannt
var fylgst með magni, ástandi og
dagsmerkingum. Verðskynið var
gott, saman skyldi fara verð og
gæði vörunnar og hiklaust sent til
baka ef þurfa þótti. Heiðursmaður-
inn Ólafur heitinn Tómasson segir
í bók sinni „Farmaður í friði og
stríði“ þar sem hann fjallar um
mikilvægi matsveinsins í andlegu
ástandi áhafnarinnar: „Vondir
matsveinar draga fram það versta
í mönnum gera vonda menn verri.
Góði matsveinninn hins vegar
dregur fram það besta í áhöfninni
og gerir góða_ menn betri.“ Þeir
sem þekktu Óskar vita hvorum
hópnum hann tilheyrði.
Önnu, börnunum og bamabörn-
unum sendum ég og drengirnir
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Huggun harmi gegn eru þó minn-
ingarnar góðu og dýrmætu sem
aldrei verða frá ykkur teknar. Guð
blessi ykkur.
Pétur Sigurðsson.
Hafið hefur tekið sinn toll, enn
erum við áminnt um legu lands
og öryggi sjómanna. Þrír sjómenn
á besta aldri hafa týnt lífinu í
baráttunni við hin stóru öfl á að-
eins tveimur vikum. Ægir kon-
ungur áréttar enn mikilvægi þess
að hafa árvökula skipstjómar-
menn, úrvals áhafnir, valinn mann
í hveiju rúmi. Áður fyrr gátu
menn ráðið nokkru um smíði fleyj-
anna og fengið á tilfinninguna
hvað mátti bjóða þeim. Nú er öld-
in önnur, skipin stækka og ljar-
lægir menn hafa smiðshöggið á
þá smíð, sérhæfnin altæk. Oft
munar ekki nema hársbreidd hvort
menn eru lífs eða liðnir. Skjót
björgun er mikilvæg og þar hafa
landsfeðurnir og þjálfað björgun-
arlið lagt hönd á plóginn. En ör-
yggi sjómanna er enn í hættu.
Þegar minnast skal góðs sjó-
manns, er efst í huga að þakka
þá þjónustu og það starf sem hann
hefur af skyldurækni innt af hendi
við okkur sem heima sitjum. Fá
hafsvæði eru með krappari öldu
en hafið við íslandsstrendur. Skip-
in þurfa því að vera fullkomnari
en ella og sjómenn okkar vaskari.
Undirstaða landkrabba byggist hér
á starfi þeirra sem sigla og sækja
sjóinn.
Þessa alls er gott að minnast
þegar kveðja skal Óskar Guðjóns-
son, matsvein, sem fórst með
Dísarfellinu hinn 9. þessa mánað-
ar. Undirritaður man það enn í dag
hve vel það var brýnt fyrir mér
hjá sama skipafélagi að fara var-
lega. Ungur sjómaður skyldi fara
að öllu með gát er hann fetaði sig
afturskips í þungum hafsjó. Þá
sigldum við Óskar saman, ungir,
gáskafullir og áhyggjulausir sjó-
menn. Tæpum 40 árum síðar ferst
Óskar við skyldustörf á skipi hjá
sama skipafélagi og hann hóf störf
hjá. Slys hafa á sama tíma verið
fátíð hjá farskipaútgerð hér á landi
en því fleiri á fiskiskipum.
Fáir hafa sótt eins fast sjóinn
og státað af eins miklu starfs-
þreki og dugnaði sem Skagamað-
urinn Öskar. Á tímabili, þegar
börnin voru ung, starfaði hann
sem yfirmaður á Hótel Loftleiðum
og á Laugarvatni stjórnaði hann
matseld við stóran skóla. í Hafn-
arfirði rak hann verslun en fannst
kaupmennskan lítt spennandi
kostur.
Á löngum siglingum lífgaði Ósk-
ar upp á tilveruna með harmon-
ikkuspili. Þegar Hamrafellið kom
til Sikileyjar í eitt skiptið, keypti
hann forláta nikku og aldrei gleymi
ég því hve ólmir ítalirnir voru að
láta Óskar reyna hin ýmsu hljóð-
færi og jafnvel taka um borð. Þar
fundu þeir fyrir þéttan mann á
velli, traustan í lund og með gam-
ansemina í lagi.
