Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 35
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ vinstri Guðbjartur Sigurðsson prentari, Hjörtur Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar, Ingvar Ásmunds-
son skólameistari og Sigurður Kristjánsson kennslustjóri við
afhendingu styrksins.
Iðnskólinn kaupir prentvél
BÓKIÐNADEILD Iðnskólans í
Reykjavík hefur keypt tveggja
lita MO prentvél.
Prentvélin er notuð en samt
er hún í góðu lagi. Fagmenn telja
að hún muni koma að góðum
notum við að kenna alla þætti
offsetprentunar.
Prenttæknistofnun veitir Iðn-
skólanum styrk til kaupanna upp
á 1,5 milljónir og var hann afhent-
ur á skrifstofu Iðnskólans í gær.
Heimahlynning Krabba-
meinsfélagsins 10 ára
HEIMAHLYNNING Krabba-
meinsfélagsms er 10 ára um þess-
ar mundir. í tilefni þessara tíma-
móta býður starfsfólk Heima-
hlynningar og Krabbameinsfélag
íslands velunnurum svo og al-
menningi öðrum að kynnast starf-
seminni nánar og koma í hús
Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð
8 í Reykjavík miðvikudaginn 19.
mars á tímabilinu frá kl. 12-17.
Starfsfólk Heimahlynningar svar-
ar þar fyrirspumum um starfsem-
ina og verður til skrafs og ráða-
gerða. Léttar veitingar verða á
boðstólum.
í fréttatilkynningu segir: „í
mars á þessu ári eru liðin tíu ár
frá því að vísir að hospice-hreyf-
ingu á íslandi varð til í sarnvinnu
við Krabbameinsfélag íslands.
Hugsjón Heimahlynningar byggir
á „hospice“ hugmyndafræðinni,
hugmyndafræði sem byggir á
fomri hugsun um rétt einstaklings-
ins til meginákvarðana um eigið
líf og þar með til þess að lifa og
deyja þar sem hann sjálfur kýs.
Hospice-hreyfingin er sú hreyfing
á Vesturlöndum sem á undanförn-
um áratugum hefur mest látið til
sín taka hvað varðar meðferð erf-
iðra einkenna, ekki síst verkja.
Frá árinu 1987 hefur verið fast
form á starfsemi Heimahlynningar
og frá 1989 hefur verið rekin þjón-
usta allan sólarhringinn. í Heima-
hlynningunni hafa hjúkmnarfræð-
ingar og læknar myndað þverfag-
legan kjarna og farið í vitjanir
heim til krabbameinssjúklinga og
alnæmissjúklinga með sjúkdóm á
lokastigi og með einkennameðferð
gert þeim kleift að dveljast lengur
heima en ella.
Að Heimahlynningu starfa nú
sex hjúkrunarfræðingar og að
jafnaði þrír læknar auk félagsráð-
gjafa og ritara. Fyrstu árin var
starfið mjög unnið í sjálfboðavinnu
en nú er það að mestu kostað af
Krabbameinsfélagi íslands og
Tryggingastofnun ríkisins. Til ráð-
gjafar og stuðnings hefur Heima-
hlynning haft aðgang að sérfróð-
um mönnum og konum sem hjálpa
til við að leysa einstök mál ef með
þarf. Þessi hópur hefur einnig stað-
ið fyrir námskeiðum og ráðstefnum
um einkennameðferð og aðra þætti
líknar.
Nú sinnir Heimahlynning um
það bil 125-150 nýjum sjúklingum
á ári hveiju. Fyrst og fremst er
þarna um að ræða sjúklinga með
illkynja sjúkdóma á lokastigi en
einnig einstaklinga sem hafa mikil
einkenni um hríð af völdum sjúk-
dóms eða meðferðar. Um það bil
helmingur skjólstæðinga Heima-
hlynningar deyr heima í faðmi fjöl-
skyldunnar.“
Svölurnar gefa peninga til kaupa
á lífgunarborði fyrir nýbura
FELAGIÐ Svölurnar, sem lega lífgunarborð fyrir nýbura. þegar stjórn félagsins afhenti
er félag fyrrverandi og Svölurnar afla fjár til líknar- starfsfólki kvennadeildarinnar
starfandi flugfreyja, færði og hjálparstarfsemi með sölu gjöfina.