Óskar hafði með fjölskyldu sinni
byggt glæsilegt sumarhús í Gríms-
nesi þar sem gott var að vera fjarri
skarkala lífsins. Þar var að öllu
myndarlega staðið og innviðir
traustir. Það er því kaldhæðni ör-
laganna nú að hann skuli ekki fá
notið þar ávaxta sinna í faðmi fjöl-
skyldu.
Óskar átti því láni að fagna að
eiga góðan lífsförunaut, Önnu Þor-
steinsdóttur, ljósmóður. Samheldni
þeirra og ást var frá upphafi sönn
og virk og saman unnu þau hvort
að sínu nauðsynjamálinu.
Þegar góður drengur og sjómað-
ur er kvaddur í dag eru Önnu og
uppkomnum börnum sendar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi
minningin um hann verða til þess
að treysta enn öryggi og forvarnir
sjómanna á hafínu við Island.
Sigurður Rafn Antonsson.
ÓSKAR SVAVAR
GUÐJÓNSSON -
PÁLL ANDRÉSSON
Það var fyrir rúmu ári, nánar
tiltekið 11. janúar 1996, að hópur
samstilltra félaga kom saman í
skipasmíðastöð í Bremerhaven til
að taka við nýju Dísarfelli. Stóru
dg glæsilegu skipi, sem Samskip
höfðu þá nýlega fest kaup á. Þetta
var þó ekki öll áhöfnin því nokkrir
félaga okkar höfðu fengið það hlut-
verk að sigla okkar fyrra skipi,
ms. Helgafelli, um hálfan hnöttinn
til Singapore og afhenda það þar
nýjum eigendum. Að lokinni þeirri
ferð komu þeir yfir á Dísarfell og
mynduðu ásamt þeim, sem fyrir
voru, áhöfn sem hver útgerð gat
verið stolt af. Samhent áhöfn
ásamt útgerð skipsins vann ötul-
lega að því markmiði að gera gott
skip betra. í lok febrúar urðu
vatnaskil hjá okkur í áhöfninni,
þar sem Dísarfellið með fullri áhöfn
hafði verið leigt Eimskipafélagi
íslands til Ameríkusiglinga. Það
var því í tvennum tilgangi sem
skip og áhöfn lagði frá Reykjavík
föstudaginn 7. mars síðastliðinn.
Til að ljúka þeirri ferð. sem hafin
var 11. janúar fyrir rösku ári og
síðan undirbúa skipið fyrir nýja
ferð á aðrar slóðir. Engan okkar,
sem skipuðu áhöfn ms. Dísarfells,
gat órað fyrir þeim ósköpum sem
mættu skipi og áhöfn aðfaranótt
9. mars og ollu því að skipið lauk
aldrei ferðinni og tveir af félögum
okkar náðu ekki að komast heilir
úr þeim hiidarleik. Enn einu sinni
fengum við vanmáttugir mennirnir
að sjá vald Ægis konungs þegar
hann lagði þetta stóra og mikla
skip að velli. Við fengum líka að
sjá tækni og kraft TF-Lífar og
áræði og dug áhafnar hennar þeg-
ar hún hreif 10 af skipshöfninni
úr greipum dauðans. Nokkuð sem
fyrir fáum árum hefði ekki verið
mögulegt. Áhöfn TF-Lífar verða
seint þökkuð þau afrek sem hún
hefur unnið með sínu óeigingjarna
starfi, sem oftar en ekki er unnið
við_ hinar verstu aðstæður.
í Spámanninum eftir Kahlil
Gibran segir: „Sorgin er gríma
gleðinnar. Og lindin, sem er upp-
spretta gleðinnar, var oft full af
tárurn." Ennfremur segir þar:
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú
ert glaður, og þú munt sjá, að
aðeins það sem valdið hefur hryggð
þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú
ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
hug þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“ Það er með sorg í hjarta sem
ég kveð þá skipsfélaga mína Óskar
Guðjónsson matsvein og Pál Andr-
ésson stýrimann. Ég gleðst yfir
því að hafa fengið tækifæri til
starfa með þeim.
Páll Andrésson var maður sem
óx með verkum sínum. Hvað sem
hann tók sér fyrir hendur vann
hann af alúð og samviskusemi.
Það fór því ekki hjá því að hann
ynni sér hylli og traust okkar sam-
starfsmanna sinna jafnt á sjó sem
í landi. Mest af þeim tíma sem
hann starfaði hjá Samskipum
sigldi hann sem yfirstýrimaður og
hafði tvívegis leyst af sem skip-
stjóri bæði á Helgafelli og Dísar-
felli. Hann var góður fagmaður
og vel að sér í öllu sem laut að
siglingu og hleðslu skipa. Palli var
góður sjómaður í þess orðs besta
skilningi og góður félagi og vinur.
Hann hafði lunkinn húmor og
næmt auga fyrir skoplegum hlið-
um mannlífsins, græskulaust þó,
þótt alvaran væri aldrei langt
undan. Palli fór ekki um með háv-
aða en var fastur fyrir og fylginn
sér þegar honum þótti það við
eiga.
Það er varla ofsögum sagt að
hjarta hvers skips sé eldhúsið og
næsta umhverfi þess. í eldhúsi
Disarfells réð ríkjum Óskar Guð-
jónsson matsveinn. Óskar var eng-
inn viðvaningur í matargerðarlist.
Hann hafði lengi staðið í eldlín-
unni og kunni lagið á sérvisku og
kenjum sem einatt eru uppi í
matarsmekk manna. Eins hafði
hann löngu lært að skip koma og
fara úr höfnum undantekningar-
lítið á matmálstímum. Þetta umb-
ar hann með stóískri ró þótt hann
að eðlisfari væri afar nákvæmur
og reglusamur. Þrifnaður og
reglusemi voru honum í blóð bor-
in. Hann lagði metnað sinn í að
laga hollan og góðan mat og kunni
þar vel til verka. Þegar ákveðið
var á síðastliðnu hausti að ger-
breyta mataræði skipveija, til að
auðvelda okkur sumum að losna
við aukakílóin, sem safnast höfðu
á okkur, sveiflaði hann sér létti-
lega yfir á heilsulínuna og fram-
reiddi hina girnilegustu rétti fulla
af hollustu. Óskar var glaðbeittur
maður með viðkvæma lund og
vildi öllum vel.
Um leið og ég fyrir hönd
áhafnarinnar á Dísarfelli kveð
góða félaga með virðingu og sökn-
uði sendi ég öllum aðstandendum
þeirra mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur og bið að þeim veitist styrkur
í sorg sinni.
Kristinn Aadnegard
skipstjóri.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN ÞORBERGSDÓTTIR,
Deildarási 6,
Reykjavfk,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
17. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Metúsalem Björnsson,
Linda Metúsalemsdóttir, Sigurður Örn Sigurðsson,
Birna Metúsalemsdóttir, Guðmundur Erlendsson,
Björn Vigfús Metúsalemsson, Helga Emilsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær sambýlismaður minn,
ELÍAS ÖRN KRISTJÁNSSON,
Vindási 3,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
föstudaginn 21. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd barna og ættingja,
Kristín G. Gísladóttir
+
Ástkær eiginmaður minn,
JÓN EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON
bóndi,
Þorfinnsstöðum,
Þverárhreppi,
Vestur-Húnavatnssýslu,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnu-
daginn 16. mars. Jarðarförin auglýst síðar.
Alma Á. Levý
og fjölskylda.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
VALTÝR SÆMUNDSSON
frá Stóru-Mörk,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtu-
daginn 20. mars kl. 13.30.
Marfa Guðnadóttir,
Kristbjörg Jónfna Valtýsdóttir, Emil Þór Eyjólfsson,
Valdís María og Karen.
+
Ástkær eiginkona mln, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Tunguvegi 1,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn 17. marsl.
Sigurður A. Álfsson,
Jón Friðrik Sigurðsson, Ásrún Matthfasdóttir,
Álfrún Sigurðardóttir, Jón Kristinn Cortez
barnaböm og barnabamabarn.
+
VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lindarbrekku,
Hvammstanga,
sem lést 14. mars síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugar-
daginn 22. mars kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eggert Levy.