kvennadeild Landspítalans ný- jólakorta o.fl. Myndin var tekin
Málþing í
Skálholts-
skóla
í SKÁLHOLTSSKÓLA fer fram
málþing fimmtudaginn 20. mars
um efnið „Framtíðarsýn íslensku
kirkjunnar?“
Fyrirlesarar verða dr. Hjalti
Hugason prófessor, sem mun
fjalla um efnið út frá sjónarhorni
„sögulegrar framtíðarsýnar", dr.
Gísli Gunnarsson, dósent í sagn-
fræði, fjallar um „siðferðisgildi
íslendinga á tímum vaxandi
kenningarlegrar og trúarlegrar
margbreytni", sr. Helga Soffía
Konráðsdóttur fjallar um „fram-
tíðarstöðu og hlutverk prestsins“,
Jón Kalmansson, heimspekingur
mun spyija hvort „kirkjan eigi
einhvern rétt á sér og þá í hvaða
mynd?“ og fyrirlestur dr. Sigurð-
ar Árna Þórðarsonar verkefnis-
stjóra mun fjalla um spurninguna
„er íslenska þjóðkirkjan fjar-
kirkja?" Að fyrirlestrunum lokn-
um fara fram umræður.
Málþing þetta er það fjórða í
röð málþinga um guðfræðileg
efni sem Skálholtsskóli hefur
staðið fyrir í vetur. Markmið
þeirra er í fyrsta lagi að vera
vettvangur guðfræðilegrar um-
ræðu og í öðru lagi að hún skili
sér út í þjóðfélagið. Þess vegna
verða fyrirlestramir sem fluttir
verða, sem og samantekt megin-
efnis umræðnanna, gefin út og
munu birtast sem sérstakt hefti
tengt Kirkjuritinu.
Þátttökugjald er 1.100 kr. og
er matur og kaffi innifalið í því.
„Kona varð til“
DR. DAGNÝ Kristjándóttir flytur
opinberan fyrirlestur á vegum
Rannsóknastofu í kvennafræðum
við Háskóla íslands fimmtudag-
inn 20. mars í stofu 101 í Odda
kl. 17.15 sem hún nefnir: Kona
varð til. Fyrirlesturinn er öllum
opinn.
í fyrirlestrinum fjallar Dagný
um fyrstu doktorsritgerðina um
íslenskar kvennabókmenntir sem
lögð hefur verið fram við Háskóla
íslands. Dagný mun segja frá til-
urð ritgerðarinnar, fræðilegum
vandamálum og úrlausnarefnum.
Meðal annars verður fjallað um
feminista og eðlishyggju, „póst-
feminisma“, menningarfræði og
stöðuna í feminískum bók-
menntafræðum í dag.
Dr. Dagný Kristjánsdóttir er
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands. Hún lauk
cand. mag. prófí í íslenskum bók-
menntum frá HÍ árið 1979. Hún
var íslenskur sendikennari í Ósló
á árunum 1982-1900 og hefur
kennt við Háskóla íslands síðan.
Dagný hefur skrifað fjölmargar
greinar um bókmenntir og femin-
isma og hún er höfundur bókar-
innar Kona verður til, um skáld-
sögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyr-
ir fullorðna sem hún lagði fram
sem doktorsritgerð og varði við
Háskóla íslands 15. febrúar
1997.
Barnfóstru-
námskeið
Rauða krossins
RAUÐI kross íslands heldur
námskeið fyrir verðandi barn-
fóstrur á næstunni. Markmið
námskeiðanna er að þátttakendur
öðlist öryggi við barnagæslu og
fái aukna þekkingu á börnum og
umhverfi þeirra, segir í fréttatil-
kynningu.
Námskeiðin eru fjögur kvöld,
3 klst. í senn og ætluð bæði strák-
um og stelpum sem fædd eru
1983, 1984 og 1985. Hjúkrunar-
fræðingar og leikskólakennarar
hafa umsjón með námskeiðunum
sem haldin eru í Reykjavík og
víðs vegar um landið hjá deildum
Rauða kross íslands. Fjallað er
um æskilega eiginleika barn-
fóstru, þroska barna, val á leik-
föngum, mikilvægi fæðutegunda,
matarhætti, umönnun ungbarna,
pelagjöf, veik börn, slys og slysa-
gildrur í umhverfí barna og rétt
viðbrögð við slysum. Þátttakend-
ur vinna skrifleg verkefni úr
vinnubók sem María Haraldsdótt-
ir leikskólakennari og Vilborg
Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur
tóku saman fyrir Rauða kross
íslands.
Hjá Reykjavíkurdeild RKÍ eru
námskeiðin þegar hafin. Nám-
skeiðin hefjast í byijun apríl og
maí úti á landi og eru nánari
upplýsingar veittar hjá deildum
RKÍ.
Skattalækkun-
um fagnað
„FRAMKVÆMD ASTJ ÓRN
Sambands ungra framsóknar-
manna fagnar fyrirhuguðum
skattalækkunum ríkisstjórnar-
innar. Sérstaklega ber að fagna
því, að auk lækkunar tekju-
skatts, verður dregið úr jaðar-
áhrifum barnabóta og vaxtabóta,
er skilar sér sem kjarabót til
ungs fólks.
Með þessum aðgerðum eru ráð-
herrar Framsóknarflokksins að
efna loforð flokksins um skatta-
lækkun á seinni hluta kjörtíma-
bilsins.
Ungir framsóknarmenn skora
á ríkisstjórnina að halda áfram á
sömu braut, með því að draga
úr ríkisútgjöldum og lækka
skatta enn frekar á komandi
árum,“ segir í ályktun frá SUF.
Alþýðu-
bandalagið á
faraldsfæti
FORYSTUMENN Alþýðubanda-
lagsins og óháðra verða á ferð
um Norðurlandskjördæmi eystra
dagana 20.-22. mars nk.
Heimsóttir verða vinnustaðir
og haldnir almennir stjómmála-
fundir á Húsavík fimmtudags-
kvöldið 20., á Ólafsfirði föstu-
dagskvöldið 21. og á Dalvík kl.
14 laugardaginn 22. mars.
Fyrirlestur um
misþroska
STEFÁN Hreiðarsson barna-
læknir fjallar í fyrirlestri á félags-
fundi Foreldrafélags misþroska
barna um misþroskavandamál og
ýmislegt þeim tengt.
Fyrirlesturinn verður miðviku-
daginn 19. mars í Æfingaskóla
Kennaraháskóla íslands og hefst
kl. 20.30. Fyrirlesturinn er eink-
um ætlaður foreldrum þeirra
bama sem nýlega hafa fengið
greiningu en aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Fræðsla á
geðdeild
Landspítalans
FRÆÐSLA fyrir aðstandendur
geðklofasjúklinga verður haldin
á geðdeild Landspítalans og hefst
2. apríl nk.
Nánari upplýsingar og skrán-
ing er á göngudeild geðdeildar
Landspítalans milli kl. 9 og 16.
Síðasta sýning
á Skáld-Rósu
AÐ UNDANFÖRNU hefur Leik-
flokkurinn á Hvammstanga verið
að sýna Skáld-Rósu Birgis Sig-
urðssonar í leikstjórn Harðar
Torfa.
Lokasýningin hjá flokknum
verður fimmtudaginn 20. mars
kl. 21 í félagsheimilinu.
LEIÐRÉTT
Röng föðurnöfn
í FÓLKI í fréttum laugardaginn
8. mars sl. var rangt farið með
nafn lítillar stúlku. Hún heitir
íris Tania ívarsdóttir.
Þá var í frétt Morgunblaðsins
í gær um Þjórsá vitnað í Bjarna
Pálsson, bónda í Syðri-Gróf.
Bjami var sagður Jónsson í frétt-
inni.
Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
Kona en ekki karl
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
sagði að maður hefði klemmst á
milli tveggja bíla í árekstri á
gatnamótum Háaleitisbrautar og
Safamýrar, en í ljós hefur komið
að um konu var að ræða. Beðist
er velvirðingar á misherminu.